Bændablaðið - 27.06.2006, Síða 35

Bændablaðið - 27.06.2006, Síða 35
35Þriðjudagur 27. júní 2006      !"#$%& '(!)') *    +', Austurvegi 69 - Selfossi - Sími 4 800 400 VASKUR • Kubota vatnskæld • 26 hestafla vél • Öflugt vökvakerfi • Lyftigeta, beinn: 955 kg • Lyftihæð: 2,7 m • Snúningsradíus: 55 sm • Heildarþyngd: 1665 kg • Breidd: 89 - 109 sm • Dekk 7.00 - 12 AS Jötunn Vélar - Sterkur félagi - jotunn.is P re nt sm ið ja S uð ur la nd s Bændasamtökin fengu á dögunum góða gesti frá Skotlandi, heiðurshjónin Campbell og Sheena Slimon, en sagnfróðir lesendur gætu kannast við eftirnafnið. Campbell er afkomandi Slimons þess sem rak verslun undir nafni sínu og var afar virk- ur í sauðasölunni á síðari hluta nítjándu aldar. Um þann kaupskap má segja að hann skipti sköpum fyrir íslenskt samfélag, ekki síst bændastéttina, því þetta varð til þess að margir bændur sáu peninga í fyrsta sinn á ævinni og augu þeirra opnuðust fyrir því að það var hægt að versla við útlönd framhjá danskinum. Að því má svo leiða rökum að þetta hafi ýtt undir stofnun bæði sparisjóða og kaupfé- laga. Gott orð fór af þessum bresku sauðakaupmönnum sem reyndar föluðust einnig eftir hrossum til notkunar í kolanámum Bretaveldis. Árið 1885 veitti Alþingi Slimon og helsta umboðsmanni hans, John Coghill, viðurkenningu fyrir verslunarstörf þeirra hér á landi. Þeirri viðurkenningu fylgdi heiðursskjal sem Camp- bell fann í fórum foreldra sinna. Dóttir þeirra fann svo bók eftir enskan jarðfræðing sem hafði fengið far með skipum Slimons-verslunarinnar til Íslands í því skyni að kynna sér jarðfræði og náttúru landsins. Þar lýsir hann einnig sauðasölunni. Meira vissu þau Slimonhjónin ekki þegar þau komu til Íslands en þau þyrsti í að vita meira. Þau komu ekki að tómum kofanum þar sem voru þeir Jón- as Jónsson fyrrum búnaðarmálastjóri og Ólafur Dýr- mundsson starfsmaður Bændasamtakanna. Blaðamað- ur Bændablaðsins hitti þau líka að máli og fékk að heyra að þau byggju á föðurleifð Campbells sem er bóndabær ekki langt fyrir sunnan Inverness í Skot- landi. Þar búa þau með 1.100 fjár og 80 nautgripi af tegundunum Aberdeen Angus og Limosín. Þau fram- leiða mjólkurkálfa og ala þá upp að 7-8 mánaða aldri. Lambakjötið selja þau til Spánar og Ítalíu. Afkomandi skoskra sauðakaupmanna í heimsókn Meðal þess sem skosku hjónin Campbell og Sheena Slimon fundu í reytum forfeðra hans var þessi fáni sem er með fálkamerkinu en það var þjóðartákn Ís- lendinga á síðari hluta nítjándu aldar. Fáninn var hand- saumaður af íslenskum konum og færður skosku kaupmönnunum að gjöf þegar þeir voru heiðraðir árið 1885. Þau höfðu einnig í fórum sínum heiðursskjalið sjálft undirritað af helstu embættismönnum og bændahöfðingjum þess tíma. www.bondi.is

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.