Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 44

Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 44
Skátar hafa verið að starfandi í tæplega þrjú. Sveitin sendi frá sér skífuna Heimsfriður í Chile i fyrra og nýja lagið þeirra Halldór Ás- grímssonhefuráttmiklumvinsæld- um að fagna á heimasíðunni Rokk. is. Sveitin er skipuð fimm hressum strákum sem koma úr mörgum áttum. Auk Benna eru það Óli, Pétur, Markús og Bjossi. Orðlaus ákvað því að forvitnast frekar um hljómsveitina. Hvernig myndir þú lýsa tónlistinni? Vinur okkar kallar tónlistina sem við spilum "skronk" og annar góð- ur vinur sagði um tónlistina okkar að það væri allt í rugli en samt allt að gerast. Við höfum allir frekar ólíka tónlistarsmekki. Það heyrist oft í lögunum okkar og get ég lof- að því að þegar við komum heim af æfingu situr enginn sama disk- inn í spilaran. Hvað er á döfinni? Við stefnum á að semja nógu mörg lög sem við erum fullkomn- lega sáttir við og ætlum i kjölfar- ið að taka upp og gefa út aðra plötu. Stærsta giggið? Ég veit ekki með stærsta en mér fannst útgáfutónleikar sem við héldum í Stúdentakjallaranum mjög skemmtilegir. Ég var reyndar með 39 stiga hita en tónleikarnir voru engu að síður með þeim betri sem við höfum spilað á og stórir í huga manns þó að staðurinn sé frekar lítill. Lagið Halldór Ásgríms- son, um hvað er pað? Það koma nú reyndar bara fjögur orð fyrir í laginu og þau eru klasa- bomba, dátaleikur, sprengjuleit og sinnepsgas. Þetta eru allt orð sem Halldór lét frá sér falla í frétt- um um sprengjuleit Sameinuðu þjóðanna í frak árið 2003. Það var fyrrum söngvari okkar, Ólafur Guðsteinn, sem samdi textann og speglar hann skoðanir okkar á viss- an hátt. Vantar eitthvað í ís- lenskt tónlistarlíf? Mérfinnst vantafleiri og betritón- leikastaði sem eru opnir öllum hóp- um, straumum og stefnum. Einnig finnst mér að viðhorf og viðleitni tónleikahaldara mætti breytast í garð hljómsveita. Þá meina ég að það ætti að verðlauna hljómsveit- ir og tónlistarmenn meira. Barir og tónleikastaðir eru jafn háðir tónlistarmönnum og tónlistar- menn eru háðir þeim. Án tónlist- armanna væru þeir ekki að meika bissness, það eru jú tónlistarfólkið sem er oftast aðdráttaraflið. Ann- ars er gaman að vita af því hvað það er mikið af ungum og efnileg- um hljómsveitum að spretta upp, sveitir eins og Big Kahuna, Allmar, Jakobínarína, Kosijama, Gavin Portland, Johnny Poo, Truckloads of Steel o.fl. Heimsfrægð? Kannski. Hafið bið verið að spila úti? Já, við fórum í stutta tónleikaferð um England í vetur en okkur var boðið að spila á tvennum tónleik- um í London af vefriti sem heitir Drowned In Sound og X-Fm í Lond- on (þar spiluðu einnig Skakkama- nage, Jan Mayen og Reykjavík!) og svo spiluðum á tónleikum sem haldnir voru af plötuútgáfu sem heitir Moshi Moshi. Það var bil á milli þessara tónleika þannig að við töluðum við vini okkar í Brigh- ton sem eru í hljómsveit sem heitir l'm Being Good og þeir skipulögðu tónleika fyrir okkur og Reykjavík! þar og í Southampton í millitíð- Eitt að lokum, eigið þið ekki einhverja góða rokksögu? Það er nú það... Mér fannst það mikið rokk þegar Óli gítarleikari ældi á trommusettið þegar hann lamdi húðir í hljómsveit sem heit- ir Svört Verða Sólskin (þetta gerð- ist þegar hann var að spila) og svo drapst Bjössi bassaleikari fyr- ir framan sviðið með hljómsveit sinni Petrograd áður en tónleikar hófust. Það er líka mikið rokk. Ég man ekki neina góða rokksögu af Skátum, við erum allir svo prúðir. Tu n g u m á I heilla mig. Eins og er hef ég lært átta tungumál um ævina, burtséð frá mínu ylhýra móðurmáli. Þó að þýskukunnátta mín samanstandi núna af nokkr- um frösum um flugvélar („þetta er flugvél" og „þetta er gul flug- vél", til dæmis) og danskan sé mér nokkurn veginn lokuð bók svo ekki sé nú minnst á forngrísku sem mér er nú algerlega fyrirmun- að að lesa, og man ekki annað úr en að enska nafnið Chloe þýð- ir líf finnst mér virkilega gaman að búa yfir þessari þekkingu. Ég get til dæmis fundið ýmsar teng- ingar á milli mála, séð hvaða orð eru svipuð, hvaðan þau koma og margt fleira stórkostlega spenn- andi fyrir nörd eins og mig. Um daginn komst ég til dæmis að því að ég get víst sagt eitthvað á öllum málum, óháð kunnáttu og áhuga. Ég get hnerrað á níu mis- munandi tungumálum. Þar sem ég sat umkringd snýtu- pappír og klóraði mér í augunum í vininni Húsavík komst ég að því að ég er með frjókornaofnæmi. Með fullri virðingu fyrir ofnæmisfólki víðs vegar held ég að þetta sé eitt leiðinlegasta ofnæmi allra tíma: gott veður úti á íslandi, nota bene (latina) og ráðin sem apóteksbæk- lingurinn gefur mér er að 1 halda mig innandyra, 2 loka öllum glugg- um.Greinilegaleiðinlegastaofnæ- mið. Fyrir utan rafmagnsofnæmi. Og mjólkur-/ger-/sykur-/hveiti- pakkinn er svo sem varla skemmti- legur. Ekki rykmauraofnæmi held- ur. Jæja. Ég velti mér að minnsta kosti upp úr sjálfsvorkunn og snýtupappír og sam- viskubiti. Samviskan bítur Ég er gríðarlega gjörn á að fá samviskubit. Tungumálakunnátta mín leyfir mér að velta þessu fyrir mér á tvo vegu. Annars vegar: ég er ofnæm. Ekki bara með ofnæmi fyrir blásaklausum frjókornum sem hafa ekkert illt í huga og vilja bara grænka þessa vindasömu eyju okkar. Ég er yfir höfuð of- næm. Þess vegna nær samvisku- bitið svona oft í rassinn á mér. Of- næmi mitt má til dæmis sjá á því Ég er yfir höfuð of- næm. Þess vegna nær samviskubitið svona oft í rassinn á mér. að um daginn bíðið bara fór ég að gráta yfir þeim mikilfenglega þætti „The biggest loser". Af því að einn þeirra fékk að hitta kon- una sína og hann var kominn nið- ur í mittisstærð 34! Einmitt. He, he (þýska). Mér til traust og halds I vörn minni hafði ég reyndar ýms- ar hormónabreytingar á skemmti- legasta degi mánaðarins þar sem maður gerir sér grein fyrir að nei, maður gerðist ekki svo forsjáll að kaupa feminine hygiene (enska) vörur vikunni áður, og já, súkku- laði er vist allt sem þú þarft til að lifa af. H i n túlkunin á mínu eilífa samvisku- biti er þessi: ég er með ofnæmi. Ekki bara fyrir litlu krúttlegu frjókornunum heldur líka hinum ýmsu skordýrum. Svo virðist að minnsta kosti vera þar sem að ég blæs út og fæ hin skrautlegustu kýli í hvert skipti sem einhver ill- gjörn fluga, innlend eða erlend, nartar í mig. Það virðist vera eins meðsamviskubitiðogskordýrabit- in. I hvert skipti sem samviskan bít- ur mig blæs ég út og steypist út í ofnæmisviðbrögðum: nagandi samvisku, ótta, leiða, og að sjálf- sögðu sjálfsvorkunn yfir að þurfa að ganga um með þessi viðbjóðs- legu kýli þegar ég ætti að vera að skemmta mér. Sjáiði til, orðið sjálft (samviska) býður upp á þessa túlkun: sam- eiginleg viska allra í samfélaginu. Þegar brotið er gegn þessari visku fær maður samviskubit. Ég vísa þessu hér með á bug og segi að samviska sé eins og flugurnar. Hún er nauðsynleg til að halda lífkerfinu gangandi en því miður eru sumir aðeins næmari en aðrir, eins og með svo margt annað. Hún sækir í mig, alveg eins og bölvað- ar flugurnar, vegna þess að hún veit að ég get ekki vísað henni á bug. Hún veit að ég mun steypast út og get þess vegna ekki hunsað hana. C'est la vie. (franska) Þess vegna sætti ég mig bara við hlutskipti mitt og fer og kaupi Aft- er-bite og súkkulaði sem svínvirk- ar á samviskuofnæmið. Til þess að þið fáið að hagnast á tungumálakunnáttu minni, og ég bæti aðeins við sameiginlega visku svo að ég geti verið ánægð yfir einhverju útbrotinu, segi ég bara: Adios amigos (spænska). Vi ses (sænska). Sunna Dís Másdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.