blaðið - 16.08.2007, Page 34

blaðið - 16.08.2007, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2007 blaöió ORÐLAUSBÍÓ ordlaus@bladid.net Um leið og fyrsti tónn var sleginn á hverjum tónleikum þá datt bara vindurinn niður þannig að allar hljóðupptökur heppnuðust vel og það rigndi ekki dropa á meðan. Magnaðar myndir á Bíódögum Bíódagar Græna ljóssins hófust í Regnboganum í gær þegar heim- ildarmyndin Sicko eftir Michael Moore var frumsýnd. Hátíðin stendur í tvær vikur og verða 18 nýjar kvikmyndir frumsýndar. Myndunum verður skipt í þrjá flokka; heimurinn, heimild- armyndir og miðnætti. I heims- flokknum eru óháðar myndir frá öllum heimshornum. Heimild- armyndaflokkurinn skýrir sig sjálfur en í miðnæturflokknum eru myndirnar ögrandi, umdeildar og ekki fyrir viðkvæma. Blaðið bendir á fjórar áhugaverðar myndir sem sýndar verða á Bídögum. 1 Sicko Hinn afar æsti kvikmyndagerðarmaður, Mi- chael Moore er þekktastur fyrir heimildarmyndirnar Bowling for Columbine og Fahrenheit 9/11, en sú síðarnefnda er aðsóknarmesta heimildarmynd allra tíma. í Sicko varpar Moore ljósi á stór- kostlega galla í bandaríska heil- brigðiskerfinu í samanburði við Evrópu og meira að segja Kúbu. Fuck Orðið sem allir eru byrjaðir að nota og Danir eiga örugglega eftir að taka inn í orðabók á næst- unni. Heimildarmyndin fjallar um uppruna og áhrif orðsins „Fuck“ og áhrif þess á samfélagið. f myndinni er sagt frá ástæðu þess að orðið er móðgandi í eyrum margra og sýnt hvaða gagn má hafa af notkun þess. Hvað svo sem það þýðir. 2 3 Zoo Maður í Seattle lést árið 2005 eftir náin kynni við hest. í Zoo er atvikið rannsakað og kvik- myndagerðarmennirnir komast að því að til eru heilu hóparnir sem stunda slíkt athæfi í Banda- ríkjunum. Gagnrýnandi Variety var gjörsamlega agndofa yfir myndinni og segir að þeir sem vilja ódýra skemmtun verði að leita annað. The Bridge Leikstjórinn Eric Steel fylgdist með Golden Gate- brúnni í San Francisco í leyni allt árið 2004. Áður en yfir lauk hafði hann fest á filmu yfir 30 sjálfsmorð og náð að koma í veg fyrir nokkur - þegar hann gat það. f myndinni eru tekin viðtöl við ættingja og vini hinna látnu í viðleitni til að skilja hvað rak fólkið fram af brúnni. 4 Leo fær frið Leonardo DiCaprio segir að papa- rassar hafi misst áhuga á honum eftir að hann fór að beita sér af fullum krafti í baráttunni gegn hlýnun jarðar. „Ég held að þeir hafi svo lítinn áhuga á málefninu að þeim leiðist hreinlega að sjá mig og nenni þess vegna ekki að taka af mér myndir lengur." Leik- arinn lauk nýlega við gerð heim- ildarmyndarinnar nth Hour en myndin fjallar um nayðsyn þess að jarðarbúar taki höndum saman og bregðist við þeirri ógn sem jörðinni stafar af gróðurhúsa- áhrifunum. „Þetta er líklega eina leiðin til þess að fá frið. Það er að verða svolítið málefnalegur." Sudurlandsbraut 32 • 577 5775 Lækjargata 8 • 577 5774 • Nybylavogur 32-577 5773 Mjög fínir leðursandalar með innleggjum í stœrðum 41-46 á kr. 7.550,- Einlitir góðir leðursandalar með innleggjum í stœrðum 41-46 á kr. 7.550,- Misty, Laugavegi 178 Sími 551 2070 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Heimildarmyndin Sigur Rós - heima verður frumsýnd í september Almættið með í liði Á síðasta ári hélt Sigur Rós sjö tónleika um allt land. Heimildarmynd um tónleikana er að verða tilbúin. Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net „Undanfari myndarinnar er sá að Sigur Rós hafði lengi dreymt um að halda tónleika í Ásbyrgi og lét létt á það reyna í nokkur skipti. í kringum það spratt upp sú hugmynd að það væri gaman að kvikmynda þá tónleika til útgáfu svo við leituðum til True North til að halda utan um framleiðsluna,“ segir Kári Sturluson tónleikahald- ari, en hann vann náið með hljóm- sveitinni Sigur Rós að tónleikaferð sveitarinnar um landið á síðasta ári. Alls spilaði sveitin á sjö tón- leikum um allt land og var ferðin kvikmynduð í bak og fyrir. Af því spratt heimildarmyndin Sigur Rós - heima sem verður heimsfrumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni i Reykjavík, fimmtudaginn 27. september. 35.000 manns mættu „Á tveggja vikna tímabili héldum við ferna útitónleika. Um leið og fyrsti tónn var sleginn á hverjum tónleikum þá datt bara vindurinn niður þannig að allar hljóðupp- tökur heppnuðust vel og það rigndi ekki dropa á meðan,“ segir Kári og tekur fram að þetta var um sumar á íslandi. „Það er frekar ljóst að almættið var með okkur í liði.“ Sigur Rós kom fram í Ólafsvík, Isafirði, Djúpuvík, Hálsi í Öxnadal, Reykjavík, Snæfelli við Kárahnjúka, í Ásbyrgi Sigur Rós spilaði á sjö tónleikum víða um land síðasta sumar. Blðóið/bther ir,j SIGURRÓS ► Sigur Rós sló í gegn um all- an heim með breiðskífunni Ágætis byrjun. W. Sveitin hefur síðan gefið út ^ tvær breiðskífur, () og Takk. Seyðisfirði og Ásbyrgi. Talið er að um 35.000 manns hafi mætt á tón- leikana sjö. Sýnd um allan heim Kári segir að fá vandamál hafi komið upp á tónleikunum sjö og að stress-augnablikin hafi verið fá. „Það var eitt stress-móment þegar við héldum tónleikana á Hálsi í Öxnadal. Tónleikarnir voru úti á stóru túni og það var þungskýjað yfir svæðinu. Við vorum með tjald með okkur, til öryggis. Við vorum með það tilbúið til að henda yfir sviðið ef eitthvað skyldi gerast. En svo æxlaðist það þannig að klukku- tíma fyrir tónleikana myndaðist hringur fyrir ofan svæðið. Það voru engin ský nema alls staðar í kring.' Sigur Rós - heima fer í almennar sýningar á íslandi 5. okt- óber. „Við vonumst að sjálfsögðu til þess að þeir 35.000 sem mættu á tónleikana mæti í bíó,“ segir Kári. „Myndin fer á ýmsar kvikmynda- hátíðir um allan heim. Hún verður frumsýnd í London í lok október og svo koma herlegheitin út á DVD einhverju síðar.“ Kári segir myndina eiga greiða leið á stóru kvikmyndahátíðirnar úti í heimi vegna velgengni Sigur Rósarumallanheim. „Ibyrjun næsta árs fer myndin á allar stóru hátíðirnar eins og Sundance, Can- nes, Toronto. Það er verið að vinna í því að koma henni á sem flestar hátíðir." Til heiðurs The Dude Kvikmyndahátíð í Edinborg er helguð The Big Lebowski Þúsundir aðdáenda kvikmyndar- innar The Big Lebowski halda til Ed- inborgar í næstu viku á hina árlegu Lebowski Festival. Á hátíðina mæta gestir á baðsloppnum einum klæða, spila keilu með drykkinn White Russian í annarri hendi og gera The Dude, aðalpersónu myndarinnar, hátt undir höfði en hann var leik- inn af Jeff Bridges í myndinni sem er frá 1998. Gaurinn er nútímahetja Nú er svo komið að margir telja The Big Lebowski til svokallaðra költmynda og ganga sumir svo langt að segja aðalpersónuna vera nútíma- hetju sem sé sjálfri sér samkvæm í neyslusamfélagi á tímum græðgi og átaka og því beri að fagna. Vinsældir myndarinnar hafa auk- ist jafnt og þétt undanfarin ár og eru haldnar árlegar hátíðir vestanhafs og í Bretlandi. Fyrsta Lebowski-festi- valið var haldið í keilusal í Kentucky árið 2002, en þangað mættu 150 manns. Ári seinna setti timaritið SPIN hátíðina í flokk þeirra atburða sem nauðsynlegt væri að upplifa og jókst hróður hennar talsvert við það. Nánari upplýsingar er að finna á www.lebowskifest.com. íslensk hönnun á Laugaveginum Starkillerí Kjörgarði Á laugardaginn munu þær Harpa Einarsdóttir fatahönnuður og Selma Ragnarsdóttir klæðskeri opna verslun á þriðju hæð í Kjörgarði að Lauga- vegi 59, en þær hanna fatnað undir merkinu Starkiller. „Við munum vera með verslun en vinnustofurnar okkar koma einnig til með að vera þarna,“ segir Harpa. „Það sem við erum að selja eru eiginlega svolítið avant garde-föt sem eru blanda af fínum og hversdagslegum flíkum. Það má eiginlega segja að þetta sé blanda af verslununum Nakta apanum og Kron Kron.“ Aðspurð um það á hverju beri mest í haustlinu Starkiller segir Harpa svarta og hvíta liti vera áberandi. „Við notum mikið svartan, hvítan og silfurlitan og notum sterka liti eins og bleikan og grænan með. Þetta eru allar gerðir af flíkum sem við erum að hanna, peysur, kjólar, jakkar og bolir, þannig að það er ágætis úrval.“ Að sögn Hörpu stendur ekki til að selja önnur merki eins og er. „Búðin er pínulítil og er í raun eins og showroom. En við leggjum áherslu á að fólk geti komið til okkar og bæði keypt og sérpantað föt frá okkur sem eru þá sérstaklega saumuð fyrir viðkomandi. Versluninni svipar þannig til Júníforms sem fatahönnuðurinn Birta Björnsdóttir rekur.“ hilda@bladld.net Harpa Einarsdóttir fatahönnuður Opnar verslun á Laugavegi ásamt Selmu Ragnarsdóttur klæðskera.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.