Orðlaus

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Orðlaus - 01.09.2003, Qupperneq 26

Orðlaus - 01.09.2003, Qupperneq 26
Ég er einn af x , i sem soðlaf Jturh lengur en flestir minn vina. Ég lifði fínu lífi, bjó í sérinnréttaðri .. ... . "bachelor" íbúð í hjarta miðbæjarins, myrkranna á milli og stundaði áhugamál mín ai krafti þegar ég átti tíma aflögu. Þó ég væ löngu uppþurrkaður þá þýddi það ekki að é sleppti heimsóknum á nærliggjandi knæpur í leit að skjótfenginni synd. Þeir leiðangrar skiluðu sér af og til í smávægilegum tilfinningakrfsum sem þó bitu ekki sérlega fas mér. Á þessum tíma gat ég ekki hugsað mér aö gangasttil sérlífis með einni konu. Ég hefði þurft að fórna allt of miklu fyrir það. Mér hryllti ekki sérstaklega við tilhugsuninni um það að vera aðeins með einni konu, það var tiihugsunin um það að þurfa að sníða minn skedjúal að hennar, skammta tímann sem ég hefði til að stunda áhugamálin, vinna reglulegri vinnutíma, uppfylla hennar væntingar og spila einhverja rullu sem hinn fullkomni maki. Þetta er rulla sem ég taldi mig einfaldlega ekki hafa genatíska uppbyggingu í að skila almennilega frá mér. En því að vera einn fylgja allskyns ókostir iíka, til dæmis jólin. Það er ömurlegt að vera einn um jólin ganga einn um bæinn að versla jeinhverjar tilgangslausar jólagjafir, horfa á hamingjusamt fólk spígspora um göturnar hönd í hönd rétt eins og heimurinn sé þeirra. Svo verða kröfurnar hjá mömmu um að færa henni tengdadóttur stífari og öflugri með hverju árinu sem líður. Stóra málið er það að maður verður í einhverfari og sérlundaðari eftir því sem maður bíður lengur með að festa ráð sitt. Maður málar . sig einhvern veginn út í horn og sér framtíðina þannig fyrir framan sig að maður verði alltaf einn, eignist aldrei börn og upplifi aldrei það isem í ritningunni stendur að maður eigi að upplifa. Á hinum pólinum getur maður unnið eins og skepna, glápt á fótbolta þegar manni sýnist og í raun gert allt sem manni dettur í hug, þegar manni dettur það í hug. Þannig hafði ég þetta og taldi mig vera fullkomlega sáttan við 'lífið, samt blundaði innra með mér einhver tómleika- og tilgangsleysistilfinning sem gerði vart við sig á ólíkiegustu tímum. Einn daginn var svo allt í einu komin kona í spilið. Án þess að hafa áttað mig á því þá var ég farinn að finna mig helvíti vel í rullunni sem ég hafði áður áætlað að ég ætti ekkert erindi í, þó blundar alltaf í manni frelsishugsunin, því það að vera í föstu sambandi er ofur einfaldlega frelsissvipting. Það sem þessari frelsissviptingu Konur vilja fá að rífast af og til, vilja fá tilefni til að garga og grenja, sættast og elskast. Á sama tíma er skoðun karlmanna sú að konur eigi bara að þegja og vera sætar Konur hafa mótíverandi áhrif á karlmenn, veita þeim drifkraft, ástæðu til að leggja hart að sér og veita þeim það sem þeir þurfa til þess að þeir haldi að þeir stjórni sínu lífi. fylgir er þó síður en svo allt neikvætt og það er að mínu mati það merkilegasta við þetta allt saman. Fyrir villimann eins og mig að fara að lúta lögmálum og skilmálum sem upp eru settir er ekki alltaf einfalt en einhvern veginn bögglast maður í gegnum það, stundum sér maður meira að segja að þessir skilmálar eru að gera manni gott. Einfaraeðlið hefur þó átt sinn þátt í því að gera nokkrar sprengjur sem hafa endað með hávaða og látum. En þessi vandamál leysast yfirleitt furðu fljótt og lífið verður eðlilegt á ný. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að himinn og haf skilja að hug kvenna og karla. Konur setja endalausar kröfur á mennina sína, þeir verða að uppfylla alls kyns viðveruskildur sem í flestum tilfellum virðast gjörsamlega tilgangslausar. Svo vilja þær að maður hlusti á sig, sama hversu heimskulegt og innihaldslaust umræðuefnið er. Svo þarf maður að vera hreinlátur, setja setuna aftur niður þegar maður er búinn að míga, vera ávallt til takj þegar heimboð til ættingja er á næsta4eyti, leigja frauðspólur á videóleigunni í staðinn fyrir áð velja einhverjar blóðugar slagsmálamyndi' þegja á meðan Brúðkaupsþátturinn J sjónvarpinu og skilja það þegar þær hormónasveiflum með allt á hornum sér. Kopur vilja fá að rífast af og til, vilja fá tilefni til garga og grenja, sættast og elskast. Á sa tíma er skoðun karlmanna sú að konur\ei bara að þegja og vera sætar. Þetta er krafan sem alvöru karlmenn setja. Það er em sérstök viðveruskylda, þær mega gera þaðse þeim sýnist svo lengi sem þær eru við eina fjölina felldar. Þegar það er boltiTbeii þarf maður að fá friðtil að horfa á hann, þegar vinnan kallar þá þarf maður að fá frið til aÖ stunda hana, þegar félagarnir vilja hitta mann þá þarf maður að fá frið til þess og þegar maður er þreyttur þá þarf maður að fá frið til að hvílast. Á þessum meiði er niðurstaðan sú að konur vilja stanslausan ófrið, eru frekar og ótillitssamar en karlmenn vilja bara fá frið til að lifa sínu lífi, en undir engum kringumstæðum vilja karlmenn losna við þessi geðsveiflandi óargadýr út úr lífi sínu. Þær hafa allt of marga kosti, sem ég hef sennilegast ekki tíundað nógu rækilega í þessum pistli. Með einu litlu brosi, einni lítilli hreyfingu, einu augnaráði geta konur þeytt karldýrinu í hringi, snúið því í kringum sig og stjórnað því. Öflugasta vopnið er svo náttúrulega að neita karldýrinu um kynlíf þar til það uppfyllir ákveðin skilyrði. Þetta er skelfileg sadistísk mannvonskubrella sem aldrei klikkar. í dýraríkinu er í flestum tilfellum svo fyrirkomið að það eru kvendýrin sem stjórna. Kvendýrin eru yfirleitt grimmari, útsmognari og harðari af sér en karldýrin. Karldýrin þurfa oft að vinna mikla vinnu, útvega hitt og þetta, vernda hreiðrið og laga það sem upp á kemur. Öilu þessu er þó stjórnað af kvendýrunum og þetta endurspeglast í lífi mannfólksins I hinum vestræna heimi. Hér eru það konurnar sem stjórna, með lúmskum og oft á tíðum ómeðvituðum hætti, en þær fá ávallt sínu framgengt á endanum. Náttúran sértil þess að þessi háttur sé hafður á, fæstir karlmenn vilja viðurkenna að þessu sé svona fyrir komið en staðreyndin öskrar framan í okkur og dæmin eru endalaus. Múslímarnir áttuðu sig nógu snemma á þessu og tóku þar af leiðandi mjög öfgafulla stöðu í málinu. Tóku öll völd og alla menntunarmöguleika af konum, sáu til þess ! Öflugasta vopnið er svo náttúrulega að neita karldýrinu um kynlíf þar til það uppfyllir ákveðin skilyrði. Þetta er skelfileg sadistísk mann- vonskubrella sem aldrei klikkar. að þær gætu ekki nýtt sinn kvenlega þokka til að táldraga karlmenn með því að skylda þær til að hylja ásjónu sína. Konum er algjörlega haldið í skefjum í mörgum löndum, enda er ástandið I þessum löndum ekki beysið, hvorki efnahagslega né félagslega. Ástæðan er augljós. Konur hafa mótíverandi áhrif á karlmenn, veita þeim drifkraft, ástæðu til að leggja hart að sér og veita þeim það sem þeir þurfa til þess að þeir haldi að þeir stjórni sínu lífi. Svo þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það konurnar sem ráða úrslitum um allan árangur. Svona er þetta í dýraríkinu og svona er þetta einnig hjá mannfólkinu. Svona verður þetta vonandi, því heimurinn mun hrynja um leið og þessi árstraumur náttúrunnar verður stíflaður. Við karlmennirnir verðum að sætta okkur við þetta því eftir allt þá láta þær okkur alltaf halda að það séum við sem sitjum við stjórnvöllinn. Snorri Barón Jónsson

x

Orðlaus

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.