blaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 8
8 FRETTIR FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2007 blaöió Kviknaði í út frá sígarettu Eldur kviknaði í þurrum mosa á klettasyllu í Hestagjá á Þingvöllum út frá sígarettu sem ferðamaður henti fram af útsýnispallinum á Hakinu í gærmorgun. Erfitt var að koma vatni að og eftir tilraunir land- varða var kallað á slökkvilið. „Það er búin að vera heilmikil eldhætta í sumar og þá sérstak- lega fyrir sunnan og vestan vegna þurrka,“ segir Jón Geir Pétursson skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Islands. „Hættan er svo sem að einhverju leyti enn þótt farið sé að rigna örlítið. 1 dæmis fyrr viku.“ hbv Unnu ekki í happdrætti Vodafone varar við tölvupósti þar sem móttakendum er tjáð að þeir hafi unnið stórfé í meintu nethappdrætti Voda- fone í Hollandi. í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að um gabb sé að ræða og tölvupóstur- inn tilraun til að misnota trú- verðugleika og traust Vodafone. Athæfið var kært til lögreglu. Tilraunir til að nota nöfn alþjóðlegra fyrirtækja til að ljá netsvikum aukinn trúverðug- leika færast í aukana, að sögn Vodafone. hbv Eftir Magnús Geir Eyjóifsson magnus@bladid.net Þétting GSM-farsímanetsins á hringveginum er á áætlun og er þriðjungi verksins lokið. Stefnt er á að símasamband verði komið allan hringveginn um næstu áramót. Það er Síminn sem sér um verkið, en samningur þess efnis var undir- ritaður við samgönguráðuneytið í ársbyrjun. Kostnaður samkvæmt áætlun er 565 milljónir króna. Uppbygging GSM-farsímanetsins fer fram í tveimur áföngum. Auk þess að opna fyrir símasamband á hringveginum verða fimm fjöl- farnir fjallvegir færðir innan þjón- ustusvæðis auk þess sem sendar verða settir upp á Barðaströnd og Flatey í Breiðafirði. Alls eru þetta 500 kílómetra svæði, þar af 80 kíló- metra kafli á Möðrudalsöræfum. Otboðsferli 2. áfanga er þegar komið í gang, en þar verður þjónusta bætt á þjóðvegakerfinu þar sem fyrri áfanginn nær ekki til og á nokkrum ferðamannasvæðum. Þar verður einkum horft til stofnvega og ferða- mannasvæða í nágrenni þeirra. Fjarskiptasjóður sér um und- irbúning verkefnanna, en hann var stofnaður með 2,5 milljarða króna framlagi sem fékkst við sölu Landssíma íslands. Auk þéttingar farsímanetsins stendur sjóðurinn fyrir uppbyggingu háhraðanets á strjálbýlum svæðum landsins sem og dreifingu stafræns sjónvarps og hljóðvarps í gegnum gervihnött til sjómanna á miðum við landið og til strjálbýlla svæða. Núverandi GSM- útbreiðsla H Svæði sem bæta á þjónustu Hringnum lokað í ár ■ Þriðjungi þéttingar GSM-sambands á þjóðvegum landsins lokið Bremsulaus bíll á staur Bill sem sautján ára gamall ökumaður ók hafnaði á umferð- arljósum í Kópavogi á þriðju- dag þegar bremsurnar virkuðu skyndilega ekki. Nokkur um- ferð var á gatnamótunum þegar óhappið varð og mildi að ekki fór verr, samkvæmt tilkynn- ingu frá lögreglu. Umráðamaður vinnubílsins hafði ekki sinnt boðun um endurskoðun en athugasemdir voru gerðar við hemlabúnað bílsins við aðalskoðun í vor. Hafði hann þá fengið frest til að koma bílnum í lag. hbv FSA færð höfð- ingleg gjöf Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri barst höfðingleg gjöf frá velunnara sem vildi ekki láta nafns síns getið. Fram kemur á vef sjúkrahússins að um pen- ingagjöf sé að ræða sem nemur fjórum milljónum króna. Að ósk gefanda verður fjár- hæðin nýtt til kaupa á sérhæfðu eftirlitskerfi fyrir sjúklinga á slysadeild sjúkrahússins. mbl.is Creek 4 4 manna Tjald með mjöq góðu fortjaldi Loftnæð 180cm birgðir endast. Tjaldstólar ^s/ango LIFSTIÐAR ÁBYRGÐ .. V'. Idaho 5 manna tjald 'tldvarinn dúki fSSKP* Eldvarinn dúkur 3000mm vatnsheldni ttd Ver^áður279995 Colorado 600 6 manna tjald 6,76fm fortjald Hámarkshæð 210cm Eldvarinn dúkur 300Ömm vatnsheldni Þyngd 18kg BOÐ 23.995 FSTMM BYRGD Hamarkskuldaþi siliconhúðaður 4ra holu fiber Verð áður 6.995 WÉmmtiéiÍl Eldvarinn dukur rj Verð áður 19.995 3.495 V | Arapaho 6 6 manna tjald H| Eldvarinn dúkur 3000mm vatnsheldni ■WVerðáður 29.995 S14.995 50% HFSLRTTIIR ILBDfl 9.995 Tjaldborð í urvali RD Linuskautar Sigma 400+ 4 manna tjald. Eldvarinn dúkur. 2000mm vatnsheldni Tilboð meðan 50% HFSLflTTUR Aðeins á Dalvegi 18 áður 19.995,- ILBDÐ 11.995 30% HFSLflTTUR FERÐA- OG UTIVISTARVERSLUN Kælibox Rafmagns 30-451^ Skeifunni 6 og Dalvegi 18 Sími 533 4450 / 577 4450 • www.everest.is 3D% RF5LRTTUR EVERER5T 5KEIFUNNI 6 OG EVERE5T ORLVEGI 18

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.