blaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 30

blaðið - 26.07.2007, Blaðsíða 30
38 FIMMTUDAGUR 26. JULI 2007 blaóið FÓLK folk@bladid.net Kannski. En þráttfyrir þetta Tyrkjarán ligg ég ekki særður eftir. Ertu Tyrkja-Gudda nútímans? Kjartan Már Friðsteinsson er framkvæmdastjóri Banana ehf. sem ásamt öðrum íslenskum fyrirtækj- um voru fómariömb tyrkneskra tölvuþrjóta fyrir skemmstu. Þrjótamir skemmdu heimasíður fyrirtækj- anna og skildu eftir þjóðemissinnuð skilaboð á þeim. HEYRST HEFUR i'A Undarlegur tölvupóstur fer nú eins og eldur í sinu um alnetið. Þar hvetur Kolbeinn nokkur Höskuldsson til kertafleytingar á sunnudaginn við tjörnina klukkan n til að fagna því að hundurinn Lúkas hafi fundist heill á húfi og um leið heiðra aþá sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins. Ekki er vitað hvort Kolbeini sé full alvara með uppátækinu, enda þess eðlis, miðað við það sem á undan er gengið, að taka skuli því með vissum fyrir- vara... ■am Eyjapeyinn Árni Johnsen er ekki af baki dottinn þrátt fyrir neikvæða niðurstöðu rann- sókna á kostnaði við göng til Vestmannaeyja. Segir hann engar vísindalegar niðurstöður liggja fyrir upphæðinni 6o-8o milljarðar sem nefndar voru í skýrslunni, heldur væri sú tala nánast ágiskun ein út frá röngum forsendum. Sjálfur telur hann kostnaðinn ekki meiri en 20 milljarða sem hann byggir á upplýsingum frá sínu fólki. Hann er ákveðinn maður, hann Ámi... Mótmælaaðgerðir Saving Iceland-samtakanna hafa greinilega farið fyrir brjóstið á mörgum, enda slíkar uppá- komur ekki samofnar þjóð- arsálinni. Nú er farin af stað undirskriftarsöfnun sem skorar á samtökin að hætta með öllu ólöglegum eignarspjöllum, umferðartöfum og skerðingu ferðafrelsis. Eru það Bjarki Vigfússon, Brynjar Guðnason og Hjalti Björn Valþórsson sem standa fyrir áskoruninni, en þegar hafa um þúsund manns skráð sig á listann, sem gár- ungar V segja töluvert meira en fylgi samtak- anna hér á landi... Bragi Björnsson Segir Bret- landsfarana á bilinu 14-75 ára Blaöiö/Eyþór Bragi Bjömsson er á leið á alheimsmót skáta í Bretlandi Eitt sinn skáti, ávallt skáti Bragi Björnsson er aðstoð- arskátahöfðingi íslands. Hann heldur áleiðis til Bretlands á föstudaginn til að taka þátt í 21. al- heimsmóti skáta, í tilefni af 100 ára afmæli skáta- starfs í heiminum. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net „Þetta eru um 430 manns sem fara héðan frá íslandi sem er stærsti hóp- urinn frá upphafi. Ferðin hefur tekið tvö ár í undirbúningi og það eru allir virkilega spenntir fyrir ferðinni, enda mikil upplifun að hitta svona margt fólk frá ólíkum löndum,“ segir Bragi sem er að fara á sitt annað alheimsmót. „Ég fór fyrst fyrir átta árum þegar þetta var haldið í Chile. Þá vorum við aðeins 19 manns sem fórum héðan, en því ferðalagi gleymir maður aldrei. Það var alveg magnað að sjá fólk frá svona ólíkum menningar- svæðum, úr öllum stéttum, ná svona vel saman fyrir tilstilli þess eins að hafa strengt sama skátaheitið. Þarna voru Palestínumenn og Israelar að tjalda hlið við hhð. Þarna voru einnig Króatar og Serbar að dansa saman á kvöldvöku, rétt eftir að stríðinu lauk. Þetta er einmitt sú hugsun sem Ba- MAÐURINN Jtp* Bragi er 39 ára Fteykvíkingur. Hann gekk í Skátana 12 ára gamall. Bragi er í skátafélaginu Ægis- búum í Vesturbænum. den-Powell lagði upp með eftir fyrri heimsstyrjöldina; að eyða fordómum með því að leiða saman æskuna til að kynnast hvert öðru. Og það hefur tek- ist ágætlega. í dag eru starfandi um 28 milljónir skáta í heiminum og samtals hefur rúmlega hálfur millj- arður manna strengt skátaheitið frá upphafi." Ekki eintómar hnútabindingar „Skátastarfið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Maður öðlast þarna lífsreynslu sem jafnast á við skólagöngu. Maður lærir að vinna í hópi og koma fram og flytja mál sitt. Ég starfa sem lögmaður og býþví vel að þeirri reynslu og er því íaus við allan sviðsskrekk í réttarsalnum! Einnig lærir maður ákveðið verklag sem nýtist í öllu sem maður gerir, bæði í einkalífi og vinnu. Maður lærir að undirbúa, framkvæma og endurmeta, sem hljómar einfalt, en því miður geta ekki allir tamið sér. Á alheimsmótinu fer síðan fram mikil kynning á starfsemi Lands- bjargar og björgunarsveitanna sem allar eru starfræktar af sjálfboða- liðum, staðreynd sem þykir nokkuð merkileg á alheimsvísu. Einnig fer fram hefðbundin og óhefðbundin landkynning á Islandi. Undir þá hefðbundnu falla myndbönd af náttúru íslands og slíkt, en einnig leggjum við mikla áherslu á að kynna íslenska tónlist. Til dæmis getum við montað okkur af því að Björk, sem er þekktasti íslending- urinn, sé skáti og kom fyrst fram á vegum skátahreyfingarinnar! Einnig kynnum við íslensku jólasveinana, íslensku glímuna, að ógleymdu lýsinu. Á svæðinu verða um 40.000 þáttakendur auk þeirra gesta sem heimsækja svæðið, en þeir eru um 10.000 á dag. Meðal gesta eru til dæmis Karl Gústav Svíakonungur, Ólafur Ragnar Grímsson og sérstakir opn- unargestir verða Vilhjálmur Breta- prins og Filippus prins, eiginmaður Bretadrottningar, en það þykir jafnan mikill heiður þegar tveir með- limir úr bresku konungsfjölskyld- unni sækja saman viðburð. Það er einmitt sjarminn við mótið, að fátækur bóndi frá vanþróuðu landi getur verið i tjaldi við hliðina á forríkum forstjóra alþjóðafyrir- tækis,“ sagði Bragi að lokum. HEIMASÍÐA MÓTSINS http://eng.thejamboree.org BLOGGARINN... Kom við kaunin „Stundum er sagt að ein af ástæðunum fyrir því hversu hægt gengur í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna sé sú að kynjamis- rétti sé svo samþykkt ísamfélaginu og hefðirnar svo rótgrónar. Ein sönnun þess birtist iMorgunvakt Rásar 1 í morgun. Ólöf Rún tók þar viðtai við karlmann sem var afskaplega stoltur af því að hafa unnið bikar - sem mesta karlremban. Mörgum finnst þetta eflaust léttvægt. Bara gott grín... Hins vegar myndi hinum sömu ekki fmnastþað léttvægt efbikarinn sneríst um annað misrétti. Katrin Anna Guðmundsdóttir hugsadu.blog.is Kolefnisjöfnun „Mig iangar að láta kolefnisjafna bílinn minn. Hugsa að gangurínn verði þýðarí við það. Ég byrjaði að leita í símaskránni. Fann ekkert kolefnisjöfnunarverkstæði. Kannski værí hægt að fá bara kolefnisjafn- aðarmann heim til þessa verks. Kolefnis- krata. Skyldi Össur vera kotefniskrati? Ég kann ekki við að hríngja íhann og spyrja. Þekki hann ekki neitt. Umfram það sem maður kynnist opinþerum persónum i fjöl- miðlum. Hvað á ég að gera? Segið mér ekki að fara og planta trjám. Hallmundur Kristinsson hallkri.blog.is Lítilmagninn „Vinurl litla mannsins. Eða hvað? Jóhanna Sigurðardóttir barþennan titil einhvern- tímann fyrir margt iöngu síðan, en ekki finnst mér fara eins mikið fyrírþví nú.[...j Lánshlutfall íbúðalánasjóðs var lækkað úr 90% niður í 80% en engu að síöur er há- marksupphæð lána 18 milijónir. Efþetta er skoðað þá sér það hver maður sem vill að þessi breyting kemur langverst niður á þeim sem eru tekjulægrí eða eiga ekki eldri ibúð til að fjármagna útborgun.[...j Húrra fyrír jafnaðarstefnu Jóhönnu og Samfylkingarinnar. “ Eiöur Ftagnarsson cirag.blog.is Kjarngóí naering f þaegilegum umbúíum barnamator.is Tiivalið í ferfóla gid Án vidbætts sykurs! Án viðbaptts salts! Su doku 6 2 9 7 5 4 7 8 2 9 8 4 6 7 2 6 5 1 4 8 7 4 1 6 9 3 7 9 4 1 2 8 1 3 2 5 4 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. O LaughingStock Internahonal tncJöi&l by Urntod Media. 2004 HERMAN eftir Jim Unger Ég tók hann með mér af því að ég vil að hann biðji þig afsökunar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.