blaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 1

blaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 1
ÓLK»30 Skatar 100 ar Bragi Björnsson aðstoðarskáta höfðingi er á leið til Bretlands til að taka þátt í alheimsmóti skátaálOOáraafmæli " hreyfingarinnar f' I ásamt430öðrum V íslendingum. Systir Magna syngur Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir er meðal þeirra sem syngja á tónlistarhátíðinni Bræðslunni um helgina en hún er systir söngvar- ans Magna sem einnig treður upp. RÐLAUS»27 138. tölublað 3. árgangur Fimmtudagur 26. júlí 2007 FRJALST, OHAÐ & Öðruvísi tómatar Guðjón Birgisson, garðyrkju bóndi á Melum á Flúðum, er sá eini hér á landi sem ræktar svokallaða lýkópen tómata sem taldir eru vinna gegn ýmsum sjúkdómum. MATUR»19 Segir Lyf og heilsu sauma að einyrkjum ■ Lyfsali á Akranesi kvartar til Samkeppniseftirlits yfir óeðlilegum viðskiptaháttum Eftir Elías Jón Guðjónsson ellas@bladid.net Ólafur Adolfsson, lyfsali í Apóteki Vesturlands á Akranesi, hefur kvar tað til Samkeppniseftirlitsins vegna viðskiptahátta Lyfja og heilsu. Ólafur bar fyrr í vikunni saman verð á þremur vörum í versl- unum Lyfja og heilsu á Akranesi og á Melhaga í Reykjavík. f ljós kom að verðið er mun lægra á Akranesi en í Reykjavík. Guðni Guðnason, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, sagði í samtali við Blaðið í gær að sama verð væri í verslunum fyrirtækisins um allt land. Á Akranesi er lyfjaverslun Ólafs eini keppinaut- urinn en í Reykjavík standa Lyf og heilsa í sam- VERÐ í LYFJUM OG HEILSU Melhagi Akranes Afsláttur Paratabs 500 mg 334 219 34,40% Ibúfen 400 mg 699 550 21,30% Loritín 10 mg 614 379 38,20% keppni við mörg önnur apótek, meðal annars Lyfju, hinn risann á markaðnum. Ólafur spyr: „Af hverju er þessi samkeppni eingöngu þar sem um er að ræða einyrkja?" Ólafur segir að hann hafi heyrt af því að Lyf og heilsa hafi lækkað verðið á Ákranesi eftir að hann opnaði sina verslun fyrir skömmu. „Ég gerði einfaldlega mann út af örkinni til þess að versla hjá þeim, bara til þess að gera könnun í lausasölunni á þessum þremur vörum. Á sama tíma sendi ég annan mann til að versla hjá þeim í Reykjavík,“ segir Ólafur. Hann segir mennina ekki hafa framvísað neinum afsláttarkortum. „Ég geri ráð fyrir því að þeir geri þetta af sam- keppnisástæðum, þeir séu einfaldlega að bregð- ast þvi að búið sé að opna annað apótek hér,“ segir Ólafur. „Maður myndi ætla að hatrammasta sam- keppnin væri ekki við einyrkjana heldur hinn stóra aðilann á markaðnum," segir Ólafur en hann sendi inn formlega kvörtun til samkeppnis- yfirvalda í gær vegna málsins. SEGIR SAMA VERл2 Innfluttar vörur lækka í verði Gengi Bandaríkjadals er óvenjulágt um þessar mundir. Kaupgengi dals- ins í gær var komið niður í tæpar 6o krónur. Innflutningur á vörum frá Ameríku er því hagstæður um þessar mundir og er vöru- a verð þegar farið að lækka. O Það borgar sig að búa miðsvæðis Kostnaður við að koma sér til og frá vinnu hefur aukist svo undan- farin ár að það borgar sig fyrir þá sem vinna miðsvæðis að kaupa fasteign 1 miðbæ Reykjavíkur, þrátt fyrir hærra verð en í út- <m hverfum borgarinnar. I Æm Gróðureldar geisa á Ítalíu „Nánast ólíft úti á heitasta tímanum" Á ströndinni í Peschici á ftalíu, austan við Róm, urðu miklir gróðureldar fjórum ferðamönnum að fjörtjóni í gær. Fjöldi bíla, sem lagt var á ströndinni, brann til kaldra kola. „Eg hálfvorkenni ferðamönnum sem koma hingað því það er nánast ólíft úti á heitasta tímanum," sagði Elva Rut Erlingsdóttir, sem búsett er í Róm, í samtali við Blaðið. Miklir eldar geisa víða í suðurhluta Evrópu og tengjast gífurlegri hitabylgju. HITABYLGJA 4/7 Hreimurinn pirrar Dani Margir Danir láta fara í taug- arnar á sér þegar danskan er töluð með útlenskum hreim. Þó er ljóslega skárra að tala með íslenskum hreim en t.d. arabískum. Vísindamenn létu nýlega 232 Dani hlusta og greina svo frá því hvernig þeir skynjuðu raddir sextán útlend- inga sem lásu sama textann, segir Politiken frá. Danirnir álitu N-Evrópubúana sjálfstæða, metnaðarfulla, áhugaverða, trausta og gáfaða. Fólkið sem las textann með miðausturlenskum hreim var hins vegar álitið óöruggt, latt, pirrandi og leiðinlegt. aí Verö á Ora-sardinum 106 g. ‘ s Verslun Krónur Nettó 99 Melabúðin 149 Spar Bæjarlind 149 Nóatún Samkaup-Strax 11-11 179 186 196 Upplýsingar frá Neytendasamtökunum zm GENGI GJALDMIÐLA SALA % ■ USD 60,16 1,10 ▲ rMm GBP 123,25 0,47 ▲ 11 II DKK 11,07 0,16 ▲ • JPY 0,50 1,42 ▲ EH EUR 82,44 0,17 ▲ GENGISVÍSITALA 111,66 0,45 A ÚRVALSVÍSITALA 8.870 -0,38 ▼ COUPE Nýskr: 2007, 3246cc, 6 cyl, 342 hestöfl, ekinn 8000 þús. Verð: 8.300.000 ÍUPsöTfl] bilolond.is 575 1230 BMW M5 Nýskr: 12/2005, f, 5000cc, 10 cyl, 507 hestöfl, ekinn 14.000 þús. Verð: 10.900.000

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.