Bændablaðið - 27.06.2006, Síða 7

Bændablaðið - 27.06.2006, Síða 7
Indriði Þorkelsson á Ytra Fjalli í Aðaldal orti: Allir hafa einhvern brest öllu fylgir galli. Öllum getur yfirsést einnig þeim á Fjalli. Á sunnudögum Haraldur Hjálmarsson frá Kambi var í hópi snjallari hagyrðinga okkar. Honum þótti sopinn góður og orti. Á sunnudögum sýp ég vín samkvæmt manna lögum. Þess vegna er ég miður mín á mánu- og þriðjudögum. Þrír bæjarstjórar Hjálmar Freysteinsson sendi þetta frá sér: ,,Nú fréttist að við Akureyringar fáum að reyna þrjá bæjarstjóra á kjörtímabilinu“ : Akureyri er ekki smá ýmsu þarf að sinna, bæjarstjóra þurfum þrjá, þýðir ekkert minna. Góð forysta Séra Hjálmar Jónsson veltir fyrir sér stöðunni í Framsóknarflokknum: Á hvert öðru framsóknarfólkið tróð, að fallinu óðum dregur. Forystan hún er fremur góð en flokkurinn ómögulegur. Spámaðurinn Kristján Bersi Ólafsson segir: ,,Nú ætla ég að gerast spámaður um framvinduna í framsóknarmálinu.“ Dauðastríð eru stundum grimm, stansar þó klukkan ekki. Í næstu kosningum Framsókn fimm fær inn á þingsins bekki. P.S. Kannski hefði verið raunsærra að gera ráð fyrir sjö, en það passaði ekki rímsins vegna. - Bersinn. Nauðgar eyra Pétur Stefánsson lét þetta frá sér á Leir á fimmtugsafmæli Bubba Morteins: ,,Bubba var hampað á öllum útvarpsrásum í dag.“ Áreiti og eilíft plag, allt vill lífið subba. Nauðgar eyra í allan dag org úr þessum Bubba. Hæstiréttur smalar Snæbjörn Sigurðsson bóndi á Grund í Eyjafirði stóð í málaferlum við nágranna sína um alllangt skeið um miðja síðustu öld út af landsréttindum. Málið fór fyrir hæstarétt og gerðu dómarar réttarins áreið á landið eins og þeim bar. Við það tækifæri orti Rósberg G. Snædal: Undir bú er gott á Grund, gróttukvörn þar malar. Ekki þarf að halda hund, Hæstiréttur smalar. Og þegar dómur lá fyrir bætti Rósberg þessari við: Lengi þéttings gróða gaf Grundin fléttuð blómum. Hver einn blettur helgast af hæstaréttardómum. Yfir fjöllin fagurblá Kristján Eiríksson orti þessa skemmtilegu vísu: Yfir fjöllin fagurblá fannhvít mjöllin breiðist. Verða sköllin vísast há vont ef tröllið reiðist. Mælt af munni fram Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson 7Þriðjudagur 27. júní 2006 Á aðalfundi Kaupfélags Borgfirðinga sem haldinn var í vor gerðust þau tíðindi að kosinn var nýr formaður. Sá heitir Þorvaldur Tómas Jónsson og býr í Hjarðarholti í Stafholtstung- um. Að aðalstarfi er hann rekstrarstjóri Land- búnaðarháskóla Íslands. Þorvaldur Tómas er alinn upp í Kaupfélagi Borgfirðinga og var fyrst kosinn í stjórn þess árið 1998. ,,Ég var í stjórninni í fjögur ár en sneri mér þá að sveitarstjórnarmálum. Nú er ég hættur í þeim og kominn aftur í stjórn kaupfélagsins,“ segir Þorvaldur í spjalli við Bændablaðið. Á þessum viðsjárverðu tímum í sögu samvinnu- hreyfingarinnar liggur beint við að hefja spjallið á því að spyrja hvað KB sé. ,,Kaupfélag Borgfirðinga er fyrst og fremst eignarhaldsfélag og ekki með mikinn rekstur lengur ef frá er talin búrekstrardeild sem er í töluverðum vexti. Þar er verslað með áburð, fóður og önnur aðföng til landbúnaðar. Síðan eigum við hlutabréf í ýmsum góðum félögum, svo sem Borgarnes kjötvörum ehf., Samkaup- um og Borgarlandi sem er fasteignafélag. Fé- lagið hætti eigin rekstri matvöruverslana fyrir tveimur árum þegar verslanir KB voru samein- aðar Samkaupum. Undir merkjum Borgarnes kjötvara starfrækjum við stórgripasláturhús þar sem við slátrum nautgripum, svínum og svolitlu af sauðfé.“ Uppstokkun og endurnýjun Þorvaldur Tómas segir að félagið sé stönd- ugt enda eigi það talsverðar eignir í hlutafélög- um. ,,Félagið gekk í gegnum mikla endurskipu- lagningu á sínum tíma. Það var í fjölbreyttum rekstri eins og önnur kaupfélög en hann var stokkaður upp og rekstrareiningar seldar eða þeim komið fyrir í hlutafélögum að undanskil- inni búrekstrardeildinni. . Eftir að þeirri upp- stokkun lauk býr félagið yfir miklum möguleik- um og gegnir eftir sem áður mikilvægu hlut- verki í borgfirsku samfélagi. KB hefur staðið fyrir mikilli uppbyggingu á síðustu árum eins og verslunarmiðstöðin Hyrnutorg er gleggsta dæmið um en hún er í eigu Borgarlands sem KB á í félagi við Spari- sjóð Mýrasýslu. Annað dæmi er uppbygging kjötvinnslunnar og það þriðja er húsnæði bygg- ingavörudeildarinnar. Rekstur deildarinnar var síðan seldur Húsasmiðjunni en KB á húsnæðið áfram. Loks höfum við byggt yfir búrekstrar- deildina og þar eru höfuðstöðvar félagsins. Þetta eru miklar framkvæmdir og fela í sér að það er búið að endurnýja alla aðstöðu fyrir starfsemi sem er á vegum kaupfélagsins eða það tekur þátt í.“ Þorvaldur bætir því við að á sviði kjötvinnsl- unnar sé verið að huga að því að því að styrkja rekstur sláturhússins. ,,Þar höfum við orðið að kaupa um 300 tonn af lambakjöti til þess að fullnægja þörfum kjötvinnslunnar enda eru vörumerkin, Borgarnes og Íslenskt - franskt mjög sterk á markaðnum. Við ætlum að reyna að tryggja aðföng til vinnslunnar eins og hægt er.“ Samvinnuformið á sinn sess Eins og fram hefur komið er mestallur rekst- ur á vegum KB í formi hlutafélaga þótt móður- félagið sé samvinnufélag. Þetta hefur verið að gerast um allt land og vekur upp þá spurningu hvort samvinnufélagsformið sé orðið úrelt þing og ónothæft. ,,Samvinnuformið hefur ákveðnar takmark- anir þegar kemur að samkeppnisrekstri og okk- ur hefur ekki tekist að nýta það þar. Við því höf- um við brugðist með því að nota þau félagsform sem best henta rekstrinum, ekki síst einkahluta- félagið sem er mjög þægilegt rekstrarform. En samvinnufélagsformið lifir góðu lífi víða um heim, sérstaklega í kringum afurðasölu. Það getur gagnast vel þar sem smærri framleiðendur eru að taka sig saman um að koma einhverri af- urð eða vöru á markað, til dæmis handverki. Samvinnuformið getur líka gegnt hlutverki þar sem menn vilja standa saman að ákveðnum fé- lagslegum verkefnum eða markaðssetningu. Jafnvel til þess að tryggja framboð á einhverri þjónustu sem markaðurinn getur ekki sinnt. En það verður ekki notað í samkeppnisgreinum á borð við verslun hér á landi.“ Reksturinn snýst um arðsemi - Samvinnuhreyfingin hefur löngum gegnt töluverðu félagslegu hlutverki í sveitum lands- ins. Er það hlutverk að renna út í sandinn? ,,Ja, þegar rekstur sem kemur fólki mest við, svo sem afurðasalan, hverfur út úr samvinnufé- lögunum þá er ekki margt eftir sem hvetur til þátttöku í þeim. Það er eðlileg þróun enda hafa samvinnufélögin lengst af snúist um hagsmuni fyrst og fremst Innan kaupfélaganna hefur verið umræða um hvernig hægt er að efla tengslin við félagsmenn og finna sameiginlega hagsmuni sem menn geta sameinast um í félögunum. Þar hefur verið staðnæmst við viðskiptakort og aðr- ar leiðir til að veita afslætti í verslunum á veg- um félaganna. Þorvaldur segir að KB hafi ekki komið mik- ið við sögu í þeirri miklu uppbyggingu á sviði skólamála sem átt hafi sér stað í Borgarfirði. Þó á Borgarland og rekur fasteign á Hvanneyri og hefur skoðað svipaða möguleika á Bifröst þar sem KB rak verslun á sínum tíma. Hann segir að það komi vel til greina að taka þátt í þeirri uppbyggingu en það verði að vera á grundvelli gagnkvæmra hagsmuna. ,,Þegar allt kemur til alls snýst þessi rekstur um arðsemi eins og raunar allur annar rekstur, það er hún sem heldur lífinu í félaginu. Við erum alltaf að skoða einhverja möguleika enda þurfum við ná því sem hægt er út úr eignum fé- lagsins til þess að það geti aukið slagkraft sinn í atvinnulífinu,“ segir Þorvaldur Tómas Jónsson stjórnarformaður Kaupfélags Borgfirðinga. Nýtum eignirnar til að auka slagkraft félagsins í borgfirsku atvinnulífi Rætt við Þorvald Tómas Jónsson nýkjörinn formann stjórnar Kaupfélags Borgfirðinga Kaupfélag Borgfirðinga Á aðalfundi Kaupfélags Borgfirðinga svf. kom fram að rekstur félagsins gekk vel á ár- inu 2005, hagnaður af rekstri varð 40,3 millj- ónir króna og eigið fé í árslok var 379 millj- ónir. KB er samvinnufélag sem á hlutabréf í öðrum félögum sem hér segir: KB fjárfestingarfélag ehf. 100% Borgarland ehf. 44% Vesturland hf. 41% Samkaup hf. 15% Fóðurblandan hf. 9% KB fjárfestingafélag á svo tæplega 50% hlutafjár í Borgarnes kjötvörum ehf. en aðrir hluthafar eru fyrirtæki og einstaklingar í Borgarfirði. Kaupfélagsstjóri er Guðsteinn Einarsson. Horft til Borgrness.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.