Bændablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 1
Nokkrar breytingar hafa að
undanförnu orðið á orkukostn-
aði garðyrkjubænda en eins
og kunnugt er hafa þeir verið
óhressir með gjaldskrár fyrir
flutnings- og dreifingarkostn-
að orkufyrirtækja sem og nið-
urskurð á framlögum ríkisins til
þess að greiða þennan kostnað
niður. Nú virðist horfa betur á
þeim vígstöðvum báðum.
Samband garðyrkjubænda er
þessa dagana að ganga frá nýjum
rammasamningum við tvö orkufyr-
irtæki. Orkusöluna og Orkuveitu
Reykjavíkur sem verða samnings-
aðilar garðyrkjunnar til næstu fimm
ára. Það varð ljóst að undangengnu
útboði þar sem fjögur orkufyrirtæki
skiluðu inn tilboðum. Ávinningur
samningsins er mikill fyrir garð-
yrkjuna.
Helsta nýmæli samningsins
er að öllum félagsmönnum innan
Sam bands garðyrkjubænda er
heim ilt að nýta sér afslátt sem í
boði er. Hingað til hafa afsláttar-
kjörin einskorðast við bændur sem
stunda ylrækt en hér eftir geta kart-
öflubændur og garðplöntuframleið-
endur einnig nýtt sér þau. Rafmagn
til heimilisnota og rekstrar ann-
ars búnaðar en til lýsingar á garð-
yrkjustöðvum mun því njóta góðs
af. Í samningunum er reiknað með
því að garðyrkjubændur kaupi um
70 GWst á ári. Þeir fá á næstunni
sendar heim nánari upplýsingar um
samningana og hvernig á að skrá
sig hjá ofantöldum fyrirtækjum.
Úr ráðuneyti sjávarútvegs og
landbúnaðar berast þau tíðindi að
við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið
2010 hafi fengist aukið fjármagn
til niðurgreiðslu ríkisins á flutningi
og dreifingu raforku til lýsingar í
gróðurhúsum. Í framhaldi af því
hefur ráðherra ákveðið að hækka
núverandi niðurgreiðsluhlutfall frá
1. febrúar sl. úr 71% í 80,1% að
meðaltali.
Frá og með 1. febrúar 2010 mun
greiðsluhlutfall í „þéttbýli“ verða
76,4%, en í „dreifbýli“ 84,0% sem
gerir að meðaltali 80,1%. Þetta
hlutfall mun gilda þar til annað
verður ákveðið.
Drottinn gaf og drottinn tók
En það eru ekki alltaf jólin og það
dregur óneitanlega úr gleðinni yfir
þessum kjarabótum að dreifikostn-
aður rafmagns er sífellt að hækka.
Nú síðast um áramótin hækk-
uðu gjaldskrár RARIK um 10%.
Tæplega helmingur þess fjár sem
ríkistjórnin veitti til aukinnar nið-
urgreiðslu á rafmagni til grein-
arinnar nú rétt fyrir jól hverfur því
beint í hækkun gjaldskrár. Nú er
svo komið að hlutfall dreifingar-
kostnaðar er um 55% af heildarraf-
magnskostnaði garðyrkjubænda en
var umtalsvert lægra fyrir áratug.
Erfitt er að segja til um hversu
miklu þessar breytingar skila í
bættum rekstrarskilyrðum garð-
yrkjunnar. Þó er ljóst að greinin
er enn að greiða niður orkuverð
til annarra orkunotenda, ekki síst
á landsbyggðinni. Það rímar ekki
alveg við þau fyrirheit sem stjórn-
völd hafa gefið garðyrkjubændum
en litlar horfur eru á því að því
verði breytt alveg á næstunni.
–ÞH
12
Blaðauki um
menntun í
landbúnaði
4. tölublað 2010 Fimmtudagur 25. febrúar Blað nr. 321 Upplag 20.800
10
Fjörug vísindi
á Fræðaþingi
landbúnaðarins
Nýr söngleikur
frumsýndur í
Reykjadal
Næsta Bændablað
kemur út 11. mars
15-18
Búnaðarþing á næsta leiti
Árlegt Búnaðarþing Bændasam-
taka Íslands hefst sunnudaginn 28.
febrúar og stendur fram til mið-
vikudagsins 3. mars. Þingið verður
sett með viðhöfn á sunnudaginn í
Súlnasal Hótels Sögu kl. 13:30 en
yfirskrift setningarathafnarinn ar er
„Aftur kemur vor í dal“. Har aldur
Benediktsson, formaður Bænda sam taka Íslands, heldur setn-
ingarræðu og Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra flytur ávarp
og veitir árleg landbúnaðarverðlaun. Sjöfn Sigurgísladóttir, for-
stjóri Matís, flytur hátíðarræðu og Þjóðlagasveit Tónlistarskóla
Akraness tekur lagið. Aðgangur er öllum opinn meðan húsrúm
leyfir og í boði eru kaffiveitingar.
Í vikunni verða hefðbundin þingstörf þar sem m.a. verður fjallað
um mál sem tengjast umsókn stjórnvalda að Evrópusambandinu,
jarðalögum, fjármálum bænda og uppbyggingu félagskerfis þeirra.
Búnaðarþingi verða gerð skil á vefnum bondi.is þegar þingstörf
hefjast. Á vefnum verður birt dagskrá þingsins, ræður, fundargerðir og
upplýsingar um afgreiðslu mála um leið og þær berast.
Nánar er fjallað um aðdraganda Búnaðarþings í viðtali við Harald
Benediktsson formann BÍ á bls. 7.
BÚNAÐARÞING 2010
Orkukostnaður garðyrkjunnar lækkar
Samið við tvö orkufyrirtæki
leik – Rarik tekur helming aukningarinnar til baka
Food and
Fun að
hefjast
Matar- og menningarhátíð-
in Food and Fun hófst í gær
í níunda sinn og stendur yfir
til sunnudagsins 28. febrúar.
Næstu daga munu því íslensk-
ir og erlendir matreiðslumeist-
arar laða fram ómótstæðilega
rétti úr íslensku hráefni á
ýmsum matreiðslustöðum í
höfuðborginni.
Hápunktur hátíðarinnar
verður á laugardaginn þar sem
kokkarnir etja kappi við að
elda rétti úr íslensku hráefni í
Hótel- og matvælaskólanum
við Menntaskólann í Kópavogi
og hefst keppnin klukkan 11.
Hér á myndinni að ofan bregð-
ur Ben Pollinger, yfirkokkur á
Oceana í New York, á leik fyrir
lesendur Bændablaðsins en
hann er gestakokkur á Grillinu
á Hótel Sögu á meðan á hátíð-
inni stendur. Með honum er
Vilhjálmur Sigurðsson. Frekari
upplýsingar um hátíðina má sjá
á vefnum www.foodandfun.is
ehg/smh
Búvís birtir
áburðarverð
Búvís hefur birt áburðarverð-
lista sinn á heimasíðu sinni.
Reyndar er aðeins um að ræða
takmarkað magn á þremur teg-
undum áburðar því enn er beðið
staðfestingar á vörufram boði
og verði frá birgjum. Áburðar-
tegundirnar og kjörin sem nú
eru í boði eru eftirfarandi:
Tegund Samsetning
Kr./tonn
án VSK
Völlur 7 NPK(23-10-10) 64.800
Völlur 9 NPK(27-06-06) 61.900
Bætir 10 NPK(27-00-12) 60.900
Fram kemur að æskilegt sé að
pantanir berist fyrir 26.febrúar.
Greiðslukjör eru þannig að til að
staðfesta áburðarpöntun þarf að
greiða 50 prósent innborgun fyrir
1. mars og eftirstöðvar eru síðan
með eindaga 5. apríl. Búvís selur
eingöngu áburð á norðausturhorn-
inu.
Í samtölum við forsvarsmenn
hinna áburðarsalanna, Yara, Spretts
og Fóðurblöndunnar kom fram að
þar bíða menn eftir verði frá birgj-
um sínum. Á öllum vígstöðvum
vonuðust menn eftir því að niður-
staða færi að koma en viður kenndu
jafnframt að biðin væri orðin all-
löng og óþægileg. fr
Fyrirlestrar af
Fræðaþingi á Netinu
Valdar upptökur af nýaf-
stöðnu Fræðaþingi land-
búnaðarins, sem haldið var
í Bændahöllinni dagana 18.-
19. febrúar, eru nú aðgengi-
legar á vefnum bondi.is. Bæði
er hægt að sjá glærur fyr-
irlesara og mynd- og hljóð-
upptökur. Nánar er fjallað
um Fræðaþing landbúnaðar-
ins á bls. 10.