Bændablaðið - 27.06.2006, Síða 31

Bændablaðið - 27.06.2006, Síða 31
31Þriðjudagur 27. júní 2006 Upplýsingar um EQVALAN.VET.: Pasta til inntöku.QP 52 A D 01. 1g inniheldur: Ivermectinum INN 18,7 mg. Eiginleikar: Ívermectín, sem er avermektín, er fjölvirkt sníklalyf, m.a. virkt gegn þráðormum og lirfum þeirra í meltingarvegi húsdýra. Hámarksblóðþéttni í hrossum næst u.þ.b. einum sólarhring eftir gjöf lyfsins. Lyfið verkar á þann hátt að hemja boðsendingu í taugavöðvatengi með því að örva losun GABA frá presynaptískum taugaendum og auka bindingu GABA við postsynaptíska móttendur þannig að sníklarnir lamast og drepast. Lyfið útskilst að mestu í óbreyttu formi með saur. Ábendingar: Þráðormur í meltingarvegi hrossa og þráðormalirfur á ýmsum þroskastigum. Frábendingar: Ekki þekktar. Aukaverkanir: Kláði og bólgur geta komið fram skömmu eftir lyfjagjöf. Skammtastærðir: 0,2 mg Ivermectín/kg, þ.e. 1,07 g af pasta/100 kg gefið um munn. Gæta skal þess að hesturinn sé ekki með fóðurleifar uppi í sér og lyfið skal lagt aftarlega á tungu. Hver pakkning lyfsins skal merkt:„Eigi má nýta sláturafurðir fyrr en 30 sólarhringum eftir lyfjagjöf“. Pakkningar: 6,42 g x 1. FYRIR HROSS EQVALAN, sem er selt án lyfseðils, inniheldur ivermectin, einstakt efnasamband unnið úr lífverum í jarðvegi. Sannað þykir að ivermectin hefur meiri virkni og heldur því hrossinu þínu mun lengur ormalausu en önnur sambærileg lyf. Milljónir skammta af EQVALAN sem gefnir hafa verið hrossum um allan heim sanna áhrifamátt og mikið öryggi lyfsins. Lesið íslenskar leiðbeiningar, sem fylgja hverri pakkningu lyfsins, vand- lega fyrir notkun. Þar er fjallað um skömmtun, aðvaranir og mikilvægar varúðarreglur. ORMALYF Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími 535 7000 Fáanlegt án lyfseðils í apóteki eða hjá dýralækni. Fyrirkomulag og framkvæmd á efnagrein- ingaþjónustu fyrir bændur verður með svip- uðu sniði og á síðastliðnu ári. Vinnuferillinn verður því óbreyttur. Sýnin skulu öll send að Hvanneyri þar sem þau verða skráð og hluti mælingavinnu fer fram. Undanskilin eru sýni af Norðausturlandi en þau skal senda að Búgarði á Akureyri eins og verið hefur. Nið- urstöður verða sendar út frá Keldnaholti og einnig frá Búgarði fyrir þau sýni sem til- heyra starfssvæði ráðunautaþjónustunnar í Búgarði. Ábyrgðarmenn eru : Björn Þorsteinsson, LBHI Hvanneyri sími 4335000 fax 4335001 Guðmundur Helgi Gunnarsson, Búgarði sími 4604477 fax 4604478 Tryggvi Eiríksson, LBHI Keldnaholti sími 4335000 fax 4335201 Til upprifjunar og fyrir þá sem ekki hafa sent inn sýni í greiningu áður er rétt að minna á aðal- atriðin hvað viðvíkur sýnatöku og skráningu. Vanda skal til sýnatöku Mikilvægt er að sýnin séu vel tekin og gefi sem besta mynd af því fóðri sem sýnin eru tekin úr. Í þeim tilvikum sem bændur taka sýnin sjálf- ir er best að hafa samband við héraðsráðunauta sem veita ráðleggingar um hvernig best er að standa að sýnatökunni og útvega sýnatökubora þar sem það á við. Undanfarin ár hafa bændur í æ ríkari mæli farið að taka hirðingarsýni, enda verið hvattir til þess. Séu tekin hirðingarsýni við verkun í plasti í rúllur eða stórbagga þá losna menn við að gera göt á plastið og þá er einnig vitað nákvæmar um uppruna (spildu) sem sýnið er af. Auk þess sem þessu fylgir sá kostur að niðurstöður liggja fyrir áður en innifóðrun hefst að hausti. Hægt er að taka hirðingarsýni með því að ganga þvert á múgana áður en rúllað er og taka smá viskar úr þeim, eða taka sýnið úr rúllunum áður en plast- að er og nota heybor ef þess er kostur. Þegar hirðingarsýni eru tekin úr múgum (eða rúllum) er betra að fara aðeins undir yfirborðið því það er oft eitthvað þurrara en inn í múgunum. Á svipaðan hátt er hægt að taka sýni við hirðingu í vothey eða þurrhey. Nægjanlegt er að sýnin séu um 0,3 kg en fer þó nokkuð eftir aðstæðum, sér- staklega hvert rakastigið er og svo hversu jafn efniviðurinn er sem sýnið er tekið úr. Séu tekin stór sýni sem menn vilja smækka þá er hægt að gera það með því að blanda sýnið mjög vel upp í pappakassa og taka úr því smærra sýni. Þetta krefst vandvirkni því sýnið verður að vera jafnt úr öllu upprunalega sýninu. Gæta skal þess að sýnin þorni ekki í meðförum og setja þau í frysti sem fyrst í vel lokuðum, sterkum plast- pokum og umfram allt vel merkt. Merking sýnanna sé nákvæm Mjög mikilvægt er að sýnin séu vel merkt, það gerir skráningu öruggari og sparar fyrirhöfn og vandræði. Gætið þess að nota skriffæri sem þola bleytu! Eftirfarandi upplýsingar skulu fylgja: Tökudagur sýnanna Sendandi: Nafn bónda, heimilisfang og kennitala. Einnig lögbýlisnúmer. Gerð sýna: Hirðingarsýni eða sýni úr verk- uðu fóðri. Verkunaraðferð: Þurrhey, vothey, rúllur, stórbaggar, grænfóður eða annað. Auðkenni: Af hvaða túni, úr hvaða hlöðu, eða það sem menn vilja auðkenna sýnið með. Dagsetningar: Sláttudagur og hirðingardag- ur. Sláttur: Fyrri sláttur eða seinni sláttur. Tegund: Skrá grastegundir aðeins ef menn eru vissir á greiningunni, þarf ekki að vera mjög nákvæmt. Grænfóðurtegund skal ávallt skrá (hafrar, rýgresi, kál eða annað). Sýni send inn í mælingu fyrir 10. október Þegar fyrri slætti er lokið eða í heyskaparlok eru hirðingarsýnin send í efnagreiningu með til- heyrandi upplýsingum. Sjá leiðbeiningamið- stöðvar um að koma sýnunum áfram í mælingu. Sýni úr verkuðu fóðri eru tekin við fyrsta hent- ugleika eftir að heyskap er lokið og mælt með að sýnin séu tekin með heybor. Mælst er til að öll heysýni verði öll komin inn fyrir 10. október til LBHI, en þá er formlega síðasti móttökudag- ur á haustönninni. Verð og afgreiðslufrestur Þær mælingar sem gerðar eru við hefð- bundna efnagreiningu á heyi eru; þurrefni, meltanleiki (og útreiknað orkugildi), prótein (útreiknað AAT og PBV) og steinefnin Ca, P, K, Mg, og Na. Einnig er sýrustig mælt í gerjuðu fóðri. Boðið er upp á mælingar á tréni nánar til- tekið NDF, einnig fleiri mælingar sem kann að verða óskað eftir. Verður að biðja um það sér- staklega og skrifa þá beiðni inn á skráningar- seðla sem fylgja sýnunum. Afgreiðslufrestur niðurstaðna frá móttöku sýnis er að hámarki 30 dagar fyrir hefðbundna greiningu með steinefnum. Ef þess er óskað er hægt að senda út aukalega niðurstöður án stein- efna 15 dögum eftir móttöku og síðan send lokaskýrsla þegar steinefnamælingar liggja fyr- ir. Reiknað er með að fyrsta útsending niður- staðna verði fyrir miðjan ágúst. Verð fyrir heildarmælingar (með stein- efnum) er 3.950.- kr hvert sýni án vsk Verð án steinefna 2700.-. kr hvert sýni án vsk Viðbótarmæling - tréni (NDF) 2000.- kr hvert sýni án vsk Ef óskað er eftir öðru en hefðbundinni grein- ingu með steinefnum verður að tilgreina það sérstaklega. Ofangreint gildir einungis um hey- sýni og önnur gróffóðursýni. Sé óskað eftir öðr- um efnagreiningum fer það eftur sömu leiðum og hefðbundnu heyefnagreiningarnar. Móttaka af Norðausturlandi er í Búgarði, Ós- eyri 2, 603 Akureyri sími 460 4477 Móttaka úr öðrum landshlutum Rannsókna- stofa LBHI, Hvanneyri, 311 Borgarnes Sími 433 5000 (beint Hvanneyri 4335038 beint Keldnaholt 4335215) Netföng: Hvanneyri rannsokn@lbhi.is, Keldnaholt syni@lbhi.is, Búgarður ghg@ bondi.is Auk framangreindra aðila veita leiðbein- ingamiðstöðvarnar nánari upplýsingar og að- stoð. Tryggvi Eiríksson Fyrirkomulag heyefna- greininga hjá LBHÍ Bændablaðið Smáauglýsingar. 5630300

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.