blaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2007
blaðiö
LÍFSSTÍLLKONAN
konan@bladid.net
Ég heyrði svo margar konur tala um það
hvað væri mikil vöntun á smart fatnaði
sem hentaði vel þegar þær væru með
börn á brjósti.
Blaðakonur
á ráðstefnu
Sextíu arabískar blaðakonur
komu saman á ráðstefnu í
Amman í Jórdaníu fyrir stuttu.
Umfjöllunarefnið þar var frjáls
fjölmiðlun og jafnrétti kynjanna.
Réttindi kvenna eru víða fótum
troðin í Mið-Austurlöndunum
auk þess sem fjölmiðlafólk má
gjarnan búa við ritskoðun og jafn-
vel ofbeldi.
Blaðakonurnar sextíu fjölluðu
um tvöfalt misrétti sem þær
bjuggu við, annars vegar á grund-
velli kynferðis og hins vegar
vegna afskipta trúarleiðtoga af
störfum blaðamanna. Þær sam-
mæltust um að það væri þeirra
hlutverk sem fjölmiðlakvenna
að berjast fyrir kvenréttindum
og tjáningarfrelsi í sínum
heimshluta.
Kvenforseti
í Indlandi
Fyrsti kvenforseti Indlands, Prat-
ibha Patil, sór embættiseið í gær.
Hún er 72 ára gömul og sigraði
Abdul Kalam í lýðræðislegum
kosningum þann 19. júlí.
Pratibha Patil hóf afskipti af
stjórnmálum árið 1962, þá
einungis 27 ára gömul. Hún
hefur talað fyrir mikilvægi þess
að konur fái meiri völd í samfé-
laginu og að brýnustu verkefni
landsins séu að útrýma fátækt,
sjúkdómum og vannæringu auk
þess sem brýnt sé að stórefla
menntun og koma í veg fyrir fóst-
ureyðingar á kvenkyns fóstrum.
15 prósent launamunur í ESB
Tekjur kvenna í ESB eru að
meðaltali 15 prósentum lægri en
tekjur karla. Þetta kemur fram í
rannsókn sem gerð var í aðildar-
löndum sambandsins, en í nýrri
skýrslu sem kom út í vikunni eru
tilgreindar leiðir sem Evrópusam-
bandslöndin eru hvött til að nota
til þess að vinna gegn launamun
kynjanna, sem hefur lítið breyst
síðasta áratug.
Launamunur kynjanna endur-
speglar misrétti á vinnumarkaði
sem bitnar aðallega á konum.
Hann snýst ekki bara um sömu
laun fyrir sömu vinnu, heldur
hafa önnur atriði einnig áhrif.
Þar á meðal er sú staðreynd að
framlag kvenna á vinnumarkaði
er metið öðruvísi en framlag
karla. Störf sem krefjast svip-
aðrar hæfni eða reynslu eru
yfirleitt verr launuð ef konur eru
meirihluti stéttarinnar.
Ein af orsökum launamunarins
eru erfiðleikar kvenna við að sam-
hæfa einka- og atvinnulíf. Þær
eru frekar í hlutastörfum og taka
oftar frí frá störfum sem hefur
neikvæð áhrif á starfsframa
þeirra. Þær eru færri í stjórnun-
arstöðum og mæta fleiri hindr-
unum þegar kemur að framþróun
í starfi.
Nánar má lesa um þessa skýrslu á
vef Jafnréttisstofu, jafnretti.is.
Arangur fer eftir gæðum
Hvaða Spirulina ert þú að taka?
29 vítamín og steinefni • 18 aminósýrur • Blaðgræna • Omega
• GLA fitusýrur • SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans
Eingöngu lífræn næringarefní tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum.
Greinilegur árangur eftir
nokkra daga inntöku
Aukið úthald,
þrek og betri líðan
Súrefnistæmdar umbúðir
vernda næringarefnin.
Lifestream þörungarnir eru ómengaöir,
ræktaöir i ferskvatni eftir ströngum
gæðastaðli. IS09001 • IS014001
Fæst í apótekjum og heilsubúðum.
www.celsus.is
KONA VIKUNNAR
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
er sjónvarpsáhorfendum að góðu
kunn enda einn umsjónarmanna
Kastljóssins. Hún útskrifaðist sem
sjúkraþjálfari úr Háskóla Islands í
síðasta mánuði en einnig lék hún
og söng í kvikmyndinni Astrópía.
Hvað œtlaðirþú að verða þegarþú
varst lítil?
Fornleifafræðingur, læknir, hár-
greiðslukona, söngkona, lögreglu-
kona ... allt þetta sem manni
dettur í hug þegar maður er
krakki!
Efekki hér, hvarþá?
Eg sæti með vatnsmelónu í hægra
munnviki á Bora Bora í frönsku
Pólynesiunni.
Hvað er kvenlegt?
Móðureðlið.
Er munur á körlum og konum og ef
svo er hver er hann?
Karlar framkvæma og hugsa en
konur hugsa hugsa hugsa og fram-
kvæma svo.
Erfullu jafnrétti náð?
Nei.
Hvað skiptirþig mestu í lífinu?
Heilsan
Helstufyrirmyndir?
Þegar ég var 5 ára var Madonna
mín helsta fyrirmynd... ég sendi
henni fjölmörg aðdáunarbréf en
fékk aldrei svar. Eftir það gafst
ég upp á fyrirmyndum.
Ráð eða speki sem hefur reynst
þér vel?
Einhvern tímann á unglingsár-
unum stóð ég við eldhúsvaskinn
með gúmmihanskana og vaskaði
upp. Mér fannst það hundleiðin-
legt og gerði það illa í von um að
vera aldrei beðin aftur. Þá sagði
pabbi við mig „ef þú nennir ekki
að gera hlutina vel í fyrstu til
raun, slepptu því þá“. Eg fékk
yfirþyrmandi samviskubit og
í hvert skipti sem ég geri eitt-
hvað öskrar þessi setning á
mig!
Uppáhaldshók?
Dagbókin mín síðan ég var 12 ára.
Draumurinn minn?
Það kemur í
ljós.
Nafn: Ragnhildur Steinunn
Jónsdóttir
Aldur: 26 ár
Starf: Dagskrárgerðarmaður
Hannar föt á konur með böm á brjósti
Undirbýr markaðs-
setningu í Skandinavíu
Sigrún Baldursdóttir „Grunsemd
mín, um að miKil þörf væri fyrir svona
hönnunarvörur á markaðnum, hefur
verið staðfest.“
Sigrún Baldursdóttir er
fatahönnuður sem rekur
verslunina Lykkjufall í
Vesturbænum. Þar selur
hún sína eigin hönnunar-
vörur sem eru ekki síst
ætlaðar konum með börn
á brjósti.
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@bladid.net
Verslunin var opnuð í nóvember
á siðasta ári en fram að því hafði
fatnaðurinn verið á sölu í þremur
meðgönguverslunum. „Þar var
þessum fatnaði vel tekið þannig
að ég ákvað að næsta skref skyldi
vera að opna mína eigin verslun
með þessar vörur,“ útskýrir Sigrún.
Hugmyndina að þessum fatnaði
fékk hún þegar hún var í námi í fata-
hönnun við Listaháskóla íslands.
„Ég heyrði svo margar konur tala um
það hvað væri mikil vöntun á smart
Sigrún er fædd árið 1980.
Hún útskrifaðist sem textíl-
og fatahönnuður úr Listahá-
skóla íslands árið 2005.
Hún hefur meðal annars
starfað á tískusýningum
í Paris Fashion Week árið
2003.
fatnaði sem hentaði vel þegar þær
væru með börn á brjósti. Árið 2005
fékk ég styrk frá Nýsköpunarsjóði
námsmanna til þess að þróa þessa
hugmynd, enda var þá vöntun á
hönnunarfatnaði fyrir þennan hóp
á markaðnum. Reyndar eru ekki
bara konur með börn á brjósti sem
versla hjá mér enda eru fötin þannig
að það sést ekki á þeim að þau hafi
þennan eiginleika. í búðina koma
konur á öllum aldri og í öllum
stærðum enda er ég með stærðir frá
XS og upp í XL,“ segir hún.
Góðar viðtökur
Sigrún segist afar ánægð með
þær viðtökur sem Lykkjufall hefur
fengið. „Við höfum ekki auglýst
mikið heldur höfum við fyrst og
fremst hagnast á orðsporinu. Þannig
segja konur, sem koma í verslunina,
gjarnan vinkonum sínum frá okkur
og þannig koll af kolli. Grunsemd
mín um að mikil þörf væri fyrir
svona hönnunarvörur hefur þannig
verið staðfest.“
Spennandi tímar framundan
Eins og stendur er verslunin
lokuð vegna sumarfría fram til 1.
september en Sigrún situr þó ekki
auðum höndum. „Ég er að vinna að
nýrri línu sem kemur inn fyrir jól,
en það er nokkuð langt og strangt
ferli að fá nýja hönnun úr fram-
leiðslu. Svo er ég líka á fullu að
vinna í því að koma þessum vörum
á markað í Skandinavíu, sem er
næsta skref.“