Bændablaðið - 27.06.2006, Side 45

Bændablaðið - 27.06.2006, Side 45
45Þriðjudagur 27. júní 2006 Bændasamtök Íslands, Land- búnaðarháskóli Íslands og land- búnaðarráðuneytið efndu til málþings um notkun erfðatækni í íslenskum landbúnaði 21. júní sl. þar sem flutt voru fimm er- indi og endað á pallborðsumr- æðum. Frummælendur voru þrír íslenskir vísindamenn, Ólaf- ur S. Andrésson prófessor í erfðafræði við Háskóla Íslands, Einar Mäntylä frá ORF Líf- tækni og Snorri Baldursson að- stoðarforstjóri Náttúrufræði- stofnunar Íslands, og tveir út- lendir: bandaríski prófessorinn Charles Arntzen frá Arizona State University og Bretinn Chris Pollock forstjóri Gras- ræktar- og umhverfisstofnunar Bretlands en þeir eru báðir í ráð- gjafarráðum ríkisstjórna sinna, Arntzen gefur ráð um vísindi og tækni en Pollock um það hvaða erfðabreyttum lífverum er óhætt að sleppa út í umhverfið. Fyrri hluti málþingsins fór í að lýsa þeim fjölbreyttu möguleikum sem erfðabreyttar jurtir geta skap- að bændum og öðrum þeim sem starfa í landbúnaði en síðari hlut- inn snerist meira um þær hættur sem hugsanlega steðja að lífríkinu af völdum erfðabreyttra jurta og hvernig rétt sé að standa að reglu- smíð um sleppingu þeirra út í um- hverfið. Í lokin urðu líflegar umræður þar sem málshefjendur lýstu meðal annars framtíðarsýn sinni hvað snertir hagnýtingu erfðatækni. Enginn þeirra efaðist um að erfða- tækni og erfðabreyttar lífverur ættu eftir að leika stórt hlutverk á ýmsum sviðum, ekki síst í því að fullnægja næringarþörf jarðarbúa og á sviði heilbrigðismála og lyfja- gerðar. Enginn þeirra gerði mikið úr þeirri hættu sem lífríkinu gæti verið búin og var í því sambandi bent á að yfir tveggja áratuga reynsla væri nú komin á hagnýt- ingu erfðatækni og engin teljandi vandamál skotið upp kollinum. Þeir lögðu hins vegar áherslu á nauðsyn þess að vel væri fylgst með nýjungum og hvergi slegið slöku við rannsóknir á áhrifum erfðabreyttra lífvera á umhverfi sitt.        ! " # $! " # %%%& '     !"  #$ '   '  Pallborðið í Súlnasalnum, talið frá vinstri: Einar Mäntylä, Ólafur S. Andrésson, Charles Arntzen, Chris Pollock, Snorri Baldursson og pallborðsstjórinn Ágústa Guðmundsdóttir prófessor í matvælaefnafræði við Háskóla Íslands. Skeggrætt um erfðatækni í íslenskum landbúnaði Síðasta blað fyrir sumarleyfi kemur út 11. júlí.Nýtt hrossaveggspjald Bændasamtök Íslands hafa gefið út nýtt hrossaveggspjald en áður voru komin veggspjöld fyrir íslensku mjólkurkúna og sauðféð sem hafa reynst mjög vinsæl innanlands sem utan. Auk þess að sýna alla helstu hrossalitina kemur fram meiri fjölbreytni en í hinum vegg- spjöldunum, þ.e. bæði í kynjum og aldri (hestar, hryssur, stóð- hestar, tryppi, folöld), umhverfi og árstíðum (sumar, vetur, vor og haust). Spjöldin eru 61 x 87 cm að stærð eins og hin tvö, prentuð í skýrum litum og plasthúðuð í Odda. Greinargóð- ir textar eru á fjórum tungu- málum, íslensku, ensku, sænsku og þýsku. Veggspjaldið er til sölu á skrifstofu Bændasamtak- anna í Bændahöllinni, Reykja- vík, sími 563 0300.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.