Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 24

Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 24
ÞAÐ ÞARF STUNDUM AÐ SLÁ ÞAU TIL AÐ ÞAU VAKNI HVORT VAKIR ÞÚ? SVARTHVÍTA HETJAN MÍN - FRÁ LUNDÚNUM TIL HJARTA REYKJAVÍKUR Ég opna aldrei svo augun að morgni að ég hlæi ekki eigin heimsku. „Hvílíkur skopleikur, gaman hvað ég get verið vitlaus" - skýt ég reglulega inn í til að fyrirbyggja óþæg- legar þagnir sem koma gjarna upp þegar ég á í hrókasam- ræðum við sjálfan mig. Og sólin skín og fuglarnir skríkja og ég fer spenntur út að skoða. „Mikið eru spörfuglarn- ir sætir og krúttlegir í dag" - segi ég og samsinni strax sjálfum mér af kappsfuilum áhuga. Niðrí bæ er allt á iði. Klukkan er orðin tvö eftir hádegi að jarðartíma (miðað við tímabelti að sjálfsögðu) og tími til kominn að hitta gvuð. Dómkirkjuklukkurnar hringja frekjulega og trufla mig þar sem ég stend á stéttinni fyrir utan og hugsa um hvað það væri dásamlega fyndið ef gvuð hefði hagað því þannig aðallir hlutirdyttu uppen ekki niður-þá væri allt hlekkjað við jörðina og við gerðum fátt annað en hefta niður vini okkar svo þeir dyttu ekki upp í gegnum skýin - og þá sem skulda okkur peninga að sjálfsögðu, ekki má gleyma skuldingjunum. Ég rölti niður að Vonarstræti og vonast eftir strætó fyrir utan Ráð- húsið sem stendur svo stællegt og sterkt upp úr hálf skömmustulegri tjörninni. Við hliðiná mér, á báru- járnsstoppustöðinni, situr maður og hugsar. Hann er fallegur og myndarlegur í nýjum, svörtum og hvítteinóttum jakkafötum. Þvílíkt glæsimenni! Spánýtt og skjanna- hvíttslifsfrá Sævari Karli og hvöss, svört kubbagleraugu setja spakan og virðulegan svip á annars barna- legan skrokkinn. Hann þrýstir kol- svartri skjalatösku að brjósti sér og fölkreppir hnefana um töskuhand- fangið - það segir mér tvímæla- laust að hérna sé ábyrgur maður á ferð. Honum hefur verið falið að gæta skjalatöskunnar og á hann má stóla. Ég dáist að sannfæring- unni sem geislar af honum. Pólíestertröllið mitt. „Örugglega að fara að hitta eitthvert stór- menni" - hugsa ég og verð alveg skelfilega vonsvikinn þegar það stendur upp. Það treystir sterkari lófann um handfang töskunnar og dregur að sér andann eins og það sé að fara að kafa dálítið. Troðfullurþristurinnrennurþung- lamalegaíhlaðogandarléttarþeg- ar hann opnar á sér hurðina. Ég er að bíða eftir hundraðogfimmtíu en mig dauðlangar að dást lengur að vini mínum í nýju jakkafötun- um - aldrei væri hægt að treysta mér fyrir svona mikilvægri skjala- tösku. Mig langar að kalla og biðja hann um að taka bara hundraðog- fimmtíu með mér í staðinn - hann fer næstum því alveg í sömu átt og þristurinn. Ég gríp þó frammí fyrir sjálfum mér á síðustu stundu - það hefði verið allt of hallærislegt að tala við hann núna - betra að bíða bara þangað til ég sé hann næst. Hetjan stígur inn í strætisvagn- inn. „Of seint að tala við hana núna snillingurinn þinn" skít ég vonsvikinn að sjálfum mér en er of pirraður til að nenna að svara þess lags kommentum. Þristurinn hæg- ir á sér og staðnæmist við Tjarnar- götuhornið. „Kannski hann hafi ákveðið að taka hundraðogfimm- tíu" hugsa ég og sprett á fætur. Búmm! Bakið á vagninum opnast eins og á borðbombu á gamlárs- kvöld og út spýtast líkamsleifar í öllum regnbogans litum. Yfir mig rignir fingrum, höfðum og táslum “Ég stóð hjá og horfði á ykkur svívirða og drepa þessa gömlu konu - og ég lyfti ekki litla fingri til að hjálpa henni, rændi svo líkið áður en það stirðnaði." í öllum stærðum og gerðum og spriklandi garnir og leikandi æða- kerfi skjótast út og hengjast glað- lega á nærliggjandi Ijósastaura og umferðarskylti. Nefbroddur skoppar léttilega framhjá og heilu leggirnir þeytast í tignarlegum og yfirveguðum sveiflum í allar hugs- anlegar áttir. Hvílík bomba - fæst áreiðanlega eingöngu undir borð- ið hjá Skátunum fyrir gamlárs. Ég sest aftur á bekkinn og pota spekingslega með fætinum í efri- hluta pólíesterskrokks sem hafði hálfnað á leiðinni að biðskýlinu. Hann kippist undrandi við og vellt- ir sér á hliðina. „Svarthvíta hetjan mín!" hrópa ég af fögnuði og hið hálfgerða tröll brosir til mín af skilningsríkri þolinmæði. „Hvar er taskan þín?" spyr ég og skima áhugasamur og fórnfús í kringum mig. „Það má ekki týna svona töskum, það getur verið svo margt mikilvægt í þeim" útskýri ég en sé strax eftir því. „Hann veit mikið betur en þú hvað taskan er mikilvæg - það hefur bara einhver óknyttardrengur hnuplað henni" tauta ég skömmustulega til sjálfs mín sem er farinn að fara í taugar- arnar á mér. Hálfrisinn brgsitkankvíslega eins og hann skyr^prúgandi áhyggj- ur mínar „Ég týndi ekki töskunni hjartans vinur minn. Ég sprengdi hana og fargaði viljugur sjálfum mér og öllum þeim sem í strætis- vagninum voru". Ég horfi dulráðum augum á vin minn og spotta að hann er augljós- lega með óráði. „Svona, svona vin- ur" segi ég djúpur og ábyrgðarf ull- ur. „Þú ert bara sorgmæddur því þú dvergaðist á leiðinni hérna til mín á biðskýlið. Það er ekki þér að kenna þótt einhver kumpáni hafi haft af þér töskuna og hnuplað af þér löppunum, Og þú svona slapp- ur og fölur núna. Æ, hvað það er alltaf dapurt að týna tösku". Hetjan virðist hressast nokkuð við þessa orðræðu og gípur þéttings- fast um hendina á mér. „Ég sprengdi þennan strætisvagn aftur á steinöld vegna þess að þeir sem í honum voru áttu fátt betra skilið. Ríkisstjórn ykkar hefur alger- lega afskiptalaus og án nokkurs mótlætis af ykkar hálfu slátrað öllu því sem mér er kærast" tekst hetj- unni að segja algerlega án þess að mynda bil á milli tanngarða. „Ég skal segja þér dæmisögu" heldur hún ótrauð áfram þótt hún sé farin að hvítna og slappast dálít- ið af þreytu og kannski ofmiklu sól- skyni. „Það voru einusinni þrir vin- ir að metast um hver væri þeirra verstur. Einn barði sér á brjóst og lofaði eigin ranglæti I hástert. „Ég er ykkar verstur" sagði hann sann- færður. „Einusinni sá ég gamla konu hökta við hækju niður eftir Hverfisgötunni. Af einskærri gam- ansemi sparkaði ég undan henni hækjunni og skemmti mér kon- unglega þegar hún grét yfir því að hafa skollið með hökuna í götuna. Þvi næst barði ég á höfði hennar þar til hún gat ekki lengur stunið upp kjökri sínu". „Kallarðu þetta illvirki" sagði annar vinurinn úr hópnum. „Ég er margfalt verri en þú því ég hjálp- aði þér að ræna gömlu konuna, manstekki, og veitti henni náðar- höggið í hægindum". Þriðji maður- inn í hópnum gat ekki annað gert en hlegið glettilega að félögum sínum. Hann tók til máls: „Dreng- ir mínir, illvirki mitt engla ykkar verstu verknaði. Ég stóð hjá og horfði á ykkur svívirða og drepa þessa gömlu konu - og ég lyfti ekki litla fingri til að hjálpa henni, rændi svo líkið áður en það stirðn- aði". „Þvílíkur frásagnarstíll. Þvílíkur eldmóður. Hann er greinilega æv- intýramaður" hugsa ég og horfi hugfanginn á hálfbúkinn blóð- hósta upp úr sér sögunni. Hetjan sleppir hendi minni og kíkir á máfana bítast um girnilega skrokkhluta. „Ég skal bara finna handa þér nýja" segi ég henni til hughreyst- ingar og hleyp að rústum strætis- vagnsins, sparka til nokkrum klof- um og róta áhugasamur ( volgri hrúgunni. „Snáfiði mávar! Sjáiði ekki að manninn vantar aðra tösku!" Magnús Björn Ólafsson 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.