blaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 19
blaóiö
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2007
19
LÍFSSTÍLLMATUR
matur@bladid.net
Því litríkari sem diskur-
inn er þeim mun hollari
er hann. Það er ekki
flóknara en það.
Guðjón Birgisson ræktar fjögur tómataafbrigði
Litadýrð og hollusta
Guðjón Birgisson, garð-
yrkjubóndi á Melum á
Flúðum, er sá eini hér á
landi sem ræktar svokall-
aða lýkópentómata.
Eftir Einar Örn Jónsson
einar.jonsson@bladid.net
Eins og nafnið gefur til kynna eru
þeir ríkir af andoxunarefninu lýk-
ópeni sem talið er vinna gegn hjarta-
sjúkdómum og krabbameini. Lýk-
ópen er jafnframt efnið sem gefur
tómötum rauða litinn og er þrefalt
meira magn af því í lýkópentóm-
ötum en hefðbundnum tómötum.
Guðjón segir að bragðið að þeim
sé svolítið ólíkt bragðinu að þeim
hefðbundnu. „Mér finnst þeir mjög
góðir og þeir eru bragðmeiri af því
að það er meira lýkópen í þeim. Þeir
fá að hanga lengi á plöntunni og við
tínum þá þegar þeir eru orðnir mjög
bragðmiklir og góðir,“ segir hann.
Auk lýkópentómata ræktar Guð-
jón þrjú önnur tómataafbrigði: hefð-
bundna, konfekttómata og gula
tómata. „Ég rækta örlítið af gulum
tómötum til gamans en þeir virðast
samt seljast ágætlega," segir Guðjón
og bætir við að þeir setji skemmti-
legan svip á salatið.
„Bragðið er það sama og á venju-
legum tómötum en þetta er meira
fyrir augað. Fólki finnst gaman að
setja þetta í salatið," segir Guðjón
sem tekur undir að litadýrð skipti
máli þegar grænmeti er annars
vegar. „Það er það sem þetta bygg-
ist á. Því litríkari sem diskurinn er
þeim mun hollari er hann. Það er
ekki flóknara en það,“ segir Guðjón
Birgisson.
Hér að neðan er uppskrift að pikkl-
uðum lýkópentómötum úr fórum
Hrefnu Sætran matreiðslumanns
sem hún segir að séu góðir í salatið.
08 tómatar
• íoo ml. hrisgrjónaedik
0 50 g púðursykur
• r laukur
01 rauður chili-pipar
0i tsk. sinnepsfræ
0i tsk. svartur pipar
01 tsk.fennelfræ
Aöferð:
Skerið tómatana í báta. Leysið
púðursykurinn upp í edikinu.
Saxið laukinn og chilipiparinn,
merjið þurrkryddin í morteli og
blandið sman við edikið. Hellið leg-
inum yfir tómatana og leyfið þeim
að standa í að minnsta kosti þrjár
klukkustundir eða eftir smekk. Því
lengur sem þeir standa, þeim mun
súrari verða þeir.
Leit að
veitingastað
Þeir sem vita ekki hvert þeir eiga að
fara út að borða í kvöld geta skellt sér
á vefsíðuna veitingastadir.is þar sem
er að finna upplýsingar um nær alla
veitingastaði hér á landi. Þar getur
fólk enn fremur leitað að veitingastað
eftir tilteknum skilyrðum svo sem
tegund staðar, matargerð, staðsetn-
ingu og verði. Þar að auki er hægt að
leita eftir stöðum sem bjóða upp á
heimsendingu auk þess sem veitinga-
staðir sem bjóða upp á matseðla eða
borðapöntun á netinu eru merktir
sérstaklega.
Þá geta gestir einnig látið álit sitt á
veitingastöðum í ljós og gefið þeim
einkunn til að auðvelda öðrum valið.
Á vefnum er enn fremur að finna
uppskriftir, umsagnir sérfræðinga,
myndir frá veitingastöðum og margt
annað.
Restaurants.is, systursíða veiting-
astadir.is, er á ensku og er einkum
ætluð erlendum ferðamönnum,
útlendingum búsettum hér á landi og
ferðaskrifstofum.
Ferskt grænmeti í verslunum
Tími fyrir grænmeti
Á sumrin fyllast matvöruversl- upp á ýmsa möguleika í matreiðslu
anirafnýjuogferskuíslenskugræn- og nýverið tók Hrefna Sætran
meti og því upplagt að njóta þess á landsliðskokkur saman fáeinar
meðan kostur er. Grænmeti býður uppskriftir fyrir íslenska garðyrkju-
bændur. Hér að neðan eru fáeinar
uppskriftir úr smiðju Hrefnu sem
eiga án efa eftir að kitla bragðlauka
landsmanna á næstunni.
Karríkryddaöir paprikubitar
- góðir í pastarétti
• ‘á tsk. rifið engifer
02 msk. karríduft
0 /2 tsk. madras karríduft
0i stk. hvítlauksrif
(fíntsaxað)
0 olía til steikingar
0 salt og cayenna-pipar
Aðferð:
Skerið paprikuna í bita.
Hitið olíu á pönnu og
léttbrúnið smátt saxað engi-
ferið, karríið og saxaðan
hvítlaukinn. Bætið papr-
ikunni út á og eldið í eina
mínútu. Smakkið til með
cayennapipar og salti.
Mozzarellafylltir konfekttómatar
0i askja konfekttómatar
01 poki litlar mozzarellakúlur
0gróft sjávarsalt ogsvartur
pipar (efþið œtlið að steikja
tómatana)
02greinar rósmarín
0 ólífuolía
Aðferð:
Skerið tómatana í tvennt og
kjarnhreinsið þá. Setjið mozz-
arellaostinn inn í miðjuna og
stingið tannstöngli í gegnum
tómatinn. Kryddið með salti
og pipar. Einnig er hægt að
léttsteikja tómatana á pönnu
upp úr olíu með smá rósm-
arín. Þá bráðnar osturinn
aðeins og það kemur skemmti-
legt bragð að rósmaríninu.
Paprikusalsa
02 rauðar paprikur
0i rauðlaukur
0i hvítlauksrif
0i búnt afkóriander
01 stk. sítróna
01 msk. hunang
030 ml. balsamikedik
0ioo ml. ólífuolía
0salt ogpipar
Aðferð:
Skerið paprikuna, rauð-
laukinn og hvítlaukinn
smátt niður. Setjið safann úr
sítrónunni, balsamedikið og
hunangið saman í skál. Bætið
grænmetinu út í lögin og
marinerið í 20 mínútur. Bætið
ólífuolíunni út í. Saxið kór-
íander niður, bætið því út í og
kryddið með salti og pipar.
í ágúst
frá aðeins kr. 49.990 í 2 vikur
Heimsferðir bjóða frábær tiiboð til Rhodos í ágúst. Stökktu tilboð í 2 vikur 11. ágúst og
sértilboð á Forum (búðahótelinu 18. og 25. ágúst. Á Rhodos upplifir þú þrjú þúsund ára
gamla sögu á einum sólríkasta stað í heimi, frábært loftslag og frábærar aðstæður fyrir
ferðamenn. Mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði á þessum frábæru kjörum.
Verð kr. 49.990
- 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11
ára, í 2 vikur. Stökktu tilboð, 11. ágúst.
Verðkr. 49.990
- Forum m/hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 böm, 2-11 ára,
í íbúð I viku. Sértilboð á Forum 18. og 25. ágúst.
Aukavika kr. 15.000 (ath. aukavika er aðeins í boði I
brottför 18. ágúst).
Verð kr. 59.990
- 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/ibúð í 2 vikur
. Stökktu tilboð, 11. ágúst.
Verð kr. 59.990
- Forum m/hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð í viku. Sértilboð á Forum
18. og 25. ágúst. Aukavika kr. 15.000 (ath. aukavika er
aðeins í boði i brottför 18. ágúst).
Heimsferðir
Muniö Mastercard
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is