blaðið - 21.07.2007, Side 35

blaðið - 21.07.2007, Side 35
blaóiö LAUGARDAGUR 21. JULI 2007 ORÐLAUSTÍSKA tiska@bladid.net wp Ég fór með smáhlutverk í mynd sem heitir Race. í henni leikur Saif Ali Khan, sem er einn af frægustu leikurum Indlands. Bryndís Helgadóttir starfar sem fyrirsæta á Indlandi Leiknr lífvörð í Bollywood Bryndís Helgadóttirfór sem fyrirsæta til Indlands fyrir sex vikum og er þegar komin með hlut- verk í Bollywood-kvik- myndunum. Eftir Halldóru Porsteinsdóttur halldora@bladid.net Bryndís Helgadóttir er ein nokkurra íslenskra fyrirsætna sem herjað hafa á fyrirsætumark- aðinn í Indlandi. Það er ekki hægt að segja að Bryndís sé á flæðiskeri stödd i verkefnunum, en hún hélt utan fyrir einungis sex vikum og hefur fengið hvert verkefnið á fætur öðru. „Ég vinn sem módel fyrir Eskimo í Mumbai. Mér líkar mjög vel að vera hérna þrátt fyrir menning- arsjokk í byrjun út af fátæktinni, stéttaskiptingunni og sérstöku lyktinni sem er á Indlandi. Þetta er ein mengaðasta borg í heimi og ruslahaugar á hverju horni," segir þessi 17 ára fyrirsæta en tekur þó fram að lífið á Indlandi venjist vel. „Maður þarf bara að laga sig að aðstæðum, þá líður manni vel. En fyrst var þetta erfitt, sérstaklega þar sem ég sker mig svo úr fjöld- anum með ljóst sítt hár. Ég var eiginlega eins og geimvera og allir horfðu á mig. En þetta venst.“ ’ Nýtur lífsins á Indlandi Bryndís ; segist njóta sín í botn í Indlandi. Lendir í skotbardaga „Ég er búin að fara í þó nokkrar prufur og sumar leiða af sér verk- efni. Ég er til dæmis búin að leika í sjónvarpsauglýsingum og þremur bíómyndum," segir Bryndís spurð um verkefnin hingað til. „Núna er ég að leika í myndinni Stardust. Ég held að hún sé með- alstór I Bollywood og mér er sagt að einn af aðalleikurunum, Tarun Khanna, sé upprennandi stór- stjarna. Ég leik „töff gellu“ sem er lífvörður glæpaforingja sem þessi Tarun leikur. I nokkrum senum UM BRYNDÍSI ► ► Bryndís verður 18 ára göm- ul eftir rúma viku Fyrsta auglýsing Bryndísar var fyrir Smáralind þegar hún var 13 ára gömul. ► Bryndís hyggst halda áfram námi við Borgarholtsskóla í haust. lendi ég í skotbardaga og skýt af byssu með púðurskotum," segir Bryndís, sem lauk einnig við tökur á kvikmynd með einum frægasta leikara Indlands nýverið. „Þetta var smáhlutverk í mynd sem heitir Race. í henni leikur Saif Ali Khan, sem er einn frægasti hér.“ Minni útlitskröfur í Indlandi Bryndís býr ásamt fimm öðrum í íbúð sem Eskimo á í Indlandi. Hún segir aðstæður til fyrirmyndar enda þótt mjólkurvörur og græn- meti séu ekki upp á marga fiska. „Við erum með mjög góða íbúð með nettengingu, nettengingu, tvo lífverði og bílstjóra sem keyrir okkur. Betra getur þetta ekki orðið, nema kannski maturinn," segir Bryndís, sem hefur ávallt haft áhuga á fyrirsætustörfum. „Ætli það megi ekki segja að draumurinn hafi alltaf verið að gerast fyrirsæta. Þriggja ára sá ég Hagkaupsbækling með myndum af vinkonu minni og sagði við mömmu að ég vildi líka láta taka myndir af mér. Tólf ára fór ég svo á fyrirsætunámskeið hjá Eskimo," segir Bryndís. Spurð um möguleika fyrirsætna á Indlandi segir Bryndís ekki loku fyrir það skotið að indverski mark- aðurinn sé ívið sanngjarnari en annars staðar. „Samkeppnin er auðvitað mikil alls staðar og kröfurnar miklar en ég tel að hér séu sanngjarnari kröfur um vöxt og útlit fyrirsæta." Hannar fyrir Mango Leikkonan Pen- elope Cruz tók á dögunum þátt í nýrri haust- og sumarlínu fyrir tískuvörumerkið Mango. Spánska tískuvörumerkið fékk leikkonuna og systur hennar til liðs við sig og hafa þær nú hannað nýja og vandaða línu sem sett verður á markað í haust. Aðaluppistaða línunnar eru galla- buxur og peysur auk þess sem rík áhersla var lögð á skart og auka- hluti. Auk nýju línunnar mun Penelope leika í stórri auglýsinga- herferð fyrir Mango í haust. Borin saman við bróður sinn Donatella Versace segist enn finna fyrir bróður sínum, tískumóg- úlnum Gianni Vers- ace, sem myrtur var fyrir tíu árum. Húntókviðaf bróður sínum eftir lát hans og hefur stýrt Versace-tískuhúsinu allar götur síðan. „Ég heyri enn í Gianni segja mér að gera ekki mis- tök. Þetta er ekki auðvelt og erf- iðastar eru væntingar fólks um að ég eigi að vera eins og hann,“ sagði Donatella á dögunum. SNYRTIBUDDA VIKUNNAR Skemmtilegar vörur fyrir allar konur Very Irréstistible frá Givenchy Nýr ilmur frá tískuhúsi Givenchy þar sem ferskleiki og fágun eru í fyrirrúmi. Ilmurinn er bleikur og inniheldur fimm tegundir rósa með léttu og kvenlegu ívafi. Very Irrés- titible kallar fram dularfulla og mjúka angan án þess þó að draga úr frískleika. Super Aqua-Lotin frá Guerlain Rakagefandi andlitsvatn sem eykur vernd húðarinnar gegn utanaðkom- andi áhrifum og dregur fram hámarksferskleika. Andlits- vatnið er ferskt og silkimjúkt auk þess sem húðin styrkist eftir notkun og berst því betur við öldrun. Þá gefurvatnið mikla hreinleikatilfinningu. DayWear Plus frá Estée Lauder Gott andlitskrem með verulega rakagefandi áhrifum. Kremið frískar upp á húðina og kemur í veg fyrir þurrk ásamt því að næra húðina til muna. DayWear Plus dregur úr fínum línum, hrukkum og dauðum húðfrumum auk þess að hafa endurnýjandi áhrif á húðina. tSItt IAUDER Loud Lash- maskari Loud Lash-maskarinn frá MAC lengir og þykkir augnhárin ásamt þvi að byggja þau upp og lyfta þeim vel. Burstinn greiðir vel úr augnhárunum og nær að lengja þau á eðlilegan hátt án þess að óvelkomnar klessur geri vart við sig. Mjög flottur ma- skari fyrir öll tilefni. I sa'UTURAlH Sculpturale frá Lancomé Sculpt- urale vinnur vei á appelsínuhúð auk þess að örva sogæðakerfið og hafa vatnslos- andi áhrif. Efna- skiptin örvast og frumurnar brenna fitu. Still life-augnskuggi frá NIAC Paint-augn- skuggarnir frá MAC eru sérlega flottir og haldast vel á augnlokinu. Sviti, sól, hiti eða annar raki hefur engin áhrif á skuggann og liturinn helst í langan tíma. Still Life-liturinn er sérstak- r lega flottur, bæði einn og sér eða sem grunnur undir aðra augnskugga og því hentugur til margra nota. Lévres scintiilantes frá Chanel Flottur gloss með gljáa og flottri áferð. Varirnar virka viðameiri ásamt því að vera sérlega kyssilegar og smart. Veglegur kaupauki fylgir öllum keyptum vörum frá Levante út september! Gildir á medan birgðir endast WWi t í/ v 'ekja eftirtekt! Tilbodið gildir í verslunum Lyfju, Lyf& heilsu, Lyfjavals og smásöluverslunum um land allt

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.