Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 48

Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 48
Hvað verður á skjánum í haust? Nú fer að líða að haustinu og fólk fer aftur að límast við skjáinn. Við forvitnuðumst aðeins um haustdagskrána á SKJÁ- EINUM en þeir eru vanalega með skemmtilegustu „stelpu" þættina og virðist engin breyting ætla að verða á því í vetur. Hér fyrir neðan tínum við til það helsta. The O.C. Fyrsta sería af The O.C. hóf göngu sína á SKJÁEINUM síðasta vetur og sló rækilega í gegn bæði hér á landi sem og vestanhafs og reynd- ist vera einn vinsælasti þáttur landsins. Það er því óhætt að segja að það bíði margir afar spenntir eftir því að sería tvö fari í loftið í haust en eins og margir muna endaði fyrsta sería á sérlega dram- atískan máta. Aðalsöguhetjan, Ry- an, komst að því að sín fyrrverandi var ólétt á meðan hans heittelsk- aða Marissa var að fara að detta allsvaðalega í það. Seth, einskonar bróðir Ryans, skellti sér á bát eitt- hvað út í óvissuna og hinn illræmdi Caleb, afi drengjanna, og hin óvið- jafnanlega Julie giftu sig, öllum að óvörum. Við bíðum spennt eftir næstu seríu en þar kemur meðal annars í Ijós að Caleb á dóttur á laun eftir framhjáhald, við fáum að kynnast bróður Ryans sem er hreinn og klár vandræðagemling- ur og Marissa verður óörugg um kynhneigð sína. House I haust mun nýr þáttur, House, hefja göngu sína en þátturinn var sá stærsti frá risaframleiðandan- um Fox í fyrra. House fjallar um lækninn Gregory House sem er einn færasti læknir landsins. Sjúk- lingar hans eru oftar en ekki veikir af sjúkdómum sem aðrir læknar komast ekki til botns í en House virðist hafa þann hæfileika að leysa ráðgátuna. Þátturinn hlaut fimm tilnefningar til Grammy ver- launanna, þar á meðal fyrir besta handritið og bestan leik í aðalhlut- verki og því Ijóst að hér er ekkert slor á ferðinni. Queer Eyefor the Straight Guy Þeir eru ávallt hýrir þeir Kyan, Ted, Carson, Jai og Thom en þeir mæta aftur til leiks í Queer Eye for the Straight Guy og hjálpa smekklaus- um karlmönnum að skapa sér stíl og koma vel fram við sína nánustu. Þættirnir hafa aldrei verið vinsælli og voru meðal annars tilnefndir til Grammy verðlaunanna fyrir bestu raunveruleikaþáttaröðina. Innlit/Útlit ( vetur munu ferskir vindar setja mark sitt á hinn geysivinsæla Inn- lit/Útlit þar sem nýjir þáttastjórn- endur munu vera kynntir til leiks. Lítill fugl hvíslaði því að okkur að þáttastjórnendur væru þrír ungir, hressir og flottir einstaklingar. America's Next Top Model Raunveruleikaþættirnir Amer- ica's Next Top Models hafa gjör- samlega kollvarpað miðvikudags- kvöldum hjá meirihluta íslenskra kvenna eftir að SKJÁREINN tók þá til sýningar en vinsældir þáttanna eru með hreinum ólíkindum. Ný sería hefur göngu sína í haust og þá munu 35 stúlkur mæta til leiks en aðeins ein stúlka hlýtur titilinn eftirsótta. Heyrst hefur að i þess- ari seríu muni stúlkurnar takast á við að mynda dauðasyndirnar sjö í kirkjugarði, sitja fyrir með gull- fallegum karlmódelum, læra við- skiptahliðina á módelbransanum og fara til Afríku. The Swan Stelpur halda áfram að berjast um að verða Svanurinn eftir því sem líður á sumarið og haustið. Þættirnir takast á við þá rótgrónu fegurðarhugsjón sem konur í dag þurfa að búa við en hver þáttur gengur út á það að tvær konur gangast undir gríðarlegt ferli fegr- unaraðgerða og líkamsæfinga og vonast þannig til að bera sigur úr bítum í fegurðarsamkeppninni. Spurningar hafa verið uppi um siðferðisgildi þáttanna en þrátt fyrir það sitja fjölmargir límdir við skjáinn og fylgjast með fitusogi, brjóstastækkun, andlitslyftingu, nef- og tannaðgerðum og öllu þar á milli. íslenski Bachelorinn Loksins loksins þorði einhver íslensk sjónvarpsstöð að leggst í það verkefni að búa til alvöru raunveruleikasjónvarp á íslandi - og það ekki af verri endanum. ( haust hefst nefnilega íslensk þáttaröð um Bachelorinn en Am- erísku þættirnir hafa notið gíf- urlegra vinsælda um allan heim. Ekkert verður til sparað til að gera þáttaröðina eins glæsilega og f rek- ast er unnt og munu þátttakendur upplifa lifnaðarhætti sem flesta aðeins dreymir um. Glæsilegur fatnaður, frábær matur og dýrind- is vín, ótrúleg stefnumót og ein- tóm flottheit munu vera hlutskipti þátttakenda og heyrst hefur að þegar hafi mikill fjöldi yngismeyja og sveina sótt um þátttöku. Enn er hægt að sækja um, en fyrir aðra er eina vitið að fylgjast með í vetur - þetta verður rosalegt! Survivor Hinn sívinsæli raunveruleikaþátt- ur Survivor hefur göngu sína aftur í haust en að þessu sinni fer hann fram í Guatemala. Þáttaframleið- endur hafa verið duglegir að bæta inn óvæntum atburðum til að koma keppendum sem og áhorf- endum stöðugt á óvart. Því geta áhorfendur sett sig í stellingar því þessi sería mun ekki valda von- brigðum - frekar en hinar fyrri. 48 Hvaða verkefnum ertu að vinna að núna? Ég var að klára plötuna mína og hef verið að vinna sem stílisti í ýmsum verkefnum ásamt Einari kærastanum mínum undir heitinu Suzy og Elvis. Hvenær kemur platan út? Hún kemur í nóvember, rétt fyrir jólamarkaðinn. Er hún frábrugðinn þeirri fyrri? Já þetta er svolítið öðruvísi. Lag- ið Let Love Carry On hefur verið í töluverðri spilun á útvarpsstöðvun- um og er svona forsmekkurinn af því sem koma skal. Það eru náttúru- lega svo mörg ár síðan hin platan kom út og ég tók mér síðan gott hlé. Ég er núna búin að vera að semja fyrir plötuna í eitt og hálft Bjðrgvins ár og tók mér því bara minn tíma í þetta. ir plötuna mína sem er mjög stórt verkefni. Hvernig gegnur stílistavinn- an? Bara alveg ótrúlega vel, þetta er mjög gaman. Ég hef alltaf haft mik- inn áhuga á því og hefði gaman að fara í nám í tengslum við það. Við Einar erum að vinna í alls kyns verk- efnum og hægt er að sjá eitthvað af því sem við höfum verið að gera á http://internet.is/suzy. Síðan erum við líka að Dj-a saman sem Suzy og Elvis. Þannig að þið gerið allt sam- an? Já, við erum svona saman í öllu. Vinnum mikið saman og höfum mikið af verkefnum. Við erum til dæmis að gera allt artworkið fyr- Þú gerir þá bara plötuna sjálf frá A til Ö. Það mætti kannski segja það. Mér finnst rosalega gott að fá að ráða mér sjálf. Ég var hjá stóru fyrirtæki í þrjú ár þar sem ég réði ekkert voðalega miklu þar sem það voru svo margir sem komu að verkefn- inu. Um leið og ég fékk að ráða sjálf varð ég hálfgerð frekja og vil stjórna öllu sjálf. Mér finnst ég miklu ánægðari með að vera í þannig stöðu. Hvert er síðan stefnan tekin? Bara að lifa lífinu og vera ham- ingjusöm. Ég tek bara einn dag í einu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.