blaðið - 12.09.2007, Síða 8
8
FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007
blaðið
Saksóknari segist hafa gögn til að ákæra
Hár af Madeleine í
farangursgeymslu
Fjölmiðlar í Portúgal greindu frá
því í gær að erfðaefnið sem fannst
í bílaleigubíl foreldra bresku stúlk-
unnar Madeleine McCann væri
ekki úr blóði heldur annars konar
líkamsvessum. Einnig er sagt
frá því að svo mikið af hári stúlk-
unnar hafi fundist í geymsluhólfi
varadekks í skotti bílsins að ómögu-
legt sé að það hafi borist þangað úr
teppi eða fatnaði.
Samkvæmt frétt Sky ákvað portú-
galskur saksóknari i gær að næg
sönnunargögn lægju fyrir til að
ákæra þau Kate og Gerry McCann
fyrir morðið á stúlkunni, sam-
kvæmt frétt Sky. aí
Eldflaug skotið af Gasaströndinni á búðir ísraelshers
Sjötíu hermenn særðust
Um sjötíu ísraelskir hermenn
særðust, þar af nokkrir alvarlega,
þegar eldflaug var skotið af Gasa-
svæðinu á þjálfunarbúðir fsraels-
hers í suðurhluta ísraels aðfaranótt
gærdagsins. Eldflaugin, sem skotið
var frá bænum Beit Hanoun, hæfði
mannlaust tjald og særðust tugir
hermanna sem sváfu í nálægum
tjöldum. Líklegt má telja að árásin
Íirýsti enn frekar á ísraelsstjórn og
sralesher að taka harðar á málum
Gasastrandarinnar, sem lýtur nú
stjórn Hamas-samtakanna.
Zikkim-þjálfunarbúðirnar eru
um kílómetra frá landamærunum
að Gasaströndinni. Hermennirnir
sem særðust eru allir í grunnþjálfun
og safnaðist mikill fjöldi foreldra og
aðstandenda hermannanna saman
við búðirnar til að fá fregnir af ör-
lögum barna sinna. Skömmu eftir
árásina svaraði fsraelsher með því
að skjóta eldflaug á norðurhluta
Gasa, þar sem fjórir særðust.
Eldflaugaárásir frá Palestínu
eru tíðar í suðurhluta fsraels, en
aldrei hafa fleiri særst í sömu árás-
inni. Þó að sjaldan verði manntjón
í eldflaugaárásum Palestínumanna,
hafa þessar tíðu árásir haft mikil
sálræn áhrif á ísraelsmenn í suður-
hluta landsins.
atlii@bladid.net
Sósíalistar guldu afhroð
Borgaralegu flokkarnir héldu
meirihluta sínum í stærstu
borgum Noregs, Ósló og Bergen,
í norsku sveitarstjórnarkosn-
ingunum sem fram fóru á
mánudaginn.
Sósíalískivinstriflokkurinn (SV)
galt afhroð í kosningunum og
missti rúmlega helming atkvæða
sinna, samanborið við síðustu
kosningar. Verkamannaflokkur-
inn fékk flest atkvæði á landsvísu,
eða 29,7 prósent. Hægriflokkurinn
fékk 19,2 prósent, Framfaraflokk-
urinn 17,6 prósent, Miðflokkurinn
7,9 prósent, Kristilegiþjóðarflokk-
urinn 6,4 prósent og Sósíalíski
vinstriflokkurinn 6,1. aí
Opel Corsa eða sambærilegur
Vika í Frakklandi
frá
18.700
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
522 44 00 • www.hcrtz.is
FOSTUDAGAR
LIFSSTILLBILAR
Auglýsingasíminn er
510 3744 blaðið=
Petraeus og sendiherrann
Crocker Yfirmaður bandaríska
heraflans í (rak og sendiherra
Bandaríkjanna i írak komu á fund
bandarískra þingnefnda til að
greina frá stöðu mála I írak.
Minnkandi þörf
fyrir erlent herlið
■ Demókratar gagnrýna yfirmann bandaríska herliðsins
harðlega ■ Iraksstjórn fagnar skýrslu Petraeus
Eftir Atla Isleifsson
atlii@bladid.net
Stjórnvöld í írak hafa fagnað vitn-
isburði David Petraeus, yfirmanns
bandaríska herliðsins í Irak, fyrir
þingnefndum Bandaríkjaþings, þar
sem hann lagði mat á stöðu mála í
Irak. Þjóðaröryggisráðgjafi Iraks-
stjórnar sagði að írakar myndu í
náinni framtíð hafa mun minni
þörf á erlendu herliði til að sjá um
ýmsar hernaðaraðgerðir í landinu.
Petraeus mælti með að fækkað yrði
í bandaríska herliðinu um þrjátíu
þúsund næsta sumar. Slíkt myndi
binda enda á hertar aðgerðir Banda-
ríkjahers í Irak, þó að ekki yrðu
gerðar grundvallarbreytingar á
hernaðaráætluninni.
Petraeus sagði Bandaríkjaher
hafa náð mörgum markmiðum
sínum, en að nauðsynlegt væri að
gefa honum lengri tíma til verksins.
Bandarískir demókratar hafa gagn-
rýnt Petraeus harðlega fyrir skýrsl-
una. Þeirhafnaþví að Bandaríkjaher
hafi náð árangri í írak og kalla eftir
að hafist verði handa að kalla herinn
heim þegar í stað. „Við þurfum að
yfirgefa Irak, bæði íraks og Banda-
VITNISBURÐUR PETRAEUS
David Petraeus, yfirmaður
>•"' bandaríska herliðsins í írak,
sagði hertar aðgerðir hers-
ins síðasta hálfa árið hafa
skilað árangri.
►
Hann segir að kalla mætti
heim um þrjátíu þúsund her-
menn um mitt næsta ár.
► Þrátt fyrir að ofbeldis-
verkum hafi fækkað þá er
ástand mála í írak enn erfitt.
ríkjanna vegna. Það er kominn
tími til að fara,“ sagði Tom Lantos,
formaður utanríkismálanefndar
Bandaríkjaþings. Fulltrúadeildar-
þingmaðurinn Lynn Woolsey sagði
lítið að marka orð Petraeus, þar
sem hann væri í raun málpípa Hvíta
hússins. Petraeus hafnar þeirri full-
yrðingu þingmannsins.
Vel þjálfaðir Irakar
Mowaffaq al-Rubaie, þjóðarörygg-
isráðgjafi íraksstjórnar, sagði íraska
hermenn verða vel þjálfaða og búna
fyrir mitt næsta ár. „Við höfum á
að skipa 500 þúsund hermönnum
og lögreglumönnum, sem hafa
fengið bestu þjálfun sem völ er á.“
Hann sagði það markmið íraskra
yfirvalda að taka að sér öryggismál
landsins að fullu, þó að enn um sinn
yrði þörf á aðstoð erlends herliðs til
að tryggja öryggi og stöðugleika.
Ali al-Adeeb, náinn samstarfs-
maður íraska forsætisráðherrans
Nuri al-Maliki, segir að það myndi
ekki hafa mikil áhrif á öryggi í Irak,
þótt þrjátíu þúsund hermenn Banda-
ríkjahers yrðu kallaðir heim. „Banda-
ríkjamenn eru með 160 þúsund her-
menn í Irak. Þessi tala er ekki há.“
Krefst tímaáætlunar
Talsmaður stjórnmálahreyfingar
sjítaklerksins Moqtada al-Sadr, vís-
aði skýrslu Petraeus á bug og fór
fram á að tímaáætlun um brotthvarf
Bandaríkjahers frá írak yrði lögð
fram. „Svo lengi sem bandarískir
hermenn eru á götum okkar munu
Irakar bera kostnaðinn af því að
tryggja öryggi Bandaríkjamanna.“
HVAÐ VANTAR UPP Á?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net
Efnalaucjin Björg
GædaKreinsun
Góð þjónusta
Þekking
Opið: mán-fim 8:00 - 18:00
föst 8:00 - 13:00
laugardaga 10:00 - 13:00
Háaleltlsbraut 58-60 • Sími 553 1380