blaðið - 18.09.2007, Side 8
8
FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007
blaðió
Aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðborginni halda áfram
Fjörutíu og sex handteknir fyrir brot um helgina
Ibúar landsins, sérstaklega karl-
menn, voru iðnir við lögbrot um
liðna helgi.
Flest voru brotin framin í miðborg
Reykjavíkur þar sem lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu hélt áfram átaki
sínu. Þá gerðust töluvert margir
brotlegir undir stýri en lítið var um
ofbeldisbrot.
Lögreglan ætlar að halda eftirlit-
inu í miðborginni áfram um helgar.
Hún segir hert eftirlit ekki tíma-
bundna aðgerð heldur það sem íbú-
arnir og gestir miðborgarinnar verði
að venjast og virða. Stefán Eiríksson,
lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu
boðar stórhertar aðgerðir þar og vill
næturklúbba úr miðborginni.
1
Handtökur 46 voru handteknir í
höfuðborginni um helgina fyrir
brot á lögreglusamþykkt borg-
arinnar. Brotin voru reyndar 47
því einn var tekinn tvisvar. Flest
brotin voru framin aðfaranótt
sunnudagsins eða þrjátíu talsins,
sextán voru framin nóttina á
undan. Af þessum fjörutíu og sex
brotum áttu einungis þrjár konur
hlut að máli, hinir fjörutíu og
þrír voru karlar.
Brotin Brot fólksins fólust
einkum í því að kasta af sér vatni
á almannafæri, fleygja rusli og
brjóta flöskur. En brotin voru
þó fjölbreyttari en það. Einn var
meðal annars handtekinn fyrir
að gyrða niður um sig buxurnar
og bera á sér afturendann á
almannafæri. Aðfaranótt sunnu-
dags var auk þess einn piltur
handtekinn fyrir að trufla störf
lögreglunnar tvisvar.
2
3
Svæðið Lögbrotin á höfuðborgar-
svæðinu voru ekki einskorðuð við
miðborgina. Tólf ökumenn voru
teknir fyrir ölvunarakstur, flestir
á sunnudag eða fimm. Þrír voru
teknir á föstudag og fjórir á laug-
ardag. Ökumennirnir voru allir
karlmenn, sá yngsti sautján ára
og sá elsti fimmtíu og fjögurra
ára. Ökumenn neyttu fleiri vímu-
gjafa en áfengis því fimm voru
teknir fyrir lyfjaakstur.
Landsbyggð Á Vesturlandi varð
vart við veiðiþjófa á hvítum jeppa
sem veiddu gæs í óleyfi. Þeir
ganga enn lausir. Á Akureyri
urðu unglingspiltar uppvísir að
stórfelldum reiðhjólaþjófnaði.
Á Suðurnesjum gistu sex fanga-
geymslur vegna óspekta, einn
fyrir að slá til lögreglumanns.
Þar voru einnig tveir teknir fyrir
ölvunarakstur og vel á þriðja tug
fyrir hraðakstur.
4
fyígir fegurð Utlendir inn í REI
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, doktorsnemi í borgar-
skipulagi og hagfræði, fjallaði
á Miðborgarþingi í gær um
rannsóknir sínar á þeim
samfélagslegu og efnahags-
legu áhrifum sem miðborgar-
mynd hefur á borgarsamfélög.
Rannsóknir hans á austurevr-
ópskum borgum sýna að heild-
stæð, falleg borgarmynd skilar
ótvíræðum uppgangi.
„Skemmdarverk og slíkt er
algengara á þeim stöðum þar
sem ekki er mikið lagt upp
úr því að vernda og fegra um-
Opinber heimsókn
Forsetinn fer
til Rúmeníu
Forseti íslands Ólafur Ragnar
Grímsson flaug nú í morgun
til Rúmeníu. Fyrsta opinbera
heimsókn hans þangað hefst
á morgun og stendur í tvo
daga. Með forsetanum í för
verða Björgvin G. Sigurðsson
viðskiptaráðherra og embætt-
ismenn frá utanríkisráðuneyti,
viðskiptaráðuneyti og skrif-
stofu forseta. Viðskiptanefnd
skipuð fulltrúum 25 fyrir-
tækja fylgir honum einnig.
gag
á næstu vikum
■ Erlendir fjárfestar munu kaupa sig inn í Reykjavík Energy Invest á allra næstu vikum
■ REI stofnað til að eigendur Orkuveitunnar þyrftu ekki að ábyrgjast útrásarverkefni
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@bladid.net
„Ég get ekki sagt hvaða aðilar
þetta eru, en það mun skýrast á
allra næstu vikum,“ segir Hjörleifur
Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykja-
víkur (OR), um erlenda fjárfesta
sem ætla að kaupa sig inn í Reykja-
vík Energy Invest (REI).
Þegar félagið var kynnt í síðustu
viku kom fram að það eigi að ráða
yfir 50 milljarða króna hlutafé. OR
ætlar sér að vera kjölfestufjárfestir
með um 40 prósenta eignarhlut.
Hjörleifur staðfestir að viðræður
við erlenda fjárfesta hafi átt sé stað
og segir fjölmarga slíka hafa óskað
eftir því að verða þátttakendur í REI.
Það muni koma í ljós á næstunni
hverjir verða valdir til samstarfs.
Hafa þegar sett 2,6 milljarða í REI
Aðspurður um hvernig standi til
að fjármagna hlut OR í REI segir
Hjörleifur að fyrirtækið hafi þegar
lagt fram um tvo milljarða króna í
félagið auk eignarhluta í öðrum út-
rásarfélögum. Þeir hlutir séu sam-
tals um 600 milljóna króna virði.
OR ætlar sér hins vegar að eiga
hlutafé í félaginu að andvirði um
20 milljarða króna. Hjörleifur segir
alls óvíst að þessi upphæð komi öll
inn í félagið í peningum.
„Við gerum ráð fyrir að það verði
REI
► Er íslenskt orkuútrásarfyr-
irtæki sem ætlar sér að
fjármagna alþjóðleg jarð-
hitaverkefni.
W. Stefnt er á útgáfu nýs hluta-
^ fjár í REI, en félagið hyggst
ráða yfir um 50 milljarða
króna hlutafé.
W. Orkuveita Reykjavíkur aetlar
að verða kjölfestufjárfestir
með um 40 prósent hluta-
fjár. Það ætti að vera um 20
milljarða króna virði.
metið með einhverjum hætti þegar
aðrir fjárfestar koma inn í þau verk-
efni sem Orkuveitan hefur þegar
tryggt sér annars staðar. Það á eftir
að meta þau verkefni og þá viðskipta-
vild sem Orkuveitan hefur inn í
þetta félag. Aðrir sem koma inn
munu því koma inn á öðru gengi.“
Hann gerir ráð fyrir því að þau
verkefni sem REI muni vinna að
verði bæði fjármögnuð með hlutafé
og lánsfé. „Það að vera með 50 millj-
arða króna eigið fé gefur mikla
möguleika á skuldsetningu.“
Tengist hlutafélagavæðingu OR
Hjörleifur segir stofnun REI að
hluta til tengjast hlutafélagavæð-
ingu OR, en stefnt er að því að fy-
irtækið verði orðið hlutafélag um
næstu áramót. Sem stendur er OR
sameignarfyrirtæki og sem slíkt
þurfa eigendur þess, sveitarfélögin
Reykjavík, Akraneskaupstaður og
Borgarbyggð, að gangast í ábyrgðir
fyrir skuldum fyrirtækisins.
„Það sem við vildum gera var að
taka þessa starfsemi út úr Orkuveit-
unni og setja í sérstakt félag til þess
að ábyrgð eigendanna tæki ekki
til útrásarverkefna. Þetta félag var
meðal annars stofnað svo að við
gætum hleypt öðrum inn í það. Það
var ekki hægt með Orkuveituna.
Þannig að þetta tengist með þeim
hætti að tilgangurinn er að þvæla
ekki ábyrgðum eigenda Orkuveit-
unnar inn í útrásarverkefni.“
Vegmúla 2 - 108 Reykjavlk - 550 1310 - verdbref@spron.is - www.spronverdbref.is
•Nafnávöxtun miöast viö 31. ágúst 2006 til 31. áúgst 2007, skv. sjodir.is. Peningamarkaössjóöur SPRON er fjárfestingarsjóöur skv. lögum nr. 30/2003 um veröbréfasjóöi og fjárfestingarsjóöi. Rekstrarfélag sjóösins er Rekstrarfélag SPRON. Útboöslýsingu má nálgast á heimasíðu SPRON Veröbréfa, www.spronverdbref.is.