blaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 17

blaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 17
blaóió FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2007 17 LÍFSSTÍLL48K 48k@bladid.net Nariko er þó ekki ein í þessari hefndar- för sinni því hún nýtur aðstoðar systur sinnar, sem svipar í útliti mjög til Bjarkar Guðmundsdóttur. Væntanlegt á Playstation 3 Sveröaglamur og stafræn skrímsli 48k gafst á dögunum einstakt tækifæri til að prófa fjóra væntanlega stórleiki fyrir Playstation 3. Nú þegar hefur birst umfjöllun um Uncharted og Lair en nú er komið að Heavenly Sword og Eye of Judgement. Eftir Viggó Ingimar Jónasson viggo@bladid.net Þegar maður horfir á Heavenly Sword-leikinn í fyrsta sinn er erfitt að koma því í orð hversu vel leikur- inn lítur út og hversu mikil unun er að spila hann. í leiknum fer leikmað- urinn í hlutverk hinnar rauðhærðu, og óendanlega kynþokkafullu, Na- riko. Nariko á harma að hefna gegn hinum illa konungi Botan með að- stoð hins himneska sverðs. Nariko er þó ekki ein i þessari hefndarför sinni því hún nýtur aðstoðar systur sinnar, sem svipar í útliti mjög til Bjarkar Guðmundsdóttur. Stórbrotið landslag Þó svo að vinnslu við leikinn sé enn ekki lokið þá lítur leikurinn nú þegar mjög vel út. Hvert borð skartar stórbrotnu landslagi og borðin eru mörg hver flennistór. I leik sem snýst mest megnis um að berjast einn síns liðs á móti stærð- arinnar herjum þá kemur það ekki á óvart að ofbeldið sé í góðum skammti. Blóðið sem Nariko út- hellir í leiknum er hins vegar mjög smekklega gert og í stað þess að það frussist út um allt eins og rauð- litaður Geysir þá koma fíngerðar slettur sem líta vel út. Þeir sem vilja sjá Heavenly Sword í allri sinni dýrð er bent á að fylgj- HEAVENLY SWORD ► Fyrirtaekið Ninja Theory framleiðir Heavenly Sword en það fyrirtæki gerði einnig Kung Fu Chaos-leikinn fyrir Xbox. ► Stórleikarinn Andy Serkis, sem lék Gollri í Hringadrótt- inssögu, sér um að túlka hinn illa konung Botan en hann vann einnig sem leik- listarleiðbeinandi við gerð leiksins. ► Leikurinn var að hluta unnin á Nýja-Sjálandi hjá Weta-fyr- irtækinu sem bar ábyrgð á öllum tæknibrellum í Lord of the Rings-kvikmyndunum. ast grannt með bresku PSN-búðinni en demó af leiknum er væntanlegt þangað í dag. Dómsaugað Það hefur ekki farið fram hjá neinum að undanfarinn áratug hafa fyrirbæri á borð við Pokémon tröllriðið öllu. Ungmenni víða um heim hafa lagt ýmislegt á sig til að koma sér upp góðu safni af skrímsla- spilum og er því engin furða að Sony-fyrirtækið vilji komast inn í þennan pakka. Eye of Judgement-leikurinn er eins og hver annar spilaleikur. Leik- menn skiptast á að leggja skrímsla- niður á þar til gert spilaborð sem er skipt i níu reiti. Hver reitur skartar ákveðnu landslagi sem getur annaðhvort magnað upp eða veikt árásarstyrk, vörn eða líf hvers skrímslis. Það sem gerir leikinn frábrugð- inn öðrum sambærilegum spila- leikjum er notkun leiksins á Playst- ation Eye myndavélinni. Um leið og skrímslin eru lögð á spilaborðið les myndavélin segulrönd á spil- unum og lifna þá skrímslin við á sjónvarpsskjánum. Miklir möguleikar Grafíklega séð er leikurinn ekk- ert meistaraverk en hugmyndin er engu að síður stórsniðug. Þegar leik- urinn er keyptur mun fylgja með startpakki af spilum sem skartar ákveðnu magni af skrímslum en svo munu leikmenn líka geta keypt sér staka pakka til að eignast öfl- ugri skrímsli. Þessi leikur hefur alla burði til þess að geta orðið einn af vinsælustu leikjum Sony næsta árið ef fyrirtækið heldur rétt á spilunum. Miðaldra pípari í boltaleik Feitur miðaldra pípari er ekki það fyrsta sem maður hugsar um í fótbolta, lifandi sveppir, drekar og górillur ekki heldur. Mario Strikers tekst þó einhvern veginn að blanda þessu öllu saman og gera það skemmtilegt, ekki bara fyrir aðdáendur Marios, eða aðdáendur fót bolta heldur fyrir hvern sem er. Sem verður að teljast ágætlega heppnað, þegar einhver sem ekkert veit um fótbolta skemmtir sér kon- unglega yfir fótboltaleik. Galdur leiksins, eins og við flesta Wii-leiki, er fjölspilun. í sjálfu sér er leikurinn ekkert það skemmtilegur til lengdar þegar hann er spilaður í einrúmi, það er ekki fyrr en maður fer að keppa við einhvern sem leikur- inn verður virkilega skemmtilegur. Mario Strikers er langt frá því að vera hefðbundinn fótboltaleikur, af óþekktri ástæðu eru vell- irnir girtir af með rafgirðingum og gildrur út um allt á vellinum, í stað bolta er glóandi járnkúla sem varla getur verið gott að sparka í. Þetta gerir þó leikinn áhugaverðari og spurning hvort skipuleggjendur hefðbundins fótbolta gætu lært eitt- hvað af Mario Strikers. Grafíkin er stórgóð, einföld en lítur vel út. Sýnir að það þarf ekki mikið afl til að líta vel út. Hljóðið er líka fínt, sérlega skemmtilegar raddirnar og tónlistin hjá Wario og Waluigi. Leikurinn nýtir þó stýrip- inna Wii-tölvunnar ekkert sérlega vel, hvaða stýripinni sem er myndi í raun virka í leiknum. Mario Strikers er í raun fínasti leikur sem hægt er að skemmta sér konunglega yfir, það má þó velta fyrir sér hversu sniðugt það er fyrir miðaldra pípara að spila fótbolta við górillu, hvað þá eldspúandi dreka. KÍLÓBÆT • Manhunt-áhrifin Það hefur ekki farið fram hjá neinum að útgáfu á Man- hunt tvö hefur verið seinkað um óákveð- inn tíma svo að unnt sé að draga úr ofbeldinu í honum. Nú hafa framleiðendur leiksins Con- demned 2: Bloodshot ákveðið að draga úr ofbeldinu i leiknum. Á meðal þess sem fjarlægt verður úr leiknum eru nokkrar gerðir afhöfðana. • Ratchet á leiðinni Uppáhalds- loðinkjammi Sony fyrirtækisins, Lombax-inn Ratchet, og hinn vélræni vinur hans Clank eru samkvæmt áreiðanlegum heimildum á leiðinni á PSN. Heimildir herma að prufuborð úr þeirra nýjasta leik, Ratchet & Clank Future: Tools of Destruction, muni birtast í Playst- ation-búðinni í dag eða á morgun. • AT&T græðir á iPhone iPhone er án efa heitasta græjan í dag enda engin furða þar sem síminn sá arna er hreint út sagt stórkost- legur. í Banda- ríkjunum hefur AT&T- fjarskiptafyrirtækið grætt einstak- lega vel á iPhone en fyrirtækið tilkynnti á dögunum að hagnaður milli ársfjórðunga hafi aukist um 61 prósent. Þar að auki jókst sala fyrirtækisins um 29,5 milljarða dollara. Mikið af þessum gróða kemur beint frá sölu iPhone. • Sjötta kynslóð iPod? Nýlega komst Macrumours-heimasíðan yfir mynd- ...... skeiðsemþeir Aason#. fullyrtu að væri viðmótið í næstu kynslóð iPod spilara. Ekki leið á löngu fyrr en lögfræðingar Apple létu fjarlæga myndskeiðið, sem aðeins ýtir undir að það hafi í raun verið nýtt viðmót. Ekki var þó um stórvægilegar breyt- ingar að ræða, en allt var mynd- rænna þar sem meira er gert úr plötuumslögunum. RubberSoul I 20Songs • Playstation-uppfærslur Nú er kominn út ný hugbúnaðarupp- færsla fyrir Playstation 3, rneðal helstu breytinga eru t.d. að hægt er að skipta um bakgrunna í XMB-kerfinu og að hægt er að breyta video-stillingum bæði í leikjum og meðan horft er á video án þess að það þurfi að endurræsa. Hugbúnaður PSP var einnig upp- færður, en þó engar stórvægilegar breytingar þar á ferð. • Epísk vandræði Þrátt fyrir að Unreal Tournament 3 komi fyrst út á Playst- ation 3 gengur ekki allt sem skyldi að klára leikinn fyrir tölvuna. Playst- ation 3 er ansi frábrugðin öðrum tölvum og leikjatölvum og þykir það ansi flókið mál að láta allt virka rétt. Sony brást hratt við og sendi hóp af sínum bestu forriturum til að aðstoða forritara Epic. MEGABÆT Eru tölvuleikir list? Þótt ótrúlegt megi virðast er enn til fólk sem álítur tölvuleiki vera tímasóun og sér ekki þá miklu iist sem felst í því að búa til tölvuleik. Um þessar mundir stendur kvikmyndarýnirinn Ro- ger Ebert í harðri deilu við Clive Barker sem hefur bæði unnið að kvikmyndum og tölvuleikjum en nýjasti leikur Barkers, Jericho, er væntanlegur í verslanir í september. Deila Barkers og Eberts hófst fyrir rúmu hálfu ári þegar Ebert lét þau orð falla að tölvuleikir væru ekki list og væru í raun og veru lítið annað en tímasóun. Barker vildi að sjálfsögðu ekki gleypa við því og í síðasta mán- uði svaraði hann Ebert fullum hálsi. „Þú verður að nálgast þetta með opnum huga. Roger Ebert er greinilega mjög þröngsýnn varðandi stöðu þessa miðils og möguleika hans.“ Eins og sönnum gagnrýnanda sæmir vill Ebert eiga síðasta orðið og á heimasíðu sinni skrif- aði hann að svör og rök Barkers eigi betur við vel máli farið fjög- urra ára barn. Þarna er áhuga- verð ritdeila í uppsiglingu. Auglýsingasíminn er 510 3744

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.