Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 16

Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 16
I ÞEGAR ÉG VERD STÓR.... Þegar ég var lítil þá ætlaði ég að verða hárgreiðslukona þegar ég yrði stór. Það val var kannski bundið því að mamma var eina fullorðna konan sem ég þekkti og hún var hárgreiðslukona og því lá beinast við að gera það sem "all- ar" fullorðnar konur gerðu. Síð- an varð ég eldri og komst í kynni við undraheim sjónvarpsins. Ég sá mynd sem bar heitið Indíana Djóns, og var þar með harðákveð- in í að verða fornleifafræðingur. Seinna meir komst ég svo að því að fornleifafræðingar gera minnst af því sem Indíana Djóns gerði. Forn- leifafræðingar eyða mestum tíma sínum á hnjánum í mold og moka tveggja metra djúpar holur með bursta og þolinmæðinni einni sam- an. Þar með var sá draumur búinn og ég neyddist til að finna mér nýj- an starfsferli, þá 10 ára gömul. Ég ákvað því að gerast arkitekt. Ég hófst handa við að teikna allskon- ar löguð hús og kofa og fannst ég standa mig meðprýði. Pabbi minn fræddi mig svo einn daginn um nokkuð sem kallaðist hlutföll og verkfræðingar, og sagði mér að út frá þeirra sjónarmiði og hlutfalls- lega séð myndi enginn vilja byggja hjartalaga hús sem stæði á dem- anti og sneri alltaf í átt að sólu. Ég ákvað að arkitektúrinn væri ekki nógu þakklát grein fyrir sköp- unargáfu mína og gaf hann upp á bátinn. Nokkrum árum seinna viku allar fyrirætlanir um hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór fyrir unglingsárunum og við tóku pælingar um sæta stráka og ým- is konar partýstand. Nú 13 árum seinna er ég orðin tiltölulega stór, alveg 26 ára, og veit ekki enn hvað ég vil verða þegar ég verð stór ... sem ég er orðin. Tilvistarkreppan er hafin. Ég er farin að fá eina á ári núna. Allir í kringum mig eru orðnir stór- ir. Orðnir læknar eða fréttamenn eða hárgreiðslukonur, ég meira að segja veit um einn fornleifafræð- ing sem elskar að liggja í drullunni í Skálholti og skoða hvern stein sem hann finnur. Ég hinsvegar verð at- vinnulaus eftir mánuð og veit ekk- ert hvað ég á að gera við lífið mitt. Mig langar svo að finna ástríðuna í lífinu, helst núna, ekki þegar ég er orðin sextug. Mig langar ekki að vera ein af þessum manneskj- um sem skrifaðar eru blaðagreinar um því ég lauk námi sjötug, nógu tímanlega til að fara á ellilífeyri. Ég hef alltaf öfundað fólk sem veit nákvæmlega hvað það vill gera í lífinu og hefur vitað það alla ævi. Fólk sem kom á fleygiferð út úr mömmu sinni í fangið á læknin- um, leit á lækninn og hugsaði - þú ert sniðugur mig langar að verða einsog þú - ... og svo ... 26 árum seinna er það læknar. Ég er nú þekkt fyrir að vera dálít- il dramadrottning og er kannski að gera úlfalda úr mýflugu. En lífskreppur eru til þess að vera dramatískur. Hinsvegar hefur þessi nýtilkomna kreppa leitt af sér nýja uppgötvun hjá mér. Þó ég hafi alltaf öfundað fólk sem hefur markmið í lífinu sem það stefnir að alla ævi þá er ég bara ekki viss um að ég sé þessi manneskja sem lifir sínu lífi þannig að stefnan er bara sett á einn stað. Ég yrði ekki ánægð þannig, þá gæti ég jafnvel 16 Amerískt rapptunga Þó að oft séu til sérstök slang- uryrði þá snýst ebonics oftast um brenglað málfar ("He reads Wordless" verður "He be readin Wordless"). Sumir rapparar hafa líka haft þann háttinn á að bæta við eigin endingum sem oftar en ekki eru frekar merkingarlitl- ar. Árið 1982 gaf funk tónlistar- Nigga breytir hann í Nizzle, G í jizzle og síðan house í hizzle. Það er ekki flóknara en það. Þannig að þessi texti á íslensku væri: Auðvit- að negri, stóri Snoop Dogg aftur í húsinu, stjórinn, negri. Óneitan- lega hljómar þetta betur með þess- um merkingarsnauðu izzle-um. maðurinn Frankie Smith út lagið Doubledutch Bus þar sem hann notaði fyrst "-izzle" endinguna sem rapparar á borð við Snoop Dogg hafa gert vinsæla: "Fa shizzle my nizzle, the big Sno- opy D-O-double-jizzle Back up in the hizzle, Da Boss, Nigga" Þarna breytir Snoop Dogg slangur- yrðinu Fo'sho (For Sure) í Fa Shizzle, Rapparinn Jay-Z notaði aðra mynd sama slangurs í smellinum H to the Izzo. "H to the izz-O, V to the izz-A Fo'shizzle my nizzle used to drib- ble down in VA" Jay-Z er þarna að stafa annað listamannanafn sitt; Hova (eins og í Vottar Jehvóva) en notar "izz"- viðbótina fyrir hljóm og flæði. Löngu fyrir tíma sms talsmáta ungra stúlkna og einstaks orða- forða Gillzeneggers voru blökkumenn vestanhafs búnir að hanna sitt eigið tungumál. Tungumálið, oft kallað Ebonics - kom- ið af orðunum ebony og phonics - hefur síðan 1996 verið flokk- að sem erlent tungumál í skólum Oakland í Kaliforníu og nú á dögunum gerðu önnur umdæmi ríkisins hið sama. Nemendunum er þá kennd enska rétt eins og spænskum og öðrum erlendum nemendum, þ.e. sem erlent tungumál. Ebonics eða Svört enska hefur líklega dreifst svona gífurlega um Bandaríkin og gjörvallan heiminn að miklu leyti vegna rappara, en eðli málsins samkvæmt nota þeir þessa mállísku einstaklega mikið. En ekki eru öll slanguryrði sem heyrast í rapplögum jafn einföld og þessi. Rapparinn Big L, sem myrtur var 1999, gaf á sínum tíma út lagið Ebonics þar sem hann þýð- ir slangur yfir á almenna ensku. “Cars is whips and sneakers is kicks Money is chips, movies is flicks Also, cribs is homes, jacks is pay phones Cocaine is nose candy, cigarettes is bones A radio is a box, a razor blade is a ox Fat diamonds is rocks and jakes is cop" Þó að fá lög innihaldi jafn ítarlega útlistun slangurs (og jafn mikið af því) þá er í rauninni erfittaðfinna lag eftir bandarískan rappara sem inniheldur engin slanguryrði. Það á við neðanjarðar, sjálfstæða rap- para jafnt sem þá allra frægustu. "Be easy nigga, I layyour ass out Be-lieve me nigga, thats whut l'm about, gangsta You could find a nigga sittin on chrome Hit the clutch, hit the gear, hit the gas and l’m gone" 50 cent með sitt hefðbundna grobb í laginu If I Can't af plötunni Get Rich Or Die Trying. Bein íslensk þýðing úr ensku og ebonics væri eitthvað á þessa leið: Vertu rólegur negri, ég geng frá þér trúðu mér negri, það er það sem ég er um, glæpamaður þú gætir fundið mig á glæsibif- reið með krómfelgum stigið á kúplinguna, setti gir, gef- ið inn bensin og ég er farinn blindast fyrir einhverju öðru, ein- hverju frábæru. Kannski er mark- miðið mitt í lífinu og mín stefna sú að vera ánægð í því sem ég tek mér fyrir hendur, hafa augun opin og prófa sem flest. Hinngóðkunni maður Halldór Laxness sagði eitt sinn að alltfari einhvern veginn þó menn efist um það á stundum. Því er óþarfi að hrærast í útkomunni, hlutirnir fara alltaf einhvern veg- inn. Það er hægara sagt en gert að hengja sig ekki í útkomuna því útkoman er oftast það sem maður óttast mest, það er að hún geti far- ið á annan veg en við vildum. En það er rangt að fara í gegnum lífið húkt á einni útkomu. Ævi okkar á ekki að snúast um að finna tilgang lífsins heldurfrekar að hafa tilfinn- ingu fyrir lífinu ... lifa því í staðinn fyrir að spá hvernig við ættum að lifa því. Þannig ég ætla bara að hætta að barma mér og fara að lifa lífinu. Tilvistarkreppu lokið. Jóhanna ORÐABÓKIN: Badunkadunk -Vel útlátinnaft- urendi. Bent - Brengluð sýn á veruleika td. "You got me bent, I ain't like that." Að vera undir áhrifum kannabis og/eða áfengis "Bent got bent last night at that party." Bootydoo - Þegar maginn stend- ur lengra út en rassinn td. "Girl, see those hiphophoes at Opus, they all have bootydoo." Buttaface - Vel vaxinn en ófríð kona, dregið af setningunni "Everything look good, but her face" Crackalackin' - Það sem er í gangi. "Heymaing, what'scrack- alackin'?" High-five - H.I.V. veiran "Ho- mey got the high-five from the skanch queen." Að sjálfsögðu skipist slangrið mik- ið eftir landshlutum en uppistaðan í bandarískri rapptungu er ebonics og götuslangur. Bandaríkjamenn af afrískum uppruna eru eini þjóð- flokkurinn í landinu sem hefur ekki fengið tækifæri til þess að tala sína eigin tungu. Ebonics er þeirra leið til þess og þótt tungan verði æ al- gengari meðal annarra kynþátta þá er hún þó merk arfleið þel- dökkra Bandaríkjamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.