Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 4

Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 4
PÚLH-D áPRHm»*- Flottar fartölvutöskur Vandamálið við að eignast fína fartölvu reynist oft vera það að erfitt er að finna góðar og flott- ar töskur utan um þær til þess dröslast með þær um bæinn. Nú eru loksins fáanlegarfar- tölvutöskur hér á landi sem ekki þarf að skamm- ast sín fyrir, en framleið- andinn Mo- bileEdge hefur sett á markað kvenlegar töskur sem tölvan smellpassar í. Töskurnar eru með sérhólf fyrir tölvuna sem bæði geymir hana örugglega og verndar hana í senn, en einnig er pláss fyrir veski, lykla, snyrtivörur og aðra fylgihluti sem fylla venju- lega handtöskur kvenna. Töskurn- ar eru fáanlegar í verslun Svar. Kaffihus bjargar heiminum! Denise Cerreta var orðin þreytt á því að sjá svo miklum mati hent í ruslið á meðan milljónir manna deyja úr hungri og ákvað að gera eitthvað í málunum. Hún opnaði því lífrænt veitingahús í Salt Lake City sem ber nafnið One World Café. Kaffihúsið sem hefur átt miklum vinsældum að fagna frá því það opnaði er frábrugðið öðr- um að því leyti að þú ákveður ná- kvæmlega hversu mikið þú færð af hverju hráefni þannig að þú þarft ekki að skilja neitt eftir og það eru engin verð á matseðlinum. Það þýðir samt ekki að allt sé frítt held- urþarfviðskiptavin- urinn að ákveða hversu mikið honum þykir sanngjarnt að borga fyrir matinn. Þann- ig geta fátækir borgað lítið og rík- i r mikið fyrir matinn og því fá þeir sem þurfa á matnum að halda hann á mun lægra verði. Á heim- síðu sinni www.oneworldcafeusa. com segjast þau vera ákveðinn í því að útrýma hungri, fæða alla í samfélaginu sem á því þurfa að halda, breiða út lífrænt ræktaðan mat til fjöldans og síðast en ekki síst að þeir treysti því að mannfólk- ið sé heiðarlegt, sem þau hafa nú komist að fyrst að kaffihúsið geng- ur! Við bíðum auðvitað spennt eftir því að One World Café opni í Reykjavík. þinnl! Þetta hljómar mjög rugl- ingslega en svona virkar þetta: Þú byrjar á því að fara á grefedia. net og velja þér orð eins og t.d. hello . Síðan velur þú skjal úr tölv- unni sem þú festir við orðið, t.d. tónlistarbrot, vídjóbrot eða mynd. Næsta skref er síðan að koma orð- inu þínu á framfæri og það gerir þú með því að fara út með blá- an penna og skrifa í þessu tilviki hello og undirstrika það, hello. Þegar fólk sér hello undirstirkað einhversstaðar fer það í símann sinn eða tölvuna og sendir hello® grefedia.net og fær þá sent skjalið sem þú festir við orðið. Grafedia hefur vaxið mikið á und- anförunum mánuðum og hundr- uðir hafa sent inn orð. Því er einn- ig haldið fram að þetta eigi eftir að nýtast markaðsfólki sem vill koma vöru á framfæri en þá væri t.d. hægt að skrifa Björk og þeg- arfólksendir það innfær það laga- brot frá Björk í símann og þannig væri hún að kynna nýja diskinn sinn. Efnisheimurinn tengdur®1 ö'an Fransisco við netheiminn Nýjasta verkefni NYU interactive telecommunications program heit- ir Grafedia. Grafedia er í rauninni texti sem er skrifaður hvar sem er, t.d. á gangstétt, vegg eða stræt- óskýli og tengist við margmiðlun- arskjöl sem þú færð send í símann San Fransisco er bæði litrík og ævintýrarík borg, full af fjöri, sem fáum hefur þó gefist tækifæri til að heimsækja. Nú þegar lcelanda- ir bjóða beint flug þangað ættu fleiri íslendingar að geta sótt borg- ina heim og kynnst öllu því sem hún hefur uppá að bjóða. í næsta blaði geta lesendur Orðlaus feng- ið að fræðast frekar um lífið og menninguna í þessari hippaborg Bandaríkjanna og ef einhver hefur góð ráð fyrir ferðalanga, endilega sendið okkur póst á ordlaus@ord- laus.is Tonlistm 1 græjunum -Matti á Xfm Hvaða plötu ertu að hlusta á? Sú plata sem ég er að hlusta hvað mest á þessa dagana er án efa nýjasta plata Dr. Spock. Dr Phil heitir hún og er alveg magnaður and"#%. Ég fíla mest geðveikina og allt metal grúvið sem er i gangi og ekki skemmir fyrir að bæði Finni og Óttar Proppé fara á kostun sem söngvarar. Ef þú vilt eitthvað nýtt, öðruvísi og gott íslenskt rokk þá er Dr. Phil málið. Hvaða plötu ertu að bíða eftir? Það ertvær plötur sem mig hlakk- ar mest til að heyra. Fyrst er það nýja Mínus platan hvenær sem hún nú kemur út, gaman verður að sjá hversu vel þeir eiga eftir að fylgja eftir velgengni Halldórs Lax- ness. Hin er einnig íslensk og er ný plata Brain Police sem vonandi kemur út snemma á næsta ári. Það verður án efa áhugavert að sjá hvernig Búa gengur sem nýjum gít- arleikara eftir að Gulli fór í Lights On The Highway. Einnig eru nýju lögin sem Brain Police eru að taka á tónleikum í dag mjög góð. DUREX DUXARIKYNLIFINU... Durex ætlar ekki að láta landsmönnum leiðast í rúminu. Á meðan þeir stuðla að öryggi og heilsu okkar landsmanna gera þeir líka allt til þess að stundirnar í svefnherberginu verði sem ánægjulegastar og því hafa þeir sett á markað nýjungar sem allar náttborðsskúffur ættu að vera fullar af. Gerðu G- blettinn þinn geðveikt glaðann. Ekki nóg með það að Durex hafi fundið upp hringinn þá hafa þeir einnig sett á markað sleypiefni sem nota má meðeða án smokks. Sleypi- efnin fást með þremur mismunandi áherslum en eiga það sameiginlegt að veita extra unað. Þú getur valið um Heat sem hitnar þegar blásið er á efnið. Feel sem eykur næmni taugaendanna og síðast en ekki síst Tingle sem kitlar þig þar sem þérfinnst gott að láta kitla þig. I 1 áttu tólið titra... ígnMf' m Smokkar fyrir alla Eins og allir vita er smokkurinn nauðsynlegur fyrir alla þá sem ætla að stunda skyndikynni. Mörg- um þykir þessi aukahlutur vera algjör gleðispillir en með nýju Dur- ex smokkunum ættu allir að geta fundið smokk við sitt hæfi. Mat- gæðingar geta fengið sér smokk með bragði. Djammararnir gætu fílað „Tingle" sem kitlar kynfærin og „Pleasuremax" er eitthvað fyrir alla því hver vill ekki auka ánægju kynlísins. Uppfinning aldarinnar... allavega fyrir stelpur, er komin á markað. Ef þú ætlar að stunda kynlíf á næstunni mælum við með því að þú hlaupir út í næstu versl- jl un og kaupir þér Durex play gleðihringinn. Durex play gleðihringurinn er hringur sem settur er á liminn áður en gamanið byrjar. Hringurinn er með áföstu batteríi sem lætur hann titra og eykur þannig ánægju kynlífsins svo um munar. Batteríið dugar í 20 mínútur, en þú getur slökkt og kveikt á honum eftir hentugleika. Þú getur notað hringinn með eða án smokks. Hverþarfrándýranvíbra- dor þegar tólið sjálft er á fleygiferð... ekki við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.