blaðið - 12.09.2007, Síða 15
blaóiö
MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007
15
Málverkafölsun
Seljandi leggi fram
eigendasögu
Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-
ráðherra kynnti í gær fyrir ríkis-
stjórn íslands frumvarp um breyt-
ingu á lögum um verslunaratvinnu.
Breytingin snýr að eigendasögu
myndverka og tekur frumvarpið
mið af tillögum starfshóps sem var
skipaður í kjölfar víðtæks málverka-
fölsunarmáls sem kom upp hér-
lendis fyrir nokkrum árum.
í frumvarpinu er gerð sú krafa
að seljandi leggi fram eigendasögu
myndverks. Jafnframt er þar kveðið
á um að gæta skuli sérstakrar var-
úðar varðandi ranga eignaraðild og herra mun leggja frumvarpið fram
hættu á fölsun verka. Viðskiptaráð- á komandi haustþingi. þsj
Bjami Armannsson stjómarformaður REI
Með 50 milljarða króna hlutafé
Reykjavík Energy Invest (REI),
útrásarfyrirtæki Orkuveitu Reykja-
víkur (OR), var kynnt í gær. Fyrir-
tækið mun ráða yfir 50 milljarða
króna hlutafé til að fjármagna
alþjóðleg jarðhitaverkefni á þess
vegum. Stefnt er að því að gefa út
nýtt hlutafé í fyrirtækinu en að OR
verði áfram kjölfestufjárfestir með
um 40 prósent hlutafjár.
Bjarni Ármannsson, fyrrum
forstjóri Glitnis, verður stjórnarfor-
maður REI. „Verkefnið er afskaplega
spennandi fyrir mig. Ég er búinn að
starfa í fjármálageiranum allt mitt
líf [...] Það er svolítið önnur nálgun
að koma inn í orkugeirann. En ég
held að það sé nokkuð augljóst mál
að í upphafi 21. aldarinnar, á tímum
þverrandi kolefnisorkuframleiðslu
og vaxandi mengunar af hennar
völdum, er áherslan að færast sífellt
meira í það form hvernig hægt er að
nýta þessa orkugjafa til vistvænni
og betri heims, og þá peninga og
fjármagn sem til þarf,“ sagði Bjarni
í samtali við fréttavefinn mbl.is.
Reykjavik Energy Invest á hluti í
útrásarfélögunum Enex, Enex-Kína,
Galantaterm og Iceland American
Energy. Bjarni hefur keypt hluti í fé-
laginu fyrir hálfan milljarð króna.
Guðmundur Þóroddsson verður
forstjóri REI, en hann tók sér ný-
verið leyfi frá starfi forstjóra OR til
að leiða útrás REI.
Auk Bjarna sitja Haukur Leósson,
stjórnarformaður Orkuveitu Reykja-
víkur, og Björn Ingi Hrafnsson,
varaformaður stjórnar OR, í stjórn
Reykjavik Energy Invest.
þsj/mbl.is
Fyrirtæki Exista
Onógur gróði
JJB Sports
Breska sportvöruverslana-
keðjan JJB Sports Plc, sem er
að hluta í eigu Exista, gaf í gær
út afkomuviðvörun. Vísað er í
viðvörunina i Vegvísi Lands-
bankans en þar kemur fram
að uppgjör fyrir fyrrihluta
ársins hafi sýnt 8 milljóna
punda hagnað fyrir skatt, sem
er 3,5 milljónum punda undir
væntingum.
Sölutekjur drógust saman um
4,4% milli ára og er meginskýr-
ingin sú, að á sama tíma í fyrra
var mikil sala tengd heims-
meistaramótinu í knattspyrnu.
Hlutabréf í JJB lækkuðu um
tæplega 16% í kjölfar tilkynn-
ingarinnar og gengið fór niður
fyrir 167 pens á hlut innan
dags sem er lægsta gengi félags-
ins frá því í janúar 2006.
Exista keypti 29% hlut í JBB til
helminga við aðra í júní 2006.
mbl.is
Straumur og Kaupþing
Seldu sænsk
hlutabréf
Sænska viðskiptablaðið
Dagens Industri segir að tveir
af fjórum íslenskum stórfjár-
festum á sænskum hlutabréfa-
markaði hafi valið að selja
stóran hluta af fjárfestingunni
og fara heim með gullið, eins
og það er orðað. Eru þetta fyr-
irtækin Straumur-Burðarás,
sem m.a. hafi selt allan hlut
sinn í Betson, og Kaupþing, en
Landsbankinn og Trygginga-
miðstöðin virðist hafa meiri
trú á sænska markaðnum.
Blaðið segir að Straumur-Burð-
arás hafi sclt hlutabréf sín í
12 af 14 félögum sem íslenski
bankinn átti í. Straumur eigi
nú aðeins bréf í bankanum
SEB og félaginu Pricer. Segir
það, að eignamappa Straums-
Burðaráss hafi minnkað um
870 milljónir sænskra króna.
Þá eigi Kaupþing nú aðeins
hlut í 20 sænskum félögum
en átti í 38 félögum í upphafi
ársins. mbi.is
Hýtt afí í upptýsingatækni!
Grensásvegi 111105 Reykjavik
Sími: 550 40001 Netfang: digital@digitaJ.is
Grand Hótel Reykjavík
14. september
09:00-10:00
Ekki örvænta
þótt gögnin glatist
Við erum til þjónustu reiðubúin!
Digital Task og ibas bjóða þér til morgunverðarfundar að
Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 14. mars frá
kl. 09:00-10:00. Þar munu sérfræðingar Ibas í gagnabjörgun
fræða gesti um dagleg viðfangsefni sín við að hjálpa fólki við
að bjarga glötuðum gögnum og kynna lausnir Ibas fyrir
fyrirtæki og einstaklinga.
Á hverjum degi leggja þessir sérfræðingar sitt af mörkum til
að bjarga fyrirtækjum frá gagnatapi og að endurheimta
dýrmætar stafrænar minningar fjölskyldunnar.
Gagnabjörgun Ibas og
Digital Task endurheimtir:
Stafrænar myndir og myndbönd úr
myndasafni fjölskyldunnar
Niðurhöluðum skrám s.s. tónlist,
kvikmyndum og hugbúnaði
Tengiliðalista og dagbókarfærslur
Verkefni og námsgögn
Mikilvæg tölvupóstsamskipti og bréf
Ibas er leiðandi fyrirtæki í gagnabjörgunarlausnum í heiminum í
dag. Síðastliðin 28 ár hefur Ibas byggt upp reynslu og lausnir.
sem hafa gagnast fyrirtækjum og einstaklingum um allan heim
við að endurheimta glötuð gögn.
Þjónustuver Digital Task að Grensásvegi 11 er búið tæknibúnaði
frá Ibas sem endurheimtir gögn af helstu geymslumiðlum s.s.
minniskortum og hörðum diskum.
Sérfræðingar Ibas munu einnig
kenna þér hvernig þú átt að eyða
viðkvæmum gögnum með 100%
öryggi!
Morgunverðarfundurinn er öllum opinn og þátttakendum að
kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig með tölvupósti
á netfangið: fyrirspurn@digital.is
Fyrirlesarar:
Henrik Andersen
Product Line Manager,
Ibas, Nordic Region
Lars Lofsgaard
Customer Care Manager,
Ibas, Nordic Region