blaðið - 16.08.2007, Side 6

blaðið - 16.08.2007, Side 6
6 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2007 blaöiö —n _ - } í---- ’-'STrrjrtrfSTrrT 55 vopnaðir sérsveitarmenn Vaskir sérsveitarmenn köstuðu sér í kaðli úr þyrlu í ímynduðu gíslatökumáli á æfingu Norð- urvíkings. 55 vopnum hlaðnir sérsveitarmenn frá fjórum löndum réðust til atlögu. íslenska sérsveitin var með sér- sveitum frá Danmörku, Noregi og Lettlandi að æfingum með þyrlu Landhelgisgæslunnar. mbl.is ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA SPÖNGINNI S: 587 0740 MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 BORGARNESI S: 437 1240 SMÁAUGLÝSINGAR KAUPA /SELJA blaöiöB SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET Faðir sex ára þjáðs drengs skrifaði heilbrigðisráðherra vegna biðtíma eftir tannaðgerð Ráðherra segir málið leyst eftir helgi Komið verður upp aðstöðu fyrir svæfingar íyrir fatlaða og börn vegna tannviðgerða á St. Jósefsspítala þegar í næstu viku, að því er Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra greinir frá. Sex ára drengur, Marel Andri, hefur verið með stöðuga tannpínu í mörgum tönnum síðan í janúar vegna alvarlegs glerungsgalla. Ekki er hægt að gera við tennur hans án svæfingar en svæfingalæknar fást ekki til að vinna með barnatannlæknum úti í bæ. „Hann fær heiftarlega tannpínu einu sinni til þrisvar sinnum á dag. Að hlusta á barnið gráta er hræðilegt,“ segir Friðjón Hólmbertsson, faðir snáðans. Svæfingalæknir hefur greint honum frá því að svæfingalæknar séu ekki sáttir við þann taxta sem þeir fá fyrir að svæfa vegna tannviðgerða á stofum úti í bæ. „Það þekkja allflestir hvernig tannpína fer með mann, hugsaðu þér þá að vera með stöðuga tannpínu í mörgum tönnum í hálft ár,“ skrifar Friðjón í bréfi til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra sem dagsett er 2. ágúst síðastliðinn. „Nú spyr ég þig herra ráðherra hvað sé að frétta af þessu máli? Er úrlausnar að vænta?“ spyr Friðjón í bréfinu. Hann hefur enn ekkert svar fengið. Guðlaugur segir að ekki sé sjálfgefið að öll bréf sem berist ráðuneytinu og séu stíluð á ráðherra berist alla leið. „En það er ekki eins og þetta týnist,“ tekur hann fram. „Þetta eru mjög sláandi lýsingar og með öllu óásættanlegt. Stefnt er að því að leysa úr þessu máli eins hratt og unnt er. Það hefur verið unnið að þessu í sumar og það mun skýrast á næstu dögum,“ segir ráðherrann um þann langa tíma sem börn og fatlaðir þurfa að bíða eftir tannviðgerð þurfi þeir á svæfingu að halda. „Menn eru sammála um að aðstaðan á sjúkrahúsum til svæfinga sé betri en á stofum úti í bæ og það Leysir málið Guðlaugur Þór fékk ekki bréf föðurins en aetlar að ganga í málið. er ánægjulegt að niðurstaða hvað það varðar skuli vera fengin.“ ingibjorg@bladid.net Fatlaðir bíða marga mánuði eftir aðgerð ■ Fullorðinn fatlaður einstaklingur hefur beðið í 6 mánuði eftir tannviðgerð ■ í ætt við frumskógarlækningar að bjóða upp á farandsvæfingar, segir svæfingalæknir á LSH Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Fullorðnir einstaklingar með lík- amlega og eða andlega fötlun þurfa, rétt eins og börn, að bíða í marga mánuði eftir tannviðgerð þegar nauðsynlegt er að svæfa vegna hennar. „Svæfingalæknirinn sem hefur komið hingað hefur gert það einfald- lega af góðmennsku og greiðasemi að mínu mati,“ segir Ingólfur Eld- járn tannlæknir. Einn sjúklinga hans hefur nú beðið í um það bil 6 mánuði eftir við- gerð á nokkrum tönnum. „Þörfin fyrir viðgerð var staðfest fyrir hálfu ári en þegar þjónusta svæfinga- læknis bauðst loksins komst viðkom- andi ekki til mín vegna veikinda. Nýr timi fyrir svæfingu hefur enn ekki verið ákveðinn,“ greinir Ing- ólfur frá og bætir því við að senni- lega séu slík dæmi mörg. „Þetta er algjörlega undir viðkom- andi svæfingalækni komið. Þeir sem eru í þessu eru ekki margir og ég held að það sé ekki girnilegt fyrir þá að ferðast um með svæfinga- tækin og gaskúta í bílnum sínum á milli tannlækna," segir Ingólfur. Hann segirþað algjörlega nauðsyn- legt að koma upp tannlæknastofu á sjúkrahúsum. „Ef tannlæknar eiga að koma á sjúkrahús utan úr bæ með sín tæki eru þeir farnir að gera það sama og svæfingalæknarnir sem pakka öllu sínu dóti í bílinn.“ Ófullkomnar aðstæður Þegar Gunnar Skúli Ármannsson, svæfingalæknir á Landspitalanum, kom heim úr sérfræðinámi í Lundi í Svíþjóð árið 1999 bauðst honum að taka að sér svæfingar hjá barnatann- læknum úti í bæ. Hann hafnaði því boði. „Ég vildi ekki taka þátt í þessu. Svæfingalæknarnir voru með litla, ófullkomna svæfingavél sem auðvelt var að flytja á milli tannlæknastofa. í lítilli tösku höfðu menn með sér nauðsynlegustu lyf og önnur tæki og tól sem þurfti til að svæfa börn. Þetta hafði svo sem gengið vel árum saman en það dugði ekki mér. Ég treysti mér ekki til þess að vinna við svona ófull- komnar vinnuaðstæður. Svæfingin getur verið hættuleg og það þarf að vanda til hennar. Ég benti mönnum á að koma upp góðri svæfingaaðstöðu fyrir tannviðgerðir úti í bæ.“ Farandsvæfingar engum bjóðandi I Lundi eru börn og fullorðnir, frískir sem fatlaðir, svæfðir á sjúkra- húsi vegna tannviðgerða. „Þar var eins og á mörgum há- skólasjúkrahúsum sérstök kjálka- skurðdeild með 3 skurðstofum og var svæft vegna tannviðgerða á 2 Blaðlö/Sverrir Tannaðgerð Tannlæknir segir svæfingalækni hafa hjálpað sér af góömennsku og greiðasemi. skurðstofum 2 til 3 sinnum f viku. Á annarri skurðstofunni voru alltaf börn í tannviðgerðum. Auk svæf- ingalæknis tóku svæfingahjúkrun- arfræðingur og sjúkraliði af svæf- ingadeild þátt í aðgerðinni,“ greinir Gunnar frá. Hann bendir á að svæfingalæknar sinni öndunarveginum í svæfing- unni sem tannlæknirinn vinni einnig í. „Það þarf að gæta þess að brot úr tönnum, blóð og annað verði ekki eftir þar. Því eru þessar svæfingar ekki einfalt mál.“ Gunnar segir það ekki sæmandi nú til dags að bjóða neinum upp á farandsvæfingar. „Það er meira í ætt við frumskógarlækningar.“ SVÆFINGAR Frá því í maílok hafa barna- tannlæknar þurft að vísa frá þeim börnum sem þurfa á svæfingum að halda vegna tannviðgerða. Svæfinga- læknar fást ekki til verksins. Veik og fötluð börn eru svæfð á sjúkrahúsi vegna tannviðgerða. Meðalbiðtím- inn á Barnaspítala Hrings- ins er 1 til 3 mánuðir. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Ríkisendurskoðun gagnrýnir framúrkeyrslu opinberra stofnana Vandamálið felst í agaleysi allra Ríkisendurskoðun gagnrýnir for- stöðumenn opinberra stofnana og ráðuneyta harðlega í skýrslu um framkvæmd fjárlaga 2006 sem gefin var út í gær. Um tveir af hverjum þremur fjárlagaliðum í A-hluta rík- isins voru annað hvort með ofnýttar eða vannýttar heimildir umfram 4 prósent vikmörk reglugerðar um framkvæmd fjárlaga. Ríkisendurskoðun segir að vandamálið felist í agaleysi allra að- ila, bæði forstöðumanna sem hlut eiga að máli og stjórnenda þeirra ráðuneyta sem forstöðumennirnir heyra undir. „Löggjafinn ákvarðar umfang opinberrar þjónustu með fjárlögum hvers árs. Þrátt fyrir þetta hafa einstakir forstöðumenn rlkisstofnana tekið sér vald til að auka umfang almannaþjónustu umfram það sem löggjafinn hefur mælt fyrir um og ákvarðað er með fjárveitingum til stofnana," segir í skýrslunni. jafnframt segir að forstöðu- mönnum ríkisstofnana beri að reka stofnanir sínar skilyrðislaust innan fjárheimilda og tryggja að svo sé. Hvetur Ríkisendurskoðun til þess að viðkomandi ráðuneyti taki í taumana. „Brot á þeim starfs- skyldum þýða lögum samkvæmt áminningu eða lausn frá störfum, það heyrir samt til algjörra undan- tekninga að ráðuneyti beiti slíkum viðurlögum og verður að telja það brotalöm á verklagi við framkvæmd fjárlaga.“ Tekur undir gagnrýnina Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, tekur undir gagn- rýnina og segir óásættanlegt að einstakar stofnanir og jafnvel ráðu- neyti reki sig utan fjárlagarammans. „Það er stjórnvalda hverju sinni að finna lausnir á því og ég mun beita mér fyrir því að fjárlagavinnan taki mið af þessari yfirferð Ríkisend- urskoðunar og henni sé ekki bara stungið undir stól. Það verður að skoða af hverju einstakar stofnanir eru reknar með halla." Hann hefur einnig áhyggjur af því hversu margar stofnanir eru með uppsafnaðar fjárheimildir sem nema tugum milljarða. „Við getum sagt sem svo að ef allar stofn- anir færu út og eyddu þessum fjár- munum sem þær hafa heimildir til, þá eru þetta milljarðar sem menn myndu hella út i kerfið. Það Ekki stungið undir stól Gunnar Svavarsson formaður fjárlaganefndar segir málið verða skoðað. er ekki hægt að sætta sig við þessa niðurstöðu í ríkisrekstrinum," segir Gunnar. magnus@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.