blaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 20
28 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 blaóiö LÍFSSTÍLLHEIMILI heimili@bladid.net Á fyrstu sýningunni fékk ég raunar hálf- gert sjokk, enda fannst mér ég vera eins og lítill títuprjónn í risastórri höll. Stóllinn FARVELA Við opnun á sýningunni Vist- vænni hönnun í sal Hönnun- arsafns íslands við Garðatorg síðastliðinn laugardag færði Ingi Þór Jakobsson, forstjóri húsgagna- verslunarinnar Exó, safninu að gjöf stól eftir brasilísku hönn- uðina Fernando og Humberto Campana, sem framleiddur er af ítalska fyrirtækinu EDRA. Stóllinn nefnist FARVELA og er samsettur í Brasilíu úr ótal við- arbútum sem ýmist eru negldir eða límdir saman, rétt eins og samefnd fátækrahverfi í Rio de Janeiro. . Bambustöng Hjá Kokku fæst þessi einfalda og praktíska töng sem hentar vel í salöt og fleira slíkt. ^ Töngin er búin til úr bambusvið, sem er afar fljótvaxinn, og því eru áhöld gerð úr honum afar um- / hverfisvæn. • Ásdís Erla Guðjónsdóttir er manneskjan á bak við föndur.is Mikill markaður fyrir bútasaum í heiminum Bútasaumur er afar slak- andi iðja að sögn Ásdísar Erlu Guðjónsdóttur sem selur sína eigin búta- saumshönnun hérá landi sem erlendis Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Óbilandi handverksáhugi Ás- dísar Erlu Guðjónsdóttur mynd- listarkennara var kveikjan að stofnun fyrirtækis hennar, föndur. is, en þar býður hún upp á tugi búta- saumssniða með leiðbeiningum og skýringarmy ndum. „Ég er búin að vera að sauma frá því að ég var pínulítil og þegar ég fór að hanna sjálf bútasaumssnið var fólk oft að koma að máli við mig af því að það langaði sjálft að gera eins og ég var að búa til. Þá kom upp þessi hugmynd að markaðssetja sniðin og setja þau í pakkningar ásamt leið- beiningum og nú er fondur.is orðið þriggja ára gamalt fyrirtæki,“ segir Asdís. „Síðan vatt þetta upp á sig og fyrir tveimur árum ákvað ég að hefja markaðssetningu á sniðunum mínum í Ameríku, en þar ganga þau undir nafninu Disa Designs. Nú hef ég tekið þátt í fjórum alþjóðlegum bútasaumssýningum, International Quilt Market, sem haldnar eru tvisvar á ári í Bandaríkjunum og er á leiðinni á þá fimmtu sem haldin verður í Houston í október." Stór heimur Ásdís hannar snið fyrir dúka, veggmyndir, skrautfígúrur og fleira fyrir heimilið. „Þau eru framleidd og þeim pakkað í Minneapolis í Bandaríkjunum og þeim er dreift þaðan út um allan heim,“ segir hún. Er mikill markaður fyrir þetta úti? „Já, ótrúlega mikill. Þegar ég var að byrja á þessari markaðssetningu og fór að fara á sýningar fannst mér þetta ólýsanlega stór heimur þarna úti í Bandaríkjunum. Á fyrstu sýn- ingunni fékk ég raunar hálfgert sjokk, enda fannst mér ég vera eins og lítill títuprjónn í risastórri höll. Þó voru þetta bara sýningar fyrir verslunareigendur en ekki almenning. En ég er líka með ákveðna mark- aðssetningu í gangi hér heima og til dæmis er ég að fara í samstarf við Quiltbúðina á Akureyri með mán- aðarlegan verkefnaklúbb, Dísu-Qu- iltklúbbinn. Þá hanna ég snið fyrir klúbbinn og Quiltbúðin tekur til pakkningar með efnum og sendir til klúbbfélaga. Þó svo að markað- urinn á íslandi sé ekki stór er mjög gefandi að vinna hér heima enda er nálægðin miklu meiri. Ég fæ oft bréf og tölvupósta með athugasemdum og fyrirspurnum um alls konar at- riði og það kann ég vel að meta.“ Slakandi iðja Hvað er það sem heillar mest við bútasaum? „Fólk sem sækir í hann leggur oft áherslu á að hafa eitthvað sérstakt á heimilinu, eitthvað sem aðrir eru pottþétt ekki með. Svo er bara svo gott að hafa eitthvað á milli hand- anna til að dúllast með, það er svo slakandi. Sumir tala um að búta- saumur, prjónamennska og fleira komi í tískubylgjum en það er þó ekki mín reynsla. Þeir sem finna sig í þessu festast gjarnan í því. Svo er bútasaumur líka svo ofboðslega fjölbreytilegur. Sumir gera heilu rúmteppin úr pínulitlum bútum sem er auðvitað mjög tímafrekt verkefni, en ég sjálf er minna í þvi. Mín snið bera þess merki að mér finnst gaman að teikna, enda eru þau myndræn og auðvelt að búa þau til.“ Samhent hjón Ásdís er ekki eina manneskjan á bak við fyrirtækið föndur.is enda er maðurinn hennar, Sölvi Rafn, stoð hennar og stytta í rekstrinum. „Hann sér um heimasíðuna, bæði þá íslensku og þá ensku ásamt fjár- málahliðinni þannig að ég get ein- beitt mér að hönnunarvinnunni. Það er mjög þægilegt að hafa þessa skýru verkaskiptingu og svo förum við alltaf saman út á sýningar," segir hún. Er ekki mikið af bútasaumi á ykkar heimili? „Ég er með vinnustofu heima og þar kennir vissulega ýmissa grasa. Hins vegar erum við tiltölulega nýflutt frá Selfossi, þar sem ég ólst upp, til Keflavíkur og búum í leigu- húsnæði meðan íbúðin á Selfossi er til sölu. Ég ætla því að bíða með að skreyta heimilið með bútasaums- veggmyndum, fígúrum og fleiru þangað til við erum komin í varan- legt húsnæði. En mikið af okkar bútasaumi er núna í geymslu í sum- arbústaðnum hjá mömmu og pabba, þannig að hann er allavega mjög hlý- legur,“ segir Ásdís Erla að lokum. Umhverfisvænt teppi Besta sætið í húsinu Á nýju vefsíðunni iDe- signCarpet.com geta inn- anhússhönnuðir útbúið sínar eigin teppaprufur með hjálp nútímatækn- innar. Á síðunni er hægt að velja snið, mynstur og litasamsetningu teppa- prufanna, og loks setja þau inn í sýndarherbergi á vefnum og sjá hvernig þau koma út með þeim litum sem fyrir eru. Einnig er hægt að prenta út prufur á pappír í alls kyns litum og með ýmiss konar mynstri og máta þau við sjálft gólfið sem á að teppaleggja. Síðan er fyrst og fremst hugsuð til þess að spara hönn- uðum tíma og fyrir- höfn sem fylgir því að panta, skoða og flytja prufur úr teppa- verslunum. En ekki síður mikilvæg er sú staðreynd að þetta er mun umhverf- isvænni kostur en sá hefðbundni. Með þessu móti sparast flutnings- kostnaður og um leið minnkar út- blástur gróðurhúsalofttegunda, auk þess sem auðveldara er að endur- vinna pappír en teppi. Bandaríski baðtækjaframleiðand- inn Toto kynnti nýverið nýtt há- tæknisalerni sem kallað er washlet á ensku. í því er sérstakur hitari þannig að setan þarf aldrei að verða ísköld, ásamt því sem hún er búin til úr sérstöku bakteríueyðandi plasti. Sérstakt lofthreinsitæki er innbyggt í skálina, en við hana er áfastur stýribúnaður með tökkum og stillimöguleikum. En þrátt fyrir þessa miklu tækni eru þessi salerni sögð sparneytin á orku. Það er því varla að ósekju sem framleiðend- urnir kalla þetta salerni „besta sætið í húsinu“.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.