Bændablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 29
29Þriðjudagur 27. júní 2006
„Ég spyr af hverju á að láta gsm-
samband á Fróðárheiði en ekki
Bröttubrekku,“ segir Einar Örn
Thorlacius sveitarstjóri í Reyk-
hólahreppi en íbúar þar eru mjög
ósáttir við lítið gsm-samband í
sveitarfélaginu og á vegum til og
frá því. Hann bendir á að íbúar í
Reykhólahreppi eigi ekkert val
um aðra leið en Bröttubrekku en
það eigi hinsvegar þeir sem fari
um Fróðárheiði því þeir geti líka
farið Vatnaleiðina.
Einar segir íbúa í Reykhólahreppi
hafa gert sér vonir um að fá ein-
hverjar úrbætur í þessum málum
þegar ljóst var að hluti af andvirði
Símasölunnar rynni til endurbóta á
gsm-sambandi. „Það virðist hins-
vegar búið að marka þá pólitísku
stefnu að láta Vestfjarðaveg mæta
afgangi. Það geri ég athugasemdir
við og vil fá skýringar á,“ segir Ein-
ar. Hann segir þetta raunar gilda um
alla Dalina og Reykhólahreppinn.
„Ég er óhress með þetta fyrir hönd
vegfarenda um Vestfjarðaveg að við
eigum ekkert að vera með í þessum
endurbótum, eigum bara bíða. Það
er ágætis gsm-samband á Reykhól-
um en það þarf ekki að fara langt til
að vera kominn í þögnina.“
Einar segir önnur fjarskipti í
sveitarfélaginu þokkaleg. Flestir bæir
séu með ISDN-tengingu og á Reyk-
hólum sjái Skerpla um þráðlausa
ADSL-nettengingu. Um daginn hitt-
ist samt svo ótrúlega á að hér á Reyk-
hólum vorum við án allra fjarskipta,
því bilun varð á tengingunni hjá
Skerplu og á sama tíma bilaði sendir
Rásar 1. „Þetta var nú bara ótrúleg
tilviljun en hefur ekkert með slæm
fjarskipti að gera að öðru leyti. Við
erum hinsvegar að fara fram á það nú
við Símann að fá ADSL-tölvuteng-
ingu í sveitarfélagið og undirskrift-
um er safnað um það. Þeir hafa nú
lækkað viðmið sín vegna aukinnar
samkeppni, voru lengi að miða við
150 íbúa en ég held að þeir séu
komnir niður í 50. Hér á Reykhólum
eru 110 íbúar þannig að við erum vel
yfir þessum mörkum,“ segir Einar
Örn Thorlacius, sveitarstjóri Reyk-
hólahrepps. Hbj.
Íbúar Reykhólahrepps ósáttir við lélegt gsm-samband
Vilja vera með í úthlutun
Símasölupeninganna
Su›urlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími 540 7000 • www.falkinn.is
BÍLAVÖRUR
• Legur
• Höggdeyfar
• Kúplingar
• Reimar
• Hjöruli›ir
• Hemlahlutir
E
in
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
3
1.
29
4
11. júlí
Síðasta blað fyrir sumarleyfi.
Auglýsendur eru beðnir um að
hafa samband við
augýsingastjóra með góðum
fyrirvara. Síminn er 563 0300.
Norska olíufélagið Statoil rek-
ur hreinsunarstöð fyrir olíu úr
Norðursjó í Kalundborg á vest-
anverðu Sjálandi í Danmörku.
Á Sjálandi, eins og víðar í
landinu, hafði lengi verið mikil
sykurrófnarækt og sykurverk-
smiðja starfandi í Kalundborg.
Sykurrófnarækt hefur nú verið
hætt á Sjálandi og verksmiðjan
aflögð eftir að ESB ákvað að
draga verulega úr styrkjum til
þessarar framleiðslu.
Í stað þess hafa bændur á
þessum slóðum aukið kornrækt
sína, einkum á hveiti og í fram-
haldi af því hafa samtök bænda á
svæðinu leitað til Statoil um
samstarf um byggingu og rekstur
á ethanólverksmiðju í Kalund-
borg sem notaði hveiti frá bænd-
um í nágrenninu og annan líf-
massa til framleiðslunnar. Statoil
féllst á þessar hugmyndir og nú
er unnið að því að reisa verk-
smiðju sem geti í upphafi fram-
leitt 125 þúsund lítra af lífethan-
óli á ári. Upplýsingafulltrúi
Statoil í Kalundborg, Sören
Bjelka, segir að fyrirtækið sé
hvetjandi þessarar framkvæmdar,
en ýmsir endar séu enn óhnýttir,
m.a. hafa dönsk stjórnvöld enn
ekki tekið afstöðu til verkefnis-
ins. (Maskinbladet 2. júní 2006).
Sykurrófur til ethanólframleiðslu