blaðið - 21.07.2007, Page 29
blaöið
LAUGARDAGUR 21. JULI 2007
29
að framtíðinni. Nú er ákveðið að
ég fari þangað aftur og kenni við
prestaskóla á kristniboðssvæði Is-
lendinga í Kenýa. Það er verkefni
sem ég mun vonandi geta sinnt í
þrjá mánuði á ári og ég held að það
muni láta mér vel.“
En heldurðu að það verði ekk-
ert erfittfyrir þig að búa án þess
að hafa allan þann lúxus sem nú-
tímamenn á Vesturlöndum búa
við?
„Kristniboðsstöðvarnar eru ágæt-
lega búnar og þar mun fara vel um
mig. Ég held að ég muni ekki sakna
neins munaðar og ef ég sakna hans
þá er það bara gott og hollt fyrir
mig.
Eg mun einungis vera þarna
nokkra mánuði á ári, hina mánuð-
ina verð ég hér á landi. Það er margt
sem mig langar til að gera. Ég hef
sagt barnabörnunum mínum sögur
og hef skrifað þær niður. Ég er bú-
Ames One
inn að skrifa bók um börn og engla
sem verið er að myndskreyta og
kemur vonandi út á næsta vetri. Ég
hef líka verið að vinna fræðsluefni
upp úr Laxdælu og spyr þar meðal
annars hvað nýbúinn Melkorka
Mýrkjartansdóttir hafi kenni Ólafi
syni sínum. Nú mun ég hafa fleiri
tækifæri til að vinna að verkefnum
eins og þessum.“
Hvað með stöðu nýbúa hér á
landi í samfélagi nútímans? Hafa
íslendingar fordóma gagnvart
nýbúum?
„Hópar í þjóðfélaginu telja sig
staðfesta mikilvægi sitt með því
að niðra aðflutt fólk. Ég veit ekki
til þess að nokkur manneskja hafi
komið hingað óboðin frá framandi
þjóð heldur sem gestir eða starfs-
menn. Þetta er rétt að hafa hugfast.
Innflytjendur og erlent vinnuafl
skapa fleiri störf og fjölbrey tni, þjóð-
félagið hefur auðgast og menningin
sömuleiðis. Þessar aðstæður eiga
að gera okkur betur meðvituð um
það hver við erum og hver okkar
menning er, fyrir hvað við stöndum
og hvaða gildi við viljum halda í og
virða. Ef ég á einhverja yfirskrift
yfir það verkefni sem ég vil vinna
á komandi árum þá er það að gera
okkur meðvituð um verðmætin í
kristninni og íslenskri menningu.
Ef við týnum vegarnestinu okkar er
stórhætta á því að við verðum úti á
veraldarhjarninu.
Ég vil auðvitað að við hugum sér-
staklega að trúararfinum og lærum
af fyrri kynslóðar mönnum því það
munu koma harðari tímar en við
lifum núna. Margar þær forsendur
sem við höfum í dag munu hverfa
bæði vegna alþjóðavæðingarinnar
og takmörkunar auðlindanna. Þá
þarf fólk að hafa sterka kjölfestu í lífi
sínu og þar kemur trúin og reynslu-
sjóður kynslóðanna til sögunnar.“
Eins oq kunn-
, , ►
ugt er hefur
Guð engar
hendur, aðrar en
okkar, og þegar menn
eru utangarðs með vand-
ræði sín þá hafa hend-
urnar ekki hreyft sig eftir
höfðinu.
Glötuð tækifæri m
Þú hefur skrifað greinar þar
sem er Ijóst að þú berð umhyggju
fyrir föngum. Hefurðu kynnst
þeim persónulega?
„Já. Maður í fjölskyldunni er
fíkniefnaneytandi og hefur lent í
fangelsi fyrir að hafa önglað saman
fyrir neyslu sinni með ólöglegum
hætti. 1 gegnum starf mitt hef ég
líka haft kynni af föngum og fylgist
Fyrri hluti nafns stólsins er myndað af
upphafsstöfum framleiðandans Ana
Maria og hönnuðarins Erlu Sólveigar -
Ames. Einn vísar til þess að þetta er þeirra
fyrsta samstarfsverkefni en ekki það
síðasta. Uppruna hans má rekja til stólsins
Dreka sem Erla Sólveig hannaði 1998 og
Ana Maria seldi í miklu upplagi í
Kólumbíu þar sem hún starfar. Þegar
markaðurinn tók að mettast fyrir Dreka
fæddist hugmyndin að arftaka hans.
Ames Einn er úr umhverfisvænu plasti,
léttur og staflanlegur. Mjúkar línur
einkenna stólinn og náttúruleg form sem
taka sífellt nýja mynd eftir sjónarhorni.
Ames Einn er sannarlega alþjóðlegur
stóll, því frumgerðirnar eru hannaðar á
íslandi, stólgrindin framleidd í Kólumbíu
og Kína en plasthlutinn í Þýskalandi. Erla
Sólveig hefur áður hlotið fjölda verðlauna
fyrir húsgagnahönnun sína.
Erla Óskarsdóttir
mail@erta-solveig-oskarsdottir.com
Sýningargripina
færðu hjá okkur
Hjá okkur geturðu
keypt mörg af þeim verkum
sem sýnd eru á íslensku
hönnunarsýningunni
MAGMA/KVIKA á
Kjarvalsstöðum.
ih
Epal hf. / Skeifan 6 / Sími 568 7733 / epal®epal.is / www.epal.is