Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 2

Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 2
o SPRETTUM AF STAÐ A NY 24. tbl. ágúst 2005 RITSTJÓRN Steinunn Helga Jakobsdóttir Hrefna Björk Sverrisdóttir UPPLÝSINGAR VARÐANDI EFNI Steinunn Jakobsdóttir steinunn@ordlaus.is S: 822 2987 AUGLÝSINGAR Hrefna Björk Sverrisdóttir hrefna@ordlaus.is S: 822 2986 FJÁRMÁL Hrefna Björk Sverrisdóttir hrefna@ordlaus.is s: 822 2986 HÖNNUN& UMBROT Steinar Pálsson / Sharq Birna Geirfinns / www.birnageirfinns.com ÚTGEFANDI Ár og dagur ehf. Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur S: 510-3700 www.ordlaus.is FORSÍÐUMYND Atli Förðun og hár: Guðbjörg Huldís FORSÍÐUANDLIT: Kristín Guðmundsdóttir Flestir eiga sér ótal drauma um lífið og tilveruna á sínum yngri árum, láta sig dreyma um ást og hamingju, æðislega vinnu og heimili þar sem stanslaus gleði rfkir. Eftir því sem árin líða verða þessir draumar þó ávalltfjarlægari. Hópurinn semspretturaf staðá rásmarkinu hæg- ir ferðina smátt og smátt og fer að sannfæra sjálfan sig um að sumir þeirra drauma sem bíða við endamarkið verði aldrei að veruleika. Einn og einn hlaupari heldur áfram en lafmóð þvagan horfir á eftir þeim öfundsverðum augum án þess að komast úr sporunum á ný og grefur hugmynd- ir sínar frá barnæskunni undir hlassi af lífsgæðaviðhorfunum sem samfélagið hefur kennt henni að lifa eftir. Þó að sá hópur sem eftir stendur virðist oft harðákveðinn í því hvernig farvegur lífsins verður næstu áratugina og lífið virðist á einhvern óskiljan- legan hátt renna áfram án þess að nokkuð feilspor sé tekið á leiðinni þá naga draum- arnir hann stöðugt í handabakið. Sá hópur á það til að festa sig í óhamingjusömum samböndum og vinnu sem gefur því lítið annað en launaseðil einu sinni í mánuði, en sættir sig við það af hræðslunni um að það gerist ekkert betra. Sá hópur hættir að leita þeirrar hamingju sem hann hélt að hann gæti fundið þegar hlaupið hófst því hann þorir ekki að taka nokkrar áhættur í lífinu. Hann heldur sig frekar í örygginu en er þá í rauninni bara að ýta á snooze-takkann, aftur og aftur og aftur. Því oftar sem þú stoppar og sættir þig við það sem dettur upp í hendurnar á þér án þess að það sé í rauninni það sem þú óskaðir þér, því fjarlægari verða draumarnir. Þó að það sé vissulega freistandi þá verður maður aldrei ástfanginn, hamingjusamur eða sáttur við sitt ef maður hefur aldrei þorað að sækjast eftir því. Hópurinn sem hræðist það sem hann veit ekki hvort að endi vel eða illa, er í rauninni bara hræddur við lífið sjálft og gleymir að lifa því. Það er ekki nóg að eiga drauma ef þú þorir aldrei að eltast við þá. Fyrsta skrefið til þess að fá fæturnar af stað á ný er að hætta að óska þess að hlutirnir væru öðruvísi en leita þess í stað þeirra leiða sem þarf til þess að breyta þeim. Það þarf hugrekki til þess að hlaupa aftur af stað þar sem enginn veit hvenær hann dettur beint á andlitið, en með því að taka áhættur færist hópurinn nær því marki sem hann stefnd að í upphafi. Þó að fjöl- margar orrustur tapist eflaus á leiðinni þá sigrar sá hinn sami að lokum. MYNDIR Gúndi Atli - www.at.is Steinar Valtýr Einar Erb Ester PRENTSMIÐJA Prentsmiðja Morgunblaðsins Upplag: 25.000 PENNAR Aðalbjörn Sigurðsson Ágúst Bent Egill Harðar Halldóra Þorsteinsdóttir HaukurS. Magnússon Hrefna Björk Sverrisdóttir Jóhanna Sveinsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir Magnús Björn Ólafsson Margrét Hugrún Steinunn Jakobsdóttir Sunna Dís Másdóttir ... og fleiri nafnlausir. Steinunn Jakobsdóttir EFIUISYFIRLIT 6 Hvað verður á Airwaves? 16 Bent rýnir í hip hop tungu! 28 Hollywood 30-32 Múm 34 Hvernig Date hentar þér? 38 íslenskir karlmenn um íslenskar konur. 42 How did you like lceland? .... og svo mikið, mikið meira!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.