blaðið - 31.08.2007, Qupperneq 30
38
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007
blaðið
FÓLK
folk@bladid.net
Já, en ætli hann
verði nokkuð sá
síðasti?
Var ísbjörninn fyrstur til að fara?
Listamaðurinn Bjöm Bragason hélt sýningu í Kringlunni nýverið sem
hét The first one to go og sýndi sjö ísbimi á víð og dreif um verslunar-
húsið. Þann 15. ágúst hvarf einn ísbjöminn og er taliö að einhver óprútt-
inn og fingralangur hafi tekið hann ófrjálsri hendi. Þeim sem geta gefiö
upplýsingar um málið er bent á að hafa samband við lögreglu.
HEYRST HEFUR
íþróttafréttamaðurinn knái, Ad-
olf Ingi Erlingsson, hefur í nógu
að snúast þessa dagana við að
lýsa HM í frjálsum íþróttum, en
sýnt hefur verið frá viðburðinum
á RÚV. Hefur bandaríski sprett-
hlauparinn Týson Gay farið á
kostum á mótinu, sigrað bæði í
íoo metra og 200 metra hlaupi
karla. Adolf, sem hefði kannski
mátt velja sér ögn látlausari
vettvang en sjónvarp allra lands-
manna fyrir ummæli sín í gær,
sagði einmitt við það tækifæri,
að þar sem Tyson
væri bæði svartur
á hörund og bæri
eftirnafnið Gay,
hefði hann einhvern
tímann þurft að geta
hlaupið hratt þegar
hann var yngri.
Dreng að nafni Davíð, sem
kenndur er við Grensás, virðist
vera ansi iaus höndin ef skoðuð
er stympingasaga hans. Honum
er eignaður sá vafasami heiður á
spjallsíðum að hafa slegið Sverri
Þór Sverrisson, (Sveppa), Eið
Smára Guðjohnsen og nú síðast
knat tspyrnudómara eftir leik í
utandeildinni með þeim afleið-
ingum að dómarinn rifbeins-
brotnaði. Hefur Davíð beðist
afsökunar á gjörðum sínum, en
dómarinn hyggst
kæra. Sökum hegðun-
armynsturs síns hefur
Davíð verið sakaður
um steranotkun, en
það ku vera hinn mesti
misskilningur segja þeir
sem séð hafa piltinn með
berum augum...
Nýjustu færslur ofurbloggar-
ans Ellýjar virðast fara fyrir...
eh... brjóstið á mörgum þessa
dagana. Meðal þeirra móðguðu
er Jenný Anna Baldursdóttir,
sem gert hefur óspart grín að
ritstfl Ellýjar. Hún segist vera
klígjugjörn á endaþarms- og
hor-færslur kynsystur sinnar
og segir færslunar ekki lengur
bláar, heldur kúkabrúnar með
horgrænu ívafi. Hafa fjölmargir
tekið undir þessa skoðun Jen-
nýjar í athugasemdakerfinu.
Þess má geta að gefnu tilefni að
þegar þessi orð eru rituð
hefur síðu Ellýjar
veriðlæstogþeim
einum veittur
aðgangur
erlykilorð
hafa....
Elfar Andri Aðalsteinsson
Veit alveg hvað hann vill gera í
framtlðinni BlaðU/Ómar
BLOGGARINN.
Draumur
um bólfélaga
„Bandarískir blaðamenn kvarfa um, að
skólagengin fagmennska sé á undanhaldi
ísjónvarpi. Nefnt er til sögunnar, að
nú séu einkum ráðnar Ijóskur til að lesa
fréttir. Hjá Fox þurfi þær að hafa þykkar
varir, sem hreyfist eins og álar ísamförum.
Því miður hefégtýnt höfundi hinnar
sérstæðu samlíkingar. Sannanlega hafa
fréttatengdir þættir að hætti Kastljóss og
Islands ídag fjarlægst fagmennsku þar
vestra. Sjónvarpið þar færist frá frétta-
mönnum yfir i táknmyndir um bólfélaga.
Það eykur notkunartölur sjónvarpsins, en
dregur um leið úr trausti manna á því. Á
sama ferli örlar hér á landi. “
Jónas Krístjánsson
www.jonas.is
Elfar Andri Aðalsteinsson fékk draumastarfið upp í hendumar
Þýöir úr Harry Potter
Elfar Andri Aðalsteinsson
er ungur Harry Potter-að-
dáandi. Honum bauðst að
þýða torskilin orð úr nýj-
ustu bókinni um galdra-
strákinn vinsæla og geta
glósur hans nýst öllum
þeim sem heimsækja vef
bóksölunnar Eymunds-
son, eymundsson.is.
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@bladid.net
Þýðendur eru alla jafna bók-
menntafræðingar eða íslenskufræð-
ingar á fimmtugs- og sextugsaldri.
Það á ekki við um Elfar Andra, sem
byrjar ekki í menntaskóla fyrr en
á næsta ári. Hann tók sig þó til og
þýddi nánast heila Harry Potter-bók
einn síns liðs sem honum þótti ekki
leiðinlegt enda mikill aðdáandi
bókanna.
„Amma mín vinnur í Eymunds-
son og þannig bauðst mér að vinna
mér inn nokkrar krónur aukalega
við að glósa þau ensku orð úr bók-
inni sem ég skildi ekki og taldi að
aðrir lesendur gætu hnotið um. Mér
fannst ég ekki þéna nógu vel í bæj-
arvinnuni í Kópavogi, þar sem ég
vann í sumar, og sló því til. Þetta
fannst mér frábær hugmynd því ég
er mikill Harry Potter-aðdáandi og
hef lesið allar bækurnar og séð allar
myndirnar, sem þrátt fyrir ágæti sitt
lúta þó í lægra haldi fyrir bókunum,"
sagði Elfar sem getur vel hugsað sér
að þýða aðrar bækur.
„Jú, jú, það kemur alveg til greina.
En allt veltur þetta á kaupi og
kjörum auðvitað. Þetta er alveg jafn-
góð vinna og hver önnur. Það tók
mig um tvær vikur að glósa þessi
5.000 orð og ef launin eru sanngjörn
þá er ég alveg til. Annars hefur það
ekki verið rætt enn þá, en ég fæ ein-
mitt útborgað i dag, þannig að það
kemur kannski betur í ljós. Sjálfur
les ég líka mikið af spennusögum
og krimmum og gæti hugsað mér að
þýða slíkar bækur. Þó ég sé kannski
ekki að safna fyrir neinu sérstöku
getur verið gott að eiga smá pening
þegar maður byrjar í menntaskóla."
Framtíðin
Elfar Andri er. staðráðinn í að ger-
ast lögreglumaður og hefur sterkar
skoðanir á stöðu og hlutverki lög-
reglunnar, enda mikið verið í um-
ræðunni undanfarið.
„Það er nú engin sérstök ástæða
fyrir því að ég vil gerast lögreglu-
maður. Ég hef bara bitið þetta í mig
DRENGURINN
Elfar Andri er 15 ára gamall
Kópavogsbúi
Hann heldur með HK í
handbolta en Breiðabliki í
fótbolta
Hann fylgist mikið með
enska boltanum og styður
Manchester United
einhvern veginn. Ég má sækja um
þegar ég verð tvítugur en ég ætla
strax að byrja að undirbúa mig.
Kannski byrja ég að lyfta lóðum, en
fyrst og fremst ætla ég að útskrifast
úr menntó og kíkja jafnvel á eitt-
hvert háskólanám. Lögreglan hefur
einmitt mikið verið í fréttum und-
anfarið og finnst mér alveg borð-
liggjandi að sýnileiki hennar mætti
vera meiri til þess að sporna við of-
beldisverkum í miðbænum. Vanda-
málið er hins vegar að launalega séð
er það ekki sérlega eftirsóknarvert
að sækja um lögreglustarfið því það
er bara ekki nógu vel borgað miðað
við eðli vinnunnar. Það mætti því
hækka launin og þannig fjölga lög-
reglumönnum, sem mun auka sýni-
leikann og fækka ofbeldisverkum,"
sagði Elfar Andri sköruglega að
lokum.
Besti bloggarinn
„Nú eraðeins sólarhringurþar til kosningu
um besta bloggara Islands lýkur. Þátt-
taka hefur verið góð og vil ég meina að
heiðarleiki og góður andi hafi rikt á meðal
keppenda og þátttakenda í kosningunni.
Það ferekki á milli mála eins og staðan er
nú þegar þetta er skrifað að tveir mætir
bloggarar, Jens Guð og Gurrihar, hafa
vænlega stöðu þegar aðeins sólarhring-
ur er til stefnu en margt getur gerst á
endasprettinum. Úrslit verða gerð kunn
klukkan 22 annað kvötd."
Karl Tómasson
ktomm.blog.is
Sérann
um slúður
„Einhverra hluta vegna hafa sögusagnir
um náungann ætíð átt greiðan aðgang að
eymm manneskjunnar, hvort sem þær eru
hálflognar eða algjör uppspuni. Slúður
er mikilvæg söluvara iþeirri miklu mark-
aðsmaskínu sem fjölmiðlar samtimans eru.
Slúður er sjaldnast meinlaust. Það getur
þvert á móti verið stórhættulegt. Það
ersærandi, meiðandi, niðurlægjandi og
sundrandi. Fram til þessa hefur slúður
þótt mein i siðmenntuðum samfélögum.
Það virðist vera að breytast. [...jÞegar við
kauþum slúður erum við að kosta fram-
leiðslu þess. Við verðlaunum þá sem niða
æruna af fólki og leggjum þeim lið við að
bera Ijúgvitni gegn náunganum. “
Svavar Alfreð Jónsson
svavaralfred.blog.is
Er fyrirtækið þitt uaktað?
Ávextir í áskrift er einhver besta fjárfesting
sem þú gerir í starfsmannamálum.
www.avaxtabillinn.is
Su doku
5
8 9 4 1
3 1 7 2
4 3 2 9
6 2 9 8
7 5
4 6
1 3 4 5 9
2 9 5 6 1 7
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem uþþ eru gefnar.
HERMAN
eftir Jim Unger
Himmi! Mig vantar
smá hjáip hérna!
8-11
© Jim Unger/dist. by United Modia, 2001