blaðið - 07.07.2007, Síða 8

blaðið - 07.07.2007, Síða 8
8 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 blaóiö STUTT t • Mannfall Ellefu Palestínu- ■ 71 menn létust í skotbardögum herskárra Hamas-liða og her- sveita ísraelshers við landamæri Gasa-strandarinnar í gær. • Fóstureyðingar Kristilegir demókratar í Danmörku hafa ákveðið að leggja niður bar- áttu sína gegn fóstureyðingum. Systurflokkur þeirra í Svíþjóð ákvað að gera slíkt hið sama fyrir nokkru. rjón vegna úrhellis á Norðurlöndum • Mannrán Móðir bresku stúlkunnar Margaret Hill, sem var rænt í Nígeríu í gær, segir að mannræningjarnir hafi hótað að drepa stúlkuna ef faðir hennar samþykkir ekki að koma í hennar stað. • Rauða moskan Tveir íslamskir stúdentar létust í bardögum íslamista og pakist- önsku lögreglunnar við Rauðu moskuna í höfuðborginni Is- lamabad. 21 hefur nú látið lífið frá upphafi átaka við moskuna fyrr í vikunni. • Madeleine Lögregla í Hol- landi hefur handtekið 39 ára karlmann fyrir að hafa reynt að svíkja fé út úr foreldrum bresku stúlkunnar Madeleine McCann. Svikahrappurinn krafðist 160 milljóna króna fyrir upplýsingar um hvar Madeleine væri að finna. • Tryggingar Áætlað er að flóðin í Bretlandi í síðustu viku muni kosta bresku trygg- ingafélögin andvirði tæplega tvö hundruð milljarða króna. • Forsætisráðherra Skoðana- kannanir sýna að Ehud Barak, formaður ísraelska Verkamanna- flokksins, sækir nú hart að Benjamin Netanyahu, formanni Likud-flokksins, sem sá stjórn- málamaður sem ísraelar vilja helst sjá sem næsta forsætisráð- herra. Báðir eru þeir vinsælli en Ehud Olmert, núverandi forsætisráðherra. • Undur veraldar Hin nýju sjö undur veraldar verða kynnt í Lissabon, höfuðborg Portú- gals, í kvöld. Rúmlega níutíu milljónir manna hafa kosið um málið á Netinu. ■ Kona drukknaði í bíl sínum í Svíþjóð ■ Varað við að fólk geti drukknað í Hróarskeldu Eftir Atla Isleifsson atlii@bladid.net Gríðarleg úrkoma hefur verið á Norðurlöndum síðustu daga og valdið miklu tjóni víðs vegar í Sví- þjóð, Noregi og Danmörku. Fyrsta dauðsfallið vegna úrhellisins átti sér stað í Svíþjóð í gær. I Noregi hefur rigningin og mildir vaxtavextir í ám valdið miklum óþægindum og tjóni og í Danmörku hefur Rauði krossinn varað hátíðargesti á Hróarskelduhá- tíðinni við hættu á drukknun, en hátíðarsvæðið er eitt drullusvað og hafa margir yfirgefið hátíðina. Roskin kona fannst látin í bíl sínum sem var á kafi í vatni í vegar- kanti skammt frá Helsingborg í Sví- þjóð í gær. Ljóst þykir að hún hafi drukknað eftir að hafa keyrt bílinn inn í vatnselg, en einungis þrjátíu sentimetrar af bílnum sáust standa upp úr vatninu. Kalla þurfti út kaf- ara til að ná líki konunnar út. Vegum lokað Vegagerðin í Svíþjóð beindi þeim orðum til vegfarenda að forðast að keyra í átt að Malmö, en bæði vega- og lestarsamgöngur röskuðust veru- lega vegna úrkomunnar, sér í lagi í vesturhluta Skánar. Yfirvöld lokuðu rúmlega tuttugu vegum og vöruðu almenning við að fleiri tugir vega ÚRHELLISRIGNINGAR ► Júnímánuður er sá blautasti í Noregi frá árinu 1883. ► Langir biðlistar eru eftir því að láta slökkvilið dæla upp úr kjöllurum. ► Vegfarendur eru beðnir um að forðast Malmö. væru sums staðar á kafi, þar á meðal hraðbrautirnar E6 og E22. Slökkvi- lið hafði einnig í nógu að snúast við að dæla vatni upp úr kjöllurum og langir biðlistar mynduðust. í suðurhluta Noregs glitti loks í sólina í gær eftir margra daga rign- ingu. Flóðið í Numedalsánni er í rénun eftir að rennslið í ánni hafði verið rúmlega tífalt á við venjulega. Bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni þar sem fjölmargir akrar hafa skemmst í úrhellinu og voru tjald- svæði á árbökkum einnig mörg hver á floti. Að sögn hefur ekki rignt meira í fjalllendi Noregs í hálfa öld og var nýliðinn júnímánuður sá blaustasti frá árinu 1883. Varað við drukknun Rauði krossinn f Danmörku sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem varað var við að mjög ölvað fólk ætti á hættu að drukkna á Hróarskelduhá- NordicPhoto/AFP tíðinni, sem hefur verið ein sú blaut- Rigning í Smálöndum Úrhelliö hefur valdiö mikilli röskun á bæði vega- og lestarsamgöngum í suðurhluta Sviþjóðar. asta frá upphafi. Sólin skein brot úr degi í gær, en búist er við frekari rign- ingu um helgina þó að hún verði ekki jafnmikil og síðustu daga. ÞEKKIRÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Ný rannsókn á Grænlandsjökli Grænland var grænt Vísindamenn hafa sýnt fram á að ótal skordýr hafi skriðið og flogið um skógi þakið svæði þar sem Grænland er nú fyrir þúsundum ára. I nýjasta hefti vísindatímaritsins Science segir að ný DNA-sýni úr tvö þúsund metra þykkum jöklinum á Grænlandi sýni að flugur og fiðrildi hafi þrifist í þykkum furuskógi þar, á tímabilinu fyrir 450 þúsund og 800 þúsund árum. Rannsókn vísindamannanna bendir einnig til þess að jökullinn þoli hlýnun jarðar betur en fyrri rannsóknir hafa sýnt. „Við höfum sýnt fram á að suðurhluti Grænlands, sem nú er þakinn tveggja kílómetra þykkum ís, var einu sinni mjög óíikur því sem við þekkjum í dag. Þessi heimshluti var eitt sinn mun hlýrri en flestir hafa haldið til þessa,“ segir Eske Willersley, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og einn þeirra sem vann að rannsókninni. Vísindamennirnir áætla að hitastigið á tímabilinu sem um ræðir hafi náð um tíu stigum á sumrin og sautján stiga frosti yfir vetrarmánuðina. Fyrir um 450 þúsund árum lækkaði svo hitastig með þeim afleiðingum að skógar Grænlands lögðust undir ís. Rannsóknirnar sýna einnig að ísbreiðan hafi varðveist á síðasta hlýskeiði milli ísalda, fyrir 116 til 130 þúsund árum síðan, en þá var meðalhiti um fimm stigum hærri en nú. atlii@bladid.net SKRIÐ GARÐHEIMAR allt í garðinn á einum stað! R 061R Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 www.gardheimar.is ssa?í —

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.