blaðið

Ulloq

blaðið - 07.07.2007, Qupperneq 38

blaðið - 07.07.2007, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 blaðiö FÓLK folk@bladid.net „Æ, ég fylgist ekkert með svona bílamálum, heldur nota þá líkt og L' A blýanta" w 4 Er Ólafur Ragnar að herma eftir þér með bílakaupunum? Frú Vigdís Finnbogadóttir fékk fyrst íslendinga afhenta Lexus- bifreið þegar hún gegndi starfi forseta islands á sínum tíma. Eftirmaður hennar, Ólafur Ragnar Grímsson, fékk afhenta nýja forsetabifreið af sömu gerð í gær. HEYRST HEFUR Vefritið Eyjan.is greindi frá því í gærmorgun að Sigríður Snævarr sendiherra hefði alið son í fyrri- nótt. Að sögn heimildarmanns Eyjunnar gekk fæðingin vel. Sig- ríður er þar með liklega orðin elsta móðir á íslandi. Hún og Kjartan Gunnarsson, eiginmaður hennar, sjá nú væntanlega fram á mikla breytingu á lífi sínu, með and- vökunóttum, bleiuskiptum og tilheyr- andi... í þvi merka blaði Hindustan Times, sem gefið er út á Ind- landi, er haft eftir Kannan Pashupathy, framkvæmda- stjóra alþjóðasviðs netrisans Google, að hann hafi átt fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Islands. Og að ísland hafi ýmislegt til sins ágætis; þar sé hlýrra en í Þýskalandi og þrír indverskir veitingastaðir. Hins vegar segir Pashupathy að Google vilji ekki fjárfesta á íslandi; þar sé ekki nóg af hæfi- leikafólki. Það er alveg nýtt að Ólafi Ragnari takist ekki að sann- færa útlendinga um að á íslandi búi klárasta og hæfileikaríkasta þjóð í heimi. Er sannfæringar- krafturforset- ans eitthvað að bila? Lottó-auglýsingarnar frá Íslenskri getspá með Jóni Gnarr í aðalhlutverki hafa sannarlega slegið í gegn. Þar sést hvernig hinn dagfarsprúði vinningshafi, Lýður Oddsson, kýs að eyða peningunum sem hann vann í lottóinu. Hafa sumar viðkvæmar sálir gagnrýnt meinta gengisfellingu á nafn- inu Lýður Oddsson sem ber vott um ríka manngæsku við- komandi. Þeim til huggunar skal hins vegar bent á, að samkvæmt þjóðskrá ber enginn einstak- lingur á Spekingurinn Elmar Geir Unnsteinsson er nýkominn úr heimsreisu Breyttist til frambúöar MAÐURINN Elmar Geir Unnsteinsson er ungur Akureyringur sem nemur heimspeki og klassísk fræði við Háskóla íslands. Hann er mikill tungumálamaður, hefur áhuga á stjórn- málum og er nýkominn úr heimsreisu. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net „Þetta var afskaplega lærdómsrík ferð. Ég myndi segja að ferðin hefði breytt mér til frambúðar að öllu leyti; púslað mér saman upp á nýtt.“ Elmar og Bergþóra, kœrasta hans, voru íhálft ár að safna fyrirferðinni. „Þetta dugði okkur nokkurn veg- inn fyrir ferðakostnaði. Við fórum til Hong Kong og í gegnum Kína. Þá heimsóttum við Víetnam og Kamb- ódíu, Laos og Taíland. Þegar þessum Suðaustur-Asíurúnti lauk vorum við í þrjár vikur í Ástralíu og fórum þaðan til Suður-Ameríku. Við lærðum spænsku í Perú og fórum einnig til Bólivíu og Argentínu. Það var mjög skrítið að komast í snertingu við alla Elmar Geir er 23 ára Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akur- eyri Elmar hefur búið til nýyrði yfir bloggsíður: Fannáll þessa fátækt og sjá samt hvernig fólk sem lifir við allt önnur skilyrði en við getur verið hamingjusamt. Einnig hvernig spilling í stjórnarfari minni landa er allsráðandi. í raun virðist sem forsetakosningar sums staðar séu einfaldlega stólaskipti fjölskyldna, vina og vandamanna viðkomandi rík- isstjórnar. Hér heima fáum við ekki slíkar fréttir, aðeins að kosningar hafi farið fram og umskipti orðið." Elmar segist ekki hafa lent í bráðri hœttu þó svo að stundum hafi hann orðið skelkaður. „Ég sat í 12 tíma í rútu við hliðina á manni í gallabuxum með Uzi-vél- byssu á öxlinni. Það var skrítin til- finning og ekki laust við að ég hafi verið örlítið smeykur. Þarna úti þykja byssur og alvæpni einfaldlega hvers- dagsleg tól meðan slíkt þekkist vart hér heima.“ Elmar hefur verið duglegur að gagnrýna málfar og stafsetningu fjöl- miðla á heimasiðu sinni. Hann seg- ist sjálfur mikill tungumálamaður og fæst við þýðingar á forn-grísku, ensku og þýsku. Hann notar sjálfur zetu þrátt fyrir að hafa ekki verið fæddur þegar hún var lögð niður. „Ég er nú enginn Göbbels í þessum efnum. Ég er ekki með neinn áróður varðandi zetuna. Ég velti þessu svo- lítið fyrir mér þegar ég var 17 ára og komst að þeirri rökréttu niðurstöðu að notkun hennar væri einfaldlega fallegri, réttari og nær uppruna málsins. Eflaust finnst sumum þetta hræsni ef tekið er mið af aldri mínum og skil ég þá gagnrýni full- komlega, en er henni ósammála. Hvað málnotkun fjölmiðla varðar þá geri ég mér fullkomna grein fyrir því að það eru margir sem vita meira en ég um íslenskt málfar, orðanotkun og setningafræði. Ég reyni hins vegar að leiðbeina þeim sem eiga í augljós- ustu vandræðunum með að koma frá sér setningum á einfaldan og skýran hátt. Og þó svo það eigi við um fleiri en einn fjölmiðil hef ég einblínt á mbl.is því þar virðist þetta hafa verið vandamál í langan tíma. Yfirleitt skrifast þetta á fljótfærni en það má alltaf vanda betur til verka," segir El- mar sem finnst heimspekin einmitt snúast um svipaða hluti. „Heimspekin snýst auðvitað um að koma frá sér hugmyndum á skýran og skilmerkilegan máta og geta rökstutt þær með skiljanlegum og gildum hætti. Þannig tengist þetta allt saman. Annars hef ég líka áhuga á stjórnmálum, bæði hér heima og á alþjóðavettvangi. Ég tók fyrir nokkrum árum sjálfspróf á Netinu til að staðsetja mig í pólitík og sam- kvæmt því var ég vinstri-krati eitt- hvað, man það ekki nákvæmlega. I dag get ég ómögulega staðsett mig einhvers staðar. Ég er mótfallinn þessari hægri-vinstri línu og finnst til dæmis frelsishugtakið eitt það of- notaðasta og misnotaðasta, fyrir utan guðshugtakið. Annars skiptast á skin og skúrir í minni stjórnmálahugsun.“ Elmarsegist vita nákvœmlega hvað hann villgera þegar námi lýkur. „Ég sé fyrir mér að kenna við há- skóla og sinna fræðistörfum. Einnig myndi ég leggja stund á heimspeki og önnur skyld hugðarefni," sagði El- mar að lokum. Hægt er að fylgjast með hugleið- ingum Elmars á slóðinni: el-margeir. blogspot.com. HLŒIDO 011 SHISEIDO sólgleraugu með 30% kynningar- afslætti Su doku 2 6 7 3 4 6 9 8 1 5 2 6 5 3 2 4 8 4 3 8 5 6 5 2 7 9 3 8 4 7 8 6 9 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. O LaughlngStock Intomational IncVdlst by Unitod Media, 2004 HERMAN' eftir Jim Unger Heyrðu félagi, ég kemst víst ekki í keilu í kvöld.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.