blaðið - 21.07.2007, Síða 4
FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ2007
blaðið
Opið bréf um áfengi
Lægra verð,
meiri drykkja
Hörður Svavarsson, áfengis- og
vímuefnaráðgjafi, ritar Agústi
Ólafi Ágústssyni opið bréf þar
sem hann svarar yfirlýsingu
Ágústs í Blaðinu á dögunum
um að hann vilji að stjórnvöld
taki upp nýja stefnu í áfengis-
málum. 1 niðurlagi bréfsins,
sem birtist í heild sinni á heima-
síðu SÁÁ, segir: „Þér og öðrum
stjórnmálamönnum sem vilja
hafa svipaðar skoðanir á áfeng-
ismálum þarf að vera ljóst að
aukið aðgengi táknar aukna
neyslu áfengis. Það táknar
aukna ofdrykkju með auknum
sársauka fyrir börn, maka
og aðra fjölskyldumeðlimi of-
drykkjumanna.“ hos
STUTT
• Lúkasarmálið Árdís Ösp
Pétursdóttir, ein þeirra sem
viðhafði neikvæð ummæli
um mann sem hún taldi vera
morðingja hundsins Lúkasar
frá Akureyri, hefur sent frá sér
tilkynningu þar sem hún segist
harma ummælin. Segist hún
hafa beðið manninn afsökunar
og hann hafi tekið því vel.
• Lygalaupur Aðfaranótt
föstudagsins stöðvaði Iög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu
ökumann sem aldrei hafði
öðlast ökuréttindi. Maðurinn
reyndi að snúa sig út úr vand-
ræðunum með því að segjast
hafa gleymt ökuskírteininu
heima hjá sér. Lögreglan sá þó
í gegnum þá lygi.
• Tekjuaukning Tekjur Nýherja
á öðrum ársfjórðungi þessa ár
voru 24 prósentum meiri en á
sama tíma í fyrra en alls voru
þær 2,6 milljarðar. Hagnaður
fyrirtækisins jókst einnig á milli
ára og var 104 milljónir króna.
Sérsveitin nauðsyn-
legri með hverju ári
■ Glæpamenn harðvítugri og betur vopnaðir ■ Sérsveitarmenn æfa skotfimi stíft
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@bladid.net
Fjöldi sérverkefna sérsveitar
Ríkislögreglustjóra hefur allt að
þrefaldast undanfarin ár, og á
síðasta ári voru þau 156 talsins. I
ársskýrslum ríkislögreglustjóra
kemur fram. að árin 1999 og 2000
hafi sérverkefni sérsveitarinnar
verið 54 og 58, og að það hafi verið
heldur fleiri verkefni en árin áður,
enda hafi mikill fjöldi þjóðarleið-
toga heimsótt landið þau ár. Örygg-
isverkefni sérsveitarinnar vegna
slíkra heimsókna eru yfirleitt um
20 til 30 á ári. Frá árinu 2002 hafa
sérverkefni sérsveitarinnar verið
um og yfir 100, og á síðasta ári
voru þau 156.
„Ég hef ekki neinar skýringar á
þessari aukningu frá árinu 2002,
nema þá að skýringin er sú að
tilvikum þar sem þarf að notast
við þjálfun og þekkingu sérsveit-
arinnar hafi fjölgað,“ segir Krist-
ján Kristjánsson, aðalvarðstjóri í
sérsveit ríkislögreglustjóra. „Það
urðu engar vinnulagsbreytingar
hjá sérsveitinni fyrir 2002. Hins
vegar var ákveðið árið 2004 að efla
sérsveitina og færa hana frá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu til
embættis ríkislögreglustjóra."
Sérsveitin sífellt nauðsynlegri
„Við erum með fjóra sérsveitar-
menn sem vinna tveir og tveir
á vöktum,“ segir Ólafur Ásgeirs-
son, aðstoðaryfirlögluþjónn lög-
reglunnar á Akureyri, sem tekur
undir orð Geirs Jóns Þórissonar,
yfirlögregluþjóns lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu, um að
glæpamenn verði stöðugt harðvít-
ugri og betur vopnaðir. „Ég held að
sérsveitin verði nauðsynlegri með
hverju ári sem líður í okkar samfé-
lagi. Það færist sífellt meiri harka
í samfélagið og tilkynningum um
Sérsveitin við æfingar Á síðasta
| ári voru sérverkefni sérsveitarinnar
156, sem er þreföldun frá því sem
s var fram til ársins 2002.
► Arið 2004 var ákveðið að
fjölga sérsveitarmönnum úr
12 í 36.
► Fram að því höfðu aðeins
verið sérsveitarmenn í
Reykjavík, en nú eru þeir
einnig staðsettir á Akureyri
og í Keflavík.
► Sérsveitarmenn sinna ýms-
um almennum lögreglustörf-
um, svo sem hraðamæling-
um á vegum, þegar þeir eru
ekki að sinna sérverkefnum.
vopnaburð fjölgar stöðugt. Það er
nauðsynlegt að þeir sem eru þjálf-
aðir til þess sérstaklega fáist við
slík amál.“
Aðstoðaryfirlögregluþjónninn
hefur trú á sérsveitarmönnum
sínum. „Þetta eru menn í 100 pró-
sent þjálfun; þeir fara oft í viku á
líkamsræktarstöðvar og eru stöð-
ugt að æfa skotfimi. Enda þurfa
þeir að vera tilbúnir þegar kallið
kemur.“
Fjórir með allt Norðurland
Ólafur segir sérsveitarmennina
á Akureyri vera ábyrga fyrir öllu
Norðurlandi, og viðurkennir að
hann vilji gjarnan sjá fjölgun í
liði þeirra. „Þeir hafa sem dæmi
þurft að sinna útköllum frá Egils-
stöðum og ofan af Kárahnjúkum.
En spurningin um fjölgun sérsveit-
armanna er náttúrulega pólitísks
eðlis. Ég hef verið það lengi í lög-
reglunni að ég þakka bara fyrir að
hafa þó fjóra sérsveitarmenn hér á
Akureyri.“
VILTU VITA MEIRA?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net
SÉRSVEITARMENN
www.or.is
Fræðsla og nánari upplýsingar á www.or.is
íslensk vísindi
Reykjavíkur
- vistvæn orka
Komdu
heimsókn
Umhverfi Nesjavallavirkjunar og Hengilssvæðið er með
vinsælustu útivistarsvæðum á landinu, tilvalin til
náttúruskoðunar og gönguferða. Það er einnig skemmti-
leg upplifun að fræðast um hið tæknilega stórvirki, Nesjavaliavirkjun.
Um svæðið liggja merktar gönguleiðir og fræðslustígar í boði eru skoðunar-
ferðir um virkjunina fyrir einstaklinga og hópa. Gestamóttaka er opin
í sumar, mánudaga til laugardaga kl. 9:00 - 17:00 og sunnudag
kl. 13:00- 18:00.
Atlantsolía vill lita bensín eins og dísilolíu
Fleiri segjast
vilja litað bensín
Ríflega 41 einn af hverjum
hundrað landsmönnum telur það
frekar eða mjög mikilvægt að selt
verði litað bensín á atvinnutæki
sem ekki eru notuð á vegum Iands-
ins 38 af hundraði tölu það litlu
máli skipta. Þetta kemur fram
í könnun sem Capacent Gallup
gerði fyrir Atlantsolíu.
Forsaga málsins er sú að Atl-
antsolía sendi fjármálaráðuneyt-
inu bréf síðastliðið haust þar sem
skorað var á ráðherra að hann beitti
sér fyrir því að sama fyrirkomulag
yrði haft við sölu á bensíni og dísil-
olíu á tæki og búnað sem ekki eru
notuð á vegum landsins. Eigendur
þessara tækja greiða nú auk virðis-
aukaskatts rúmar 30 krónur í bens-
íngjald sem ætlað er til vegafram-
kvæmda. Lítrinn af lituðu bensíni
myndi því kosta 75 til 85 krónur.
Ráðherra skipaði í maí síðast-
liðnum starfshóp til þess að gera
Telur þú mikilvægt
eða lítilvægt að boðið
verði upp á litað bensín
hjá Atlantsolíu?
Lítilvægt
38,4%
tillögur að heildarstefnu að því er
varðar skattlagningu ökutækja og
eldsneytis og vísaði hann ábend-
ingu Átlanstolíu inn í þann hóp.
ejg
STUTT
• Ógöngur Tveir menn lentu í ógöngum er þeir reyndu að aka yfir
Krossá í gær. Bílstjóri sem var staddur í Húsadal í Þórsmörk kom
mönnunum tveim til hjálpar áður en illa fór. Lögreglan brýnir fyrir
fólki að fara varlega þegar ekið er yfir á.