Bændablaðið - 27.06.2006, Qupperneq 37

Bændablaðið - 27.06.2006, Qupperneq 37
37Þriðjudagur 27. júní 2006 Disel rafstöð, 30kw 3x400v 50hz Verð kr. 385.000 + vsk Kvistás s/f Selfossi Sími 482 2362 og 893 9503 Stein/malbikssög, 500 mm blað, sögunardýpt 17cm, 70 lítra vatnstankur 9hö disel, Verð kr. 155.000+vsk ISO 9001, CE Disel rafstöð, 4,5kw 230v 50hz, hljóðeinangruð, rafstart Verð kr. 115.000 + vsk Til sölu Ekki fyrsta tillagan Í greinargerð kemur fram að þetta er ekki í fyrsta skipti sem sambærileg þingsályktunartillaga er flutt. Í fyrri tillögu er gert ráð fyrir að Alþingi veiti árlega af fjár- lögum fé í sérstakan ferðasjóð íþróttafélaga til að standa straum af kostnaði við keppnisferðir. Jafn- framt gerir tillagan ráð fyrir að út- hlutun fjármuna úr sjóðnum fari eftir reglum sem menntamálaráð- herra setur. Við umfjöllun nefndar- innar um framangreinda tillögu var ákveðið að flytja nýja þings- ályktunartillögu byggða á henni en þó með umtalsverðum breyting- um. Hár kostnaður fyrir lið af landsbyggðinni Menntamálanefnd telur að æskilegt sé að skipuð verði nefnd og tekið sé fram að í nefndinni eigi sæti fulltrúar fjármálaráðherra og menntamálaráðherra, ásamt full- trúum sveitarfélaga, íþróttaforust- unnar og íþróttafélaga úr öllum landshlutum, þar á meðal íþrótta- félaga á landsbyggðinni. Fyrir liggur að sá kostnaður sem til fell- ur við það að senda keppnislið á viðurkennd mót hefur verið þung- bærastur fyrir íþróttafélög á lands- byggðinni og telur menntamála- nefnd því rétt að fulltrúar þeirra eigi fulltrúa í nefndinni. Í öðru lagi leggur menntamálanefnd til að nefnd þeirri sem lagt er til að skip- uð verði, verði falið að gera úttekt á umfangi þess kostnaðar sem íþróttafélög hafa fram til þessa þurft að mæta við að senda keppn- islið sín á viðurkennd mót. Telur menntamálanefnd nauðsynlegt að slík úttekt fari fram áður en hafist er handa við tillögugerð um hvort stofna skuli slíkan sjóð og með hvaða hætti hann skuli fjármagn- aður. Gera á úttekt á málinu Því leggur menntamálanefnd til að eftir að slík úttekt hefur farið fram setji nefndin fram tillögur, á grundvelli áðurnefndrar úttektar, um það hvort og þá hvernig koma skuli slíkum sjóði á, en jafnframt leggi nefndin fram tillögur um hvernig fjármögnun hans skuli háttað og eftir hvaða reglum skuli úthlutað úr honum. Í þessu sam- bandi telur menntamálanefnd rétt að taka fram að hún telur ekki aug- ljóst að fjármögnun hans verði endilega tryggð með greiðslum úr ríkissjóði heldur kunni að vera ástæða til þess að aðrir komi að fjármögnun hans, svo sem sveitar- félög, íþróttahreyfingin og eftir at- vikum enn aðrir aðilar. Að lokum leggur menntamálanefnd til að nefndin skilgreini nánar hvaða íþróttagreinar gætu sótt um fram- lag úr sjóðnum, m.a. með tilliti til einstakra landsvæða, aldurshópa og kynja, verði hann á annað borð stofnaður. Fá íþróttafélög aðstoð við að fjármagna keppnisferðir? „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd sem í sitji full- trúar fjármálaráðherra, menntamálaráðherra, sveitarfélaga, íþróttaforustunnar og íþróttafélaga úr öllum landshlutum, til að gera úttekt á kostnaði við ferðalög íþróttafélaga á viðurkennd mót. Jafn- framt setji nefndin fram tillögur um hvort og þá hvernig skuli koma á sérstökum sjóði til að taka þátt í þeim kostnaði, hvernig fjármögn- un hans skuli háttað og eftir hvaða reglum skuli úthlutað úr honum. Enn fremur geri nefndin tillögu um hvaða íþróttagreinar gætu fengið framlög úr sjóðnum, meðal annars með tilliti til einstakra landsvæða, aldurshópa og kynja,“ segir í tillögu til þingsályktunar um ferðasjóð íþróttafélaga sem lögð hefur verið fram á alþingi. 14-15.000 eintök! Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Þarft þú að auglýsa?

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.