Bændablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 27. júní 2006
Þyrlupallur
við Hótel
Búðir?
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar
barst á dögunum ósk frá eigend-
um Hótels Búða um leyfi til þess
að koma upp þyrlupalli við hót-
elið. Að sögn Kristins Jónasson-
ar bæjarstjóra var ekki ljóst af
bréfinu hver ætti að borga fyrir
gerð pallsins en óskinni var vís-
að til umhverfis- og bygginga-
nefndar. ,,Hótelið stendur í
miðju friðlandi svo þetta er flók-
ið mál sem eflaust þarf að fara
fyrir Umhverfisstofnun,“ sagði
Kristinn í samtali við Bænda-
blaðið.
Beiðni eigenda hótelsins teng-
ist framkvæmdum sem fyrirhug-
aðar eru við aðkomuna að hótel-
inu. Vegagerðin hyggst lagfæra og
rykbinda veginn heim að Búðum
en eigendur fóru fram á að því
verki yrði frestað fram í síðari
hluta ágústmánaðar. ,,Þeir vildu
ekki að vegurinn yrði tepptur
vegna framkvæmda á háannatíma
hótelsins enda fara þarna um fjöl-
margir bílar á degi hverjum yfir
hásumarið,“ sagði Kristinn og
bætti því við að bæjarstjórn hefði
komið þessum skilaboðum áfram
til Vegagerðarinnar.
Loks báðu hótelhaldarar um að
sveitarfélagið tæki þátt í gerð bíla-
stæðis við hótelið og er það mál í
skoðun hjá bæjarstjórn.
Tækjaflutningar
milli sóttvarnar-
svæða
Nýjar
reglur í
mótun
Jóhanna E. Pálmadóttir al-
þingismaður og bóndi lagði
fyrirspurn fyrir landbúnað-
arráðherra um það hvort
ekki sé þörf á ,,að flokka
landbúnaðartæki og önnur
tæki sem farið er með þvert á
sauðfjárveikivarnarlínur með
tilliti til smithættu sem gæti
borist á milli varnarhólfa
með tækjunum, nú þegar
bændur og aðrir vinnuvéla-
eigendur eru í ríkara mæli
farnir að sækja vinnu út af
búum sínum“ .
Í svari ráðherra er vísað til
laga og reglugerðar sem kveður
á um að hægt sé að banna flutn-
inga dýra, vöru og tækja milli
eða innan sóttvarnarsvæða.
Menn sem þurfa að fara með
tæki milli sóttvarnarsvæða
skuli fá starfsleyfi héraðsdýra-
læknis og vottorð um fullnægj-
andi sótthreinsun tækja. Hins
vegar hafi ekki verið mótaðar
reglur um flutning á tækjum
milli sóttvarnarsvæða eða
flokkun þeirra. Loks er vísað til
þess að nefnd sé að störfum
sem á að gera tillögur um end-
urskoðun varna gegn búfjár-
sjúkdómum og að ráðuneytið
muni fela henni að fjalla um
þau atriði sem koma fram í fyr-
irspurn Jóhönnu. Samkvæmt
heimildum Bændablaðsins
stendur til að ljúka nefndar-
störfum nú í lok júnímánaðar.
Jóhanna sagði ástæðu fyrir-
spurnarinnar vera þrálátan orð-
róm um að menn flytji tæki
milli svæða án þess að nokkur
hafi af því afskipti. Einkum
eigi það við um tæki sem gangi
kaupum og sölum. Þá sé óvíst
hvernig verktakar í landbúnaði
hagi sér þegar þeir flytja tæki
sín milli svæða en verktaka í
landbúnaði hefur farið ört vax-
andi undanfarin ár.
,,Séu mikil brögð að því að
menn séu að flytja tæki milli
sóttvarnarsvæða þá er það ef-
laust gert í hugsunarleysi. Það
þarf þó ekki mikið að bregða út
af til þess að slys hljótist af og
þess vegna lagði ég fram þessa
fyrirspurn. Það er hins vegar
ljóst að smithætta af tækjum er
mjög mismikil. Ég get nefnt
sem dæmi að það hlýtur að
vera meiri smithætta af mykju-
dreifara en áburðardreifara.
Þess vegna hlýtur að vera mik-
ilvægt að flokka tækin eftir
smithættu,“ segir Jóhanna.
Markaður fyrir fasteignir hefur
breyst mikið á Vesturlandi á
liðnum misserum, einkum þó og
sér í lagi hefur hann orðið líf-
legri á Borgarnesi og Borgarfirði
en áður var.
Ingi Tryggvason lögmaður og
fasteignasali í Borgarnesi segir
miklar breytingar hafa orðið á fast-
eignamarkaði, sérstaklega á síðast-
liðnum tveimur árum. Það eigi þó
einkum við um Borgarnes og
Borgarfjörð raunar líka. ,,Eftir-
spurn eftir eignum á þessu svæðið
hefur aukist til mikilla muna og þá
sérstaklega hvað varðar meðalstór-
ar eignir, fólk sækist mikið eftir
íbúðum með bílskúr, um 200 fer-
metrum að stærð eða innan við
það,“ segir Ingi.
Eftirspurnin er mikil
Hann segir verðið á slíkum
eignum í sumum tilvikum hafa
hækkað um 100% á liðnum tveim-
ur árum. ,,Verð hefur farið hækk-
andi undanfarin misseri, enda er
eftirspurnin orðin mjög mikil,“
segir hann. Framboð hafi hins veg-
ar á tímabili ekki verið ýkja mikið.
,,Það var lítið af eignum á sölu um
tíma, en markaðurinn er líflegri
núna en var,“ segir hann.
Bæði er um að ræða tilfærslu á
fólki innan byggðalagsins og eins
segir Ingi að mikið sé um að nýtt
fólk sé að flytja í sveitarfélagið.
Gjarnan fólk sem einhverjar rætur
eigi til Vesturlands. ,,Höfuðborgar-
búar sækja meira hingað en var og
þá höfum við líka merkt að Há-
skólinn á Bifröst hefur áhrif, kenn-
arar við skólann hafa í nokkrum
mæli fest kaup á húsum eða íbúð-
um t.d. í Borgarnesi.“
Ingi hefur einnig haft með sölu
fasteigna á Hvammstanga að gera,
en segir framboð á íbúðarhúsnæði
þar ekki mikið og þar sé um helm-
ingi lægra fermetra verð á húsnæði
en suður í Borgarnesi. ,,Samt er nú
mun auðveldara að selja íbúðir t.d.
á Hvammstanga en áður, það bara
gekk ekki neitt hér í eina tíð, eignir
seldust hreinlega ekki en það hefur
aðeins breyst.“
Sólin skein skært í Reyðarfirði þegar Hans Kjerúlf hestamaður bar áburð á túnin sem hann hefur til afnota. Hann
starfar við tamningar í fullu starfi og er með um 25 hross í tamningu. Mest er þó um hestamennskuna á veturna
því sumarið fer líka í heyskap og fleira því tengdu. Hans fer að sjálfsögðu á Landsmót hestamanna í sumar, þar
keppir hann á Júpíter frá Egilsstaðabæ í B flokki í tölti. Freyfaxi heitir hestamannafélagið sem hann er félagi í en
þaðan fara tveir hestar í hverju flokki til keppni á Landsmóti. Hans segir að það sé alltaf gaman að fara á
landsmót, bæði til skemmtunar og til að keppa í hestaíþróttum.
Fasteignamarkaður á Vesturlandi
Líflegt og verð fer hækkandi
Fágætt listaverk afhent
Vesturfarasetrinu
Halldór Ásgrímsson, fyrrver-
andi forsætisráðherra, var fyrir
skömmu á ferð í Skagafirði og af-
henti þá Vesturfarsetrinu á Hofsósi
fallega gripi til varðveislu. Þarna
var annars vegar um að ræða
mynd frá Winnipegvatni í Kanada
af þeim stað sem fyrstu landnem-
arnir frá Íslandi tóku land 21. okt-
óber árið 1875. Á þessum stað
fæddist einmitt fyrsti Íslendingur-
inn nokkrum dögum síðar. Hefur
því staðurinn mikla þýðingu í hug-
um vestur Íslendinga. Hinn grip-
urinn er útskorið listaverk í val-
hnetutré. Það ber nafnið Lífsgátan
og var gert af Tryggva Thorleif
Larum og er gjöf hans til íslensku
þjóðarinnar. Verkið gerði hann til
minningar um móður sína Láru
Gunnarsdóttur. Fyrirmynd af verk-
inu er lítil silfurnæla sem fannst
við uppgröft í Rangárvallasýslu en
nælan er talin vera frá tólftu öld.
Lífsgátan er fágætt listaverk sem
lögð hefur verið gríðarleg vinna í.
Forsætisráðherra sagði að ráða-
mönnum þjóðarinnar hefði fundist
það vel við hæfi að þetta fallega
verk væri varðveitt í Vesturfara-
setrinu. Nú hefur komið í ljós að
þetta varð síðasta heimsókn Hall-
dórs sem forsætisráðherra í Skaga-
fjörðinn og fór vel á því að hann
afhenti þessa fallegu gripi frá
frændum okkar fyrir vestan haf
við lok stjórnmálaferilsins. /ÖÞ.
Halldór Ásgrímsson og Valgeir
Þorvaldsson stofnandi Vesturfara-
setursins við listaverkið Lífsgátan.
/Bændablaðið Örn Þórarinsson.