Bændablaðið - 29.04.2008, Qupperneq 8

Bændablaðið - 29.04.2008, Qupperneq 8
8 Bændablaðið | Þriðjudagur 29. apríl 2008 Um árabil hafa líftæknifyrirtækin kynnt erfðatækni sem framtíð land- búnaðar í heiminum og sagt lífrænan landbúnað gamaldags, óhagkvæman og ófæran um að brauðfæða hinn ört vaxandi íbúafjölda jarðar. Nýlega hafa hins vegar sum þeirra snúið við blaðinu, hrósað lkífrænum land- búnaði og fullyrt að auðveldlega megi rækta erfðabreyttar og lífræn- ar afurðir samhliða, jafnvel að nota megi erfðabreyttar plöntur til líf- rænnar ræktunar. Skýringar á tillögum um svo fráleitt bandalag kunna að liggja í þeim mikla árangri sem lífrænar afurðir hafa skilað á meðan erfða- breytt ræktun hefur ekki skilað öðru en loforðum. Lífræn framleiðsla vex hraðar en nokkur annar geiri evrópsks landbúnaðar, eða um 30% á ári. A.m.k. sex nýbirtar rannsókn- ir austan og vestan hafs sýna að líf- rænar aðferðir eru umhverfinu mun hagfelldari en önnur ræktunarkerfi, m.a. vegna þess að þær banna til- búinn áburð og leggja mjög þröng- ar skorður við notkun varnarefna. Þá staðfesta rannsóknir ennfremur mun hærra hlutfall andoxunar- efna og mikilvægra næringarefna (vítamína og steinefna) í lífræn- um matvælum en í hefðbundnum, sem gefur sterkar vísbendingar um heilsufarsáhrif. Ennfremur sýna all nokkrar rannsóknir að vel rekin lífræn býli í þróuðum löndum ná sambærilegri framleiðni og hefð- bundin býli, en í þriðja heiminum er munur á framleiðni tvö-þrefald- ur lífrænni ræktun í hag. Þrátt fyrir öll fyrirheitin hefur erfðatækninni mistekist að bæta kjör bænda, auka uppskeru og minnka eiturefnanotk- un. Allt þetta þrennt hafa lífrænar aðferðir hinsvegar fært bændum. Hversvegna ekki er unnt að rækta erfðabreytt samhliða öðru Hvarvetna þar sem erfðabreyttar plöntur hafa verið ræktaðar hefur mistekist að hindra mengun af þeirra völdum með svokölluðum samræktaraðgerðum. Þar sem rækt- un erfðabreyttra plantna á sér stað hverfa valkostirnir, því þær valda erfðamengun með víxlfrjóvgun við venjulegar plöntur, með dreifingu erfðabreytts fræs úr ræktunarsvæð- um út í umhverfið, og með útskol- un erfðaefna (DNA) út í jarðveg og grunnvatn (sjá um mengunarslys á vefsíðunni io fet -info net rti e p p i ). Erfðabreyttar plöntur hafa einnig aukið efnameng- un á heimsvísu. Allar megintegundir erfðabreyttra plantna voru hannaðar með notkun eiturefna í huga, en auka hefur þurft ætlað magn slíkra efna þegar illgresi og skordýr hafa þróað ónæmi gegn illgresis- og skordýra- eitri því sem erfðabreytingin gerði ráð fyrir. Engan þarf að undra þótt ræktun erfðabreyttra afurða auki eiturefnanotkun því Monsanto og Dupont, helstu frumkvöðlar í þróun erfðatækni, eru meðal stærstu eitur- efnaframleiðenda í heimi. Hversvegna staðlar um lífræna ræktun banna erfðabreyttar plöntur Vísindamenn innan líftæknigeirans flytja gen milli tegunda án þess að hafa næga þekkingu á erfðabreyt- ingum þannig að þær verði fram- kvæmdar af öryggi. Tæknin sem þeir beita við innskot gena í plöntur eykur enn á hætturnar því hún er í senn ónákvæm og ófyrirsjáanleg. Gen í plöntum (og öðrum lífverum) hvíla á próteinkeðjum í hárfínni skipan sem tryggir að þau tengist hvort öðru í samræmi við heild- ar erfðamengi tiltekinnar plöntu. Erfðatæknin raskar þessu erfða- mengi þar sem hún getur ekki skot- ið framandi genum af nákvæmni inn í keðjur erfðaefnis plöntunnar. Þess í stað varpar hún inn í plönt- una milljónum framandi gena sem dreifast á tilviljanakenndan hátt út um erfðaefni hennar. Með því og þeim krafti sem innskotið felur í sér getur erfðabreytingin valdið rösk- un og óstöðugleika í erfðamengi plöntunnar. Sá óstöðugleiki veldur því að neysla erfðabreyttra matjurta er áhættusöm. Þó hafa engar lang- tímarannsóknir farið fram á áhrif- um erfðabreyttra matvæla á heilsu- far neytenda. Þær fáu óháðu rann- sóknir sem gerðar hafa verið með fóðrun tilraunadýra á erfðabreytt- um afurðum hafa leitt í ljós tjón á flestum meginlíffærum dýranna. Nýjar erfðabreyttar afurðir: Fleiri fyrirheit – aukin áhætta Fyrsta kynslóð erfðabreyttra afurða var þróuð með því að skjóta einu framandi geni inn í viðkomandi nytjaplöntu. Önnur kynslóð þeirra felur í sér n.k. genastafla, þar sem nokkrum eða mörgum genum er skotið inn í plöntuna. Þar sem áhætta magnast við hvert inn- skot gena er líklegt að þessar nýju plöntur (sem sagt er að eigi að þola seltu og þurrka eða innihalda meiri næringu) verði óstöðugri og áhættusamari en forverar þeirra. Sumum plantnanna verður erfða- breytt með „dauðagenum“ þannig að fræ þeirra verða ófrjó. Slíkar plöntur eru ógnun við lífsviðurværi bænda um allan heim sem fram til þessa hafa framfleytt ræktun sinni með fræsöfnun til næstu sáningar. Bændur verða knúnir til að kaupa nýtt fræ á hverju ári og verða þann- ig gersamlega háðir líftæknifyr- irtækjunum sem eiga einkaréttinn á erfðabreytta fræinu. Ef plöntur með dauðageninu víxlfrjóvgast við hefðbundnar plöntur og þær geta af sér ófrjótt fræ dregur enn úr erfðafjölbreytni og fræeinokun stóru líftæknifyrirtækjanna styrk- ist. Það er engin þörf á því að láta þessa líftæknivél og misnotkun hennar á vísindum í þágu fámenn- isgróða stýra framtíð landbúnaðar- ins. Náttúrulegar kynbætur eru nú hagnýttar til þróunar á nýjum yrkjum til að bregðast við loftslags- breytingum á borð við flóð, þurrka og saltan jarðveg. Þeirra er senn að vænta á mörkuðum með þeim kost- um sem ný erfðabreytt yrki áttu að veita, en án áhættunnar. Það er í vaxandi mæli við- urkennt að hvorki ímyndaðir né raunverulegir kostir vega upp á móti þekktri og óþekktri áhættu sem fylgir erfðabreyttum plöntum og matvælum. Bændur og neyt- endur geta treyst framleiðend- um lífrænna afurða til að útiloka erfðabreyttar lífverur sem þátt í því megin verkefni lífrænu hreyfing- arinnar að vinna með náttúrunni að framleiðslu þess besta í matvælum og landbúnaði. „Samræktun“ erfðabreyttra og lífrænna afurða er útilokuð Sandra B. Jónsdóttir Sjálfstæður ráðgjafi slbest@heima.is Lífræn ræktun Sauðkindin hefur verið hluti af lífi íslensku þjóðarinnar allt frá því að land byggðist, en segja má að ræktun hennar hafi tekið hvað mestum breytingum á síðustu árum. Búum í sauðfjárrækt hefur fækkað og þau stækkað nokkuð. Þau eru nú rúmlega 1.800, en þá eru talin bæði bú þar sem stunduð er sauðfjárrækt eingöngu og þar sem hún er stunduð með öðrum búgreinum. Fé hefur jafnframt fækkað og vetrarfóðraðar kindur eru nú 455 þúsund. Framleiðsla á kindakjöti hefur þó haldist að mestu óbreytt, þar sem afurð- ir eftir hverja kind hafa aukist á móti. Jafnframt hafa gæði afurð- anna aukist gríðarlega á skömm- um tíma, en hlutfall þess lamba- kjöts sem lendir í tveimur efstu gæðaflokkum hefur fimmfaldast frá 1999 og er nú tæpur fjórðung- ur. Árið 2003 hófst gæðastýring í sauðfjárrækt. Í henni felst að þátttakendur vinni eftir ákveðn- um aðferðum við framleiðsluna. Meðal annars eru gerðar kröfur um aðbúnað og umhverfi sauð- fjár, skýrsluhald, jarðrækt, fóðr- un, heilsufar, lyfjanotkun, afurðir, landnýtingu og fleira. 71% sauð- fjárbænda hafa nú fengið fram- leiðslu sína samþykkta sem gæða- stýrða og sú tala fer sífellt hækk- andi. Þetta 71% búanna stendur þó fyrir 85% af framleiðslunni. Þau bú, sem ekki eru með, eru því flest í minna lagi. Þeir sem taka þátt í gæðastýr- ingu þurfa að halda viðurkennd- ar skýrslur um fjárstofn sinn og afurðir hans, skrá alla fóðuröfl- un, notkun á tilbúnum áburði og lyfjum. Að auki þurfa þeir, eins og allir aðrir sauðfjárbændur, að einstaklingsmerkja allan sinn bústofn þannig að hver gripur sé rekjanlegur. Allir sauðfjárbændur þurfa jafnframt að tryggja fénu góðan aðbúnað skv. sérstakri reglugerð þar um. Stærsti þáttur gæðastýringar er þó reglugerð um landnýtingu. Í reglugerðinni eru ákveðnar reglur um landnotkun, þannig að ekki er heimilt að nýta land til sauðfjár- ræktar nema það þoli nýtinguna skv. mati viðurkenndra fagaðila. Landgræðslan hefur hingað til séð um að meta hvort land þoli þá beit sem áætluð er. Þetta gildir bæði um þau lönd, sem bændur eiga eða ráða yfir sjálfir, svo og sameiginleg lönd eins og afrétti. Sé landið ekki í nægilega góðu ástandi verður að gera tímasetta og skilgreinda landbótaáætlun um úrbætur. Á fræðaþingi landbúnaðar- ins í febrúar sl. fjallaði Gústav Ásbjörnsson hjá Landgræðslunni um stöðu þessara mála. Þar kom fram að 90% þátttakenda í gæða- stýringu í sauðfjárrækt hefðu staðist mat Landgræðslunnar á landnotkun án athugasemda, 9.7% í viðbót hefðu gert land- bótaáætlun en 0.3% hefðu ekki staðist kröfurnar. Mikið starf er unnið samkvæmt landbótaáætl- ununum. Sem dæmi kom það fram í máli Gústavs, að sumarið 2007 hefðu framleiðendur unnið með gildandi landbótaáætlanir að uppgræðslu um 4000 hektara lands. Auk þess starfrækir Land- græðslan verkefnið „Bænd- ur græða landið“, þar sem 650 bændur um land allt vinna að upp - græðslu í samstarfi við stofnun- ina. Áætlað er að þessi hópur hafi unnið að uppgræðslu rúmlega 6000 ha lands á árinu 2006. Í fréttabréfi Landgræðslunnar um verkefnið árið 2007 segir m.a.: „Bændur hafa verið einstaklega samvinnufúsir, tekið vel á móti starfsmönnum og sýnt verkinu áhuga og skilning.“ Sauðfjárbændur leggja því mikla áherslu á ábyrga nýtingu lands í samstarfi við fagaðila á þessu sviði, enda er landið sam- eiginleg auðlind okkar allra. Hver kynslóð bænda og í raun lands- manna allra þarf að skila því til næstu kynslóðar í betra ástandi en hún tók við því. Gæðastýring, land- notkun og sauðfé Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda ls@bondi.is Sauðfjárrækt Tilgangurinn með bréfi þessu er að fá svar frá stjórnvöldum Íslands um það hvort þau standa á bak við Landsnet og Vega- gerðina í því að hlunnfara landeigendur á Íslandi á sama tíma og þau senda yfirlýsingar vegna brota á mannréttindum út um allan heim. Landsnet eyðir tugum milljóna í lögfræðikostnað til þess að hlunnfara íslenska bændur. Þeir herja á landeig- endur með herskara fulltrúa og lögfræðinga til þess að þvinga landeigendur til að samþykkja miklu lægra verð en eðlilegt getur talist fyrir afnot Landsnets af landinu. Landsnet telur sig vera að vinna svo þjóðhagslega mikilvægt verk- efni að þeir geti reist sín mannvirki hvar sem er á landinu, að eigend- um forspurðum, og ákveðið síðan sjálfir hvað séu hæfilegar bætur til landeigandans vegna þess tjóns sem hann verður fyrir. Fulltrúar Landsnets telja fólki trú um að þeir séu að vinna fyrir stjórnvöld og hafi lögin á bak við sig. Ef landeigandinn sættir sig ekki strax við þetta hlutskipti sitt, þá er honum gert að standa í margra ára málaferlum við að verja hagsmuni sína. Bóndanum er ekki treyst til að meta tjón sitt eða verðmeta land- ið sitt þó að hann ætti nú að vita manna best hvaða starfsemi hann stundar þar. Þegar svona mál er búið að fara fyrir tvær matsnefndir sem eiga að úrskurða sanngjarnar bætur fyrir tapað land heldur Landsnet áfram að herja á bóndann og reyna að kúga hann til þess að samþykkja lægri bætur fyrir landið en mats- nefndirnar hafa lagt til. Þeir segja fólki að reyna þá bara dómstólaleið- ina á eigin kostnað. Þá leita á huga manns margar spurningar um stöðu einstaklinga og réttlæti/ranglæti í þessu þjóðfélagi, hér á Íslandi. Er það vilji stjórnvalda að stór- fyrirtæki í eigu þjóðarinnar gangi á eignir fólksins í landinu, og þá sérstaklega einnar starfstéttar, með þessum hætti? Standast svona bolabrögð stjórn- arskrá lýðveldisins? Hvað með samkeppnislög? Það er augljóst að þeir menn sem sitja í matsnefnd, sem ætlað er að meta andvirði tjóns af þessu tagi, eru milli steins og sleggju og hljóta að hugsa um eigið skinn. Þó að þeir reyni að vanda sig og hugsa um hagsmuni einstaklingsins, þá er hæpið að þeir úrskurði einstaklingi meiri bætur en nauðsynlegt er og ávinna sér um leið óvild stórra fyr- irtækja og jafnvel ríkisins. Hverjum kemur það til góða að landeigendur eru hlunnfarnir? Hvað er eftir til skiptanna þegar búið er að borga fulltrúunum og lögfræðingunum og matsmönnun- um og ferðalög þeirra til að herja á landeigendur? Skilar það sér t.d. í lægra flutn- ingsgjaldi á rafmagni til neytenda? Eða skilar það sér beint til er- lendra risafyrirtækja? Ef það er svona mikilvægt að halda verðmati á landi í eigu bænda í skefjum vegna hagsmuna þjóð- arinnar, af hverju sitja þá ekki allir við sama borð hvað varð- ar afnot af landi? Fyrir marga er samfellt land til skógræktar eða annarra nota í sveitinni ekki minna virði en sam- felldar húsalóðir í þéttbýli. Ef allir sætu við sama borð og Landsnet, hvað varðar afnot af landi, þá ætti enginn að þurfa að borga meira en 40.000 kr. fyrir venjulega einbýlishúsa- lóð á Íslandi og það er bara ein greiðsla fyrir þann tíma sem hver og einn þarf á lóðinni að halda, 50 til 100 ár jafnvel. Það er áleitin spurning til stjórnvalda hvort jafnrétti sé í heiðri haft hér á landi. Eru íslenskir bændur á markaðssvæði eða ekki? Þegar leggja þarf vegi yfir land bóndans, þá er honum skammtað smáræði fyrir landið sitt og ekki ræktar hann korn á veginum. Eins er með efnistöku til vegagerðarinn- ar, fáir bændur eru svo heppnir að vera á markaðssvæði þegar vega- gerðin þarf á möl að halda og aftur er bóndanum skammtað smáræði ef hann vill ekki bara gefa efnið úr landinu hjá sér. En þegar að því kemur að selja bóndanum aðföng, olíu, áburð, rafmagn, vélar og tæki og fleira, þá er hann auðvitað á markaðssvæði, þ.e.a.s. heimsmark- aði. Hvað eru bændur að gera annað en vinna í þágu þjóðarinnar? Íslenskir bændur hafa eignast jarðir sínar með heiðarlegum hætti og flestir þurft að hafa mikið fyrir því. Hvers eiga þeir að gjalda? Hver eru skilaboðin til næstu kynslóðar? Bréfritari spyr þessara spurninga fyrir sjálfa sig, vegna eigin reynslu, og fyrir aðra sem eru að lenda í álíka hremmingum og væntir svars við fyrsta hentugleika. Virðingarfyllst Guðrún Kjartansdóttir Áreyjum, Fjarðabyggð Opið bréf til stjórnvalda

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.