Orðlaus

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Orðlaus - 01.11.2005, Qupperneq 32

Orðlaus - 01.11.2005, Qupperneq 32
sgc/í • 70 k. K >v^ vo 5L vo O bJ ShH 1 hH C/í r\> Isw S’e s‘5S > 2 S> » 0. 5' c 3 3 oT 7T o cr to Q. o- Tískan tók stakkaskiptum þegar tíundi áratugurinn tók við af þeim níunda og fólk vildi gera allt til að gleyma axlapúðunum, túperaða hárinu, öllu glyngrinu og æpandi litagleðinni sem hafði einkennt síðustu árin. Hnattvæðingin var nú á fleygiferðogupplýsingaflæðið hafði aldrei verið eins mikið á milli landa og heimsálfa. Bill Clinton hékk í Hvíta húsinu og kona hans Hillary varð tískufyrirmynd við hlið Díönu prinsessu. Hangandi buxur og köflóttar skyrtur, flísefni og Doc Martens skór urðu áberandi hjá unga fólkinu og nú urðu aliir helst að eiga fimm mismunandi gallabuxur. Á meðan Pamela Anderson og David Hasselhoff hlupu um strendurnar í Baywatch litu unglingsstúlkur upp til Spice Girls og merkjavörur og súpermódel voru aðal málið. Merkjaæði Tískuhönnuðirnir og tískuhúsin höfðu aldrei verið stærri en nú og til þess að halda markaðnum rúllandi gerðust breytingar hratt og hönnuðirnir kepptust við að senda frá sér nýjar línur með stuttu millibili. Á fyrri hluta tíunda áratugarins var mínímalisminn í hámarki og unnið var undir formerkjunum minna er meira. Austurríkismaðurinn Helmut Lang var þar meðal fremstu hönnuðanna auk Jil Sander og Giorgio Armani og bjuggu þeir til fágaðar línur með einfaldleikann í fyrirrúmi og öllu óþarfa skrauti var sleppt en meira lagt í efnin sjálf. Donna Karan var stjarna New York borgar og hannaði látlausan en kvenlegan fatnað á meðan Retro hönnuðir sóttu áhrif sín aftur í tímann, mikið í áttunda áratuginn. Prada var á hátindinum og kynnti nýja línu, Miu Miu, sem var mun frjálslegri og miðaði að yngri kynslóðinni með jarðbundnari litum og Vivienne Westwood hélt áfram að prófa sig áfram á frumlegan hátt. Alexander McQueen kom fram í London á þessum tíma og líkt og Westwood fór hann ekki hefðbundnar leiðir og sendi frá sér bæði ögrandi og sjokkerandi klæðnað sem féll vel í kramið. Nú vildu allir ganga í einhvers konar merkjavöru og hönnuðirnir voru ekki feimnir við að selja hversdagslega boli með vörumerkinu framan á fyrir dágóðar summur. Fleiri risar eru til að mynda Dolce & Gabbana, Ralph Lauren, Gucci, Calvin Klein, Jean-Paul Gaultier og Christian Dior svo nokkrir séu nefndir. Kjörorðið var merkjavörur og meiri merkjavörur og súpermódelin sem sýndu afraksturinn eins og Linda Evangelista, Cindy Crawford, Claudia Shiffer, Naomi Campell, Kristen McMenamy og Kate Moss voru ríkari og frægari en margar kvikmyndastjörnurnar. Blönduð götutíska I götustískunni voru alls kyns stílar í gangi og þeir breyttust hratt og blönduðust jafnvel saman. Hip-hopið tröllreið öllu og unglingarnir horfðu með aðdáun á tónlistarmyndbönd þar sem tónlistarmennirnir Notorious B.I.G., Jay-Z, Puff Daddy og Tupac Shakur hoppuðu um í víðum íþróttagöllum, víðum gallabuxum eða fínum jakkafötum með hangandi keðjur og röppuðu um peninga, dýra bíla og kellingar. Sannkölluð bling bling stemmning. Unglingarnir reyndu að lifa sig inn í þennan lífstíl með því að kaupa fatalínur sem rappararnir voru búnir að setja á sjálfsögðu ákveðinn stíll sem Nirvana gerði frægan en hann einkenndist af andstöðu við glamúr og ríkjandi samfélagsgildi. Rifnar gallabuxur og köflóttar skyrtur urðu einkennisklæðnaður og strákarnir leyfðu hárinu að vaxa. En eins og áður sagði var götutískan gífurlega blönduð og fjölbreitt á tíunda áratugnum. Teknó og Europopparar fóru á reif og gleyptu alsælu til þess að geta dansað fáklædd við dynjandi danstaktinn fram á morgun á meðan stór hópur ungra kvenna flykktist á hárgreiðslustofurnar til þess að fá eins klippingu og Rachel úr Friends. Spice Girls dönsuðu um í magabolum, íþróttabuxum og míníkjólum sem ýttu undir brjóstaskoruna, Doc Martens skórnir seldust í heilu bílförmunum, tattúæði reið yfir og second hand föt nutu gífurlegra vinsælda. Hermannabuxur og föt, töskur, treflar og hattar með alls kyns dýraskinnsmunstri slógu í gegn og undirkjólar, pasmínur og gellurlegir leðurjakkar héngu í fataskápum ungu kvennanna. í öllu framboðinu reyndi fólk að finna sinn eigin stll sem gerði flóruna enn fjölbreyttari þar til lokum allt var í tísku. markað til þess að hala inn meiri peninga og merki eins og Karl Kani, Tommy Hilfiger og FUBU stórgræddu. Markaðurinn velti milljónum dollara og göturnar fylltust af ungu fólki í hangandi gallabuxum, stórum hettupeysum og íþróttajökkum og gripu stelpurnar þennan stíl jafnt á við strákana. Þeir sem ekki hlustuðu á hip- hopið sökktu sér niður í Grunge tónlistina. Henni fylgdi að

x

Orðlaus

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.