blaðið

Ulloq

blaðið - 07.07.2007, Qupperneq 25

blaðið - 07.07.2007, Qupperneq 25
blaóió LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 25 LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ bladid@bladid.net Öskrin voru því á háu nótunum og náðu hámarki þegar goðið slakaði út trefli og dró stúlkurnar sem gripu hann að sér og kyssti þær. Fátt er skemmtilegra en að dilla sér á skemmti- legum tónleikum með áhugaverðum tónlist- armönnum. Sumir tónleikar eru af ýmsum ástæðum eftirminnilegri en aðrir og þegar Biaðið falaðist eftir góðum tónleikasögum hjá nokkrum valinkunnum tónlistarunnendum stóð ekki á svörum. Tónleikar með Elvis Presley „Ég fór á tónleika með Elvis Presley í nóv- ember árið 1976. Presley var þarna í einni af sínum sjaldgæfu tónleikaferðum og kom fram í tíu borgum á vesturströnd Bandaríkj- anna. Það gengu ýmsar sögur um ólifnað karlsins og hann var farinn að fylla vel út í hvíta samfestinginn. En þessir tónleikar voru magnaðir hvað sem leið heilsu kóngs- ins, ekki bara tónlistarlega heldur ekki síður vegna þess hvað Elvis setti sig vel í samband við fólkið í salnum. Presley stoppaði á eftir næstum hverju einasta lagi til að spjalla við áheyrendur og gerði mikið af því að draga litla silkitrefla um hálsinn á sér í örstutta stund og henda þeim svo út í salinn, sem var að meirihluta kvenkyns. Öskrin voru því á háu nótunum og náðu hámarki þegar goðið slakaði út trefli og dró stúlkurnar sem gripu hann að sér og kyssti þær. Mér er minnisstætt hvað hann gerði mikið grín að sjálfum sér á þessum tón- leikum. Hann tók til dæmis sína frægu mjaðmasveiflu og uppskar mikil öskur. Horfði þá út í salinn og spurði hvort þetta væri svona sárt. Elvis dó aðeins 10 mánuðum seinna og ég hef alltaf verið þakklátur vini mínum, Birgi Jónassyni, fyrir að sannfæra mig um að tón- leikar með Élvis byðust ekki á hverjum degi, svo ég ákvað að splæsa í miða.” Skemmtileg tónleikasaga „Es tut mir leid“ Síðastliðinn vetur fór ég ásamt Maríusi syni mínum á óperu í Unter den Linden sem er flott óperuhús í gömlu A-Berlín. Þangað fórum við til þess að hlýða á óperu eftir Verdi og vorum löngu búin að panta miða og borga hátt í 10 þúsund krónur fyrir. Salurinn var troðfullur og það var kominn mikill fiðringur í okkur þegar áhorfendum var tilkynnt að hálf- tíma seinkun yrði á óperunni af því að óperu- söngvarinn þyrfti að fá stera út af hálsinum á sér. Við fórum niður og fengum okkur drykk, og þegar uppfærslan loksins hófst heyrðum við að söngvarinn hafði æðislega rödd og við hugsuðum með okkur: „Hvað var eiginlega að honum áðan?“ Allt var þetta ofsalega glæsilegt en þegar hann var nánast búinn að ljúka sínum fyrsta stóra leik kom þögn á sviðið og hljóðfærin dóu smátt og smátt út. Söngvarinn datt úr hlutverki sínu og breyttist í sjálfan sig og sagði bara „Es tut mir leid“, sem þýðir „Mér þykir þetta leitt". Salurinn saup hveljur og við vorkenndum aumingja söngvaranum unga. Hann hafði þá gefist upp í stað þess að harka þetta af sér. Við fengum nýja óperumiða í skaðabætur, en eftir á fórum við að undra okkur á því að söngvar- inn hefði gefist svona upp. Það er ekki auðvelt að vera söngvari og hér heima myndu allir láta sig hafa þetta, enda er sú krafa gerð til leik- ara og söngvara að þeir skili sínu. Fyrsta skiptið er best „Eftirminnilegustu tónleikarnir sem ég hef farið á eru með Led Zeppelin í höllinni árið 1970. Þetta voru fyrstu alvöru tónleikarnir sem ég sá, fyrsta skiptið er alltaf eftirminnilegast. Ég fer á tónleika erlendis tvisvar á ári. Núna síðast sá ég Toots Thielemans í Brussel. Hann er frábær munnhörpuleikari og þessir tónleikar voru frábærir. Ég er ekki hrifinn af þessum stóru „stadium“-tónleikum. Tón- listin glatar upprunalegri merkingu sinni þegar hún er orðin sértilbúin fyrir gífurlegan fjölda. Fólk sem mætir á þessa tónleika hefur meira gaman af fjöldanum en tónlistinni,' segir Magnús. Aðspurður hver sé skemmtilegasta tónleika- sagan segir Magnús hana vera af Herbert Guðmundssyni. „Hebbi og Sverrir, kenndur við verslunina Goldie, voru með mér á Rol- ling Stones-tónleikum. Þeir ákváðu að vera grand á því og taka limmó á leigu. Þeir ætl- uðu að láta tónleikagesti halda að Stones væri að mæta á svæðið þegar þeir kæmu. En þeir komu við hjá kunningja sínum og fengu sér að- eins í aðra tána. Þegar þeir fóru aftur af stað á limmónum voru þeir stoppaðir eftir nokkrar mínútur og fengu ekki að fara nálægt Wem- bley. Þannig að þeir þurftu að taka tveggja hæða strætó að vellinum eftir að hafa verið með limmó á leigu í fjóra klukkutíma. Ég hlæ alltaf þegar ég sé þá fyrir mér í strætónum." Sigríður María Sigurðardóttir, starfs- maöur Ferðaskrifstofu íslands Dæturnar reglulega á tónleikum Bestu tónleikarnir sem ég hef farið á eru örugglega bíótónleikar Sinfóníunnar í Há- skólabíói sem ég bauð konunni minni á f til- hugalífinu. Það var verið að sýna Gullæðið eftir Chaplin og tónlistin var spiluð „live“ undir eins og gert var í gamla daga. Það voru mjög skemmtilegir tónleikar bæði af því að tónlistin og kvikmyndin spiluðu skemmti- lega saman og rómantíkin spillti ekki fyrir. Síðan þá hef ég hins vegar aðallega farið á tónleika dætra okkar sem eru báðar að læra á hljóðfæri. Það eru orðnir ærið margir tónleikar og nú er sú yngri farin að spila sömu lög og sú eldri spilaði nokkrum árum fyrr. Þessir tónleikar eru alltaf hlaðnir spennu og tilhlökkun í bland, bæði af hálfu dætranna og okkar foreldranna. Ég er annars alæta á tónlist og væri alveg til í að fara á tónleika með Pink Floyd sem eldri dóttur minni þykir dálítið töff grúppa. Henni finnst hins vegar ekki jafn töff þegar ég segist halda jafnmikið upp á Dire Straits en það er mikil uppá- haldshljómsveit mín og gerði flottar plötur eins og Love Over Gold og Alchemy. Þeir tónlistarmenn sem ég hlakka mest til að sjá á tónleikum í framtíðinni eru hins vegar dæturnar, Katrín og Kolfinna. Allir elska Börbru Ég átti sextugsafmæli þann 21. júní síðast- liðinn og af því tilefni bauð maðurinn mér á tónleika með Börbru Streisand í Vín. Það átti að halda tónleikana á afmælisdaginn minn en vegna fellibyljar var tónleikunum frestað um einn dag og voru haldnir 22. júní. Ég er afskaplega hrifin af Börbru Streis- and, bæði sem tónlistarmanni og vegna alls þess góða sem hún stendur fyrir. Ég fór líka að sjá hana í New York í september árið 2000 og í Boston í fyrra. Ég efast ekki um að ég eigi eftir að fara að sjá hana aftur ef tækifæri gefst, enda er hún hörkugóð á sviði. Hún nær vel til fjöldans og það elska hana allir sem á hana hlusta og horfa. Á síðustu tónleikunum klappaði fólk rosal- ega og söng og ófáir hrópuðu „Viltu giftast mér?“ og „Eg elska þig Barbra!“ Hún var að sjálfsögðu klöppuð upp og tók tvö aukalög. Fólk linnti ekki látum fyrr en ljósamenn- irnir voru búnir að pakka saman og allt var orðið dimmt aftur. Ég sá líka sjálfa Bítlana í Bornemouth árið 1963 í miklu margmenni. Það var á þeim tíma sem skrækirnir voru svo miklir að það heyrðist lítið í hljómsveitinni sjálfri. Þeir báðu fólk um að klappa frekar en það vildi bara öskra.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.