Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 54

Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 54
54 &f Einkenni Ljónsins: Ljónið passar best við bogamenn. Frægt fólk í Ljóninu: Mick Jagger, Madonna og Birgitta Haukdal. Happatölur: 5 og 9 Ljónið er mjög heiðarlegt og einlægt og því vill það vera trútt sjálfum sér í einu og öllu sem það gerir. Þú getur því treyst á það að fólk í Ijónsmerkinu segi þér sannleikann. Ljónið kemur til dyranna eins og það er klætt og er ekki að að reyna að fela neitt. Ljónin hafa einnig mikla sköpunargáfu og því una þau sér best í skapandi vinnu sem krefst þess að þau gefi mikið af sér. Ljónið er rosalega þrjóskt og ef það hefur myndað sér skoðun á einhverju þá getur verið mjög erfitt ef eícki ógerlegt að fá það til að skipta um skoðun. Ljón 24. júlí - 23. ágúst éiL Meyja 24. ágúst - 23. september Vog 24. september • 23. október Cff Sporðdreki 24. október - 22. nóvember Þú stendur á miklum kaflaskiptum í líf- inu núna sem er um það bil að taka mjög breytta stefnu. Ekki vera hrædd/ur við að sýna eða segja hvernig þér líður því ef þú bíður of lengi þá gerist ekki neitt. Skipu- leggðu þig vel og ekki láta hlutina vaxa þér í augum. Ástarmálin hafa ekki verið upp á marga fiska það sem af er sumrinu en með breyttu vihorfi er líklegt að þú fáir loksins það sem þú vilt. Þá máttu bara ekki hlaupa í burtu þegar hlutirnir komast loks á alvar- legt stig. Þú þarfnast alveg gífulegrar athygli þessa dagana, ekki bara frá hinu kyninu, heldur einnig vinum, fjölskyldu og vinnufélögum. Þú ert vissulega með hressara móti en lætin í þér eru farin að fara í taugarnar á fólki. Slakaðu aðeins á og leyfðu öðrum að kom- ast að í samræðum. Fyrrverandi maki á eftir að koma inn í líf þitt aftur með óvenjuleg- um hætti, en ólíklegt er að eitthvað muni gerast á milli ykkar. Þú átt þó eftir að græða mikið á því a spjalla við hann og sjá hvert þú vilt stefna í framtíðinni. Ótrúleg bjartsýni hefur einkennt þig upp á síðkastið sem hefur oðrið til þess að þú hef- ur náð að afreka hina ótrúlegustu hluti. Þú heldur áfram að ögra þér og öðrum í kring- um þig næstu vikurnar og ættir því að búa þig undir að taka mjög óvænta stefnu. í vinn- unni hefur þú átt erfitt með að vinna með samstarfsaðilunum upp á síðkastið og þú verður að læra að gefa öðrum tækifæri. Oft getur fólk komið virkilega á óvart og þeir sem þú hefur litið niður til að undanförnu gætu hjálpað þér við að komast á þann stað sem þú stefnir á. Ekki loka á alla án þess að gera þér grein fyrir hverju þú munir tapa á því. Meyjan er full af hugmyndum þessa dag- ana og ætti að reyna alit sem hún getur til að koma þeim á framfæri. Þú ert full/ur af sjálfsöryggi og ættir að nýta þér það bæði í vinnunni og í samskiptum við hitt kynið. Passaðu þig þó að taka ekki neinar dramat- ískar ákvarðanir, þú þarft að búa þig undir að það verði ekki allir sammála þér. Ef þú veðjar rétt næstu vikurnar gætu miklar breytingar orðið í ástarmálunum hjá þér, og líklegt er að þú fallir fyrir manneskju sem er algjör andstaða þín. Það er eintthvað óöryggi að angra þig þess- ar vikurnar, bæði í einkalífinu og vinnunni, sem er alls ekki líkt þér. Nýttu þér vini þína núna og leifðu þeim að hlusta á það sem þú þarft að koma frá þér, þú ert búin/n að vera nógu oft til staðar fyrir þá. Líklegt er tilfinn- ingar þínar í garð gamals vinar muni breyt- ast á næstunni og það á eftir koma þér í mik- ið ójafnvægi. Ekki loka á tilfinningarnar og leyfðu hlutunum að þróast af sjálfu sér. Þá munt þú verða mun öruggari og skemmta þér stórkostlega næsta mánuðinn. Þú hefur ekki verið að leifa skynseminni að ráða að undanförnu heldur stjórnast af gíf- urlegum tilfinningasveiflum. Þú hefur ver- ið að taka fljótfærnislegar ákvarðanir sem hafa komið þér illa og núna ættir þú því aðeins að slaka á og hugsa vel áður en þú framkvæmir. Þú ættir að draga þig aðeins í hlé og eyða tíma með sjálfri/um þér, laus við allt áreiti frá vinum og kunningjum. Þegar líða tekur á mánuðinn er líklegt að nýtt ást- arsamband sé í deiglunni, en farðu þér mjög hægt því líklegt er að sambandið muni hafa furðulegar afleiðingar í för með sér. Þú ert búin/n að vera á ferð og flugi að und- anförnu þvu þú ert alltaf viss um að vera að missa af einhverju. Það hefur orðið til þess að öll samskipti þín við fólkið í kring eru orð- in mjög yfirborðskennd og margir hættir að treysta á þig. Þú ættir að rækta vinskapinn við vini sem hafa fjarlægst þig að undan- förnu því ákveðinn aðili þarf á þér að halda án þess að hann segi frá því. Þú verður að fara varlega í peningamálunum núna því þú ert búin/n að vera mjðg kærulaus og hefur safnað upp skuldum. Fáðu ráð hjá bankan- um og reyndu að snúa núllunum þér í hag. Vatnsberinn er mjög var um sig þessa dag- ana og er mikið að passa upp á alla í kringum sig. Þú ert búin/n að vera að leita að stöðug- leika í lífinu sem er búið að vera hálfgerður rússíbani það sem af er sumarsins. Nú fer aðeins að hægjast um hjá þér og vandamál- in sem hafa verið að angra þig í einkalífunu taka brátt enda og þú getur farið að njóta samskipta við hitt kynið á ný. Líklegt er að það kvikni aftur í gömlum blossum hjá þér sem þú hélst að væru ekki lengur til staðar. Hversdagslífið hefur verið í ótrúlega föst- um skorðum að undanförnu. Þú hefur verið að standa þig vel í vinnunni og vinirnir eru sáttir við þig því þeir vita hvar þeir hafa þig. Þetta er þó ekki að gera þig ánægða/an og þú spyrð þig endalausra spurninga sem ekki eru nein svör við. Slepptu aðeins fram af þér beislinu og reyndu að finna þá lífsfyllingu sem þú ert að leita að. Taktu áhættu, hættu að lifa lífinu fyrir fólkið í kringum þig og finndu þér smá krydd í tilveruna. Um leið og þú opnar hugann fyrir öðru en vinnunni á sumarið eftir að taka óvænta stefnu. Sporðdrekinn er mjög ákveðinn núna en verður þó að gæta þess að taka hlutina ekki of alvarlega. Þú verður að passa að láta ekki annað fólk hafa áhrif á þínar ákvarðanir og ekki taka inn á þig vandamál allra í kringum þig. Þú ættir að skella þér í stutt ferðalag og gefa þér tíma í að hugsa um þitt daglega munstur. Reyndu um leið að slaka á og ein- beita þér að sjálfum/ri þér. Það er líka allt í lagi að leyfa draslinu aðeins að hlaðast upp. Lífið þarf ekki alltaf að vera í röð og reglu. Nýtt og áhugavert tímabil er framundan hjá þér sem krefst þess að öll þín athygli bein- ist að líðandi stundu. Nú þarft þú að gefa þér góðan/n tíma í að gera upp fortíðina og losa þig við alla þá drauga sem henni fylgja. Þú þarft þó fyrst að hugsa um hvaða gildi þessir hlutir höfðu fyrir þér áður en þú kveð- ur þá. Þú ættir að einbeita þér að vinnunni næstu vikurnar og láta ástarmálin sitja á hakanum. Nú er ekki tími til þess að fiskarn- ir flæki líf sitt frekar. Þú hefur aldrei verið eins örugg/ur með þig eins og þessa dagana og hefur hegðað þér mjög frjálslega í einkalífinu. Þú ert að kynn- ast hlið á sjálfri/um þér sem þú þekktir ekki og hún kemur þér sem og öðrum, ánægju- lega á óvart. Það kemur þó sá tími að þú þarft að slaka aðeins é og ákveða hvað þú vilt því fjörið fer að hægjast með haustinu. Þú hefur lítið tekið tillit til tilfinninga ann- arra í þessu sumarpartýi þínu og ef þú breyt- ir ekki viðhorfinu muntu fá það allt í haus- inn. í vinnunni ættir þú síðan að hugs um að samnýta þína krafta og vinnufélaganna. Þá gætuð þið náð mun betri árangri. MST? Bogmaður dlP Steingeit Vatnsberi Fiskar |23. nóvember - 21. desember 22. desember - 20. janúar 21. janúar -19. febrúar 20. febrúar - 20. mars Hrútur Naut Tvíburar t Krabbi 21. mars - 20. apríl 21. apríl - 21. maí 22. maí-21. júní 22. júní - 23. júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.