blaðið - 16.08.2007, Síða 13

blaðið - 16.08.2007, Síða 13
blaðió FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2007 FRÉTTIR 13 ATBURÐARÁS GRÍMSEYJARFERJUMÁLSINS 27. september 2005 w Haldinn fundur í Vegagerðinni. Fundinn sátu meðal annarra Gunnar ^ Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri, Einar Hermannsson, Ólafur J. Briem og Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu. 28. september 2005 Grímseyingum berst tölvupóstur frá Jóhanni Guðmundssyni hjá sam- ^ gönguráðuneytinu þar sem hann segir frá fundinum deginum áður. Þar segir hann að fram hafi komið í máli „allra fundarmanna að athuga- semdir ykkur væru sanngjarnar og myndi verða gert allt sem mögulegt væri til að verða við þeim“. Þar er einnig lofað samráði við Grímseyinga, hugsanlega með formlegum hætti, verði af kaupunum á Oilean Arann. „Önnur atriði, svo sem stækkun lestar, breytingar á farþegarými, athugun á perustefni koma öll til greina.“ Síðar í sama tölvupósti ítrekar Jóhann að samgönguráðuneytið hafi „nokk- urt svigrúm til að leggja út í kostnað við að gera skipið sem best úr garði“. Þetta kemur fram eftir að ríkisstjórn íslands hafði heimilað kaup og endur- bætur á nýrri Grímseyjarferju fyrir 150 milljónir króna. Að endingu spyr Jóhann hvort Grímseyingar séu „viljugir til þess að samþykkja að skipið verði keypt á framangreindum forsendum". 29. september 2005 ►Sveitarstjórn Grímseyjar lýsir sig tilbúna til að samþykkja kaupin á skip- ' inu að „uppfylltum öllum þeim skilyrðum sem fram hefðu komið í mál- inu“. 10.-11. nóvember 2005 Tveir starfsmenn Siglingastofnunar, Heiðar Kristinsson og Sigmar Þór Sveinbjörnsson, eru sendir til írlands að skoða skipið aftur og beðnir um að skila skoðunarskýrslu. í henni benda þeir á ótrúlega marga vankanta á ástandi og útbúnaði skipsins. Mæltu þeir með því að frekari skoðun færi fram á því, einkum á bol þess og rafmagnskerfi. 30. nóvember 2005 ►Oilean Arann keypt á 925 þúsund pund, eða um 100 milljónir króna á þávirði. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri skrifar undir kaupsamning- inn fyrir hönd Vegagerðarinnar. 14. ágúst 2007 w Greinargerð Ríkisendurskoðunar um kaup og endurbætur á Grímseyj- ^ arferjunni gerð opinber. Greinargerðin er vægast sagt svört og gerir ótrúlega margar aðfinnslur við verkferla kaupanna og endurbóta á skip- inu. Þar segir að kostnaður við skipið verði að minnsta kosti 500 milljónir króna. Viðbótarkostnaðurinn hafi verið fjármagnaður með viðbótarheim- ildum Vegagerðarinnar, sem standist á engan hátt ákvæði fjárreiðulaga og geti ekki talist til góðrar stjórnsýslu. Kristján L. Möller samgönguráðherra gagnrýnir þá ráðgjöf sem stjórnmálamennirnir þáðu í aðdraganda kaup- anna og beinir þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að hún skipti um ráð- gjafa. Þá muni fara fram stjórnýsluúttekt á Vegagerðinni í kjölfarið. Hann neitar að draga þá stjórnmála- og embættismenn sem sátu í samgönguráðu- neytinu til ábyrgðar. Sturla neitar að tjá sig „Ég vil ekki gefa neinar yfirlýsingar um skýrslu Ríkisendurskoðunar. Ég tel það ekki við hæfi. Hvað varðar málið í heild sinni þá tel ég það eðlilegt að ég gefi eftirmanni mínum, Kristjáni Möller, það svigrúm sem hann þarf, án þess að ég sé að ota mér þar fram, til þess að meðhöndla þetta mál. Hann hefur sett það í ákveðinn farveg og ég ætla að svo komnu máli ekki að tjá mig um málið. En að sjálfsögðu fylgist ég mjög grannt með því. Þetta er afstaða mín eins og er,“ sagði Sturla Böðvarsson, sem var samgönguráðherra þegar Grímseyjarferjan var keypt, í samtali við Blaðið í gær. Þegar hann var spurður um sína ábyrgð í málinu þá vildi hann ekki tjá sig um hana. Hann sagði þó ekki útilokað að hann myndi gera slíkt seinna meir. Ráðuneytið lofar aðgerðum Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðu- neytisstjóri samgönguráðuneyt- isins, sendi í gær frá sér yfirlýs- ingu þar sem segir að ráðuneytið líti athugasemdir Ríkisend- urskoðunar mjög alvarlegum augum. Orðrétt segir að „ljóst er að orðið hefur ákveðið brot á skýrum verklagsreglum ráðu- neytisins sem kveða á um að gera skuli vandaða verkefnaáætlun sem innihaldi m.a. verklýsingu, tíma- og kostnaðaráætlun. Jafn- framt ber verkefnastjóra að upp- lýsa ráðuneytisstjóra um gang mála og fá samþykki fyrir verk- efnaáætlun. Við framkvæmd þessa máls var þessum verklags- reglum ekki fylgt. Tekið verður á því með viðeigandi hætti og í samræmi við góða stjórnsýslu.“ Vesturröst Sérverslun veiðimannsins Laugavegi 178 -105 Reykjavik Símar 551 6770 & 553 3380 - Fax 581 3751 vesturrost@vesturrost.is - www.vesturrost.is Landið er fallegra á löglegum hraða Umferdarstoha ÍR\ Ferðamálastofa www.ferdalag.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.