blaðið - 18.09.2007, Síða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007
blaðið
FÉOGFRAMI
vidskipti@bladid.net
Þegar sótt er að frumlyfjaframleiðendum
með ódýrum samheitalyfjum sem eru lík-
leg til að taka af þeirra hlutdeild á markaði
berjast þeir auðvitað með kjafti og klóm.
84% TM í eigu FL Group
FL Group hf. á nú 83,7 prósent í Tryggingamiðstöðinni (TM). FL Group
hefur keypt 46,2% hlut af Glitni banka hf., Hnotskurn ehf. og Sam-
herja hf. en átti fyrir 37,6 prósent. Kaupverðið er 47 krónur á hlut og
samanlagt kaupverð því tæpir 24 milljarðar króna. Kaupin verða að
fullu fjármögnuð með útgáfu nýs hlutafjár í FL Group hf., samkvæmt
fréttatilkynningu. Kaup FL Group á TM er fyrsta skref félagsins inn á
tryggingamarkaðinn. gag
Evruposar hjá Flugþjónustunni
Fyrirtækið Kortaþjónustan hefur
sett upp fyrstu posana hjá Flug-
þjónustunni á Reykjavíkurflug-
velli sem taka við evrum. Fleiri
fyrirtæki hafa þegar beðið um að
fá slíka evruposa, segir Jóhannes
I. Kolbeinsson, framkvæmda-
stjóri Kortaþjónustunnar. Hann
segir margar ferðaþjónustur og
hótel stefna á að taka nýju pos-
ana í notkun á nýju ári. „Hindr-
anirnar fyrir því að hér sé greitt
með evrum eru engar,“ segir
hann. Seljandinn ræður svo hvort
hann fær uppgjörið á posafærsl-
unum greitt í íslenskum krónum
eða evrum. gag
Fiskurinn verðmætari en í fyrra
Heildarafli íslenskra skipa í
nýliðnum ágústmánuði var 12%
meiri en í ágúst 2006, sé hann
metinn á föstu verði. Afli á föstu
verði er reiknaður út til þess
að finna brey tingu á verðmæti
heildaraflans.
Það sem af er árinu hefur fiskafl-
inn aukist um 2,2% á föstu verði
miðað við sama tímabil 2006,
samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Botnfiskafli dróst saman um tæp
600 tonn frá ágústmánuði 2006
og nam tæpum 37.000 tonnum.
Þorskafli dróst saman um rúm
1.000 tonn, ýsuaflinn jókst um
tæp 3.200 tonn og ufsaaflinn
dróst saman um tæplega 2.200
tonn. gag
Tilboð í Stork dregið til baka
Eignarhaldsfélag Candover hefur dregið yfirtökutilboð sitt upp á 47
evrur á hlut í hollenska félagið Stork til baka þar sem LME, eignar-
haldsfélag Marels, Landsbankans og Eyris Invest, neitaði að selja, að
því er segir í tilkynningu frá Stork. LME á nú 43 prósenta hlut í Stork.
Samkvæmt tilkynningu frá Stork munu viðræður á milli LME, Stork
og Candover halda áfram.
Ert þú með mat og þyndarmál á heilanum?
Esther Hetga
Guömundsdóttir,
ráðgjafi.
MFM MIÐSTÖÐIN
Meðferöar- og
fræðslumiðstöð
• Hvað á ég að gera, ég er búín að prófa alla kúra í
heimi?
• Ég get bara ekki hætt að borða sykur!
• Ég get ekki lengur stundað alla þessa líkamsrækt,
líkaminn erað gefa sig!
• Það er alveg sama hvað ég geri og reyni, ég fell
alltaf aftur í sama farið!
Starf MFM MIÐSTÖÐVARINNAR felur m.a. í sér:
• Fræðslu um matarfíkn og aðrar átraskanir, orsakir
og afleiðingar.
• Stuðning og kynningu á leiðum til bata.
• Leiðbeiníngu um andlega, huglæga og líkamlega
þætti sjúkdómsins.
• Matreiðslunámskeið; lært að elda fyrir nýjan lífstíl.
Við bjóðum upp á greiningu, ráðgjöf, stuðning,
einstaklingsmiðaða meðferð og fræðslu.
Lagakrókar á
lyfjamarkaði
H Lögfræðin leikur stórt hlutverk á lyfjamarkaði ■ Málaferli tefja
þróun og halda verði uppi ■ Lyfjaframleiðendur stefna Actavis
Eftir: Elías Jón Guðjónsson og
Hlyn Orra Stefánsson
Halldór Kristmannsson, upp-
lýsingafulltrúi Actavis, segir það
nánast sjálfgefið að frumlyfjafram-
leiðendur á Bandaríkjamarkaði
höfði mál á hendur samheitalyfja-
framleiðanda eins og Actavis, þegar
þau sækja um framleiðsluleyfi á
samheitalyfjum.
Actavis hefur aldrei tapað slíku
máli.
Barist í réttarsalnum
„Þegar sótt er að frumlyfjafram-
leiðendum með ódýrum samheita-
lyfjum sem eru líkleg til að taka af
þeirra hlutdeild á markaði berjast
þeir auðvitað með kjafti og klóm.
Yfirleitt hafa þeir tífalt stærra lög-
fræðiteymi en samheitalyfjafyrir-
tækin og setja gríðarlegan kraft í
málaferlin. Það telur auðvitað fljótt
í kassann hjá þeim nái þeir að tefja
innkomu samheitalyfjanna; okkar
sem annarra," segir Halldór.
Hann segir löggjöfina þannig
gerða í Bandaríkjunum að þegar
frumlyfjaframleiðendur stefni
samheitalyfjaframleiðanda fyrir
að brjóta einkaleyfi sitt þá sé fram-
leiðslu og markaðssetningu sam-
heitalyfsins sjálfkrafa frestað um
þrjátíu mánuði. Kærurnar séu því
taktík frumlyfjaframleiðendanna
til að halda samkeppninni frá.
„Við erum eins og frumlyfjafram-
leiðendur með gott lögfræðiteymi.
Þetta snýst kannski fyrst og fremst
um það hvort þeirra einkaleyfi
stenst og hversu vel skráningar-
vinna okkar er undirbúin,“ segir
Halldór.
Notað til að tefja
Sigurður Óli Ólason, aðstoðarfor-
stjóri Actavis, tekur undir orð Hall-
dórs og leggur áherslu á að þau mál
sem samheitalyfjafyrirtæki hafi
tapað séu mjög fá. „Til dæmis hefur
Actavis aldrei tapað slíku máli.“ Sam-
heitalyfjaframleiðendur séu ekkert
Við lyfjaframleiðslu
Samheitalyfjaframleiðendur
þurfa að hafa klóka lögfræð-
inga á sínum snærum.
sérstaklega sáttir við rétt frumlyfja-
framleiðenda til að kæra framleiðslu
samheitalyfjaframleiðenda því þeir
noti leiðina til að seinka komu sam-
heitalyfja inn á markaðinn og halda
þannig lyfjaverði uppi. „En þetta er
í lögum og þetta er leyfilegt."
Hann bætir við að hvert lyf sem
sett sé á markað í heiminum hafi
mörg einkaleyfi. Þau séu þó mis-
sterk. Hann segir samheitalyfja-
framleiðendur í Bandaríkjunum
einkum gera atlögu að framleiðslu-
einkaleyfum. „Við teljum að okkar
framleiðsluaðferð sé ólík þeirra
framleiðsluaðferð og að við brjótum
að því leyti ekki gegn einkaleyfinu,“
útskýrir Sigurður.
Ólfkar reglur á milli markaða
Sigurður segir reglurnar í Evrópu
og Bandaríkjunum vera ólíkar að
því leyti að það er verulegur akkur
fyrir samheitalyfjaframleiðendur í
Bandaríkjunum að vera fyrstir með
lyf á markaðinn.
„Ef þú sendir inn fyrstur þá færðu
sex mánaða einkarétt á markaðnum.
LYFJAFRAMLEIÐSLA
► Þegar lyf eru þróuð og sett
á markað eru þau vernduð
með einkaleyfi í nokkurn
tíma. Þau kallast frumlyf.
Samheitalyf innihalda
^ sama virka efni og frum-
lyf, en eru framieidd sem
eftirlíking af frumlyfi þegar
einkaleyfisvernd frumlyfs
rennur út eða er ekki fyrir
hendi.
Actavis er með 650 mismun-
andi lyf á markaði í öllum
heiminum. Af þeim eru um
190 í Bandaríkjunum.
Þetta er ekki til staðar í Evrópu,
þannig að það er minni hvati til
þess að vera fyrstur á markaðinn og
takast á við einkaleyfin þar því að
næsti má bara koma strax á eftir.“
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net
MARKAÐURINN í GÆR
Hlutabréfavíðskipti með skráð bréf hjé OMX á fslandi, 17. sept. 2007
Viðskipti í krónum Heildar-
ATH. = Athugunarlisti Viðskipta- Hluttallsl. Dagsetning Fjöldi viðskipti Tilboð I lok dags:
verð breyting viðsk.verðs viöskipta dagsins Kaup Sala
Félög f úrvalsvísitölu
▼ Atorka Group hf. 9,88 -0,20% 17.9.2007 3 101.596.396 9,88 9,89
▼ Bakkavör Group hf. 61,50 -1,76% 17.9.2007 21 182.039.581 60,80 61,50
▼ Existahf. 28,80 -3,84% 17.9.2007 86 379.513.233 28,70 28,80
▼ FLGrouphf. 24,20 -0,41% 17.9.2007 46 527.072.511 24,20 24,30
▼ Glitnir banki hf. 27,00 -2,17% 17.9.2007 58 1.523.567.064 26,90 27,00
Hf. Eimskipafélag íslands 39,40 - 17.9.2007 3 7.360.432 39,40 39,85
lcelandair Group hf. 25,40 - 17.9.2007 5 26.029.403 25,40 25,60
▼ Kaupþing banki hf. 1040,00 -2,80% 17.9.2007 129 1.125.356.565 1035,00 1040,00
▼ Landsbanki íslands hf. 38,90 -2,02% 17.9.2007 64 1.068.514.256 38,85 38,90
♦ Mosaic Fashions hf. 17,50 0,00% 14.9.2007 1 6.261.815
▼ Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 18,40 -3,41% 17.9.2007 59 421.120.762 18,30 18,40
▼ Teymihf. 6,00 -1,80% 17.9.2007 23 100.372.166 5,94 6,02
▼ össurhf. 99,50 -0,50% 17.9.2007 15 66.545.072 98,70 99,70
Önnur bréf á Aðallista
▼ 365 hf. 2,48 -0,40% 17.9.2007 1 1.240.000 2,46 2,49
Alfesca hf. 6,25 - 17.9.2007 2 386.331 6,22 6,28
▲ Atlantic Petroleum P/F 1360,00 4,21% 17.9.2007 60 22.815.436 1310,00 1368,00
▼ EikBanki 660,00 -1,49% 17.9.2007 16 20.937.527 654,00 660,00
Flaga Group hf. 1,42 - 13.9.2007 - - 1,41 1,43
▼ Foroya Bank 217,00 -1,36% 17.9.2007 16 5.498.049 212,00 217,00
▼ lcelandic Group hf. 5,86 -0,68% 17.9.2007 5 770.432 5,86 5,94
▼ Marelhf. 97,90 -0,41% 17.9.2007 7 23.323.957 97,90 98,30
Nýherji hf. 21,50 - 13.9.2007 - - 21,50 21,90
a Tryggingamiðstöðin hf. 46,50 1,53% 17.9.2007 4 128.017.200 46,40 46,70
Vinnslustöðin hf. 8,50 - 22.8.2007 ■ - - 9,00
First North á íslandi
* Century Aluminium Co. 3015,00 1,69% 17.9.2007 8 71.973.000 2990,00 3030,00
HB Grandi hf. 11,50 - 7.9.2007 - - 10,50 12,50
Hampiðjan hf. 6,50 - 5.9.2007 - - 6,55
• Mest viðskipti í Kauphöll OMX í
gær voru með bréf Glitnis, fyrir 1,5
milljarða króna.
• Mesta hækkunin var á bréfum
P/F Atlantic Petroleum, eða
4,21%. Bréf Century Aluminum
hækkuðu um 1,69% og bréf Tryg-
ingamiðstöðvarinnar um 1 »53%.
• Mesta lækkunin var á bréfum
í Exista, eða 3,84%. Bréf í Straumi-
Burðarási lækkuðu um 3,41% og
bréf Kaupþings um 2,80%.
• Úrvalsvísitalan lækkaði um
2,42% í gær og stóð í 7.583 stigum
í lok dags.
• íslenska krónan veiktist um
0,78% í gær.
• Samnorræna OMX40-vísitalan
lækkaði um 1,13% í gær. Breska
FTSE-vísitalan lækkaði um 1,7%
og þýska DAX-vísitalan um 0,2%.