blaðið - 21.07.2007, Side 38

blaðið - 21.07.2007, Side 38
38 LAUGARDAGUR 21. JULI 2007 blaðið FÓLK folk@bladid.net Jú, líklega, en það er til alls konar ómengandi málning, þótt hún komi ekki beint af beljunni. Er skyrið ekki umhverfisvænna? Sigurður Harðarsson, betur þekktur sem Siggi Pönk, er meðlimur Saving lceland-samtakanna, sem skvettu málningu á ræðisskrif- stofu íslands i Edinborg. Orðin „íslandi blæðir" voru einnig máluð á tröppur skrifstofunnar. Margir muna svipaða uppákomu á Nord- ica Hotel, en þar var grænu skyri slett, af þeim sem áttu það. HEYRST HEFUR Eins og fram hefur komið hefur Emílía í Nylon hætt í stúlknasveit- inni sem slegið hefur í gegn á ís- landi og í Bretlandi. Gekk Emilía að eiga Pálma Sigurðsson og setti fjölskylduna í fyrsta sæti, framar framanum. Ekki eru þó aðdá- endur Nylon-hópsins par sáttir við þessa ákvörðun Emilíu og hafa sett í gang undirskrifta- lista á Netinu þar sem skorað er á Emilíu að hætta við að hætta. Þegar síðast var gáð höfðu 53 skrifað undir list- Hið fornfræga Naust á Vesturgötunni hefur skipt um nafn og heitir nú Great Wall. Þar er rekin kínverskur veitingastaður og mikil opnunar- veisla var haldin þar síðastliðið fimmtudagskvöld. Þangað mætti mikill fjöldi. Kínverjar hér á landi voru vitanlega áberandi og síðan sannir Kínavinir eins og Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram og Hjörleifur Sveinbjörnsson, eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, en hann var á sínum tíma náms- maður í Kína. Þekktir sjálfstæð- ismenn settu svip á samkomuna og þar á meðal voru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son. Þarna voru vitanlega einnig Kalli í Pelsinum og Ester eiginkona hans en þau eiga húsið á Vesturgöt- unni og leigja það út til rekstursins. Aögerðasinnarnir í Saving Iceland kvarta sáran undan gagnrýni, sem þeir hafa orðið fyrir í leiðurum og pistlum hér í Blaðinu. Á heimasíðu samtakanna er fjallað ýtarlega um meinta fáfræði og mannvonsku ritstjóra og blaðamanna á Blaðinu. Talsmaður samtakanna hefur reyndar fengið tækifæri til að tjá sjónarmið sín í viðtali hér í Blaðinu, en bjargvættirnir virðast þola illa að aðferðir þeirra séu gagnrýndar. Heyrst hefur að á ritstjórninni bíði menn nú spenntir eftir því að félagar Saving Iceland hlekki sig við tölvurnar þeirra... Jón Adólf Berstáfáki fráum, fram um veg. BlaÖið/Brynjar Gauti Tréskurðarmeistarinn Jón Adólf Steinólfsson býr til mótorhjól úr tré Meira en aö tálga spýtu Jón Adólf Steinólfsson fékkfyrir mörgum árum tréskurðarnámskeið í jólagjöf frá móður sinni. Síðan þá hefur margur spónninn svifið til jarðar. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net „Hjólið er gert fyrir handverkssýn- ingu sem haldin verður að Hrafna- gili þann ío. ágúst. Við erum sex strákar sem erum í þessu og köll- umst Einstakir, enda erum við það allir, hver á sinn hátt,“ segir Jón en hópurinn kom einnig að álíka verk- efni fyrir ári. „Þetta byrjaði allt á því að ég hafði verið að kenna tréskurð og sankað að mér einum og einum úr hverjum hópi sem ég kynntist betur en öðrum. Saman hittumst við síðan i eins konar kjaftaklúbbi sem við skýrðum Einstakir. Síðan hafði Dó- róthea samband við okkur, en þá var hún nýtekin við Hrafnagili fyrir norðan og vildi fá eitthvað sniðugt frá okkur. Eftir að hafa velt upp alls kyns hugmyndum kom upp úr krafs- inu að gera ío metra háan gítar úr tré. Að vísu þurftum við að minnka hann aðeins, eða niður í um 4 metra, þar sem verkstæðið mitt rúmaði ekki meira! MAÐURINN Jón Adólf er 48 ára. Jón hefur lengst af búið í Kópavogi. Hann segist mikill rokk- ari og spilar vikulega á rafmagnsgítar ásamt syni sínum og frænda. Upphaflega átti þetta að vera mót- orhjól með hliðarvagni. Við kom- umst hins vegar að því að það væri bara djöfuls vesen enda gerðum við okkur ekki alveg grein fyrir um- fangi verkefnisins. En við erum þó langt komnir og verðum tilbúnir með þetta fyrir þann tíunda." Handlaginn með viðinn „Það var 1986 sem mamma gaf mér námskeið í tréskurði í jólagjöf. Ég hafði áður verið á sjó og í hinu og þessu, fálmandi eins og aðrir ungir menn. Ég hafði þó alltaf stefnt á það að verða smiður, enda viðurinn alltaf leikið í höndunum á mér. Ég var einnig með eigin rekstur sem gekk ágætlega, en eftir að ég fór á námskeið í Austurríki 1995 þá breyttist allt. Það má segja að ég hafi séð ljósið. Það er rosalega góð tilfinning að uppgötva hvað maður vill gera það sem eftir er; eitthvað sem margir uppgötva aldrei á lifs- leiðinni. Sama ár fór ég til Englartds til að læra hjá einum þeim alfærasta í heiminum, Ian Norbury, sem ég vann nokkrar stórar sýningar með. Ég tók hann einnig með til íslands þar sem hann hélt námskeið. Það hefur löngum verið metnaður hjá mér að efla þessa listgrein hér á landi, því hún hefur setið svolítið eftir. Að mínu mati eru aðeins ör- fáir, fimm eða sex, sem eru virkilega góðir í þessu. Annars lít ég miklu frekar á tréskurðinn sem listgrein frekar en iðngrein.“ Sýning íSeattle „Ég og Tryggvi Larum, verðum með sýningu í Nordic Heritage Museum. Þemað er ísland fortíðar og framtíðar í tréskurði. Tryggvi sér um fortíðina, víkingamynstrin og það allt, en ég verð með framtíðina; Tölvur, tækni og þess háttar dót,“ segir Jón en hann segist einmitt nýta tæknina við iðju sína. „Maður notar allt sem flýtir fyrir manni auðvitað. Það eru nokkrir af eldri kynslóðinni sem fussa og sveia yfir þessu og skammast yfir því að maður noti vélarnar við þetta, en etta er bara lenskan í þessu í dag. g held að ef víkingarnir hefðu haft vélbyssur í gamla daga, þá hefðu þeir nú notað þær!“ Hægt er að sjá verk Jóns á slóð- inni: jonadolf.com BLOGGARINN... Trúir málstaðnum „Sagt er að fólk geri góðlátlegt grín að ungliðahópnum Seifing Æsland og brosi jafnvel út í annað þegar sést til þeirra vera að mótmæla virkjunum og álverum, neyslukapphlaupi og bHisma. Ekki ég. Það eraldrei að vita nema um sé að ræða alvöru umhverfisverndarsinna sem fara á milli á reiðhjólum eða hestum öfugt við íslenska vinstrigræna sem allir nema Magnús Bergsson mættu á bílum á lands- fundinn í febrúar síðastliðnum. “ Anna Kristjánsdóttir velstyran.blog.is Harry Potter „Skemmtileg þessi stemning sem alltaf skapast þegar að ný bók um Harry Potter er að koma út. Þessar bækur hafa eignast gríðarlega marga aðdáendur um viða veröld og er ísland ekki undantekið frekar en fyrri daginn þegar eitthvað verður að æði. Það er ánægjulegt að fólk lesi og enn ánægjulegra að ungir krakkar og unglingar bíði eftin/æntingarfullir eftir bók! Mér þykir það leitt - en ég hef aldrei komist í takt við Harry Potter og félaga. Reyndi að lesa eitthvað afþessu en það heillaði mig ekki." Guðmundur Brynjólfsson blogg.visir.is/ Þvagpoki „I apótekinu rakst ég á einhverja stórkost- legustu uppfinningu sem ég hefséð lengi. Uppfinningin heitir „ Travel John “ eða Ferðakamar. Þegar menn skoða pakkann ítarlega kemur iljós að pissustoppin i fjöl- skylduferðalaginu heyra brátt sögunni til. Þessi stórkostlegi kamar erhannaður fyrir karla, konur og börn og svo má henda pokanum út um gluggann á ferð. Það sem meira erþá lekurpokinn ekki. Það er klárlega kostur. Myndirnar þar sem útskýrt er hvernig nota skal þessa stór- kostlegu uppfinningu em ekkert minna en óborganlegar. Ég lá nánast ígólfinu af hlátri. “ Henry Birgir Gunnarsson blogg.visir.is/henry Er fyrirtækið þitt uaktað? Ávextir í áskrift er einhver besta fjárfesting sem þú gerir í starfsmannamálum. www.avaxtabillinn.is Su doku 3 4 8 1 2 9 1 3 5 7 4 2 6 9 9 4 2 8 2 5 9 5 9 6 6 3 2 7 5 7 6 1 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem uþþ eru gefnar. Ef hann átti sex eiginkonur, af hverju var þá enginn Hinrik níundi? 9-14 © LaughingSiock Intamational Incydist. by Uniled Media, 2004 HERMAN eftir Jim Unger

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.