blaðið - 07.07.2007, Síða 26
26
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007
blaðið
MENNING
menning@bladid.net
í stað þess a velta mér upp úr mér
sem konu eða stöðu kvenna finnst
mér meira spennandi að fjalla um
þessa karla sem eru svo fyrirferðamiklir.
Geta ekki dáið
Hópur frá leikfélaginu Hugleiki
og Leikfélagi Kópavogs heldur
á leiklistarhátíð alþjóðlega
áhugaleikhússambandsins IATA
í Mason-borg í Suður-Kóreu í lok
júlímánaðar. Þar verður sýnt leik-
ritið Memento mori eftir Hrefnu
Friðriksdóttur í leikstjórn Ág-
ústu Skúladóttur.
í Memento mori er skyggnst inn
í heim fólks sem nýtur þeirrar
blessunar - eða er það bölvun?
- að geta ekki dáið. Þessar ódauð-
legu verur velta fyrir sér lífinu,
dauðanum og ódauðleikanum, og
brugðið er upp svipmyndum af
fortíð þeirra. Þegar á líður koma
tengsl þeirra betur í ljós og þar
kemur að þær hljóta að taka af-
stöðu til fortíðarinnar og ódauð-
leikans. valin á hátíð alþjóðasam-
bandsins í Suður-Kóreu.
Frítt inn á söfn
íslenski safnadagurinn verður
á morgun, 8. júlí, og af því til-
efni er ókeypis inn á sýningar í
Listasafni Reykjavíkur. Á Kjar-
valsstöðum verður leiðsögn á
sýningunni K-þátturinn, málar-
inn Jóhannes S. Kjarval, klukkan
15. Á sýningunni Magma/Kvika,
sem einnig er á Kjarvalsstöðum,
verður opin listsmiðja þar sem
gestum er boðið að virkja eigin
sköpunarkraft. í Hafnarhúsinu
eru til sýnis mörg af lykilverkum
Erró ásamt því sem sýningar
Roni Horn og Daníels Björns-
sonar eru enn í gangi.
í Ásmundarsafni, sem er opið 10-
16, er sýningin Lögun línunnar,
þar sem lögð er áhersla á abstrakt-
verk Ásmundar, ásamt sýning-
unni Þjóðsögur-Munnmælasögur,
með verkum íslenskra teiknara
sem myndskreyttu þjóðsögur úr
munnlegri geymd.
Halldór Bjöm
með leiðsögn
Halldór Björn Runólfsson
safnstjóri verður með leiðsögn
á sýningunni Cobra Reykjavík
á morgun, sunnudaginn 8. júlí,
en sýningunni lýkur á morgun.
Héðan fer sýningin til Kunst
Centret í Silkeborg í Danmörku.
Cobra Reykjavík er framlag
Listasafns íslands til Listahátíðar
árið 2007. Verkin koma bæði úr
opinberum söfnum og einkaeign
og hafa sum hver aldrei áður verið
lánuð. Þar á meðal eru nokkur
ómetanleg lykilverk sem teljast
til þjóðargersema og sýna svo
ekki verður um villst hve snemma
á ferðinni danskættaðir Cobra-
menn voru í notkun óheftra og
sjálfsprottinna vinnubragða.
Stæltir menn takast á í Edinborgarhúsinu
Karlmannslíkamar með-
höndlaðir á óvenjulegan hátt
Dagný Guðmundsdóttir
opnar myndlistarsýning-
una Maður með mönnum
í Edinborgarhúsinu á
ísafirði í dag klukkan 16.
Þar sýnir hún Ijósmyndir
af stæltum karlmönnum
að takast á, en undanfar-
in ár hefur Dagný unnið
með karlmannslíkamann
á kvenlegum forsendum.
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@bladid.net
„Þetta er í anda þess sem ég hef
unnið með undanfarið,“ segir
Dagný. „Myndirnar eru af tveimur
karlmönnum að glíma og ég klippi
myndirnar þannig að þetta verða
bara líkamspartar í átökum. Sýn-
ingin heitir Maður með mönnum
og ég er dálítið að spyrja, hvað
er að vera maður með mönnum?
Karlmenn taka vissulega pláss í
samfélaginu og það er fyrirferð í
þeim, en dæmigerður maður með
mönnum hefur áhrif og tekur pláss
í tilverunni enda hálfgert karlaæði í
samfélaginu.“
Fyrir utan að hengja ljósmynd-
irnar upp á veggi tekur Dagný
þær og þrykkir þeim á silkipúða.
„Þetta eru kvenlegir silkipúðar með
áþrykktum karlmönnum í átökum,
þannig að ég er að reyna að taka
þessa stæltu karla og meðhöndla
þá á kvenlegan, mjúklegan hátt,“ út-
skýrir hún.
Fyrir tveimur árum var Dagný
með sýningu í lest í loðnuskipi sem
er að vísu búið að breyta í hvalaskoð-
unaraðstöðu. „Þar var ég með vídeó-
brot af stæltum og flottum karl-
mannsbringum og setti fallegan
textíl á bak við, til dæmis sumar-
klúta eða slíkt. Ég lét sem sagt þessa
karla vera í karllægu umhverfi en
með þennan skrautlega og fíngerða
bakgrunn. Svo hef ég gert bolla með
myndum af stæltum magavöðvum,
en svoleiðis bolla er hægt að kaupa í
Listasafni Islands," segir hún.
Ekki ráðist gegn karlmönnum
Þó svo að Dagný vinni með karl-
mannslíkamann í óvenjulegu ljósi
segir hún markmiðið með listinni
alls ekki vera að ráðast gegn þeim.
„Það er frekar að ég vilji gera til-
raun til að setja þá í nýtt samhengi
og kannski höndla þá á einhvern
hátt. Ég er að vinna með þennan
karllæga heim þar sem karlmenn
leggja línurnar, í pólitík og á fleiri
sviðum. En í stað þess að velta mér
upp úr mér sem konu eða stöðu
kvenna almennt finnst mér meira
spennandi að fjalla um þessa karla
sem eru svo fyrirferðarmiklir og
nota þá til að að skrey ta umhverfið
með þeim. Þessir sterku og stæltu
karlmenn eru ekki endilega óhugn-
anlegir heldur getum við alveg eins
horft á þá sem fagurfræði."
Dagný segist afar stolt af því að vera
með sýningu í Edinborgarhúsinu.
Dagný Guðmundsdóttir „Þesslr
sterku og stæltu karlmenn eru ekki
endilega óhugnanlegir heldur getum við
alveg eins horft á þá sem fagurfræði.“
„Ég bý ekki á ísafirði, en Edinborgar-
húsið sem var opnað þann 1. júní er
rosalega flott og skemmtilegt menn-
ingarhús að mínu mati. Svo verð ég
LISTAKONAN
►
Dagný býr í Reykjavík og
starfar í Árbæjarsafninu
ásamt því að vinna að list
sinni.
►
Dagný útskrifaðist árið 1997
úr myndhöggvaradeild Mynd-
lista- og handíðaskólans og
hefur einnig textílmenntun.
Sýningin Maður með mönn-
^ um stendur til 12. ágúst.
reyndar með aðra sýningu 2. ágúst í
Start Art á Laugavegi þar sem ég vinn
með sama viðfangsefni en sýni öðru-
vísi listaverk,“ segir hún að lokum.
Út vill Jóhannes
Jóhannes Kjartansson opnar sína
fyrstu ljósmyndasýningu í Nakta ap-
anum í dag klukkan 15. Sýningin ber
heitið ÚT/VIL/EK og eru þar sýndar
myndir frá nokkrum helstu viðkomu-
stöðum hans síðustu ár sem eru þorp
á borð við Berlín, Hofsós, London,
Vestmannaeyjar, Akranes, Barcelona,
Isafjörð, Zúrich ásamt heimabænum
Reykjavík.
Þegar Snorri Sturluson hugðist
ferðast aftur heim til íslands á stríðs-
tímum í Noregi í ágúst 1238 bannaði
Hákon Noregskonungur honum það.
Snorri lét sér þó ekki segjast og mælti
þá þessi fleygu orð „Út vil ek“ og hélt
heim á leið.
Síðan þá hafa Islendingar litið
breyst eins og sést á sífelldum sólar-
landaferðum og fyrirtækjakaupum
þeirra erlendis. Jóhannes, eða Jói
eins og hann er oft kallaður, er þar
engin undantekning. En í stað þess
að höggva mann og annan eða kaupa
hitt og þetta ljósmyndar hann eitt
og annað sem vekur forvitni hans á
ferðalögum.
JóhannesútskrifaðistmeðBA-gráðu
í grafískri hönnun frá Listaháskóla
Islands vorið 2006 og er sjálflærður
ljósmyndari. Hann hefur starfað við
ýmiss konar blaðaútgáfu í gegnum
árin, meðal annars hjá götublaðinu
The Reykjavík Grapevine. Nú starfar
hann við auglýsingagerð hjá auglýs-
ingastofunni Jónsson &Le’macks.