Bændablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 22
22 Þriðjudagur 27. júní 2006
Því miður erum við að vísafrá fjölda fólks á hverjusumri, ég kannaði það í
nokkra daga í fyrra og þá kom í
ljós að það voru um 60 manns
sem við vorum að vísa frá dag-
lega. Það er því greinilegt að
gistingu vantar hér á Héraði og
ég segi að það vanti ódýra gist-
ingu. Þó maður bjóði fólki her-
bergi með baði, þá vill það ekki
þiggja svoleiðis nokkuð, fólkið
vill svefnpokapláss með eldunar-
aðstöðu. Allt tal um að herbergi
með baði sé það eina sem gangi í
dag er bara bull„. Þetta segir
Þórunn Sigurðardóttir ferða-
þjónustubóndi á Skipalæk í Fell-
um, á bökkum Lagarfljóts.
Í ríflega 20 ár, frá árinu 1985,
hafa þau Þórunn Sigurðardóttir og
maður hennar Grétar Brynjólfsson
á Skipalaæk í Fellum á Héraði rek-
ið ferðaþjónustu heima á Skipa-
læk. Þau byrjuðu að leigja út efri
hæð íbúðarhússins, svo bættust við
sumarhús og tjaldstæði, síðan
gistiskáli og nú síðast gistihús með
6 herbergjum með baði. Nú eru
tímamót því líklega verður þetta
síðasta sumarið sem þau Þórunn
og Grétar stýra ferðaþjónustunni á
Skipalæk. Gréta Sigurjónsdóttir
tengdadóttir þeirra er byrjuð að
starfa með þeim og stefnt er að því
að næsta ár taki hún og Sigurður
Grétarsson maður hennar við
rekstrinum.
„Það var nú Anton Antonsson
sem hvatti okkur til að gera þetta„,
segir Þórunn. Hann var með
Ferðamiðstöð Austurlands og vissi
að þörf var fyrir gistingu, sérstak-
lega svefnpokapláss með mögu-
leika fyrir ferðamenn að elda sinn
mat sjálfir.„
Hún segir að strax hafi verið
góð aðsókn og fljótlega var boðið
upp á meira en efri hæð íbúðar-
hússins. „Þannig var að Orri
Hrafnkelsson hjá Trésmiðju Fljóts-
dalshéraðs var að vandræðast með
sumarhús, sem hafði verið til sýnis
á iðnsýningunni á Egilsstöðum
1985. Hann falaðist eftir lóð undir
húsið hjá Grétari, og fékk hana, en
Grétar sagði honum jafnframt að
hann myndi kaupa af honum húsið
frekar en fara að taka það upp aft-
ur. Það varð strax mikil aðsókn að
þessu húsi og við bættum fljótlega
tveimur alveg eins húsum við. Það
er óhætt að segja að þessi hús hafi
verið fullbókuð öll sumur í þessi
20 ár en það er pláss í hverju þeirra
fyrir 6 manns„, segir Þórunn. Síð-
an komu 2 hús í viðbót, nokkru
minni en hin með rúmum fyrir
þrjá. „T.d. hjón með 1 barn vildu
gjarnan dvelja, en töldu sig ekkert
hafa með svona stórt hús að gera,
þannig að við fengum Björn Krist-
leifsson arkitekt til að teikna minni
hús í sama stíl og þau hafa verið
jafn eftirsótt.“Hún viðurkennir að
fólki hafi mörgu þótt dýrt að leigja
húsin og verið að bera leiguna
saman við leigu á húsum stéttarfé-
laganna sem voru niðurgreidd en
það hafi fljótt rjátlast af. „Annars
voru stéttarfélög að leigja húsin
hjá okkur fyrir félagsmenn í fyrstu
í allt að 10 vikur á ári, það er hin-
vegar ekki lengur og nú er algeng-
ast að fólk sé að dvelja í tvær til
þrjár nætur en ekki í heila viku
eins og var áður„.
Uppbókað
fram í september
Þau Þórunn og Grétar hafa alla
tíð verið með aðild að Ferðaþjón-
ustu bænda og flestar þeirra bók-
anir koma þaðan. Nú er svo komið
að strax í maí eru öll gistipláss
uppbókuð fram í september en þau
hjón geta tekið 56 manns í gist-
ingu. „Þær eru óþægilegar þessar
blokkpantanir hjá ferðaskrifstofum
sem eru að biðja okkur að taka frá
fyrir sig og svo verður ekki neitt úr
neinu á sama tíma og maður er að
vísa frá fólki sem ætlar sér vissu-
lega að koma. Ferðaskrifstofurnar
áskilja sér eins mánaðar fyrirvara
en þegar maður svo leitar frétta af
hvernig staðan sé, þá eru oft loðin
svör hjá þeim eins og þetta sé enn
svolítið óljóst, það sé ekki víst
hvort það verði af ferðinni og þar
fram eftir götunum. Svo kannski
kemur enginn eða bara brot af
hópnum„, segir Þórunn og greini-
legt að henni finnst ekki nægilegur
skilningur hjá ferðaskrifstofunum
fyrir því að þær eru að halda eftir-
sóttu plássi. „Ég skil samt að sumu
leyti afstöðu þeirra því auðvitað
geta þær ekki auglýst ferðir nema
plássið sé öruggt. Svo finn ég fyrir
því núna að það vantar meira af
ódýrari gistingu hérna. Nú er engin
gisting lengur á Skjöldólfsstöðum
á Jökuldal, þar var boðið upp á
svefnpokapláss og við vorum með
Fellaskóla en hættum með hann
fyrir 2 árum. Okkur fannst þetta
orðið of umsvifamikið og það
fékkst enginn til að taka við. Við
eigum rúm og dýnur og allt til alls,
svo hægt væri að byrja þar en þetta
var of mikil vinna fyrir okkur að
vera með Fellaskóla líka. Það var
ekkert starfrækt þar í fyrra og ekki
heldur í sumar. Þarna voru 45
svefnpokapláss og þegar maður er
að vísa 60 manns frá á hverjum
degi þá munar um það„, segir hún.
Þau Þórunn og Grétar höfðu
ekki fengist við ferðaþjónustu
fram að því að þau byrjuðu með
gistinguna á Skipalæk. Sauðfjárbú-
skapur hafði verið þeirra aðalat-
vinna frá því þau byggðu upp á
Skipalæk árið 1950. Skipalækur er
út úr jörðinni Ekkjufelli, þaðan
sem Grétar er og nafnið sótt í læk
sem rennur út í Lagarfljótið
skammt frá. Grétar segir það kom-
ið af ferjunum yfir Lagarfljótið
áður en brúin kom. „Í raun heitir
þetta Skipholt, þar sem íbúðarhús-
ið stendur og lækurinn rennur í
fljótið hérna utan við„, segir Grét-
ar, sem nú er kominn inn frá garð-
yrkjustörfum utan dyra. „Þeir eru
margir ferðamennirnir sem spyrja
um þetta nafn. Þeim finnst það
skrítið inn í miðju landi.“Helgi
Hjörvar kom hér þegar hann var í
örnenfnanefnd og sagðist hrifinn
af þessu örnefni, segir Þórunn og
Grétar tekur undir. Það vekur fólk
til umhugsunar um lífsbaráttu
fólksins sem bjó við óbrúuð vatns-
föll. Þórunn segir viðbrigðin fyrir
þau þó ekki hafa verið mikil að
fara að taka á móti gestum með bú-
skapnum sem enn var til staðar
fram á síðasta áratug síðustu aldar.
„Við Grétar erum bæði alin upp
við mikinn gestagang á heimilum
okkar, hann á Ekkjufelli í Fellum
og ég á Sólbakka á Borgarfirði
eystra. Munurinn var kannski helst
sá að á okkar æskuheimilum var
aldrei tekin króna fyrir gistingu og
fæði„, segir Þórunn og viðurkennir
að á stundum hafi henni fundist
henni hún vera að rukka of mikið
fyrir greiðann. „Ég er jafnvel enn-
þá svolítið veik fyrir því ef fólki
finnst verðið of hátt, maður er við-
kvæmur fyrir því, en þetta venst„.
Þórunn segir þau aldrei hafa
þurft að auglýsa neitt. Fyrst hafi
gestir komið á vegum Antons hjá
Ferðamiðstöð Austurlands og síð-
an frá Ferðaþjónustu bænda. „Við
höfum bara aldrei þurft að auglýsa
neitt. Það vantar ekki að það er
alltaf verið að þrábiðja um auglýs-
ingar en við höfum bara aldrei
þurft á því að halda. Við erum nátt-
úrlega vel staðsett, alveg við þétt-
býlið og stutt frá flugvellinum.„
Á yfir 20 ára ferli hlýtur ýmis-
legt skemmtilegt að koma upp.
Þórunn segir að mörg dæmi séu
Fólk vill ódýra gistingu líka og
það er bull að herbergi með
baði sé það eina sem gildi í dag
- segir Þórunn Sigurðardóttir ferðaþjónustu-
bóndi á Skipalæk í Fellum síðustu 20 ár
Gréta Sigurjónsdottir tengda-
dóttir þeirra Þórunnar og Grétars
segir að framtíðin á Skipalæk legg-
ist vel í sig. „Ég er svo sem vön
bindingu, nánast allan sólarhring-
inn,“ segir hún, og vísar þar til veit-
ingareksturs sem hún hefur verið í
síðustu ár. Í eina tíð var hún í
hljómsveitinni Dúkkulísunum, sem
gerði garðinn frægan um allt land.
Gréta ætlar að byggja meira upp.
Hún segir alveg flöt á því að bæta
við gistingu enda sé verið að vísa
ótrúlega mörgum frá. Gréta segir að
núna þegar krónan sé sterk þá vanti
ódýra gistingu. „Hér er nýjasta hús-
ið með baði en ég held að að það sé
ekki endilega mesta eftirsóknin í
það. Við þurfum að bæta við. Ég sé
fullt af möguleikum, við erum hérna rétt hjá þéttbýl-
inu en samt úti í sveit.“
Hún hefur verið við kennslu í tónlistarskólanum
og ætlar að sinna því áfram með ferðaþjonustunni
a.m.k. næsta ár. Þrjár ungingsstúlk-
ur eru við vinnu á Skipalæk og
Gréta segir líka eftirspurn eftir
störfum erlendis frá. Til dæmis
komi stúlkur frá Þýskalandi og Nor-
egi í sumar. Gréta segist vilja skoða
hvort hún geti boðið upp á mat,
allavega kvöldverð yfir sumarið.
Allt þetta sé þó spurning um fjár-
magn. Nýtingin sé góð yfir sumarið
en vetrarnýtinguna vanti. „Ég ætla
að skoða alla möguleika og hvað
hægt er að gera. Ég ætla að byrja á
því að sjá hvernig þetta virkar en
mér finnst miklir möguleikar hér og
gef mér bara tíma í að skoða þá.“
Gréta segir Skipalæk vera orðinn
vel þekktan og þau Þórunn og Grét-
ar góð heim að sækja. Þau gera allt
fyrir gestina, meira að segja spila þau bridds við þá
fram eftir kvöldum, enda veit ég að hingað er að
koma fólk ár eftir ár,“ segir Gréta Sigurjónsdóttir,
arftakinn á Skipalæk í Fellum.
Ég sé fullt af möguleikum hérna
-segir Gréta Sigurjónsdóttir sem er að taka
við ferðaþjónustunni á Skipalæk
Þórunn Sigurðardóttir og Grétar Brynjólfsson ferðaþjónustubændur á
Skipalæk í Fellum.
Gréta Sigurjónsdóttir sem nú er að
taka við rekstrinum á Skipalæk
með manni sínum Sigurði Grétars-
syni.
Gistihúsin á Skipalæk og íbúðarhúsið fjær, tjaldstæðið til hægri.