blaðið - 16.08.2007, Síða 8

blaðið - 16.08.2007, Síða 8
FRETTIR FIMMTUDAGUR 16. AGUST 2007 blaóiö W%} % \l/ VOGABÆR Frábær köld úr dósinni eöa hituð upp, með lambakjöti, nautakjöti, fiski eöa kjúklingaréttum í ofni. Tilv\in köid út á kjötiö, / fiskrétti, meö reyktum silungi og sjáværfangi. Góö meö köldum, steiktum lunda og sem ídýfa. ÍÞRÓTTIR Auglýsingasíminn er Klukkan 18:00 í dag Fyrirlestur í Laugum »Einstaklingsmiðuð þjðlfun er framtíðin« Aðgangur ókeypis < iak • Einkaþjálfari Sæktu um fyrir 20. ágúst meira nám-meiri metnaður www.akademian.is Y -\ /• -1* A *r íþrótta akademían Endurskipulagning Ratsjárstofnunar Fólkið ekki fengið skýr svör „Uppsagnir eru alltaf viðkvæmt mál. Starfsmenn tóku við þessum tíð- indum og hafa síðan verið að meta málið hver fyrir sig,“ segir Ólafur ÖrnHaraldssonforstjóriRatsjárstofn- unar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra tilkynnti í fyrradag um endurskipulagningu á stofnun- inni og uppsögn alls starfsfólks. Ólafur segir að eftir að Bandaríkja- menn drógu sig út úr rekstrinum hafi starfsmönnum verið ljóst að endurskoðun yrði gerð á starfsemi Ratsjárstofnunar. „Menn gerðu senni- lega ráð fyrir því að einhvern tíma kæmi að uppsögnum vegna endurskipulagningar.“ Á blaðamannafundi í fyrradag sagði Ingibjörg Sólrún ljóst að einhver hluti starfsmanna Ratsjárstofnunar yrði endurráðinn. Hins vegar er líklegt að ekki verði allir endurráðnir þar sem markmiðið er að hagræða í rekstri. Ólafur segir að starfsmenn hafi ekki fengið skýr svör um það hversu margir starfsmenn verði endurráðnir. Hann bendir þó á að Ratsjárstofnun sé hátæknifyrirtæki með mikla sér- þekkingu. Það liggi því í hlutarins eðli að leitað verði til þessara starfs- manna fyrst um framhaldið. Fjallað var um málefni Ratsjár- stofnunar á fundi fjárlaganefndar í gær. Gunnar Svav- arsson, formaður fjárlaganefndar, lagði til að óskað yrði eftir upplýsingum frá utanríkis- og fjármálaráðuneyti um hvaða fjárheimildir væru til staðar. Sagði Gunnar að þær yrðu væntanlega lagðar fram á næsta fundi nefndarinnar. magnus@bladid.net Orkuöflun fyrir ál- ver á Bakka hálfnuð M Bora á fimm holur á árinu vegna jarðvarmavirkjunar í Þingeyjar- sýslu ■ 300 störf skapast í álveri á Bakka og jafn mörg afleidd Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net BORANIRÁ ÁRINU Boranir við Þeistareyki eru komnar vel á veg vegna orkuöflunar fyrir fyrirhugað álver á Bakka. „Gert er ráð fyrir að álverið verði byggt í tveimur áföngum. Hver áfangi þarf um 200 megavatta orku og erum við komnir vel á veg með að eiga orku fyrir fyrri áfangann,“ segir Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri At- vinnuþróunarfélags Þingeyinga. Álverið skapar 900 störf Tryggvi segist fullur bjartsýni á að álverið verði að veruleika. „Það er samningur í gildi á milli sveitar- félagsins og Alcoa, með stuðningi iðnaðarráðuneytisins, um að vinna að þessu verkefni. Orkuöflun hefur enn sem komið er gengið vel - nóg er af jarðvarma á svæðinu og hita- stig vatnsins gott - og á meðan ekk- ert kemur upp á höfum við enga ástæðu til að ætla annað en að virkj- unin verði að veruleika.“ Tryggvi er ekki í vafa um að fleiri fyrirtæki hafi áhuga á að framleiða ál á Bakka, hætti Alcoa við. ► Bora á 5 holur við Þeistar- eyki á þessu ári vegna fyrir- hugaðs álvers að Bakka. W Hver hola er 2Vi til 3 kíló- ^ metrar að dýpt og hitinn í þeim 250° til 300°. ► Kostnaður á árinu vegna þessa mun nema um 1,5 milljörðum og með því verð- ur búið að leggja 3,5 millj- arða í verkefnið á 3 árum. ► Landsvirkjun og Þeistareyk- ir ehf. fjármagna borunina, en Alcoa mun kaupa af þeim orku ef af álverinu verður. Gert er ráð fyrir að 300 störf skapist við álverið og telur Tryggvi að 600 afleidd störf, til dæmis við kennslu og ýmiss konar þjónustu, skapist til viðbótar. „Við vitum að töluvert margir heimamenn hafa flust af svæðinu vegna skorts á at- vinnutækifærum, sem vilja gjarnan koma aftur ef fleiri störf skapast." Vaxandi ferðamannasvæði Tryggvi segir Þingeyjarsýslur vera vaxandi ferðamannasvæði og eitt það öflugasta á landinu í dag. „Sem dæmi er gert ráð fyrir að 30 þúsund ferðamenn fari í hvalaskoðun frá Húsavík á þessu ári. Einnig hefur Mývatn mikið að- dráttarafl fyrir ferðamenn og eins Ásbyrgi og þjóðgarðurinn í Jökulsár- gljúfrum.“ Unnið hefur verið að því að skapa heilsársstörf í tengslum við ferðaiðnaðinn á svæðinu. „Það vita það til dæmis allir að íslensku jólasveinarnir búa í Dimmuborgum, og höfum við verið að reyna að gera okkur mat úr því.“ Tryggvi hefur ekki áhyggjur af því að fyrirhugað álver sverti Imynd svæðisins í huga tilvonandi ferða- manna. „Öll orka álsversins er búin til með jarðvarma og svæðið sem verið er að virkja hefur verið frekar óumdeilt sem virkjanasvæði. Svo hefur Kröfluvirkjun í gegnum tíð- ina laðað að sér ferðamenn, þannig að álver og virkjun sem henni fylgir ætti að geta farið saman við ferða- mannaiðnað á svæðinu.“

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.