blaðið - 21.07.2007, Page 13
blaóió
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007
FRETTIR
13
FÉOGFRAMI
vidskipti@bladid.net
v&m Ég hugsa að ég fari í rekstrar-
verkfræði, enda á rekstur mjög
vel við mig og ég hef lært alveg
helling á þessu brölti.
h
Hafa ekki tima
til heimilisstarfa
Norðmenn hafa ekki tíma til að sinna venjulegum heimilisstörfum og
kaupa sér aðstoð við að hengja upp myndir á veggina, strauja og setja
blóm í blómakerin. „Við gerum allt mögulegt. Einn hringdi meira að
segja og spurði hvort ég gæti ekki náð í bílinn hans og látið skipta um
dekk á honum,“ segir fulltrúi þjónustufyrirtækisins Bolig & Næringss-
ervice í viðtali við Dagens Næringsliv.
Garðyrkjufræðingurinn Cathrine Gjævert kveðst fá margar hringingar
frá ungum mönnum í Bærum sem vilja láta setja blóm í blómakerin.
Þeim fjölgar einnig sem fara með hjólin sín á verkstæði til að setja bót
á slöngu.
Spenna á
vinnumarkaði
Mikil spenna ríkir á vinnumark-
aði, þrátt fyrir að farið sé að
hægjast um í hagkerfinu. Síðustu
12 mánuði hefur launavísitalan
hækkað um 9,8 prósent, þar af
um 0,6 prósent milli maí og júní.
Kaupmáttur hefur einnig aukist
umtalsvert, eða um 5,7 prósent
á síðustu 12 mánuðum. Þetta
er mesta kaupmáttaraukning
síðan árið 1998. Greiningardeild
Glitnis segir á vef sínum að í ljósi
hás atvinnustigs, lítils atvinnu-
leysis og fjölda erlends vinnuafls
á landinu, þá komi hækkanir á
fasteignamarkaði og aukin einka-
neysla á 2. ársfjórðungi ekki á
óvart.
hagvöxtur í Kína
Hagvöxtur í Kína á öðrum fjórð-
ungi ársins var 11,9 prósent og
hefur hann ekki mælst hærri í
11 ár. Nú stefnir í að hagvöxtur
ársins nái tveggja stafa tölu
fimmta árið í röð og nálgast
kínverska hagkerfið að fara fram
úr Þýskalandi sem það þriðja
stærsta í heimi. Fastlega er búist
við að kínversk stjórnvöld grípi
til aðgerða til að koma í veg fyrir
að efnahagurinn bræði úr sér.
Verðbólga í landinu er komin
upp í 4,4 prósent og er reiknað
með stýrivaxtahækkunum innan
skamms.
10% ungmenna
atvinnulaus
Atvinnuleysi á öðrum ársfjórð-
ungi ársins mældist 3,2 prósent
samkvæmt tölum frá Hagstofu
íslands. Að meðaltali voru 5.800
manns án vinnu og í atvinnuleit
á þessum ársfjórðungi. Hlutfallið
var svipað árið 2005, en örlítið
hærra árin 2003,2004 og 2006,
eða um 4 prósent.
Atvinnuleysi mældis langmest
hjá aldurshópnum 16 til 24 ára,
eða 10,2 prósent. Sigurlaug Hauks-
dóttir, sérfræðingur hjá Hagstofu
íslands, segir að mikill hluti
þessa hóps sé skólafólk í sum-
arfríi. „Skilgreining á atvinnu-
lausum er sá sem er að leita sér að
vinnu og getur hafið störf innan
tveggja vikna. Á tímapunkti
á öðrum ársfjórðungi á þessi
skilgreining við mikinn fjölda
námsmanna.“
hos
Erfiö vika
hjá Google
Vikan er búin að vera erfið
hjá netrisanum Google. Full-
trúadeild bandaríska þingsins
tilkynnti fyrr í vikunni að hún
ætlaði að skipa nefnd til að fara
yfir yfirtöku fyrirtækisins á
Double Click, en viðskiptanefnd
þingsins hefur efast um lögmæti
hennar. Þá veitti þýska ríkis-
stjórnin 166 milljarða dollara
styrk til viðskiptasamstæðu, sem
Bertelsmann og SAP eiga meðal
annars hlut að, til að smíða nýja
evrópska leitarvél til höfuðs
Google. í gær tilkynnti Google 58
prósenta tekjuaukningu á 2. árs-
fjórðungi. Það var 2 prósentum
minna en markaðurinn bjóst
við og lækkuðu hlutabréf fyrir-
tækisins um rúmlega 7 prósent.
Skýrendur vestanhafs segja að
eftir samfellt vaxtarskeið, þá hafi
vinsældir Google náð hámarki.
Yfirtaka ekki
Debenhams
Baugur Group ætlar ekki að gera
yfirtökutilboð í bresku verslunar-
keðjuna Debenhams. Þetta segir
í tilkynningu frá félaginu sem
birt var í kjölfar frétta þess efnis
í breskum fjölmiðlum. Baugur á
nú fyrir 9 prósenta hlut í Deben-
hams og segir í tilkynningunni
að það hafi hvorki hug á að leggja
fram yfirtökutilboð í allt hlutafé
félagsins, né að auka við hlut
sinn.
Húsnæðishækk-
anir kynda bálið
Húsnæðisverð er leiðandi þáttur
í verðbólgunni. Endurnýjuð
uppsveifla er á húsnæðismarkaði,
þinglýstum kaupsamningum
fjölgar milli ára og hærra húsnæð-
isverð leggur 0,3% til hækkunar
vísitölu neysluverðs. Þetta segir
greiningardeild Kaupþings í Hálf-
fimmfréttum í gær.
Greiningardeildin segir að
verði íbúðalánasjóði umbreytt
gæti það dregið úr framboði
lánsfjár og greitt fyrir hraðara
vaxtalækkunarferli.
Elvar Hrannarsson Segir við-
skiptavini sína ekki fetta fingur
út í ungan aldur sinn; það eina
sem skipti máli sé að verkið sé
vel unnið. Blaðið/ÞÖK
Utnb°'
Tvítugur með
tíu í vinnu
Hinn tvítugi Elvar Hrann-
arsson keypti hellulagn-
ingafyrirtækið Stéttafé-
lagið sl. haust
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@bladid.net
Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur
að aldri á Elvar Hrannarsson sitt
eigið fyrirtæki, hellulagningafyr-
irtækið Stéttafélagið, og er með 10
menn í vinnu. „Ég keypti fyrirtækið
af fyrri eiganda sl. haust, en áður
hafði ég unnið hjá honum í fimm
ár,“ segir Elvar.
Aðspurður hvort honum hafi ekki
fundist ógnvekjandi tilhugsun að
fara þetta ungur út í eigin rekstur
segir Elvar: „Nei, alls ekki. Þetta
er bara áskorun. Ég hafði verið
verkstjóri í nokkur ár þannig að
ég hafði reynslu af að vera með
menn undir mér, og svo er ég líka
með mjög gott fólk í vinnu. Og fyr-
MARKAÐURINN í GÆR
irtækið gengur vel, enda tók ég við
góðum rekstri."
Gæði fram yfir aldur
Elvar viðurkennir að stundum
verði viðskiptavinir hans hissa þegar
þeir sjá hvað eigandi fyrirtækisins er
ungur að aldri. „Yfirleitt hugsa kúnn-
arnir þó ekkert út í það. Ég geri bara
samning sem maður við mann, og
ef við stöndum okkur er kúnnanum
sama um aldur minn.“
Elvar segist sjá um mest allt
bókhald sjálfur, en er þó með bók-
haldara í vinnu til að sjá um virðis-
aukaskattskil og ársreikninga. „Við
erum með mörg verk í gangi í einu
- allt að 20 verk á einu sumri, þannig
að það er gott að fá smá aðstoð."
Stefnir á eigin rekstur
Elvar kláraði Menntaskólann
við Sund í vor og ætlar nú að taka
sér árs frí frá námi. „Eftir það ætla
ég í verkfræði. Ég hugsa að ég fari
í rekstrarverkfræði, enda á rekstur
mjög vel við mig og ég hef lært alveg
helling á þessu brölti. Svo hef ég líka
svo gaman af þessu.“
En mælir Elvar með því við
krakka á hans aldri að fara út í
eigin rekstur? „Já og nei. Það fer
allt eftir persónuleika viðkomandi.
Margir hafa auðvitað farið mjög
illa út úr rekstri, enda er peninga-
streymi mikið og lítið mál að fara á
hausinn."
Elvar viðurkennir fúslega að það
sé ekki alltaf dans á rósum að vera
með eigin rekstur. „Sembeturhefur
ekkert stórvægilegt komið upp á,
bara einstaka vandamál með að fá
verkin greidd. Það er það sem ég hef
helst áhyggjur af; að vera búinn að
vinna mikið verk og fá það svo ekki
greitt.“
ÞEKKIR ÞÚ FRUMKVÖÐUL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net
Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á íslandi, 20. júlí 2007
Viðskipti (krónum Heildar-
ATH. = Athugunarlisti Viðskipta- Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi viðskipti Tilboö í lok dags:
Félög í úrvalsvísitölu verð breyting viðsk.verðs viðskipta dagsins Kaup Sala
♦ Actavis Group hf. 86,20 0,00% 20.7.2007 3 284.460 86,20 86,20
a Atorka Group hf. 9,90 1,75% 20.7.2007 18 104.040.294 9,89 9,90
▼ Bakkavör Group hf. 71,80 -0,42% 20.7.2007 12 36.056.002 71,80 72,00
▼ Existahf. 40,10 ■0,12% 20.7.2007 63 317.800.097 40,10 40,25
▼ FLGrouphf. 30,00 ■0,33% 20.7.2007 31 280.528.616 29,95 30,15
A Glitnir banki hf. 30,90 0,65% 20.7.2007 57 1.504.387.802 30,75 30,90
* Hf. Eimskipafélag íslands 40,10 0,25% 20.7.2007 3 5.595.576 40,10 40,30
▼ lcelandair Group hf. 30,50 -0,49% 20.7.2007 4 15.829.500 30,20 30,40
♦ Kaupþing banki hf. 1280,00 0,00% 20.7.2007 83 940.033.878 1280,00 1283,00
♦ Landsbanki íslands hf. 41,00 0,00% 20.7.2007 73 692.791.183 41,00 41,15
♦ Mosaic Fashions hf. 17,00 0,00% 20.7.2007 2 289.000 17,00 17,00
♦ Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 23,05 0,00% 20.7.2007 98 1.376.074.233 23,00 23,05
a Teymihf. 5,62 1,63% 20.7.2007 13 32.029.701 5,58 5,63
a Össurhf. 110,50 0,45% 20.7.2007 10 17.961.201 110,00 110,50
Önnur bróf á Aðaliista
▼ 365 hf. 3,34 -0,60% 20.7.2007 1 273.760 3,34 3,36
a Alfescahf. 5,75 0,52% 20.7.2007 2 5.875.000 5,75 5,79
♦ Atlantic Petroleum P/F 1130,00 0,00% 20.7.2007 11 3.856.883 1117,00 1133,00
a EikBanki 721,00 0,56% 20.7.2007 17 12.320.580 717,00 723,00
♦ Flaga Group hf. 1,87 0,00% 20.7.2007 1 285.175 1,87 1,89
▼ ForoyaBank 243,00 ■0,41% 20.7.2007 23 8.514.978 239,00 246,00
T lcelandic Group hf. 6,29 -0,47% 20.7.2007 1 3.145.000 6,30 6,34
A Marelhf. 97,00 1,36% 20.7.2007 9 35.798.905 97,00 97,40
♦ Nýherjihf. 19,50 0,00% 20.7.2007 1 97.500 19,50 23,00
♦ Tryggingamiðstððin hf. 39,50 0,00% 20.7.2007 2 18.288.500 39,25 39,60
♦ Vmnslustöðin hf. 8,50 0,00% 25.6.2007 - -
First North ó Islandi
T Century Aluminium Co. 3894,00 -2,11% 20.7.2007 8 97.429.640 3865,00 3894,00
♦ HBGrandihf. 11,00 0,00% 18.7.2007 . . 10,50 12,00
♦ Hampiðjanhf. 6,80 0,00% 20.6.2007 - - 6,80
• Mest viðskipti í kauphöll OMX
voru með bréf Glitnis, fyrir um
1,5 milljarða króna. Næstmest við-
skipti voru með bréf Straums-Burð-
aráss, fyrir um 1,4 milljarða.
• Mesta hækkunin var á bréfum
Atlantic Petroleum, 1,80%. Bréf
Atorku hækkuðu um 1,75%.
• Mesta lækkunin í gær var á
bréfum Century Aluminium, eða
2,11%. Bréf 365 lækkuðu um 0,60%.
• Úrvalsvísitalan hækkaði um
0,07% í gær. í lok dags stóð hún í
8.995 stigum.
• Islenska krónan veiktist um
0,48% í gær.
• Samnorræna OMX40-vísitalan
lækkaði um 1,40%. Þýska DAX-
vísitalan lækkaði einnig um 1,4%
og FTSE í Bretandi um 0,8%.