blaðið

Ulloq

blaðið - 16.08.2007, Qupperneq 10

blaðið - 16.08.2007, Qupperneq 10
10 FRETTIR FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2007 blaðió Netanyahu endurkjörinn Benjamin Netanyahu var endurkjörinn formaður Likud-bandalagsins í gær. Netanyahu hlaut 73% atkvæða. Næstu þingkosningar í fsrael verða haldnar árið 2010. Netanyahu mun því líklega leiða Likud-bandalagið í þeim kosningum, en hann var forsætisráðherra fsraels frá árinu 1996 til 1999. sme Flossie nálgast Havaí Fellibylurinn Flossie stefnir nú að ströndum Havaí. Dregið hefur úr krafti bylsins og er hann nú skilgreindur sem fyrsta stigs felli- bylur. Talið er að kraftur storms- ins muni minnka enn frekar áður en hann kemur að ströndum Havaí. Margir íbúar Havaí hafa þrátt fyrir það birgt sig upp af mat og vatni. Hæsti lottóvinn- ingur Bretlands Angela Kelly frá Bretlandi vann á föstudaginn stærsta lottóvinning sem sögur fara af i Bretlandi, en hann hljóðar upp á 35,4 milljónir punda eða 4,6 milljarða króna. Hún sagði að þetta væri frábær tilfinning þó að hún væri enn að átta sig á að hún hefði unnið. Hún sagðist ekki hafa hugmynd um hvað hún myndi gera við pen- ingana sem hún vann. Stúlka finnst í rusli Fatima, níu mánaða gömul stúlka, fannst falin undir rusla- hrúgu í Bagdad. Lögregla fann stúlkuna í einum hættulegasta hluta Bagdad. Bæði faðir og móðir stúlkunnar eru látin. Ekki er ljóst hvers vegna stúlkan fannst í ruslinu en líkur eru leiddar að því að móðir hennar hafi komið henni þar fyrir áður en hún var sjálf drepin. Ban heitir aðstoð Talið er að 300 þúsund manns séu nú heimilislausir eftir flóðin í Norður-Kóreu og því er mjög mikil þörf fyrir mat, skýli fyrir fólkið og lyf. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur sagt að íbúum Norður-Kóreu verði komið til hjálpar eftir þessar hörmungar. 200 manns felld í sprengjuárás ■ Ein mannskæðasta árásin í írak ■ Al-Qaeda líklega ábyrgt Eftir Sigrúnu Maríu Einarsdóttur sigrun@bladid.net Meira en 200 manns létust í sprengjuárásum sem gerðar voru á tvö þorp í frak á þriðjudaginn. Þorpin eru í norðurhluta Iraks rétt við landamærin að Sýrlandi. Hundruð manna slösuðust í árás- unum og voru þeir fluttir á nærliggj- andi sjúkrahús. Talið er líklegt að tala látinna hækki á næstu dögum því enn er fólk grafið í rústum. Gríðarleg eyðilegging Haft var eftir íröskum hermanni að þorpin hefðu litið út eins og kjarnorkusprengju hefði verið varpað á þau, slík var eyðileggingin. Sprengjurnar sprungu á svæðum sem eru að mestu byggð Kúrdum sem eru jasída-trúar, en þeir eru minnihlutahópur í norðurhluta fr- aks. Talið er að sprengjunum hafi sérstaklega verið beint að þeim, en JASÍDAR ► Er trúarhópur sem finnst aðallega f norðurhluta íraks, á Sýrlandi og í Kákasus. ► Talið er að um 500 þúsund manns séu jasída-trúar í heiminum og flestir þeirra búa í Norður-írak. ► Þeir trúa á æðri guð en trúa ekki á hið illa, helvíti, djöful- inn eða syndina. spennan á milli fólks sem aðhyllist jasída-trú og múslíma hefur aukist mjög mikið eftir að sú saga komst á kreik að stúlka sem var jasída- trúar hefði verið grýtt til bana af sínu eigin fólki vegna þess að hún hafði verið að hitta mann sem var súnní-múslími. Þessi sprengjuárás er ein sú mann- skæðasta síðan stríðið í frak hófst fyrir fjórum árum. Þeirri spurningu hefur verið velt upp hvort aðgerðir bandaríska hersins í írak hafi gert það að verkum að uppreisnarmenn beiti nú kröftum sínum á dreifbýlli svæðum fraks. Al-Qaeda ber líklega ábyrgð Bandaríski herinn tilkynnti í gær að of snemmt væri að segja til um hver bæri ábyrgð á þessum sprengju- árásum, en grunur leikur á að al-Qa- eda hafi staðið á bak við árásirnar og bandaríski herinn staðfesti að þær bæru þess merki að vera verk al- Qaeda. Enginn hefur þó lýst ábyrgð á verknaðinum. f tilkynningu sem Hvíta húsið sendi frá sér vegna árás- anna sagði að bandaríski herinn og írösk stjórnvöld myndu halda áfram að berjast gegn þessum grimmdar- legu morðum í frak. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu f síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net -Grill-leikur > með sýrðum rjóma! ÍIIP Taktu þátt í grillleik MS og þú gætir unnið glæsilegt Weber grill. Kauptu dós af sýrðum rjóma frá MS, farðu á www.ms.is, sláðu inn lukkunúmerið . « sem er i lokinu og þú ^* færð strax að P® -,g * vita hvort ■■■■■■■■■I * þú hefur ................» unnið. ... MiÓLKURVÖRUR (SÉRFLOKKI Reykingabann staðfest í Danmörku Bann alls staðar á Norðurlöndum Reykingabann í Danmörku gengur í gildi í dag, en Danmörk er síðasta ríkið á Norðurlöndum til að staðfesta slík lög. Samkvæmt þessum nýju lögum verða reykingar nú bannaðar á börum, kaffihúsum og veitinga- húsum sem eru stærri en 100 fermetrar en leyfð verða sérstök reykingasvæði. Einnig verða reykingar bann- aðar á vinnustöðum, í opinberum byggingum, verslunarmiðstöðvum, íþróttahöllum og á öðrum almenn- ingssvæðum. Ekki munu þeir reyk- ingamenn sem ekki hlíta banninu hljóta sektir heldur verður þeim vísað út af viðkomandi stað. Hins vegar munu eigendur kaffihúsa, bara og veitingastaða sem virða ekki bannið fá sektir sem hækka eftir því sem lögin eru oftar brotin. Eins og víða annars staðar eru þessi lög umdeild en samkvæmt rannsóknum frá árinu 2005 reyktu 28% Dana daglega. sigrun@bladid.net í ii

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.