Bændablaðið - 29.04.2008, Side 12
12 Bændablaðið | Þriðjudagur 29. apríl 2008
Þrátt fyrir langa vinnuviku
meðal bænda telur stór hluti
þeirra að tekjur búsins séu ekki
nægar til að framfleyta fjöl-
skyldunni. Ábúendur vinna í
töluverðum mæli utan búsins,
konur í meira mæli en karlar. Í
flestum tilvikum vill fólk ekki
hafa þann háttinn á, en neyð-
ist til, þar sem tekjur eru ekki
nægar af búrekstrinum. Karlar
vinna meira á búinu en konur og
bera meira úr býtum. Um fjórð-
ungur þeirra bænda, sem búa
við hlunnindi af einhverju tagi,
nýtir þau ekki. Bændur hafa ekki
mikil samskipti við ættingja og
vini, þótt þeir kysu að hitta sitt
fólk oftar, en flestir sjá fyrir sér
áframhaldandi búsetu á býli sínu
og hafa trú á jákvæðri þróun síns
byggðarlags.
Þetta kemur fram í rannsókn
Hjördísar Sigursteinsdóttur, sér-
fræðings hjá Rannsóknastofnun
Háskólans á Akureyri. Rannsóknin
ber yfirskriftina Staða karla og
kvenna á lögbýlum á Íslandi –
Jafnrétti í skráningu eignarrétt-
inda í landbúnaði á árinu 2007
og er unnin fyrir Jafnréttisnefnd
Bændasamtaka Íslands og Land-
búnaðarráðuneytið. Markmið rann-
sóknarinnar var að afla upplýsinga
um starfs- og félagslegar aðstæð-
ur karla og kvenna á lögbýlum á
Íslandi. Þátttakendur voru á aldr-
inum 20 til 70 ára, meðalaldurinn
tæp 50 ár. Tekið var úrtak karla
og kvenna búsettra á lögbýlum á
Íslandi, slembiúrtak úr lögbýlaskrá
útgefinni af landbúnaðarráðuneyt-
inu.
Svarendur voru í langflestum til-
vikum fjölskyldufólk og landbún-
aður var aðalstarf þeirra. Algeng-
asta menntun svarenda var iðnnám
af einhverju tagi eða starfstengt
nám og þá hafði um þriðjungur
karla, sem svöruðu, nám í bænda-
skóla að baki.
Hjördís segir að tilefni rann-
sóknarinnar séu þær miklu þjóð-
félagslegu breytingar sem orðið hafi
á síðastliðnum áratugum, en þær
einkennist m.a. af auknum búferla-
flutningum, bæði milli landshluta,
sveitarfélaga og milli landa. Þær
hafi haft veruleg áhrif á lífskjör og
fjölskylduaðstæður, sem og atvinnu-
hætti og menntun landans. Störfum
í frumvinnslugreinum, landbún-
aði og sjávarútvegi, hafi fækkað í
kjölfar aukinnar tæknivæðingar, en
þessar greinar hafi verið undirstaða
atvinnulífs á landsbyggðinni. Þá hafi
einnig umtalsverðar breytingar átt
sér stað í landbúnaði á liðnum árum
vegna söluheimilda á framleiðslu-
rétti, bæði í mjólkurframleiðslu og
sauðfjárrækt.
Hjördís bendir á að rannsókn af
þessu tagi hafi ekki verið gerð áður,
en mikið hafi verið vitnað til könn-
unar sem gerð hafi verið fyrir jafn-
réttisnefnd Norðurlands vestra, þar
sem staða kvenna á svæðinu hafi
verið greind og hún jafnvel oft og
iðulega útfærð fyrir allt landið. Það
hafi ekki gefið rétta mynd og því
hafi þótt ærið tilefni til að ráðast í
gerð rannsóknar á stöðu karla og
kvenna á lögbýlum hér á landi. Það
gekk þó ekki þrautalaust og fé til
rannsóknarinnar lá ekki á lausu, en
frumkvæði Kristínar Sigfúsdóttur
í Landbúnaðarráðuneytinu varð á
endanum til þess, að náðist að afla
styrkja til framkvæmdar hennar.
Hafist var handa í lok liðins árs og
nú er skýrslan komin út.
Hafsjór af upplýsingum
„Það kemur margt fram í könn-
uninni sem menn þóttust svo sem
vita fyrir, eins og til að mynda að
vinnutími bænda er langur, tekj-
urnar ekki nægar og fleira í þeim
dúr, en nú höfum við staðfest það
með rannsókninni. Tölurnar liggja
fyrir, en gögn af þessu tagi hafa
ekki áður verið til,“ segir Hjördís.
Hún bendir á að alls hafi borist svör
frá 1061 heimili, lögbýlum víða um
land, svarhlutfall við könnuninni
hafi verið gott og gefi góða mynd
af lífi og starfi fólks til sveita. „Við
eigum nú í gagnagrunni gríðarlegt
magn upplýsinga sem hægt er að
vinna áfram með, en það sem fyrir
liggur gefur okkur góða yfirsýn yfir
stöðu mála,“ segir Hjördís. „Gagna-
grunnurinn er afar mikilvægur og
endalaust hægt að vinna upp úr
þeim hafsjó upplýsinga, sem hann
geymir,“ segir hún.
Landbúnaður er aðalstarf lang-
flestra svarenda og maka þeirra,
eða í 62% tilvika og 56% hvað
makana varðar. Næstflestir vinna
við opinbera þjónustu eða þjón-
ustu af öðru tagi og eru konur þar
í meirihluta. Munur á körlum og
konum hvað atvinnuþátttöku varð-
ar er nokkur; um 70% karlanna
stunda landbúnað sem aðalstarf en
ríflega helmingur kvenna. Karlar
eru líklegri til að stunda störf tengd
iðnaði af ýmsu tagi. Hvað starfsval
varðar hefur menntun klárlega áhrif
þar á, að sögn Hjördísar, en þannig
er líklegra að þeir karlar, sem geng-
ið hafi í bændaskóla, starfi í meira
mæli en aðrir við landbúnað sem
aðalstarf.
Mikil vinna, lág laun
Meðalheildartekjur einstaklinga
sem þátt tóku í könnuninni eru fyrir
skatta rúmlega 210 þúsund krónur,
en um helmingur svarenda hefur
180 þúsund krónur eða minna í
tekjur á mánuði. Meðalheildartekjur
heimilanna fyrir skatta eru tæplega
382 þúsund krónur og um helm-
ingur heimilanna hefur 350 þúsund
krónur á mánuði í tekjur eða minna.
„Þetta eru vissulega dálítið sláandi
tölur,“ segir Hjördís, en hana langar
að halda áfram með svörin á þess-
um vettvangi og skoða m.a. hvað
þetta þýðir fyrir heimilin. „Það
þyrfti að túlka þessar tölur betur,“
segir hún, en enn sem komið er
hefur ekki fengist fjármagn til þess
verkefnis.
Fram kemur nokkur munur á
heildartekjum karla og kvenna.
Þannig eru karlar að meðaltali með
um 235 þúsund krónur á mánuði, en
helmingur þeirra sem svöruðu voru
með 200 þúsund krónur á mánuði
eða minna í heildartekjur. Konur
báru aftur á móti minna úr býtum,
en meðaltekjur þeirra voru um 191
þúsund krónur á mánuði og helm-
ingur svarenda úr hópi kvenna var
með 160 þúsund krónur eða minna
í tekjur.
Meðalvinnutími svarenda við
búrekstur er 43 stundir á viku, að
því er fram kemur í rannsókninni,
og karlar vinna að jafnaði meira en
konur. Vinnuvikan er lengri að sum-
arlagi en yfir veturinn og er iðulega
um 60 klukkustundir hjá körlum
á þeim árstíma. Þeir sem stunda
búskap í aukastarfi eða sem áhuga-
mál eru að jafnaði um 22 stundir á
viku við bústörfin, eða sem nemur
hálfu starfi.
Lengst er vinnuvikan hjá mjólk-
urframleiðendum og þeim sem
stunda blandaðan rekstur, en þeir
karlar sem stunda atvinnugreinina
að aðalstarfi vinna að meðaltali 60
tíma á viku. Vinnuvika sauðfjár-
bænda er nokkuð styttri, að með-
altali um 43 stundir. Hjördís segir
vinnuframlag bæði karla og kvenna
á býlunum mikið, hvort heldur sem
um fullt starf sé að ræða eða hluta-
starf. Þrátt fyrir það telur einungis
rétt rúmur fjórðungur svarenda að
tekjur búsins séu nægjanlegar til
að framfleyta fjölskyldunni og um
40% telja tekjurnar ófullnægjandi.
Tekjurnar nægja ekki til að
framfleyta fjölskyldunni
Konur eru, að sögn Hjördísar, nei-
kvæðari en karlar í þessum efnum
og líklegri til að segja tekjur bús-
ins ófullnægjandi. Þá kom líka í
ljós að þeir, sem ekki höfðu farið
í bændaskóla, sögðu í meira mæli
en hinir að tekjur búsins væru ekki
nægjanlegar til að framfleyta fjöl-
skyldu. Einnig má nefna að munur
kom fram milli búgreina í þess-
um efnum. Mjólkurframleiðendur
virðast þannig, að sögn Hjördísar,
mun betur í stakk búnir til að lifa
eingöngu af búrekstri, en um helm-
ingur kúabænda taldi tekjur búsins
nægjanlegar og um 30% til viðbótar
að þær væru nærri því nægjanleg-
ar. Dæmið snýst svo algerlega við
þegar að sauðfjár- og hrossabændum
kemur, en þeir eru mun líklegri til
að segja tekjurnar ekki nægar til að
framfleyta fjölskyldu. Þannig segja
nær 70% sauðfjárbænda að tekjurn-
ar séu ekki nægar og svipað er uppi
á teningnum varðandi hrossabænd-
urna. Aðeins um 13% sauðfjár-
bænda og 14% hrossabænda segja
tekjur af rekstri búsins fullnægjandi
til að framfleyta fjölskyldu.
Rannsóknin náði einnig til bú-
skapar og búskaparhátta og í ljós
kom að einhvers konar búskapur
er stundaður á 81% lögbýlanna.
Einkum eru það svarendur yngri
en 30 ára eða eldri en 50 ára, sem
ekki hafa búfræðimenntun og eru
búsettir í námunda við höfuðborg-
arsvæðið eða á Suðurnesjum, sem
ekki stunda búskap á bújörðum.
Vannýtt tækifæri í nýtingu
hlunninda
Algengasta búgreinin er sauðfjár-
rækt, en fæstir stunda svínarækt
eða loðdýrabúskap. Annars kom
í ljós að margir svarenda hafa sitt
lítið af hverju, eru með hefðbundn-
ar búgreinar, en að auki t.d. endur,
geitur, kanínur eða hreindýr. Þá
nefna sumir að þeir nýti vélar og
tæki búsins í verktakastarfsemi og
drýgi með því tekjur sínar. Þá er til
í dæminu að menn stundi fiskeldi
eða eigi reykkofa og taki að sér að
reykja matvæli fyrir aðra.
Ríflega helmingur svarenda hef-
ur einhvers konar hlunnindi á bú-
jörðum sínum; vatnsréttindi, æðar-
varp, reka, veiðiréttindi, jarðhita
eða útræði svo dæmi séu tekin. Þau
eru misvel nýtt, en tæp 40% svar-
enda fullnýta hlunnindi sín, 36%
að hluta en 26% nýta þau lítið sem
ekkert. Þannig leiðir rannsóknin í
ljós að um fjórðungur þeirra, sem
hafa hlunnindi af einhverju tagi,
nýtir þau ekki og er þar um vannýtt
tækifæri að ræða.
Í rannsókninni komu einnig í
ljós tengsl milli kynferðis, búsetu,
menntunar, búfræðimenntunar og
búgreinar og þess, hvort viðkom-
andi stundaði búskap sem aðal-
eða hlutastarf. Mun fleiri karlar en
konur stunda búskap sem aðalstarf,
en konur vinna í meira mæli utan
búsins en karlar. Eins eru íbúar
Vestfjarða líklegri en íbúar annarra
landshluta til að stunda búskap sem
aðalstarf. Þeir sem hafa háskóla-
menntun stunda einnig búskap í
minna mæli sem aðalstarf en þeir
sem minni menntun hafa. Þá er
líklegra að nautgripa-, sauðfjár-
og hrossaræktendur stundi atvinnu
utan býlis en mjólkurframleiðend-
ur. Um helmingur svarenda stundar
atvinnu utan búsins, þar af voru um
40% hópsins í fullu starfi og 18%
í hálfu starfi. Karlar stunda í meira
mæli íhlaupavinnu af ýmsu tagi eða
árstíðabundna, konurnar eru frekar
í fastri vinnu utan bús. Langflestir
hafa lítinn áhuga á að starfa utan
búsins, en neyðast til þess svo hægt
sé að framfleyta fjölskyldunni á
sómasamlegan hátt.
Þriðjungur telur að búin muni
stækka
Þátttakendur í rannsókninni voru
inntir eftir framtíðarhorfum í bú-
rekstri sínum og telja flestir að um
verði að ræða óbreyttan búrekstur
á jörðum þeirra til framtíðar litið.
Ríflega þriðjungur telur að eigið bú
muni stækka á næstu árum, einkum
gildir það um mjólkurframleiðend-
ur og yngra fólk. Um 10% svarenda
sjá fyrir sér að búrekstri verði hætt
á jörðinni þegar litið er til næst-
komandi ára. Margir sjá fyrir sér að
afkomendur taki við búum og haldi
rekstri áfram á jörðinni, en fáir hafa
trú á því að jarðir þeirra fari í eyði.
Helst eru það ábúendur á jörðum
á Vestfjörðum og Vesturlandi sem
svo er ástatt um.
Hjördís segir það svo sem ekki
hafa komið á óvart að það séu
karlarnir, sem séu skráðir fyrir
búskapnum í lögbýlaskráningu,
en konur eru sjaldan nefndar þar
á nafn. Í langflestum tilvikum er
búið rekið sem einstaklingsbú eða í
ríflega 80% tilvika, einkahlutafélag
er skráð fyrir rekstrinum í 10% til-
vika og í 8% tilvika er það skráð
sem félagsbú.
Karlar virkari í félagsmálunum
Rannsóknin náði einnig til svo-
nefndrar félagslegrar færni þátt-
takenda, m.a. þátttöku í félags- og
sveitarstjórnarmálum, starfstengdra
námskeiða og samskipta við vini
og ættingja.
Meirihluti svarenda telur sig
virka í félags-, íþrótta- og tóm-
stundastarfi í sinni sveit. Munur
kom þó fram eftir aldri, en þannig
eru þeir sem yngri eru líklegri en
hinir eldri til að taka þátt í slíku
starfi og því meiri menntun sem
viðkomandi hefur er líklegra að
hann sé virkur á félagssviðinu.
Þátttaka í sveitarstjórnarmálum er
minni en í félags-, íþrótta- og tóm-
stundastarfinu. Marktækur munur
er þar á körlum og konum. Hærra
hlutfall karla tekur þátt í sveit-
arstjórnarstarfi en kvenna, þeir sem
meiri menntun hafa eru einnig lík-
legri en hinir til að taka þátt og eins
þeir sem yngri eru. Þá taka karlar í
meira mæli en konur þátt í félags-
störfum tengdum landbúnaði, eru
virkari í stjórnum og nefndum eða
sinna trúnaðarstörfum af ýmsu tagi.
Þriðjungur svarenda telur virkni
kvenna í félagsstörfum tengdum
landbúnaði ekki nægjanlega. Flestir
kenna áhugaleysi kvenna þar um,
en eins nefndu margir að um væri
að ræða karlasamfélag, þar sem
sterk hefð væri fyrir þátttöku karla
og ekki vert að hrófla við því.
Fremur lítil samskipti við ættingja
og vini
Eitt af því sem vakti athygli Hjör-
dísar við gerð rannsóknarinnar
varðar samskipti við vini og nán-
ustu ættingja. Svo virðist sem
fleiri konur en karlar eigi ekki ætt-
ingja og vini búsetta á sama svæði
og þær, en yfir 60% kvenna áttu
nokkra, nær enga eða alls enga vini
á sínu svæði. Þá kom einnig fram
að rétt innan við fjórðungur svar-
enda hitti nánustu vini sína sjaldnar
en mánaðarlega og er þar enginn
munur á körlum og konum. Flestir
voru sammála um að þeir kysu að
hafa meiri samskipti við nánustu
vini sína og voru konur þar í meiri-
hluta.
Það sama er uppi á teningnum
þegar að ættingjum kemur, en meira
en þriðjungur svarenda býr ekki á
sama svæði og nánustu ættingjar.
Konur eiga að jafnaði færri ætt-
ingja í nágrenni við sig en karlarnir,
enda er meira um að þær hafi flust
að; komið á býlin sem eiginmenn
þeirra hafa alist upp á. Áberandi
var að íbúar á Vestfjörðum og
Vesturlandi eiga nánast enga nána
aðstandendur á sínu svæði. Um
helmingur svarenda hittir nánustu
ættingja sína vikulega eða oftar, en
fjórðungur sjaldnar en mánaðar-
lega. Flestir myndu kjósa að hitta
ættingja sína oftar en tök eru á.
Trú á jákvæða þróun
Þátttakendur voru inntir eftir skoð-
unum sínum varðandi þróun byggð-
arlagsins og almennt má segja að
þeir hafi mikla trú á jákvæðri þróun
þess til framtíðar litið, en hjá fjórð-
ungi svarenda var þessi trú þó ekki
til staðar. Yngri þátttakendur í rann-
sókninni og íbúar á Vestfjörðum
höfðu minnsta trú á jákvæðri þróun
byggðarlags sins. Fáir voru á þeim
buxunum að flytja á brott í náinni
framtíð, innan við 10% töldu mjög
eða frekar líklegt að svo yrði en
meirihlutinn hugsar sér að vera um
kyrrt. Þeir sem töldu líklegt að af
brottflutningi yrði nefndu heilsufar
sem helstu ástæðu þess og nær allir
hyggja á flutning til höfuðborg-
arsvæðisins eða Akureyrar.
Texti og mynd: MÞÞ
Rannsókn á stöðu karla og kvenna á lögbýlum á Íslandi
Vinnuframlag bænda er mikið en tekjur af
búinu duga sjaldnast til að framfleyta fjölskyldu
Hjördís Sigursteinsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans
á Akureyri.