blaðið

Ulloq

blaðið - 07.07.2007, Qupperneq 39

blaðið - 07.07.2007, Qupperneq 39
blaöió LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 39 Fleiri hljómsveitir bætast við á Icelandic Airwaves Erfitt að segja nei Eldar Ástþórsson er einn skipu- leggjendalcelandicAirwaves-tónlist- arhátíðarinnar sem haldin verður hér á landi í niunda sinn þann 17.-21. október næstkomandi. Fjöldi sveita hefur boðað komu sína á hátíðina og segir Eldar það ekki lengur erfitt að fá þekkt bönd á Klakann. „Þetta hefur breyst rosalega á síð- ustu árum. Við þurftum að ganga mikið á eftir sumum böndum í byrjun og lögðum mikla vinnu á okkur til að fá þessar þekktari hljóm- sveitir hingað til íslands. Nú hefur þetta snúist við og við eigum í stök- ustu vandræðum með að segja nei við sumar hljómsveitir. En það er vissulega skemmtilegra hlutskipti en hinn kosturinn," segir Eldar sem nýlega gekk frá bókunum við þrjár hljómsveitir. „Það eru um 60-70 hljómsveitir bókaðar eins og málin standa í dag. Við vorum að ganga frá komu kanad- ísku hljómsveitarinnar Chromeo og einnig Annuals frá Bandaríkjunum. Þá verður brasilíska hljómsveitin Bonde de Role einnig á hátíðinni.“ Eldar segir að um 170 tónlistar- atriði komi fram í ár og að hlutfall íslenskra listamanna verði um 75%. Atriðin skiptast niður á átta aðalsvið en minni spámenn munu dreifast á ýmis kaffihús, bari og plötubúðir. „I ár verður mikið af nýjum lista- mönnum og hljómsveitum sem eru að koma fram i fyrsta sinn og því spennandi að sjá hvað er að gerast í bransanum. Búist er við komu meira en 3000 gesta erlendis frá og er hróður hátíðarinnar sífellt að efl- ast í umfangi og stöðu á alþjóðavett- vangi. Það hefur verið uppselt á há- tíðina síðstliðin þrjú ár og við náum bara ekki að selja fleiri miða,“ segir Eldar sem segist ekki mega missa af ákveðnum atriðum. „Því miður getur maður bara verið á einum stað í einu, en ég ætla mér alls ekki að missa af Bloc Party, Motion Boys, Chromeo, Múm, GusGus, Sprengjuhöllinni og fleirum. Þetta gæti verið lengri listi, en ég minni á að við eigum eftir að tilkynna um fjölda annarra hljóm- sveita sem koma fram á hátíðinni, bæði innlendar og erlendar sveitir." BLOGGARINN. Enginn aðdáandi „Ég vil taka það fram að ég er ekki reglu- legur tesandi að blásögunum hennar Ellýjar. Það kemur til afþvíað mér finnast þær leiðinlegar. Nema þessar tvær til þrjár fyrstu. Fyrirsögnin á þeirri nýjustu fékk mig þó til að glenna upp augun. Eitt- hvað um afa barna vinkonunnar. Ég fór og las. Mikið rétt Ellý er að færa sig upp á skaftið. Vinkonan komin í kynferðislegt samband með fyrrverandi tengdó. Nú eru góð ráð dýr. Hvað verðurþað næst. Ég held að ég segi það ekki upphátt. Súmí. “ Jenný Anna Baldursdóttir jenfo.blog.is Þversögn Jóhönnu „Jóhanna Sigurðardóttir, nýskipaður félags- málaráðherra, er að sumra mati einkar heilsteyptur stjómmálamaður og sjálfrí sér samkvæm. Það er reyndar spuming hvort ástæðan sé ekki fyrst og fremst sá félags- skapur sem hún er íog samanburðurínn við ýmsa aðra þar innanborðs. En það er önnur saga. Hitt er svo annað mál að einmitt afþessum sökum hefur ákvörðun hennar, um að lækka hámarkslán Ibúða- lánasjóös úr 90% í 80% íþví skyni að slá á verðbólgu, þótt afar einkennileg íljósi þess að þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerði nákvæmlega þetta sama fyrirnjmu ári siðan gagnrýndi Jóhanna það harðlega. “ Hjörtur J. Guðmundsson sveiflan.blog.is Keflvíkingum að kenna „Keflvíkingar eiga bara að biðjast afsök- unar - segja sem er að þeir hlupu á sig, misstu sig i hita leiksins. Það er ekki gott fyrir unga knattspyrnuaðdáendur að fylgj- ast með þessu orðaskaki öllu lengur. Leik- urinn fór úr böndum - menn misstu sig. Bjarni, Guðjón og rekstrarfélag lA hafa beöist afsökunar á þessu marki - gott hjá þeim. Nú verða Keflvíkingar að sýna að þeir hafi manndóm til að sættast - a.m.k. að þeir hafi hlaupið á sig gagnvart Bjarna. Mistök eru bara mistök, og þau mega ekki verða aðalmálið. Það skiptir meiru hvernig menn taka á mistökum sinum og vinna úrþeim.“ Ólfna Þorvarðardóttir olinathorv.blog.is betri Ein sú flottasta í heimi Kaffidrykkir TE & KAFFI Velkomin í „nýja“ Te & Ka sérverslun Laugavegi 27 Nt'islunin liefur verið uppfu-rð tír ganila krmuluiðarsiíliuini inn í nýja tíma, en það er í lakt við aðrar lirev lingar seni nrðið liafa á fyrirla-kinu á tinilan- liirniiin átrum. kaffiliar er frenist í versluniniii, þar seni liigð er áliersln á kaffi ,,tn go‘‘. I’ar er að finna siigulega kaflivél frá Nielnria Vnluinn. kaflivélin var smíðuð í tilefni af 100 ára alma-li \ielnri Vnluinn. sem smíðaði ug kynnti Ivrslu espressnvélina sem seld var árið IVd.j ng markaði uppliaf espressn siigunnar. C \ kulfi St;rvcrslun • Lau iíÍÍIIIÉ i 1 'j|| llll ■IJpÍjlM! verslun

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.