blaðið - 18.09.2007, Page 15
blaöió
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007
27
Kreppa á fasteignalánamarkaði í Bretlandi
Hægir á hækkun
húsnæðisverðs
Microsoft
tapar
áfrýjun
Microsoft skal bjóða
Windows-kerfið án
Media Player í Evrópu
Hugbúnaðarrisanum Microsoft
er gert að reiða fram 63 milljarða
króna í sektir vegna brota á rétti
neytenda með því að bjóða ekki
stýrikerfið Windows án Media
Player-hugbúnaðarins.
Þetta er niðurstaða áfrýjunardóm-
stóls Evrópusambandsins en þangað
skaut Microsoft málinu eftir að
framkvæmdastjórn bandalagsins
ákvarðaði fyrir þremur árum að fyr-
irtækið bryti lög með þessu og sekt-
aði risann um tæplega 45 milljarða í
undirrétti árið 2004.
Hafa tvo mánuði til að áfrýja
Fyrirtækinu er því gert að bjóða
vöru sína á evrópskum mörkuðum
án umrædds spilara en bandaríska
fyrirtækið hefur þó tvo mánuði til
að fara með málið fyrir æðsta dóm-
stóls bandalagsins, Evrópudómstól-
inn sjálfan.
Talsmaður Microsoft segir að nú
fari lögmenn þess yfir niðurstöðuna
og meti næstu skref. Hann ítrekar
þó að ríkur vilji sé hjá fyrirtækinu
að virða lög og reglur sambandsins
og því óvíst hvort farið verði með
málið lengra en orðið er.
albert@bladid.net
Búist er við því að hækkanir á
húsnæðisverði í Bretlandi verði
um helmingi minni á næsta ári en
þessu. Að mati sérfræðinga Nation-
wide, stærsta lánveitenda á húsnæð-
islánamarkaði, hefur húsnæðisverð
hækkað um sjö prósent á þessu ári.
Þeir telja að dýrari fasteignalán
muni valda því að húsnæðisverð
muni einungis hækka um þrjú pró-
sent á næsta ári.
Samdrátturinn í Bretlandi er ra-
kinn til áhrifa kreppunnar sem nú
geisar á bandaríska fasteignalána-
markaðinum. Eftirtektarverðustu
áhrifin hafa verið á breska bankann
Northern Rock, en áhyggjufullir
viðskiptavinir hans héldu áfram
að flykkjast í útibú hans í gær til að
taka út sparifé sitt.
Bankinn viðurkenndi á fimmtu-
dag að eiga í fjárhagsvandræðum og
leitaði eftir aðstoð Englandsbanka
til að takast á við lausafjárskort
sinn. Þegar hafa viðskiptavinir
bankans tekið yfir tvo milljarða
punda út úr honum, eða sem nemur
260 milljörðum íslenskra króna. I
gærmorgun höfðu hlutabréf í bank-
anum lækkað um 33 prósent frá því
á fimmtudag.
thordur@bladid.net
f
Lækkun á
Wall Street
Hlutabréf lækkuðu í verði á Wall
Street við opnun hlutabréfamark-
aða í gær. Dow Jones-vísitalan
lækkaði um 0,23%, Nasdaq
lækkaði um 0,29% og Standard
& Poor’s 500 lækkaði um 0,27%. í
dag mun Seðlabanki Bandaríkj-
anna kynna stýrivaxtaákvörðun
sína en stýrivextir bankans eru
nú 5,25% og hafa verið óbreyttir
frá miðju síðasta ári.
Vandræði á lánamarkaði og
þær sviptingar sem hafa verið á
fjármálamörkuðum undanfarnar
vikur ásamt slakri stöðu húsnæð-
ismarkaðar í Bandaríkjunum og
versnandi stöðu á vinnumarkaði
gefa tilefni til vaxtalækkunar
í dag. Meðalspá Reuters meðal
greiningaraðila hljóðar upp á
vaxtalækkun um 0,25 prósent-
ustig í dag og munu vextir þá
verða 5,0%, samkvæmt Morgun-
korni Glitnis. mbl.is
ÖRT VAXANDI
ÞEKKINGARSAMFÉLAG
Oskum
aðilum sem vilja taka þátt
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar í samstarfi við ýmsa aöila
vinnur aö þróun og umbreytingu fyrrum varnarsvæðisins í
þekkingar- og háskólasamfélag.
Mikil starfsemi er þegar hafin og hefur Þróunarfélagiö
samhliöa óskaö eftir hugmyndum um nýtingu þeirra
eigna sem eftir eru á svæöinu ásamt tilboðum í þær.
Upplýsingar um eignir á svæöinu má finna á
www.kadeco.is