Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 12

Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 12
HONNUN Umsjón: Egill Harðar www.egillhardar.com Einyrki Val eða nauðsyn? Á íslandi má finna fleiri hönnuði en marga grunar. Að kalla sig hönn- uð getur líka átt við svo margt að auðvelt væri að fylla heila opnu með upptalningu um hvað fell- ur undir þetta ágæta starfsheiti. Flestir eru þó hönnuðurnir graf- ískir, í fatahönnun eða í vöru- og iðnhönnun. í vor útskrifuðust um fimmtíu einstaklingar úr öllum hönnunardeildum Listaháskóla Islands og er nokkuð Ijóst, miðað við stærð atvinnumarkaðarins og fjölda útskrifaðra hönnunarnema undanfarin ár, að ekki fá allir vinnu við sitt hæfi. Þegar fullreynt er að menn fái ekki vinnu á sínu sviði er oftast að- eins um tvennt að velja að finna sér vinnu á allt öðru sviði eða reyna að harka það á eigin vegum. Sjálfur hef ég fetað hinn grýtta veg ein- yrkjans og get fullyrt að það er allt annað en auðvelt að hefja slíkan rekstur, hvað þá að koma honum á gott skrið. En sé rétt að hlutunum staðið má auðveldlega láta dæmið ganga upp. Allt sem þarf er vilji, vinna og aftur vinna. Það að starfa sjálfstætt þarf heldur ekki að vera af illri nauðsyn því margir velja að fara þessa leið af fúsum og frjáls- um vilja. Ég mun á næstunni fjalla hér um einyrkja innan hönnunar- geirans, stöðu þeirra og réttindi, hverju þarf að huga að þegar far- ið er út í eigin rekstur, auk þess að taka viðtöl við einstaklinga sem starfa sjálfstætt. Lagt af stað. Hvort sem ákvörðun þín að hefja sjálfstæðan rekstur er til komin af illri nauðsyn eður ei skiptir í raun ekki máli á meðan þú ert sátt(ur) við ákvörðunina. Það þýðir lítið að ætla sér að harka það af sjálfur sé maður endalaust að bræla sig yfir því að enginn vilji mann í vinnu. Nú sýnir þú þeim af hverju þeir misstu með því að ráða þig ekki! Jákvætt hugarfar og hófleg bjart- Hafir þú ekki trú á því sem þú ert að gera er ekki hægt að ætlast til þess að kúnninn geri það heldur. sýni er skilyrði. Vertu einnig viss um að þetta skref sé stigið á réttum forsend- um. Efi og vantrú, sérstaklega á eigin hæfileika, er eitthvað sem þú getur alls ekki lifað með í þess- um bransa. Hafir þú ekki trú á því Áhugaverðir vefir. www.newstoday.com ■■HESEISj Án efa einn vin- u; f sælasti og virtasti ^ ” fréttavefurinn á |y netinu sem fjallar nær eingöngu um hönnun, listir og tengd málefni. Þennan þarf að skoða nokkrum sinnum á dag. www.archinect.com Fréttaveita og vef- | tímarit um allt sem við kemur arkitektúr og framúrstefnulegri hönnun. www.formislandia.com í síðasta tölu- blaði fjallaði ég um hið íslenska hönnunarvef- tímarit Form Islandia. Nú er umræddur ann- áll kominn út og geta lesendur nálgast hann til niðurhals í PDF sniði á vef Form Islandia. www.k10k.net Kemur rétt á eftir ; Newstoday hvað || vinsældir og virðu- leika varðar. Svolít- ið þungur vefur og ekki uppfærður alveg jafn oft. Er engu að síður skylduskoðun með reglulegu millibili. sem þú ert að gera er ekki hægt að ætlast til þess að kúnninn hafi hana heldur. Virtu sjálfa(n) þig og þín verk og þá mun kúnninn gera það líka (auk þess sem hann mun örugglega borga þér betur fyrir vikið). Þegar lagt er af stað er algerlega nauðsynlegt að tryggja það í bak og fyrir að fjármál, bókhald, virð- isauki og skattamál séu á hreinu. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef fengið frá endurskoðendum og bókhaldsstofum sem sérhæfa sig í málum einyrkja eru virðisauka- vanskil og aðrar skuldir til skatta- yfirvalda einn helsti banabiti sjálfstæðra hönnuða. Það er sama hvað þú telur þig vita um þessi mál og hafirfengiðtíu í Bókfærslu 101, ekki reyna að gera þetta sjálf(ur). Bjúrókrasíubatteríið sem þú vær- ir að kljást við er slíkt að telja má ofar mannlegum skilningi. Láttu frekar bókhaldsstofu eða endur- skoðanda sjá um öll þín mál og eyddu frekar kröftunum í það sem þú gerir best. Að ráða fólk í það að sjá um reskturinn fyrir sig er bæði fyrirhafnarlaust og kostar alls ekki eins mikið og þú heldur. Ég leyfi mér að benda á fyrirtæki eins og Krónos (www.kronos.is) sem sér- hæfir sig í málum einyrkja og er því einn allra skársti kosturinn í stöðunni. Nú myndi margur halda að hafi viðkomandi komið fjármálahlið rekstursins í öruggar hendur og hafi rétt hugarfar sé ekkert því til fyrirstöðu að hefja leit að verk- efnum og tilvonandi kúnnum. Svo er ekki. Nú þarf að gera það upp við sig hvers virði vinna manns er, hvað maður rukkar fyrir verkin og hvernig maður ætlar að gera það. Einnig þarf að huga að vinnuað- stöðu, leigu á húsnæði og koma sér upp svokölluðum "fronti" á reksturinn. Þarftu að láta prenta fyrir þig nafnspjöld, bréfsefni, sér- prentaða reikninga og kynningar- efni? Hver sendir út reikningana? Hvað ef kúnninn borgar ekki og hvað með dráttarvexti? í næsta blaði mun ég svara þess- um spurningum og benda á hent- ugar leiðir til að komast hjé því að kostnaður í byrjun fari upp úr öllu valdi. Þá verða einnig birt viðtöl við sjálfstæða hönnuði og fáum við að heyra reynslusögur auk þess að kanna lífsviðhorf þeirra og hug- myndafræði. Fram að þvi vona ég að skrif mín hafi reynst einhverjum vel og minni á að öllum er velkom- ið að hafa samband við mig í gegn- um vefinn minn, www.egillhard- ar.com, ef einhverjar spurningar vakna. Skylduáhorf fyrir alla hönnuði! Ekki fyrir svo , löngu síðan ] rakst ég á |vef hjá amer- ískri hönnun- arstofu sem kallar sig Belief. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir einstaklega áhugaverða hugmyndafræði og lífssýn sem starfsmenn stofunnar vinna eftir. Einnig fann ég stuttmynd sem þeir félagar höfðu framleitt og boðið til niðurhals á vef sínum en stutt- mynd þessi, sem fjallar um tilurð hugmynda, hvaðan þær koma og hugmyndavinnslu almennt, hefur síðan reynst mér hin besta upp- örvun auk þess að vera mjög hvetj- andi þegar sköpunargleðin virðist á þrotum. Nýverið gáfu Belief-lið- ar svo út nýja mynd en hún fjall- ar um vinnuaðstöðu hönnuða og hvernig umhverfið getur haft áhrif á hugmynda- og vinnsluferl- ið. Myndirnar ganga undir heitinu Pollinate Sessions og er Chain Re- action er nafnið á fyrri myndinni en sú seinni ber titilinn The Comm- on Desk. Það er einlægt álit mitt að báðar séu þessar myndir skyldu- áhorf fyrir alla hönnuði auk þess að menn ættu að kynna sér önnur verk þeirra hjá Belief. Myndirnar má nálgast á vef Belief www.belief.com undir flokknum "experiments". 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.