blaðið - 12.09.2007, Síða 27

blaðið - 12.09.2007, Síða 27
blaöió MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 35 Britney brotnar saman Aðdáendur söngkonunnar Britney Spears eru ekki þeir einu sem urðu fyrir vonbrigðum með hana á sunnudagskvöldið er hún flutti nýjasta lagið sitt, Gimme More, á MTV Video Music Awards en Spears þótti arfaslök og illa undirbúin. Poppstjarnan sem virtist óörugg á sviði féll saman baksviðs eftir flutninginn þar sem hún áttaði sig á því hversu misheppnað atriðið var. Samstarfsmenn stjörnunnar segja hana hafa verið ákaflega stressaða fyrir athöfnina og ekki í stakk búna til þess stíga á svið. Lenti Spears einnig upp á kant við einn af starfsmönnum sínum rétt áður en hún kom fram sem kom henni enn frekar úr jafn- vægi og því fór sem fór. 50 Cent vill Williams Rapparinn 50 Cent segist hafa mikinn áhuga á að vinna með Robbie Williams en hann segir þá félaga hafa rætt samstarf áður og báða verið spennta fyrir því. „Við höfum verið of uppteknir til þess að geta rætt þetta betur.” 50 Cent hefur haft í nógu að snúast undanfarið en nýjasta platan hans, Curtis, kemur út í dag og hefur stjarnan einnig verið að vinna með Eminem að nýjustu plötu hans. Bosworth í aðalhlutverki Leikkonan Kate Bosworth hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni Veronika Decides To Die sem byggð er á samnefndri skáldsögu Paulo Coelho, en Bosworth mun að öllum líkindum fara með aðalhlutverkið í myndinni. Emily Young mun leikstýra myndinni og hefjast tökur í New York innan tíðar. Naomi Campbell aflar fjár Fyrirsætan Naomi Campbell ætlar að láta gott af sér leiða og stcndur nú fyrir tískusýningu til þess að afla fjár fyrir fórnarlömb flóðanna í Bretlandi í sumar. Campbell hefur leitað til nokk- urra vinkvenna sinna úr tísku- heiminum sem ætla að aðstoða hana á sýningunni sem verður í lok tískuvikunnar í London í næstu viku. Yasmin Le Bon, Elle Macpherson og Jodie Kidd hafa allar slegist í lið með Campbell. Knocked Up Katherine Heigl og Seth Rogen standa sig vel í myndinni, Pínlega mannleg og sprenghlægileg Knocked Up segir frá andstæð- unum Ben Stone og Alison Scott, sem hittast á djamminu þegar sú síðarnefnda er að fagna stöðu- hækkun. Eitt leiðir af öðru og áður en þau vita af eru þau komin heim til hennar og upp í rúm. Misskilningur verður til þess að getnaðarvörn er ekki notuð og afleiðingarnar eru eftir því; hún verður ólétt og hann verður allt í einu að þroskast, sem reynist blý- þung þraut þar sem áhugamál hans snúast um fátt annað en grasreyk- ingar og klám. Ótrúlega raunveruleg Knocked Up er pínlega mann- leg gamanmynd. 011 samtöl eru ótrúlega raunveruleg og maður fær strax mikla samúð með persón- unum, sem gætu alveg eins verið nágrannar manns. Katherine Heigl og Seth Rogen standa sig mjög vel sem hjónaleysin Ben og Alison og þroskasaga þeirra í gegnum myndina er raunveruleg, fyndin og skemmtileg. Leslie Mann og Paul Rudd eiga líka frábæra innkomu sem Debbie og Pete, en sú fyrrnefnda er systir Alison. Pete er eiginmaður hennar og glímir við ýmsa komplexa í Knocked Up Bió: Smárabíó, Sambíóin Álfabakka og Keflavik, Laugarásbíó og Borgarbíó Leikstjóri: Judd Apatow Aðalhlutverk: Seth Rogen og Katherine V Heigl K o, Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net BÍÓ ★ ★★★ sambandi við tíma og næði sem undirritaður kannast of vel við. Svolítið langdregin Löstur Knocked Up er tvímæla- laust lengdin. Myndin spannar níu mánaða tímabil, en það hefði mátt afgreiða það ögn hraðar. Handritið er nánast pottþétt, en nokkrar holur urðu til þess að athyglin tap- aðist hér og þar. Þrátt fyrir það er Knocked Up frá- bær gamanmynd, tvímælalaust ein af gamanmyndum ársins. Leikstjór- anum Judd Apatow hefur tekist að búa til mynd sem snertir þær til- finningar sem flestir annað hvort hugleiða eða ganga í gegnum, en nær um leið að vera sprenghlægileg. Vortískan kynnt fyrir veturinn Valvo er hinn látlausi hönnuður stjarnanna Ekki kominn vetur og tísku- hönnuðurinn Carmen Marc Valvo kynnir vortískuna 2008. Sýningin var í Bryant Park í New York í gær og er hún kennd við bílaframleið- andann Mercedes-Benz. Hönnun Valvo er eftirlæti margra Holly- wood-stjarnanna, þeirra á meðal eru: Beyoncé, Catherine Zeta-Jones, Lucy Liu, Oprah Winfrey, Kim Cattrall, Queen Latifah, Radha Mitchell og Vanessa Williams. Einfaldleikinn Látlaus kvöldkjóll, þykkt belti. Margbrotinn Röndóttur jakkafatajakki yfir rokkaðan kjól. Hátíska í algleymingi Valvo er þekktur fyrir strandfötin sín og hér er glamúrinn í fyrir- rúmi. Dansleikur eða sundlaugarbakkinn? Bæri sig vel á báðum stöðum. KVOLDUwu KOPAVOGS NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 2007 Tungumál 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Áhersla á talmál Kennt er í byrjenda- framhalds - og talæfingaflokkum ENSKA DANSKA NORSKA SÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA SPÆNSKA ÞÝSKA ISLENSKA stafsetning og ritun ÍSLENSKA fyrir útlendinga 9 vikna námskeið 50 kennslustundir Kennt er í byrjenda og framhaldsflokkum. ísl. I, ísl. II, Isl. III, Isl. IV. Verklegar greinar FRlSTUNDAMÁLUN GLERBRENNSLA LOPAPEYSUPRJÓN SILFURSMÍÐI SKRAUTRITUN TRÉSMlÐI ÚTSKURÐUR Saumanámskeið BÚTASAUMUR CRAZY QUILT FATASAUMUR / BARNAFATASAUMUR FATABREYTINGAR ÞJÓÐBÚNINGUR - SAUMAÐUR SKRAUTSAUMUR - Baldering Skattering Matreiðslunámskeið GÓMSÆTIR BAUNA- PASTA -OG GRÆNMETISRÉTTIR. GÓMSÆTIR HOLLIR SUÐRÆNIR RÉTTIR FRÁ MIÐJARÐARHAFS- LÖNDUNUM HRÁFÆÐI MATARMIKLAR SÚPUR OG HEIMABAKAÐ BRAUÐ MATARGERÐ FYRIR KARLMENN I Grunnnámskeið MATARGERÐ FYRIR KARLMENN II Framhaldsnámskeið SPENNANDI BÖKUR Tölvunámskeið FINGRASETNING VEFSÍÐUGERÐ FrontPage TÖLVUGRUNNUR TÖLVUGRUNNUR Framhald WORD Ritvinnsla Garðyrkjunámskeið GARÐURINN ALLT ÁRIÐ HAUST-OG VORLAUKAR

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.